Norðurland


Norðurland - 07.06.1902, Blaðsíða 3

Norðurland - 07.06.1902, Blaðsíða 3
146 legt og þýðlegt. «En kæk dame" rnundu Norðmenn segja, því upp- áhalds lofsyrði Norðmanna um konur er ekki „söd" eins og hjá Dönum, iieldur „kæk". Og það á vel við. Norsku stúlkurnar eru yfirleitt frjálslegar á svip og ör- uggar í framgöngu. Pær unna mjög útivist og iðka skíðgöngur á vetrum og er því sízt að undra, þó víða vaxi hér upp íturvaxnar „öndurdísir", frjálsar eins og fjall- blærinn. Frú Munch ann sönglist, eins og hún á ætt til, syngur vel og leikur á fortepiano. Söng hún pví fyrir okkur um eftirmiðdag- inn Orieg, Kjerulf, Schubert o. fl., meðal annars spánnýtt lag eftir Sigurð Lie, son Jonass Lie, við kvæði er heitir „Snjór". Pað er ort til vegsemdar hreinum, hvít- um, mjúkum snjó, og svo hefir tónskáldið lagt næmt eyrað við og hlerað lagið frá snækristöil- unum um leið og þeir liðu létt og þýðlega til jarðar. Við gleymd- um túnanum. Ferðinni var heitið yfir að „Toftes gjöf" og nú sat eg parna í alsælu og degi var tekið að halla. Prestshjónunum þótti mér ekki liggja á að fara yfir um þann daginn og buðu mér að vera hjá sér til morg- uns; þá gæti eg fylgst með síra Munch yfir um, því hann er prest- ur og kennari uppeldisstofnunar- innar. Svo fanst þeim eg mætti ekki fara svo af þessum stöðvum, að eg sæi ekki kirkjuna á Hringis- akri, sem er að mörgu einhver hin merkasta í Noregi. I æri eg að þeirra ráðum, skyldi eg dvelja þarna til þriðjudags og þá skyldu þau aka með mig í sleða til Hringisakurs, sem er þriggja tíma ferð frá Nesi. Tilboðið var alt of lokkandi til að eg gæti slegið hendinni móti því og tók eg því með þökkum. Nú byrjaði söngfélagsfundur- inn og fór eg þangað með söng- stjóra og síra Munch, og hlustaði á æfingar félagsmanna. Félagið hefir staðið full 50 ár. Elzti með- limur þess, er hafði verið í því frá því það var stofnað, dó í fyrra og hefir F. málað mynd af honum, er hangir í fundahúsi sveitarinnar. í félaginu eru 20 — 30 manns, flestallir bændur, meg- inþorrinn ungir menn, karlmann- legir ásýndum, djarflegir í fram- göngu og snyrtimannlegir, eitt- hvað traust og óveilt í fasi þeirra. Sungu þeireinkarvel — góðar hrein- ar raddir, einkum ágætur bassi. Félagsmenn halda fundi sína í fundahúsi sveitarinnar, er „Ping- nes" heitir. Hefir það verið reist fyrir fáum árum. Par halda hin ýmsu félög fundi sína. í sveitinni er auk þessa söngfélags, annað til — „blandaður kór", búnaðarfé- lag, unglingafélag, rökræðufélag, er heldur út skfifuðu blaði, bind- indisfélög, verkamannafélög, trú- boðsfélög og ef til vill fleiri fé- lög. Hafa þau ókeypis húsnæði til venjulegra funda, en borga húsaleigu, þegar aukafundir eru, dans eða því um líkt. Pegar söngnum var lokið og við höfðum drukkið kaffi hjá félagsmönnum, héldum við prest- ur heim. Sagði hann mér, að í söngfélaginu væru í öllum skiln- ingi beztu menn sveitarinnar, enda væri það fyrirtaks fólk. Hefði hann þau 6, ár síðan hann korn að Nesi, aldrei saknað góðs félags- skapar eða skemtilegrar viðbúðar. En stéttarmunur væri geysimikill á slíkum bændum og vinnumönn- um og húsmönnum. Kvað ekki dæmi til, að bóndadóttir tæki svo niður fyrir sig, að hún giftist í þann hóp. Klukkan var 1 um nóttina, þeg- ar prestur fylgdi mér inn á kon- tórinn sinn, þar sem mér var sæng búin á dúnmjúkum legu- bekk. Frúin sagði, að því miður yrði eg að sofa þarna, sem þó væri ekki ugglaust fyrir reimleika sakir. Reyndar hefði hún aldrei orðið vör við neitt óhreint, en vinnukonan sín þyrði þó ekki að vera ein heima og hlypist á brott, ef þau hjónin væru úti. Skyldi eg því vera við öllu búinn. Eg þótt- ist öruggur, er frúin hafði sungið svo margt fagurt lag um kvöld- ið, mundi það nægja gegn aðsókn. Áður en eg sofnaði, tók eg Werge- land út úr skápnum við hliðina á legubekknum, lauk upp bók- inni. Par stóð: „Við Mjörs, hjarta ættjarðar minnar, er berst undir bungandi brjóstum Heiðamerkur, þar sem Helgaey lyftist eins og roðnandi men á móðurbarmi - þar sem Skreya *, skemma hásumarsólar- innar, stendur með gullrauðum opnum skýjahliðum. . .« Kl. Q næsta morgun drap prest- ur á dyr. Aldrei hefi eg sofið værar. Þegar eg byrjaði á þessum Iín- um, ætlaði eg líka að segja frá „Toftes gjöf", sem eg heimsótti þennan dag. Nú sé eg, að það yrði lengra mál en Norðurland að líkindum hefir rúm fyrir, og verða menn því að eiga hjá mér til betri tíma bæði það, og fjölda margt annað, sem eg gæti sagt frá norskum skólamálum. \ Sundfélög. Mér þótti sannarlega vænt um það, er eg sá sýslufundargjörð Eyfirðinga í >NorðurIandi«, og sá að til sundkenslu í sýslunni skyldi verja ioo kr. og sýslu- nefndarmönnum falið á hendi að vekja áhuga á málinu. Að vísu er þetta ekki mikið fé, þótt annað eins komi annar- staðar frá, og væri ekki hægt að telja það mikið, þótt það væri hálfu meira. En eg álít óþarft að tala meira um það að sinni, þar sem að líkindum meira fé verður ekki notað. Hitt tel eg meira um vert, að beztu mönnum í hverjum hreppi sé falið á hendur að vekja áhuga á málinu; það veitir sannar- lega ekki af því, að róa að því öllum árum. Áhugi fyrir málinu — sem mest er um vert — virðist lítill eða enginn, bæði hér í sýslu og annarstaðar, þótt menn i orði kveðnu kannist við nyt- semi sundlistarinnar. Það er áhugaleysinu að kenna, að hver fullfrískur maður, sem er kominn um tvítugsaldur, kann ekki sund, og það er einnig þessu áhugaleysi að kenna, að vér oft missum úr mannfé- laginu efnilega menn, frændur og vini á bezta aldri. Það vantar mikið, þegar áhugann vantar, og er ekki að búast við góð- um árangri, sé hann ekki í verki með. En til þess að vekja áhugann verður að leita einhverra bragða. Eg held það hefði lítil áhrif, þótt við og við væri verið að skrifa um mál- ið í blöðunum; þess konar ritgjörðum * Fjall á vesturströnd Mjörs. yrði Iítil eftirtekt véitt og gleymdust ttjótt, þar sem þær yrðu að líkindum lausar við »persónulegar« skammir og rifrildi. Félagsskapurinn er nauðsynlegur til allra framkvæmda, og hygg eg að hann einn væri þess megnugur að hafa málið áleiðis. Eg veit það með vissu, að víðast hvar í sveitum eða þorpum eru fram- faramenn eldri eða yngri, menn sem hafa áhuga á öllum þeim málum, er til umbóta horfa og á einhvern hátt miða þjóðfélaginu til heilla. Ef þessir menn gengjust fyrir því að stofna sundfélög smærri eða stærri, mundi málið brátt komast í betra horf. Verksvið félaga þessara ætti fyrst og fremst að vera það, að halda mál- inu vakandi, vekja áhuga á því með fundahöldum og öðrum umræðum, hvetja unglingana til þess að læra sund og brýna fyrir foreldrunum, hve nauðsyn- Iegt er að unglingarnir íæri það. Með þessu móti fengist mikill áhugi framyfir það sem hann er nú, því víða mun sund ekki vera nefnt á nafn, auk- heldur meira. Félögin þyrftu að sjá um sundstæði á því svæði, sem þau næðu yfir, ráða kennara, og, ef margir nemendur væru, kaupa áhöld til kenslunnar, svo hún yrði léttari. Til þess að sjá um, að kenslan væri í Iagi, þyrftu félögin að gangast fyrir því að sundpróf væru haldin og jafn- vel að gefa skýrslur, sem kæmu fyrir almenningssjónir, og skýrðu frá pví, hve margir nemendur hefðu Iært, og hver námið kostaði o. s. frv. Auðvitað þyrftu félögin að hafa yfir einhverju fé að ráða, til þess að geta komið upp sundstæðinu, keypt áhöld og ef til vill fleira. Mest þyrfti þetta fé á fyrstu árunum, meðan félögin væru að komast á fót, svo sem til að koma upp sundstæðinu. Fé þetta gæti aldrei orðið mikið, og mundi verða auðvelt að safna því með frjálsum samskotum, tombólum og á annan hátt. Eg skil ekki i öðru en að slíkum samskotum yrði vel tekið. Föst árstillög ættu ekki að vera mikil og ef til vill engin, þvi margir, þótt fé- lagsmenn kallist, horfa í aurana, sé þeim gert að skyldu að borga þá. Ekki væri ólíklegt að hreppafélögin hlypu undir bagga með félögunum, meðan þau væru að komast á fót. Fyrir ýmsa hluti er nú farið að veita verðlaun og skemtisamkomur og sýn- ingar haldnar. Þannig er á mörgum stærri samkomum og sýningum veitt verðlaun fyrir glímur og aðra fimleika. Ekkert sýnist mæla á móti því, að sundið væri þar með, því ekki stendur það glímunum að baki, hvorki að gagni eða ánægjuauka. Þess konar verðlaun hygg eg að gætu haft góð áhrif í þá átt að vekja áhuga á sundlistinni og útbreiða hana. Einnig gæti verið gott að veita nemendum við sundkensluna þess konar verðlaun. Fyrir þessu, sem eg hefi nú talið, ættu sundfélögin að gangast. Sundkenslan ætti að vera kostuð af almannafé og nemendur fá ókeypis kenslu. Eg get búist við því, að einhver kunni að segja sem svo, að þeir hafi nóg félög og nógan félagsskap, og þurfi ekki við það ao bæta. Þessu þori eg óhræddur að mótmæla, þótt eg færi engar ástæður fyrir því hér. Ef málið kemst ekki áfram með sam- tökum og félagsskap, verður ekki við því búist, að það hafist fram á annan hátt. Fyrst sýslunefndarmönnunum hefir verið falið á hendi að vekja áhuga á málinu, leyfi eg mér að biðja þá og aðra góða drengi að veita iínum mín- um eftirtekt, og vita hvort þeir ekki geta stuðlað til sams konar félagsskap- ar og þess, sem eg hefi nú bent á. Þetta mál er sannarlega þess vert að því sé meiri gaumur gefinn en gert hefir verið hingað til. Sundlistin hefir oft orðið til þess að bjarga lífi efnilegustu manna og forðað mörgum konum og börnum frá því að fara á sveitina; en því miður eru þessi dæmin færri, enn sem komið er, en hin tíðu slys, sem hljótast af því hirðu- ieysi og þeim trassaskap vorum, að læra ekki sund. Auk þess, sem sundið er nauðsynlegt til þess að geta verið viðbúinn að bjarga Iífi sinu og annarra, þegar á þarf að halda, er það hin fegursta iist og hefir tíðkast frá því fyrsta, er sög- ur fara af. Það er ein sú bezta líkams- æfing, sem vér eigum kost á að iðka, og er viðurkent að hafa heilsustyrkj- andi áhrif á líf vort, um leið og það á ýmsan hátt getur orðið sundmanninum að margvíslegu gagni og gamni. Oss er kent það þegar í trúarlær- dómnum, að vér séum æðsta skepna jarðarinnar, og munu fáir vera efanum háðir í þeirri grein. En þó stöndum vér, með alla vora skynsemi og frjálsræði, svo að baki skynlausum skepnunum, að vér getum ekki af sjálfsdáðum bjargað oss úr polli, sem vér ekki náum niðri í! Sumardaginu fyrsta 1902. Lárus Jðhannsson. \ Inni á Húnaflóa var hafís, þegar síðast fréttist, út fyrir Höfðakaupstað. »SkáIholt« komst ekki inn á viðkomustaði þar. Tíðarfar hefir mjög breyzt til batnaðar, síðan er síðasta blað »Norðurlands« kom út — landátt og talsverð hlýindi. Jörð grænkar nú óðum með degi hverjum, og ekki loku fyrir skotið, að grasvöxtur kunni að verða bærilegur. Þar á móti gera menn sér litla von um garðyrkjuna í sumar, þar sem hlýindin komu svo seint. Effir alf sfímabrakið, 8 mánaða undirróður gegn KI. sýslu- manni Jónssyni, urðu þá úrslitin þau, að sýslumaður var kosinn til alþingis með ölluni atkvæðum, sem greidd voru. Það er ekkert annað en við mátti búast. Andróðurinn var sprottinn af misskiln- ingi, sem sýslumanni tekst svo að út- rýma, þegar hann nær að tala við kjós- endur. Og vitanlega er það kjósendum til sæmdar, að þeir létu sannfærast. En sjálfsagt sjá það nú margir, sem ekki gátu séð það í vetur, að miklu réttara og að öllu leyti ánægjulegra hefði verið að fara að ráðum »Norðurlands« í vetur, láta allar æsingar niður falla og bíða með stillingu, Jrar til er maðurinn ætti kost á að standa fyrir sínu máli. Því miður tókst ekki f þetta sinn að fá nema einn þingmann fyrir Eyjafjarðar- sýslu, sem kjördæmið er sæmt af. Útveg- un á öðru þingmannsefni fór í handaskol- um, cn enginn vafi á því, að það hefði getað tekist að fá kosinn þingmann, sem kjördæmið og landið hefði haft gagn af, ef unnið hefði verið að því í tfma og með röggsemi. Gremjan út af úrslitum kosninganna að þessu leyti er mjög mik- il í kjördæminu. Fjöldi þeirra manna, er kjörfund sóttu, greiddi ekki atkvæði, þar á meðal meira en helmingur kjós- en,da.á Akureyri. St. St. voru þeir að sjálfsögðu fráhverfir; en Ágúst Þor- steinsson ver ekki til muna kunnur al- þýðu manna og gerði ekki kost á sér fyr en á kjörfundi, svo ekki var við því að búast, að kjósendur fylktu sér um hann. Eftir því, sem hugum manna er háttað eftir þessa kynlegu kosninga- slysni, sem áreiðanlega er alveg eins mikið óánægjuefni mörgum, er St. St. kusu, eins og hinum, virðist mega ganga að því vísu, að þetta kjördæmi sendi hann ekki oftar á þing. Sérsfakf ánægjuefni er »NorðurIandi« það, eins og að líkindum ræður, hvernig kosningin fór í Skagafjarðarsýslu — alls ekki eingöngu fyrir Jiá sök, að þingmenn Skagafjarðar 147 Nú með „Vestu" fekk eg ýmsar vörur til skósmíðis, og til- kynnist því hér með heiðruðum almenningi, að eg opna strax nýja verkstofu, tneð nýjum verkfærutn, til skósmíðis. Verkstofan er í norðurenda gamla spítalans, og geta menn fengið þar smíðaðan ýmiskonar skófatnað, þar á meðal hin ágætu sjóstígvél, reiðstígvél, götustígvél og sportstígvél. Enn fremur verður allur skófatnaður tekinn til aðgerðar. Alt afgreitt svo fljótt sem unt er; sérstaklega er lögð áherzla á, að hafa alt vandað að verki og efni, sem út er látið, og alt með sann- gjörnu verði. Til að greiða fyrir viðskiftunum verður tekin sem borg- un, auk peninga, ýmsar innlendar vörur og innskriftir eftir samkomulagi. Afsláttur gefinn mót peningaborgun. Akureyri, 24. maí 1902. Suðmundur Vigfússon. Heiðruðum almenningi gefst hér með til vitundar, að eg undir- ritaður byrja fataverzlun hér í bænum (í húsi herra Bergsteins Björnssonar á Torfunefi) þ. 3. júní næstk. Þar eð eg mun verða sá eini, sem eingöngu sel tilbúna fatnaði og yfirhafnir, vonast eg eftir að geta uppfylt kröfur hinna heiðruðu bæjar og sýslubúa. Akureyri 31. maí 1902. JF L. Tfj. Lilliendahl. Uppboðsauglýsing. standa vitanlega »Norðurl.« nær en aðrir þingmenn, heldur og hins vegna, að slysnin yfir kjósendum hefði orðið svo söguleg, ef þeir hefðu látið hafa sig til þess að bola frá þingmensku ágætum fulltrúum, sem í öllu hefðu farið að fyrirmælum þeirra og í öllu hafa sömu skoðanir á aðalmálum þjóðarinnar eins og þorri manna í kjördæminu. En mik- ið kapp hefir verið á það lagt síðan í haust að bola þeim frá báðum, þó að ekki reyndist að lyktum nokkur .vegur að fást við nema annan þeirra. Og svo vel var kjörfundur sóttur af liði Jóns Jakobssonar, að naumast hefir nokkur maður úr því setið heima. Skarlatssóftin er að nýju komin upp í héraðinu. Fyrir nokkuru fekk hana kona á Odd- eyri, sem enn er höfð út af fyrir sig. Og nú í vikunni sýktist af skarlatssótt barn i Hleiðargarði. Sigling. Gufuskipið »Hermes«, sem stórkaup- maður Thor E. Tulinius hefir leigt, kom á sunnudagskvöldið með salt og tunnur og vörpuútgerð Tuliniuss af Fá- skrúðsfirði. Það fer að líkindum á morg- un með síld til útlanda. Seglskipið »Ingeborg« kom á mánu- daginn með vörur til Höepfners og Gudmanns verzlana. Seglskipið »Fortuna« kom í gær með vörur til Gránufélags-verzlunar. Síldin. Síldin kom enn af nýju hingað inn á Pollinn á miðvikudaginn og fimtudag var vörpum kastað. Áuðvitað er það enn ágizkanir, hvað í þær hafi komið, en sennilegra að eftirfarandi tölur ^séu fremur of lágar að jafnaði en of háar: Bergsteinn Björftsson 8oo tunnur; Norðmann 130 tunnur; Norðmann og Sn. Jónsson 500 tunnur; Laxdal 1000—1200. Hansén í Krossanesbótinni hefir og kastað vörpúm, en ekki er oss kunn- ugt um, hve mikið er gizkað á, að veið- in sé hjá honum. Netaveiðin hefir verið ákaflega mikil, sérstaklega á fimtudaginn; þá öfiuðust á bát 8—20 strokkar um sólarhringinn. í fyrirdrætti munu þeir hafa fengið mest Ólafur G. Eyjólfsson, Tulinius, Bogi Daníelsson og Eiríkur Plalldórsson á Veigastöðum. Verðið hefir verið 4—5 kr- strokkur- inn þessa viku. Mörgum vörpum var kastað 1 nott, víst yfirleitt með miklum árangri. En ekki er oss fullkunnugt um, þegar farið er að prenta blaðið, hvað gizkað er á, að sú veiði nemi. X í tilefni af auglýsingu, sem hlutafélagið „Separator" hefir haft í „Norðurlandi" og ef til vill í fleiri ísl. blöðum, hefi eg snúið mér til hlutafélagsins Burmeister & Wain og gert fyrirspurn um, hvort það væri sannleikanum samkvæmt, að „Alfa" skil- vindan hefði fengið fyrstu verðlaun á sýningunni í Lodi, en „Perfect" skilvind- an að eins náð skörinni lægra, og hefi nú upp á þessa fyrirspurn fengið svo- látandi svar: „Fyrir nokkuru éíðan tókum vér eftir svipaðri tilkynningu í þýzku tímariti um mjólkurgjörð, og þeirri, sem nú stendur sem auglýsing í „Norðurlandi", og vér snerum oss þessvegna til forseta sýning- arinnar í Lodi til þess að fá fulla skýr- ingu um þetta, af því að vér á sínum tíma höfðum fengið skírteini fyrir, að oss hefði verið úthlutað gullmedaliu al- veg samskonar þeirri er „Alfa" skilvind- an fekk. Forsetinn skrifaði oss þá meðal annars, að úrslitin hefðu orðið alveg eins, og stig- tala sú sem báðar skilvindurnar hefðu fengið væri alveg jöfn; en af þv( „Per- fect" skilvindan væri enn þá ný, hefðu menn álitið við eiga að nefna hana á eftir „Alfa" skilvindunni. En hann mót- mælti því, að þetta væri rétt skoðun, þar sem samkepnin einmitt væri til þess að meta og verðlauna hið nýja, sem kæmi fram, og endirinn varð að báðar skilvind- urnar voru gerðar alveg jafnar og bæði félögin fengu jafnstóra gullmedalíu. Ennfremur fullmaktaði forsetinn oss til að kunngera, að Perfect’ skilvindan hefði, á sýningunni í Lodi, fengið full- komlega' eins mikla viðurkenningu og >Alfa< skilvindan. Vér höfurn áður notað þessa heimild gagnvart Þýzkalandi og biðjum yður ná að sjá um að íslendingar fái að vita hið rétta í málefni þessu.« Jakob Gunnlögsson (einkaumboðsmaður fyrir „Perfect" skitvinduna á íslandi og Færeyjum). Þakkarávarp. Þegar við hinn 4. sept. sfðast- liðinn urðum fyrir því mikla tjóni, að allur bærinn og öll taðan (130 hest.) brann til kaldra kola, urðu margir til að rétta okkur hjálpar- hönd. Þeir sýslum. Kl. Jónsson og verzlunarst. E. Laxdal gengust fyr- ir samskotum á Akureyri, sem námu rúmum 200 kr. í Öngulstaða- og Hrafnagilshreppi gengust þeir odd- vitarnir Júlíus Hallgrímsson á Munka- Jiverá og Davfð Jónsson á Kroppi fyrir heygjöfum, svo hey það, er við höfum fengið síðan í haust, hef- ir bætt okkur töðuskaðann að mestu. Ennfremur réttu ýmsir okkur hjálparhönd við byggingu í haust og vetur og tóku litla eða enga borgun fyrir. Okkur er því sönn ánægja að votta öllum gefendum okkar alúðarfylsta hjartans þakk- læti fyrir alla þá hjálp og hlut- tekningu, sem þeir hafa látið okk- ur í té. Litla-Eyrarlandi 31. maí 1902. Petrea S. Jónsdóttir. María S. Árnadóttir. Margrét Eiríksdóttir. Einar Árnason. Fiskiskip til sölu. Vegna þess að verzlunarsamband okkar hr. Thorst. Bryne í Stafanger er nú upphafið, þá kunngerist list- hafendum hjer með, að fiskikúttar- ar okkar, »Ruth« og »Esther«, sem eg keypti á uppboði Garðars- félagsins síðastl. haust, verða seldir í sumar. Skipin eru f ágætu standi. »Ruth« — (áður »Vesper«) er 95,80 smá- lestir að stærð brúttó, nettó 66,90 smál. »Esther«, X (áður G. I. C.) er 83,27 smál. brúttó, en 61,48 nettó. Skipin afhendast kaupendum um lok septembermánaðar í haust, ann- aðhvort hér eða í Reykjavík. Lysthafendur snúi sér til mín. Seyðisfirði 12/s 1902. Sig. Jóhansen. Vér mælum með SkandinavisK ExportKaffe Eldgamla ísafold. F. Hjort & Co., Kjobenhavn. Þriðjudaginn þann 17. júní verð- ur opinbert upjyboð haldið á Hjalt- eyri og þar seldur ýmislegur trjá- viður, búshlutir og margt fleira til- heyrandi dánarbúi Friðriks sál. Jónssonar á Hjalteyri. Uppboðið byrjar kl. ll.f. hád. og verða uppboðsskilmálar birtir á undan uppboðinu. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu 6. júní 1902. Kl. Jónsson. Eg undirrituð kunngeri hér með, að eg sel fjármark mitt: stúfrifað hægra, sýlt vinstra, sfra Stefáni Krist- inssyni að Völlum í Svarfaðardal og er hann héðan af réttur eig- andi marks þessa. Völlum 25. apr. 1902. Valgerður Jónsdóttir. Vottar: Angantýr Arngrírnsson. Jóhann Páll Jónsson. * Samkvæmt ofanskráðu banna eg öllum að nota mark þetta án míns leyfis og vitundar. Brennimark mitt er: »Sr. S. K.« Völlum 25. apr. 1902. Stefán fýristinsson. Sundkensla. Svo framarlega að tfð leyfi, byrj- ar sundkensla að Syðra-Laugalandi mánud. 9. þ. m. og stendur yfir 2—5 vikur. Allar líkur eru til, að kenslan verði ókeypis fyrir þá, er taka þátt í kenslunni í 12 daga. Þeir sem vilja nota tækifærið snúi sér til sundkennarans Lárusar Jóhannssonar. Prentsmiðja Norðurlancls. Góð jörð fæst keypt á Vatns- leysuströnd, sem gefur af sér 200 hesta af töðu; hef- ir ágætis fjöru, beiti- og afréttarland. Hún gefur af sér 60 — 80 tnr. af garðávöxtum ár- lega. Tiinbur og steinhús með mörgum fl. húsum fylgja jörðinni. Til dæmis timburhlaða fyrir töð- una alla. Sveitarþyngsli engin á hreppnuin nú orðin. Hrokkelsa- veiði fyrirtaksgóð, og útræði, ef fiskiföng lifnuðu við í Faxaflóan- um aftur, mjóg gott. Jörðin er fyrirtak fyrir fámenna, af því hún er svo hæg til sjós og lands. Semja má við Jakob Gísla- son kaupmann á Akureyri og Odd Gíslason málsfærslumann í Reykjavík. Við kvennaskólann á Akur- eyri er fyrir n. k. skólaár laus kenslustarfi með 500 króna launum. — Þeir, sem hafa í hyggju að sækja um nefndan starfa, verða að hafa sent umsókn sína með meðmæl- um til undirritaðs fyrir 15. Júlí n. k. Akureyri 27. maí 1902. í umboði stjórnar skólans. Þorv. Davíðsson. Stúlkur, sem ætla sér að verða á kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri n. k. skólaár, verða að hafa sótt utn Jaað fyrir miðjan september n. k. til undirritaðs, sem einnig svarar fyrir- spurnum þeim viðvíkjandi skólan- um, sem kunna að verða gerðar. — Húsaleigustyrkur veitist þeim námsmeyjum, sem heima eiga utan Akureyrar. Akureyri 27. maí 1902. í umboði stjórnar skólans. Porv. Davíðsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.