Norðurland - 29.03.1902, Page 4
Skarlaíssóttar-ráðstafanir.
í tilefni af skarlatssóttar-grun þeim,
er héraðslæknir Guðm. Hannesson ritar
um hér í blaðinu, hefir hann skrifað
bæjarstjórninni og lagt fyrir hana eftir-
farandi spurningar:
1. Hvort hún vilji styðja sóttvarnir
gegn skarlatssóttinni.
2. Hvort hún gæti látið í té húsnæði
til einangrunar.
3. Hvort hún vildi verja nokkuru fé
til sóttvarna.
Hinn setti bæjarfógeti, Stephensen
umboðsmaður, hélt þegar aukafund í
bæjarstjórninni, og urðu all-langar um-
ræður um málið. Allir vildu, að reynt
yrði að verjast skarlatssóttinni eftir
mætti; nokkurir létu í Ijós óánægju
sína út af aðgjörðum landsstjórnarinnar
í þessu máli, aðrir hvöttu iækni tii þess
að hiífast ekki við að einangra einnig
grunsama sjúklinga, þótt ekki væri full
vissa fyrir veikinni, og að auglýsa, hvar
hætta væri á ferðum.
Samþykt var:
1. Að taka eina stofu á sjúkrahúsinu
til einangrunar, til þess er unt yrði að
útvega annað húsnæði, og skyldi hún
íyliilega aðgreind frá hinum stofunum,
svo sjúklingunum stæði engin hætta af.
2. Að feia heilbrigðisnefndinni frek-
ari ráðstafanir í þessu. Henni skyldi
heimilt að verja alt að 100 kr. til sótt-
varna fyrst um sinn.
\
Samsæfi.
Þ. 9. mara héldu nokkurir vinir Þ.
Guójóhnsens á Húsavík samsæti, til þess
að kveðja hann og þau hjón bæði sam-
an; því að nú eru þau á förum af landi
burt tií Danmerkur. Hér um bil 60
manna tóku þátt í þessari gleði og þótti
hún takast vel. Þessir menn héldu ræð-
ur: séra Jón í Húsavík, séra Benedikt
á Grenjaðarstað, Guðmundur á Sandi,
Þorbergur hreppstjóri á Sandhólum,
Arni í Lóni, Lúðvík Knudsen, Björn
Jónsson frá Ameríku (sem dvelur hér í
vetur) og síðast en ekki sízt heiðurs-
gesturinn siálfur. — Þar var honum af-
hentur menjagripur að skilnaði — stand-
lampi seilingarhár, er kostaði 200 kr.
og grafið á hann: »Til Þórðar og Maju
Guðjóhnsen frá vinum í Þingeyjarsýslu
1902«. *
Hér er eigi rúm til að geta um ræðu-
höldín í sundurlíðuðu máli, svo að al-
menningur verði nokkuru nær. En með-
al annars, sem þar var mælt til heiðurs-
gestsins, var þessi vísa:
Menn óska sér gæða, en úkveflið mark
er auðlegð, sem fjöldinn ei þráir,
og því er svo lítið um karlmensku-kjark
og kraftarnir litlir og fáir.
— En þú varst sá kraftur, það bjarg,
sem ei brást,
það bjarg, sem var aldrei í molum;
og vinfestu-trygð þín og orðheldnis-ást
var eldur, sem lifði í kolum.
Samskofa-byrjun.
»Þeir læknarnir Guðm. Hannesson og
Sigurður Hjörleifsson komu að Möðru-
völlum meðan á brunanum stóð,« skrif-
ar Stefán kennari Stefánsson »Norðurl.«
26. þ. m. »Hóf Sigurður Hjörleifsson
máls á því, að sjálfsagt væri að efna
til samskota handa piltum þeim, sem
liðu beint eða óbeint tjón við brunann,
og gaf þegar 10 kr. Guðm. Hanneeson
tók í sama streng og gaf einnig 10 kr.«
Vöruskorfur
er að verða mjög mikill í öllum verzl-
unarstöðum norðanlands, svo að teppist
sigling fram eftir vorinu, eru vandræði
fyrirsjáanleg. Mestar eru birgðirnar
hér á Akureyri, og þó eru sumar nauð-
synjavörur á fötum eða þrotnar. Hveiti-
mjöl er ófáanlegt og mjög lítið orðið
um sykur. Kaffi mun líka að þrotum
komið. Norðan af Húsavík hafa menn
nýiega komið hingað eftir vörum.
LeiðréttinK.
í greininni Norflle/izkir skólar« II. í
síðasta blaði 2. dálki hefir misprentast
Siguvbjörg fyrir Sigurlog. — »Hjá sýslu-
manni Briem« 'falli burtp og i stað »og
hafði Eiín dóttir hans« komi og haföi
ungfrií Elín Briem.
Snjór mikill
á jörðu. Blindbylur fyrra hlut mánu-
dags og aftur á þriðjudaginn. Síðan hefir
verið stilt veður og snjókoma lítil, en
frost töluvert oftast.
I
Veðurathuganir
á Möðruvöllum í Hörgárdal
eftir Stefán Stefánsson.
1902. Marz. Um miðjan dag ( tl s . ■< 4 d. & 6 Úrkoiha. | Minstur hiti (C.) á sólar- hringnum.
Fd. 21. 76.5 - 9.0 Nau 3 10 S: - (i.o
Ld. 22. 76.5 -12.8 N 2 10 S 1 - 15.o
Sd. 23. 76.0-10.5; N i 2 10 S jj - 16.o
Md. 24. 75.i »-6.o Nau 2 10 S - 15.2
Þd. 25. 75.o O.o! Nau| 2 10 S - 15.o
Md. 26. 76.i i -0.i|Nau| 1 9 S j - 3.2
Fyrsti sjúklingurinn minn.
Ensk saga.
IV.
Eg fann, að mér var að hitna af
gremju. Hvers konar maður var }>essi
dr. Ogilvie? Hvers vegna var hann
fjarverandi, þegar önnnur eins hætta
var á ferðum? Hvers vegna var vinnu-
fólkið svona undarlegt og órólegt? Og
ekki var hvað minst um það vert —
hvernig stóð á því, að mér var nú sjálf-
um svo órótt, sem eg hafði aldrei fund-
ið til áður, þegar eg var að eiga við
sjúklinga?
Eg fann það á mér, að eitthvað
voðalegt hafði gerst í þessu herbergi,
°g eg fór að hugsa um það, hvort hin
öflugu lífgunarráð, sem eg ætlaði að
nota, mundu ekki koma svo seint, að
þau yrðu alveg gagnslaus.
Dr. Roper kom inn í herbergið og
við tókum til starfa. Fyrst lá fyrir að
ná burt þeim hluta eiturskamtsins, sem
enn kynni að vera í maga sjúklingsins.
Rafmagnsvirkið var svo sett í stelling-
ar og andardrátturinn aukinn. Lengi
fengumst við við þetta, án þess að nokk-
ur sjáanlegur árangur yrði af því.
Dr. Roper fölnaði svo mjög, að eg
hélt, að yrði að styðja hann út úr her-
berginu, þegar hann leit á það, sem
komið var í magadæluna; en hann náði
sér brátt aftur og hjálpaði mér nú svo
ötullega, að auðséð var, að hann var
alveg orðinn mér sammála.
Hjúkrunarkonurnar voru eins og góð
verkfæri í höndum okkar.
Einkennilega hljótt var í herberginu,
meðan við vorum að þessu starfi. Við
gerðum svo lítinn skarkala, sem okkur
var unt þessar löngu næturstundir, með-
an við vorum að heyja þessa voðalegu
baráttu við dauðann.
Undir morgunin heyrðist hávaði nokk-
ur í næturkyrðinni úti á strætinu. Dr.
Roper lét sér um munn fara þakklætis-
orð til skaparans, og til óumræðilegs
fagnaðar fyrir mig hafði hávaðinn áhrif
á sjúklinginn.
Hún leit upp augunum, brosti dauf-
lega, horfði beint framan í gamla lækn-
inn, tautaði nafn manns síns fyrir munni
sér og lét svo augun aftur.
♦ Ogilvie er kominn heim,« sagði dr.
Roper og leit á mig. »Guði sé lof! Nú
getum við fengið að vita, hvað hefir
tafið hann. Það var fótatak hestsins
hans, sem þér hejmðuð rétt núna við
dyrnar.«
»Og frú Ogilvie er betri,« sagði eg.
»Eg hefi góða von um, að nú sé henni
óhætt. Eg þori ekki að yfirgefa hana
stundarkorn, en þér gætuð farið ofan
og látið dr. Ogilvie vita, hvað gerst
hefir í fjarveru hans.«
»Sagt honum, hvers við höfum orðið
vísari?« tók dr. Roper til máls. »Nei,
nei, hann er gamall vinur minn — það
verður einhver annar að gera.«
»Þei, þei,« sagði eg. »Frú Ogilvie er
að fá meiri og meiri meðvitund með
hverri mínútu. Við verðuin að fara gæti-
lega; hún þolir ekkert.« Eg leit til rúms-
ins um leið og eg sagði þetta.
Sjúklingurinn lá með opin augun. Þau
voru enn daufleg af áhrifum eitursins,
en óeðlilegi dauðaliturinn var horfinn
af kinnum hennar og andardrátturinn
var fjörlegri og reglulegri.
»Verið þér eftir hjá henni,« hvíslaði
eg að gamla lækninum. »Eg ætla að
finna dr. Ogilvie sjálfur og kem mjög
bráðlega aftur.«
Eg fór út úr herberginu. Eg bjóst
við að mæta húsráðanda í stiganum,
gerði ráð fyrir, að hann mundi hraða
sér til konu sinnar svo, sem honum
væri unt.
í þess stað varð eg var við uppnám
og ótta. Otta á andlitum nokkurra þjón-
ustustúlkna, sem þutu ofan stigann í
dauðans ofboði. Háværar hræðslu- og
vandræðaraddir kváðu við neðan úr
forsalnum. Þotið var um húsið, hurðum
l'okið upp og skelt hvatskeytlega. Dr.
Ogilvie var hvergi sjáanlegur. Hvað var
hann að gera? Hvers vegna hafði hann
verið að heiman svona lengi og þegar
svona stóð á, og, framar öllu öðru, hvern-
ig stóð á því, að húsið skyldi alt kom-
ast í uppnám við það að hann kom
heim, mitt í næturkyrðinni ?
Frú Ogilvie var áreiðanlega betri, en
hjarta hennar hafði orðið fyrir mikilli
áreynslu, og kæmist hún í nokkura geðs-
hræring, gat það orðið til þess, að alt
okkar verk um nóttina yrði til einskis
og alveg gat tekið fyrir veikan og ó-
stöðugan andardráttinn.
Eg flýtti mér ofan stigann.
»Þei, þei,« sagði eg. »Eg verð að
biðja ykkur öll að hafa hljótt um ykk-
ur. Hvar er dr. Ogilvie? Eg verð að
fá að tala við hann tafarlaust.«
Þjónninn, sem hafði vísað mér inn í
húsið daginn áður, kom nú á móti mér.
Hánn var ekki nema hálfklæddur, og
hárið á honum var alt úfið og umhverft.
»Viljiðþér koma inn í þetta herbergi,
hr. Halifax?« mælti hann. »Hér hefir
eitthvað voðalegt komið fyrir. Hryssan
er komin heim aftur mannlaus!«
»Hryssa dr. Ogilvies?« spurði eg og
varð mér bylt við.
»Já. Húsbóndans verður hvergi vart,
og við erum öll hrædd um að óttalegt
slys hafi borið að höndum. Hryssan
skalf og nötraði, þegar hún kom heim
að dyrunum. Þarna er hestasveinninn
— hann getur sagt yður sjálfur, hvern-
ig skepnan var útlits, öll í einu löðri
og titrandi. Komdu inn, Williams, og
segðu lækninum frá því.«.
»Það er alveg satt, sem hann segir,«
tók Williams til máls; hann hafði staðið
í dyrunum og hlustað á samræðu okk-
ar. »Eg hefi aldrei 'séð skepnu eins
útleikna. Hún nötraði eins og strá í
vindi og hneggjaði Iíkast barni, sem er
að hljóða. Eg trúi því naumast, að hún
hafi fleygt lækninum af sér, því að þó
að hún sé nokkuð prataleg, þá er hún
alt af eins og lamb, þegar hann situr
á henni. Þetta er voðalegt alt saman,
og eg botna ekkert í því. Það getur
verið, að hann hafi farið af baki til að
finna einhvern og hafi bundið hana,
eins og hann er vanur, og hún svo þot-
ið á burt. En þá hefði beizlið verið slitið,
og það er það ekki. Jæja, hvernig sem
það nú er, þá vitum við Georg ekkert,
hvað við eigum að gera.«
»Hvað viljið þér ráða okkur til að
gera?« spurði þjónninn, sem eg heyrði
nú að hét Georg. »Eg geri ráð fyrir,
að við verðum að fá flokk af mönnum
til þess að leita að honum; en eg get
ekki séð, hvernig við eigum að ná þeim
saman, og svo er enn níðamyrkur.«
ILST Fáein eintök^af Lagasafni
handa alþýðu, 4. bindi, fást með all-
miklum afslætti hjá Frb. Steinssyni.
Smjör keypt háu verði í allan
vetur við Höepfners verzlun.
Við Höepfners verzlun er ýmis-
konar eldri varningur seldur með
miklum afslætti gegn borgun út í
hönd.
Höepfners verzlun kaupir síld
einkum stóra hafsíld — við hæsta
verði.
Norðurland kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr,
í öðrum Norðurálfulöndum, I1/2 dollar í Vestur-
heimi. Cijalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti
(erlendis fyrir fram)
Uppsögn sé skriflegog bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí.
Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við
ritstjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa
mikið.
Prentsmiðja Norðurlands.