Norðurland - 29.03.1902, Side 1
27. blað.
JnORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjör/eifsson.
Akureyri, 29. marz 1902.
í. ár.
Möðruvallaskóli brunninn.
Á laugardagskvöldið var færði
‘Norðurland« með fregnmiða Akur-
eyrarbdum þá frétt, að Möðruvalla-
skóli væri brunninn. Hér kemur
nú (tarleg frásögn af þessum at-
burði, eftir cand. Ólaf Davíðsson,
samin á mánudaginn var.
I.
1 .augardaginn 22. marz fór alt
f>'am að Möðruvöllum í Hiirgárdal,
eins og vant var fyrra hluta dags.
Piltar og kennarar voru í tímum
frá ki. 9 til þess er kl. vantaði 10
niínútur ( tvö, eins og tízka var
við skólann, og stóð svo á, að
Halldór kennari Briem og Ólafur
Piavíðsson frá Ilofi, sem hefir feng-
>st við kenslu að Möðruvöllum í
Vetur í stað Jóns skólastjóra Hjalta-
líns, voru í seinasta tímanum. Þá
er honum var lokið, fór Halldór upp
1 herbergi sitt í norðurenda húss-
■ns, en Ólafur skauzt upp í her-
bergi skólastjóraris, því að þar hélt
hann til, skildi þar eftir kenslubók,
er hann hafði notað í seinasta tím-
anum, lokaði svo herberginu, og fór
Lt { hús Stefáns kennara til þess að
snæða. Þá er klukkan var hálf-þrjú
(Akureyrarklukkan nálægt hálf-tvö),
v>ldi svo til, að einn skólapilturinn,
sem heitir Friðrik Klemensson, ætl-
aði að ganga upp í svefnloft, á
rieðsta lofti, en um leið og hann
gekk upp stigann, sá hann, að eld-
rir var farinn að læsa sig um efsta
riluta skólans í suðvesturendanum.
Plann hljóp þegar niður, og gerði
félögum sinum viðvart, en þeir
hrugðu skjótt við, og fóru að bjarga
koffortum og öðru lauslegu, er þeir
áttu bæði í svefnloftunum og uppí
á miðlofti, því að þegar var auð-
saitt, að eldurinn mundi hafa feng-
'ð mikið magn uppi á efsta lofti.
Kennurunum var og þegar gert
v'ðvart.
Stefán kennari og Ólafur hlupu
þögar suður eftir, og sneru þegar
riokkurir piltar með þeim upp á
kvist, herbergi skólastjórans, en
jafnskjótt og Ólafur lauk upp kvist-
úurðinni, gaus á móti þeim kafþykk-
rir reykur, og minkaði hann ekkert
við, að gluggar voru jafnskjótt opn-
aðir. Auðsætt var, að eldurinn kom
að ofan, og var eldurinn farinn að
læsa sig ofan eftir þilinu við suð-
vesturhorn kvistsins. Það var og
farið að brenna. Næsta ''herbergi
fyrir sunnan kvistinn var kompa,
er ýmislegt skran var geymt í, sem
Hjaltalín átti, og opnaði Stefán hana,
en þar var svo þykk svæla, að ekki
voru viðlit að fara þangað inn. Hann
opnaði og hlerann að efsta loft-
inu, en þar var heldur ekki líft fyrir
svælu. Ekki var auðið að sjá, hve
eldurinn hafði rutt sér mikið til
rúms á efsta loftinu, og var þvf
ekki vistlegt á kvistinum, því að
hætta var á, að loftið gæti fallið
niður þá og þegar. Þar var og ó-
lifandi fyrir reyk. Menn höfðu því
stutta viðdvöl á kvistinum, en þó
tóku allir, er þangað komu upp,
með sér það, sem þeir gátu kom-
ist með af bókum og öðru laus-
legu. Á þennan hátt varð bjargað
talsverðu af bókum þeim, er geymd-
ar voru á kvistinum, en mikið varð
eftir, er brann, og verður þess get-
ið seinna að nokkuru.
Nú var í mörg horn að líta, enda
gerðust mörg tíðindi jafnsnemma.
Halldóri Briem var gert viðvart um
eldinn jafnsnemma hinum kennur-
unum, en hann þorði ekki að eiga
undir því að dvelja nema örstutta
stund í herbergi sínu, og varð því
litlu bjargað þaðan. Aftur náðust
mestöll föt pilta, sem geymd voru
í.kompu fyrir norðan kvistinn uppi
á öðru lofti.
Á miðloftinu voru , svefnherbergi
skólapilta, þrjú að tölu. Rúmfötum
öllum var fleygt út um gluggann í
snatri og öðru lauslegu, er þar var,
en rúmstæðin voru skilin eftir. Að
vísu hefði verið hægt að bera þau
niður, en bersýnilegt var, að það
mundi taka talsverðan tíma, og var
því látið ganga fyrir að bjarga öðru,
er markverðara þótti. Möðruvalla-
skóli hafði eignast allgott bóka-
safn, og var sumt af því geymt
uppi á kvisti, en sumt í herbergi
sunnantil í húsinu að vestanverðu,
er kallað var bókabekkur. Þar var
og geymt það, er skólinn átti af
náttúrugripum og öðrum kenslu-
áhöldum. Stefán kennari fór þang-
að, jafnskjótt og hann sá, að litlu
varð bjargað af kvistinum, og var
þegar farið að bera bækur og ann-
að út í pokum, en kvenfólk bar í
svuntum sínum, og gengu allir vel
fram. Áður en Iangt um leið, var
bekkurinn hroðinn öllu, er þar var
lauslegt, en þó mun nokkuð hafa
orðið eftir af ritum Swedenborgs,
er þar var mjög mikið til af. Þau
voru látin sitja á hakanum, af því
að menn vissu, að talsvert var til
af þeim í Amtsbókasafninu.
Hjaltalín skólastjóri átti talsvert
af búsgögnum og öðrum munum í
tvéimur herbergjum niðri á gólfi
austan og sunnan til í húsinu, og
var öllu bjargað þaðan, er lauslegt
var, og nokkurs var virði. Þar var
ekkert eftir nema ýmislegt skran í
djúpum veggskápum lokuðum, sem
ekki var hægt að eiga við.
Þá er hér er komið sögunni, hafði
loginn brotist út úr efsta loftinu og
miðloftinu, og var að vísu alt ó-
brunnið niðri, en ekki dælt að ganga
út og inn, því að eldsíum rigndi
niður, hálfbrunnum sprekum og þak-
hellum. Vegna eldsins inni hefði
þvf verið hægt að bjarga ýmsu úr
svefnloftunum og bekkjunum, er ó-
bjargað var, en mannhætta var að
fást við það í svipinn vegna flugs-
ins; bauð því Stefán kennari öllum
að fara út úr skólanum, og var því
hlýtt. Þá er þakið var fallið niður
að vestanverðu, fóru nokkurir pilt-
ar inn í neðra bekk, og náðu það-
an út öllu lauslegu, borðum og
bekkjum út um gluggana, en þá
var eldurinn kominn í efra bekk,
og stiginn allur ( björtu báli, og
voru því ékki tiltök að bjarga meiru.
Áður höfðu flestir skólapiltar í efra
bekk bjargað bókum sínum, en bekk-
ir allir brurinu þar inni og skóla-
borðin öll.
Það, sem út var borið, var sumt
borið þegar út í kirkju, svo sem
bækur, en sumt var skilið eftir til
bráðabirgðar milli skólans og kirkj-
unnar, og flutt svo seinna út í
kirkju. Sumt var aftur borið út í
leikhús.
Meðan skólinn var að brenna,
var kul á norðvestan, og var það
hin mesta hepni, því að hefði gol-
an verið sunnan, hefði íbúðarhúsi
Stefúns kennara verið mikill háski
búinn, Kirkjunni og leikhúsi skól-
ans var og óhætt eftir því, sem
veðurstaðan var. Hætla var samt
á, að veðurstaðan kynni að breyt-
ast snögglega, og þorðu menn því
elcki annað en að bera út úr suður-
endanum á húsi Stefáns bæði hátt
og lágt. Snjókökkum var og hlað-
ið að suðurgafli hússins og að suð-
austurhorni leikhússins. Enn var
húsi Stefans háski búinn, ef norður-
stafninn á skólanum kynni að hrynja
norður, en svo vel vildi til, að hann
hrundi inn, og sáu menn því, að
óhætt var að flytja inn aftur það,
sem út hafði verið flutt úr húsi
Stefáns.
Nóttina eftir brunann vöktu fjór-
ir menn yfir rústunum og tveir í
nótt, er var, en alt af hefir verið
norðanátt, og hefir öðrum húsum
að Möðruvöllum því verið óhætt
með öllu. Enn rýkur úr rústunum
við og við, en þó mun vera farið
að minka um eldsneyti í þeim.
II.
Þá er Möðruvallaskóli var bygð-
ur fyrir 22 árum, voru veggirnir
reistir úr múr að mestu leyti og
viðir að eins til þess að treysta
hann. Auk þess var múrhúð á inn-
veggjunum beggja megin, en borða-
lagning utan á útveggjunum. Hús-
ið var því talsvert lengi að brenna.
I annan stað var húsið tiltölulega
hátt, og sást loginn því langt að.
Meðan bruninn stóð sem hæst,
var alltilkomumikið að sjá skólann
brenna. Einkum var tilkomumikið að
sjá blóðrauðar eldtungurnar sleikja
út um gluggana á efra bekk, því
að blossann lagði til austurs eftir
veðurstöðinni. Eftir því, sem eld-
urinn eyddi bjálkunum innan í múrn-
um, eftir því féllu múrfyllurnar
niður, og stundum sveifluðust vegg-
irnir fram og aftur urn stund, áð-
ur en þeir féllu. Nyrðri reykháfur-
inn féll tiltölulega fljótt, en sá syðri
féll ekki fyr en alt miðloftið var
brunnið og mikið af neðsta loftinu.
Þá reið hann niður í eldhafið með
braki miklu. Þá er húsið var gjör-
fallið, nálægt kl. 7 um kvöldið, litu
rústirnar lít eins og múrsteinahrúga,
en upp úr henni stóð reykháfsstúf-
ur nálægt 5 álna hár og horn af