Norðurland


Norðurland - 08.10.1901, Blaðsíða 3

Norðurland - 08.10.1901, Blaðsíða 3
7 Skólamál Vesfur-íslendinga. Svo sem flestum hér á landi mun kunn- ugt, hafa Vestur-íslendingar um mörg ár veiið að búa sig undir að geta komið upp íslenzkum æðri skóla. Síra Jón Bjarna- son lagði fyrstur hyrningarstein fyrirtækis- ins með 100 dollara gjöf á kirkjuþingi í Winnipeg sumarið 1887. Síðan hefir málinu miðað fremur hægt áfrain, nokkurt fé safnast, en ekki svo núk- ið, að menn hafi séð sér fært að stofna skóhnn. Og nú þykjast menn sjá fram á, a ' þess verði of langt að bíða, að slíkt fjái i íagn verði fyrir hendi, sem til þess þaii', og að hrinda verði málinu áfram einliverja aðra leið. l yrir því hefir það ráð verið tekið, sem vafalaust er mjög hyggilegt, að koma á kenslu í islenzkri tungu og íslenzkum fræðum við þarlenda kenslustofnun. Samningar um það hafa tekist við einn af lielztu skólunutn í Winnipeg, Wesley College, sem er eign meþódista, en jafn- frat t ein deild af háskóla Manítóbafylkis. l að er kirkjufélag Vestur-Islendinga, seni eitt hefir gengist fyrir þessu fyrir- tæki. Þess vegna ræður það og kennarann. Og hann er síra Friðrik J. Bergmann. Það er mjög merkilegt mál, sem hér er að komast í framkvæmd með bræðr- um vorum í Vesturheitni, mál, sem ætti að vera fagnaðarefni öllum þeini, er unna tungu vorri og þjóðerni og sóma þjóðar vonar í annarri heiinsálfu. Fátt styrkir betur þjóðerni vort þar vestra, né varp- ar ineiri ljóma yfir vora litlu þjóð, en það, að íslenzkan komist að við háskóla Vesturheims. Og hvort sem litið er til þjóðflokka þeirra, er íslendingar eiga saman við að sælda í Vesturheimi, eða Vestur-íslend- inga sjálfra, er það sérlega ánægju- legt, að það skyldi vera síra Friðrik J. Beigmann, maður, sem jafn-vel er búinn gáftim og mentun, mannúð og frjálslyndi, sem fyrstur komst í þessa stöðu. Hvort- tveggja er jafn-víst, að hann verður þar þjóð vorri til sóma út á við, og að áhrif þau, er hann hefir á íslenzka námsmenn vestan hafs verða hin heillavænlegustu. r Engin einokun. »NorðurIand« er gersamlega and- sta tt allri einokun. En skoðana-ein- okun telur það versta. Fyrir því vill það unna rúms öllum skoðun- um, sem greindarlega eru í letur færðar, að svo miklu leyti, sem unt er. Enginn þarf því að skirr- ast við að senda »Norðurlandi« það, er honum liggur á hjarta, af ótta við það, að blaðinu muni ekki geðjast að þeim skoðunum, scm jiar er fram haldið. Það kemst al- veg eins að fyrir því, svo framar- lega, sem rúm leyfir. En eðlilega er þeim mun auðveldara fyrir menn að komast að, sem þeir eru stuU- orðari. Náskylt þessu er það, að »Norð- urland« vill flytja allar fréttir af landinu svo [ítarlega og rétt, sem kostur er á. Markmiðið er það, að enginn maður, hvort sem hann er flokksbróðir blaðsins eða andstæð- ingur, þurfi að leita til annarra blaða til þess að fá rétta vitneskju um það, er markvert gerist á landinu. Og því markmiði nær »Norður- land«, svo framarlega, sem þjóðin vill styðja slfka viðleitni. \ Þörfin því meiri. Rödd hefir komið fram í vestur-íslenzku blaði, frá merkum leikmanni og mikils- virturn, í þá átt, að síra Friðrik J. Berg- mann sé í raun og veru ekki nógu lút- erskur, ekki nógu mikill biblíutrúarmað- ur til að skipa það embætti, sem hann hefir tekist á hendur. Maðurinn heldur auðsjáanlega, að það sé kjarni lútersk- unnar og að líkindum kristindómsins alls, að trúa þvf að hvert orð í ritning- unni sé innblásið af guði. Sú skoðun, jafn-kynleg og hún er, er víst ekki óal- geng meðal íslenzkra leikmanna í Vestur- heimi. Því meiri þörf er á því og því meira fagnaðarefni er það, að fá fyrir aðalleiðtoga íslenzkra mentamanna vestra mann, sem lítur á trúarbrögðin jafn-skyn- samlega og frjálsmannlega eins og síra Friðrik. r Eftirmæli. Hinn 24. sept. sfðastl. andaðist hér á spítalanum frú Ólöf M. Hall- grímsdóttir Jónsson, kona Stefáns Jónssonar verzlunarstjóra á Sauðár- króki. Faðir hennar var Hallgrímur gullsmiður á Akureyri, Kristjánsson prests á Völlum í Svarfaðardal, Þorsteinssonar prests í Stærraár- skógi; en móðir hennar var Ólöf Einarsdóttir Thorlacíus, prests í Saurbæ. Frú Ólöf giftist St. J. 1879, og er einn sonur þeirra á lífi, Jón, sem stundar nám við Kaupmanna- hafnarháskóla. Sullaveiki varð henni að bana, eftir að holdskurður hafði verið gerður á henni tvívegis hér á spít- alanum. Maður hennar, sem gert var viðvart, þegar síðari skurður- inn var gerður, náði ekki hingað svo snemma, að hann fengi séð hana lifandi, Lík hennar var flutt héðan með Ceres. Við úthafninguna af spítal- anum héldu þeir ræður sóknar- presturinn sfra Geir Sæmundsson og síra Matth. Jochumsson. Ljóð voru og sungin eftir M. J. Frú Óiöf sál. var valkvendi mesta og einkar-vel látin af öllum. Að kvöldi hins 15. f. m. andað- ist hér í bænum, eftir nái. hálfs árs veikindi af brjósttæringu, ung- frú Dórothea Jóelsdóttir, 27 ára gömul. »Dórothea sál. var gædd liprum og góðum gáfum og vel mentuð til munns og handa; hún var á- gætis stúlka og ávann sér því elsku og virðingu allra þeirra sem nokk- ur kynni höfðu af henni.« r Stldin hefir haldist hér við Akureyri nokk- uð alt til þessa. Veiði nokkur f vörpur, en þó miklu minni en áður, í net lítil. Síldin er nú stærri en sú, er fyrst veiddist. Tunnuskorturínn. Jón Norðmann verzlunarstjóri skrif- aði með síðustu ferð Hóla austur eftir 2000 síldartunnum, og sendi auk þess mann til Austfjarða til þess að útvega tunnur, sem koma áttu með »Ceres«. Erindislok mannsins urðu þau, að hann gat fengið 600 tunnur á Seyðisfirði, en þær fengust ekki fluttar með »Ceres«. Samt hefir ræzt svo úr tunnuskortinum, að ekki horfir til neinna vandræða. Gufuskipið »Jökull« kom á fimtudags- kvöldið var með allmikið af tunnum til Wathnes-útgerðarinnar og Laxdals, og gufuskipið »Alf« á sunnudaginn með tunnur, salt og kol til Túliníuss. Svo er á hverjum degi von á skipum með tunnur. Þilskipavetðar sunnanlaads hafa yfir- leitt gengið mæta vel í ár. »Eitt skip, er Þorsteinn Þorsteinsson á og er fyr- ir, hefir fengið hina lang-hæstu afla- hæð að tölu til, sem dæmi eru til hér á landi — 138,000 eftir sumarið, seg- ir ísafold. Druknan. Jón Kristjánsson frá Hausa- staðakoti í Garðahverfi, kvæntur mað- ur og 7 barna faðir, og Þorgils Þor- gilsson frá Óseyri við Hafnarfjörð, ókvæntur, hrukku útbyrðis af fiskiskút- unni »Litlu-Rósu« frá Hafnarfirði 9. f. m. út og norður af ísafjarðardjúpi og druknuðu. Verð á sláturfé hér á Akureyri upp í skuldir og gegn vörum er það, er nú skal greina: Kjöt pd....................15—21 a. Gærur — ... ................ 25 - Mör —...................... 23 - Haustull —...................... 40 - Lifandi fé taka kaupmenn upp í skuld- ir og gegn vörum með þessu verði á fjármörkuðum: Sauði .............10 —13V2 a. pd. Hrúta ............. 8V2—11 - — Ær ................ 7V2—11V2 - — Gimbrar............ 9 —10 - — Barnaveiki. Nýdáið er úr henni barn á 3. ári í Götu í Arnarneshrepp. Uppboð á eigum Garðarsfélagsins var haldið á Seyðisfirði í lok síðasta mánaðar. Kaupendur höfðu bundið félag með sér um skipin, fimm að tölu, og urðu þessir eigendur: Sigurður Johansen kaupmað- ur (fekk 2), Þórarinn Guðmundsson kaupmaður, P. J. Thorsteinsson kaup- maður á Bíldudal og Ólafur Árnason kaupmaður á Stokkseyri. Við skiftin varð dýrast annað skipið, sem S. J. keypti, 7700 kr. Bryggju félagsins ásamt lóð fyrir ofan hana, íbúðarhúsi og 3 geymslu- húsum keypti Seyðisfjarðarbær fyrir 2550 kr og var gjafverð. íshús keypti um 20 manna félag fyrir 5500 kr., og ætlar að rífa það. Svo voru og seld veiðarfæri og húsgögn við háu verði. Tíðarfar. Eftir einmunatíð fram í miðja síðustu viku er veðráttan nú tekin að spillast og nokkur snjór kominn af norðanátt. í nœsta blaði »Norðurlands« verður meðal annars ágrip af sögu bankamálsins á síðasta þingi. Þar verður og minst allítarlega á grein í danska blaðinu »Politiken« um stjómarmál vort, og er þess því meiri þörf, sem hér hefir birzt þýðing af greininni, sem svo er ónákvæm, að lesendur fá að sumu leyti alveg ranga hugmynd um það, er danska blaðið segir. Enn fremur byrjar og í næsta blaði veðurskýrsla eftir Stefán Stefáns- son, kennara á Möðruvöllum, og held- ur svo áfram vikulega. Síra Halldór Bjarnarson hefir af nýju fengið veitingu fyrir Presthólum. Fjárkaupmaðurinn frá Belgíu, hr. Martin Pöels, kom með „jökli" austan af Seyðisfirði um daginn, hafði keypt þar einn fjárfarm og sent til Frakklands, og fór landveg vestur á Sauð- árkrók tii fjárkaupa þar. Fjártökuskip hans átti að koma þangað 13.-14. þ. m. Hann gerði ráð fyrir að halda áfram fjárkaupum hér að ári, en hitt lét hann ekki uppi, hvort þau mundu verða víð- tækari þá en þau urðu þetta haust. Prestkosning átti að fara fram í Hjarðarholti í Döl- um 15. f. m. Umsækjendur voru: síra Jósep Kr. Hjörleifsson á Breiðabólstað á Skógarströnd, síra Ólafur Ólafsson á Lundi og Magnús Þorsteinsson cand. theol. Kosning varð ekki lögmæt, en síra Jósep vantaði að eins eitt atkvæði á að ná kosningu. Nýir læknar. í þessi héröð hafa læknar verið skipað- ir í sumar: í Hesteyrarhérað Jón Þorvaldsson frá ísafirði. í Fljótsdalshérað jónas Kristjánsson frá Orenjaðarstað. í Reykdælahérað Ingólfur Oíslason frá -^rerá. f Nauteyrarhérað Þorbjörn Þórðarson frá Hálsi. Fyrir Borgarfjarðarhéraði hefir og Jón Blöndal fengið konungsveitingu. Auglýsingar, sem koma eiga út í „Norður- landi", væri ávalt gott að fá í síð- asta lagi næsta laugardagskvöld fyrir útkomu blaðsins. Háttvirtir auglýsendur eru og beðnir um að gera viðvart jafn-snemma, ef auglýsing á ekki að prenta oftar annars heldur hún áfram í blaðinu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.