Norðurland - 07.06.1902, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
37. blað.
/Vkureyri, 7. júní 1902.
I. ár.
n
W/l/uni peim, er hafa sýnt
okkur innilegt hugar-
þel og hluttekningu, íorði og
verki, við veikindi, dauða og
útför barna okkar, Önnu og
Péturs, bœði í fyrra og nú,
biðjum við „Norðurland“ að
flytja okkar hjartanlegustu
alúðarpakkir.
Hrafnagili 29. maí 1902.
Þórunn Stefánsdóttir.
JÓNAS JÓNASSON.
/Uþingiskosningar.
Skagafjarðarsýsla.
í Skagafjarðarsýslu voru endur-
kosnir 2. þ. m.:
Ólafur Briem með 237 atkv.
Stefán Stefánsson kennarimeð
134 atkv.
Suður-Þingeyjarsýsla.
t>ar var endurkosinn 3. þ. m.
að Ljósavatni:
Pétur Jónsson með 139 atkv.
Páll Jóakimsson bauð sig fram á
fundinum í því skyni að fá mál-
frelsi, en fekk ekkert atkvæði.
Eyjafjarðarsýsla.
Hér voru endurkosnir 4. þ. m.:
Klemens Jónsson sýslumaður
með 262 atkv.
StefánStefánsson í Fagraskógi
með 236 atkv.
Ágúst Porsteinsson verzlunar-
maður á Siglufirði fekk 26 atkv.
Þingmálafundir í Skagafirði.
Alþingismenn kjördæmisins héldu
þingmálafundi á undan kjördegi að
Hofsós, Viðvík, Stóru-Ökrum, Skef-
ilsstöðum, Sauðárkróki og við Steins-
staðalaug. Á sumum fundunum var
viðstaddur Jón Jakobsson forngripa-
vörður.
í stjórnarskrármálinu samþyktu
allir fundirnir að samþykkja óbreytt
eða með þeim breytingum einum,
sem full vissa er fyrir að stjórnin
muni fallast á, væntanlegt stjórnar-
frumvarp, er hafi »öll ákvæði stjórnar-
skrárfrumvarps þess, er samþykt var
á síðasta þingi, og að auki það
ákvæði, að stjórnarráðið skuli sitja
í Reykjavík*.
í bankamálinu var samþykt á öll-
um fundunum krafa um að lands-
bankinn verði aukinn að miklum mun,
svo framarlega sem bankafrumvarp
síðasta þings nái ekki staðfestingu.
Sumir fundirnir tóku það fram,
að þeir teldu frv. síðasta þings
æskilegast. En einn fundurinn (á
Stóru-Ökrum) var »algjörlega mót-
fallinn hlutafélagsbanka, meðan eigi
er fengin vissa fyrir því, að eigi sé
hægt að efla svo landsbankann, að
hann fullnægi peningaþörf vorri.«
Allir fundirnir vildu láta reisa
Möðruvallaskólann á Akureyri og
flestir þeirra vildu láta hann vera
jafnt fyrir karla og konur og lengja
skólatímann um eitt ár.
Allir fundirnir voru í aðalatriðun-
um samþykkir kosningarlaga-frum-
varpinu frá síðasta þingi (kosning í
hverjum hreppi og leynileg atkvæða-
greiðsla), og lögðu auk þess áherzlu
á, að þeim kjördæmum, sem nú
kjósa 2 þingmenn, sé skift í tvent,
þannig, að einn þingmaður verði
kosinn í hvorum hluta.
Á Hofsósfundinum voru samþykt
meðmæli með því, að stofnaður verði
styrktarsjóður fyrir fjölskyldur sjó-
druknaðra manna, og að sjóðirnir
verði stofnaðir fyrir heilar sýslur.
lnnlent brunabótafélag vildu flestir
fundirnir, að stofnað yrði sem fyrst.
Um viðauka við afréttir samþyktu
fundirnir á Sauðárkróki og í Viðvík
ósk um, »að lög verði gefin út um
það, að jarðir, sem sveitafélög kaupa
°S *eggja til afrétta sinna, verði
gjaldfrjálsar.« En fundurinn við
Steinsstaðalaug feldi það með öll-
um atkvæðum.
Þrír fundirnir (við Steinsstaða-
laug, í Viðvík og á Stóru-Ökrum)
samþyktu ósk um, »að gjafsóknar-
réttur embættismanna sé afnuminn
og jafnframt skylda þeirra til að
hreinsa sig undan áburði, og að
eftirlaun séu lækkuð eða afnumin.«
Viðvíkur - fundurinn óskaði eftir
tolli á smjörlíki.
Sauðárkróks-fundurinn skoraði á
alþingi »að gera einhverjar ráðstaf-
anir til þess, að sómasamleg gistihús
geti haldist við í helztu kauptún-
um landsins. En fundurinn við Steins-
staðalaug feldi tillögu í þá átt.
Verzlunarerindreka erlendis vildi
fundurinn á Sauðárkróki fá, einn
eða fleiri, svo fljótt sem unt er.
Um landbúnaðarmál samþykti
fundurinn við Steinsstaðalaug, »að
margt þurfi að bæta í landbúnaðar-
löggjöfinni, sérstaklega um skyldur
kúgilda á ábúðarjörðum leiguliða,
og skorar því á aukaþingið að setja
milliþinganefnd í landbúnaðarmálið.«
Á Hofsós-fundinum »kom fram
megn óánægja með aðgjörðir skip-
stjóranna á strandferðaskipum hins
sameinaða gufuskipafélags á yfir-
standandi vori og sumri, sérstaklega
skipstjórans á »Vestu«.
Fundirnir í Viðvfk og á Skefils-
stöðum lýstu óánægju út af undir-
róðri, sem hafði átt sér stað gegn
þingmönnum sýslunnar og létu f
ljósi fullkomið traust til þeirra.
\
Frá Noregi.
Eftir Gusmund Finnbogason.
II.
Kl. 11 komum við í Nes og
var það í þann mund, er síðustu
kirkjugestirnir voru að koma. Við
sálarhliðið hittum við aðstoðar-
þrestinn P. A. Munch og frú hans,
og fylgdumst með í kirkjuna. Nes-
kirkja er króftkirkja og einkar
snotur. Hún er úr steini, en brann
fyrir 25 árum. Hafði búendum
þótt ótrygt, að kirkjan stæði leiftur-
varalaus lengur, en meðan smið-
urinn var að búa út leifturvarann
og brasa járnin uþþi við turn-
sþíruna, hraut eldur úr glóðarker-
inu niður f hefilsþæni í þakrenn-
unni, og innan lítillar stundar stóð
kirkjan í björtu báli. Eg hefi talað
við menn, sem horfðu á bálið
hanÖan yfir Mjörs, og er þeim í
minni, hve vindhaninn á turn-
sþírunni var rauður í kambinn,
meðan logarnir léku um hann.
En kirkjan reis aftur úr rústum
fegri en áður. Presturinn er gam-
all Orundtvígssinni, en enginn
ræðumaður, á hann bágt með að
tala og tónlaus er hann að kalla
sakir hálsgalla. Hann er og hrör-
legur að öðru leytif hálfskakkur,
grár fyrir hærum, en rjóður í
kinnum og góðmannlegur ásýnd-
um. Hann lagði út af Tómasi
trúarlitla og tók heldur en hitt
svari hans. Taldi margt benda
til, að Tómas hefði verið sóma-
maður í sveit, hreinlyndur og
hrekkjalaus, og er það víst ekki
ósatt. — Heldur var fáliðað í kirkj-
unni,þegar taldir eru frá40 drengir
frá »Toftes gjöf"; sátu þeir sér og
kennari einn hjá þeim. Það báru
þeir með sér, að ekki höfðu góð-
ar dísir setið við vöggu þeirra,
og margt misjafnt sýndist skrif-
að í andlitin. Þó voru sumir rösk-
legir á sviþ og gerðarlegir.
Þegar úr kirkjunni kom, hittuin
við málara, er F. heitir og var
förunautur minn kunnugur hon-
um. Bauð hann okkur þegar vín
og vindla og var hinn beinasti
í öllu, sýndi okkur málverk sín.
Kvað sér þykja gott að hitta ís-
lending, hefði hann lesið uþþlýs-
ingar þær um íslenzka skóla, er
eg hafði gefið fréttasnáþ frá »Verd-
ens Oang“ o. s. frv. Vildi hann
að við borðuðuin með sér mið-
dag hjá mági sínum, en úr þessu
urðu skrítnir vafningar. Síra P. A.
Munch hafði sagt samferðamanni
mínum, að við værum velkomnir
til miðdegisverðar hjá sér, en hann
hafði ekki fastákveðið hvort við
kæmum. Var hann nú á báðum
áttum, hvorn kostinn taka ^skyldi,
þar sem báðir voru góðir. í þessu
koma þrestshjónin úr kirkjunni,
og komu við hjá F. á heimleið-
inni. Þau bjuggust við okkur til
miðdegisverðar og nú héldu hvor-
irtveggja málsaðilar fram rétti sín-
um tíl að hafa okkur við mið-
dagsborðið. Eg hafði látið förunaut
minn ráða, hvar við skyldum fyrir-
berast og ekki lagt orð í belg.
»Við verðum að kasta hlutkesti/1
sagði frúin hlæjandi. Eg studdi
undir eins uþþástunguna; síra
Munch valdi norska merkið á
krónunni, eg kasta, og það kemur
upp og þannig raknaði á bezta
hátt úr þeirri snurðu. Við fylgd-
umst nú heim með hjónunum
og er vandfundið viðkunnanlegra
fólk, enda eru þau af góðu norsku
bergi brotin. Síra P. Á. Munch er
bróðursonur skáldsins A. Munch
(Lýsir af eyju o. s. frv.) og P.
A. Munch, sagnfræðingurinn mikli,
var, að eg held, afabróðir hans.
Hann er hinn gervilegasti ásýnd-
um, hár og vaxinn vel, bláeygur
og fremur bjartur á hár og skegg,
stiltur í framgöngu og góðmann-
legur. Kona hans er bróðurdóttir
Óla Bulls, fiðlarans heimsfræga,
sem með almætti íþróttar sinnar
lagði undir sig lönd og álfur.
Það hafa menn fyrir satt, að í
fiðlu hans byggi allir töfrar norskr-
ar náttúru, alt dreymt og ódreymt
í sálardjúþi samtíðarinnar. Hann
hafði barnshjarta, en var hamramur
jafnframt, og þegar hann hrærði
strenginn, stóðu keisarar og kot-
ungar á öndinni og sáu langt
inn í aðra og betri heima.
Frú Munch er há og grönn
og íturvaxin, hárið dökt, augun
snarleg og gáfuleg, viðmótið fjör-