Norðurland - 21.06.1902, Blaðsíða 2
154
En hvernig geta flokkarnir gert
þetta? Að mínu áliti er þetta auð-
velt, og er þá tvent, sem þar kem-
ur til greina. Flokkarnir þurfa hver
fyrir sig að hafa reglulega stjórn
og að minsta kosti eitt blað hver
flokkur, sem sýnir stefnu flokkanna
og flokkarnir hafa siðferðislega á-
byrgð á.
Það sýnist eigi vera til mikils
mælst að heimta þetta af flokkun-
um, en eg fullvissa yður um, að
þegar hin nýja stjórnarbót er kom-
in á og þjóðræðið er fengið, þá
er ekkert þýðingarmeira í þjóðlffi
voru íslendinga en þetta.
Bardagaaðferð flokkanna þarf að
breytast. Flokkarnir þurfa fyrst og
fremst að forðast lygi og rógburð,
og í öðru lagi þurfa menn að forð-
ast að brigzla hverjir öðrum um
óhreinar hvatir og mannvonzku. Vér
vitum það allir, að það má vekja
tortrygni út af hverju atviki. Vina-
boð Höskuldar gefur Merði tilefni
til þess að segja, að hann búi yfir
svikum. Tortrygnisandinn er, illur
andi þjóðarinnar. Menn geta séð
það í hendi sér, að menn skiftast
eigi í flokka eftir hreinum hvötum
eða óhreinum. Það veljast ekki góðu
mennirnir allir í annan flokkinn og
illu mennirnir í hinn flokkinn. Nei,
menn skiftast í flokka eftir skoðun-
um sínum. Menn skipa sér f flokka
eftir því, hvort þeir álíta rétt að
standa í stað eða hafa framfarir og
nýbreytni, eftir skoðunum í bind-
indismálum, trúarmálum o. s. frv.
Þess vegna á að ræða um skoðan-
irnar en nota eigi rógburð eða að-
dróttanir um óhreinar hvatir. Og
þess vegna eiga stjórnir flokkanna
að vera skipaðar mönnum, sem geta
rætt mál saman og geta komið sér
saman um að hafa baráttuna milli
flokkanna drengilega.
Það er ekki nema eðlilegt og
rétt, að flokkarnir hafi mismunandi
skoðanir, en þótt svo sé, *þá er
það hrein og bein skylda flokkanna
að banna liðsmönnum sfnum stiga-
mannaaðferð og láta þar til sín taka.
Það, sem þjóðin því þarf að
heimta, er drengileg barátta. Það
er ekkert, sem er meira um vert
og ekkert, sem er eins mikið um
vert, af því að þetta er grundvöll-
urinn og undirstaðan, sem báðir
flokkar eiga að byggja á. Þetta er
skilyrðið og mér liggur við að segja
lífsskilyrðið fyrir því, að stjórnfrelsi
það, sem vér eigum nú í vændum,
verði oss til sannarlegrar blessunar
og farsældar.
Þegar eg var erlendis veturinn
1899—1900, athugaði eg þetta ná-
kvæmlega. Eg fekk mér helztu blöð-
in, bæði í Englandi og Þýzkalandi,
°g get eg e>g' nógsamlega lofað
sannleiksást þeirra og réttlætistil-
finningu. Síðan þjóðræðið varð viður-
kent í Danmörku er hið sama að
verða þar ofan á.
Eg veit að vísu, að ýmsum þykja
blöðin miklu skemtilegri, ef þau
eru full með skammir og lygi. Þeir
eru eins þyrstir í persónulegar sví-
virðingar, eins og Spánverjar í að
sjá blóðugt nautaat. En látum þess-
um mönnum leiðast. Látum heldur
hið sanna, fagra og góða sigra í
stjórnmálum. Látum drengskap í
stjórnmálum sigra. Látum báða
flokkana skrifa þetta á sín skjald-
merki og oss sjálfa gera þetta að
einkunnarorðum vorum.
Þegar þjóðræðið er fengið, þá
er þetta aðalatriðið í þjóðfélagslífi
voru íslendinga. Eg trúi á sigur
hins sanna og góða. Og þess vegna
veit eg að þetta sigrar einnig. En
það sanna og góða sigrar ekki af
sjálfu sér. Það verður að hafa ein-
hverja liðsmenn. Eg veit að vísu,
að eg get haldið þessu fram, þótt
eg sitji heima í sumar, en eg þyk-
ist þó hafa meira erindi á alþingi,
en að eins að segja já eða nei. Það
er mikilsvert að geta talað við menn
úr báðum flokkum og þess vegna
er eg nú hingað kominn til þess
að biðja mér liðs, og eg bið yður
að hjálpa og liðsinna dálitlum sveini,
sem er hér mitt á meðal vor. Sveinn-
inn heitir drengskapmr f stjórnmál-
um. Og nú vil eg biðja yður að
liðsinna honum svo, að hann geti
dafnað og orðið stór, svo stór, að
hann geti breítt faðm sinn út yfir
alt ísland, tekið alla íslendinga og
vafið þá upp að brjósti sér og leitt
þá inn á braut framfara, hagsældar
og blessunar.
ý\mtráðsfundur.
Amtráðsfundur Norðuramtsins var
settur hér á Akureyri 16. þ. m. Auk
amtmanns Páls Briems mættu Björn
Sigfússon úr Húnavatnssýslu, Ólaf-
ur Briem úr Skagafjarðarsýslu, Stef-
án kennari Stefánsson úr Eyjafjarð-
arsýslu og Árni prófastur Jónsson
úr Suður-Þingeyjarsýslu.
Hólaskóli.
Hann er merkasta málið, sem var
til umræðu fyrra hluta fundarins.
Sigurbur Sigurðsson frá Drafla-
stöðum á að verða skólastjóri. Hann
hefir nýlega tekið próf við Land-
búnaðarháskólann í Khöfn með góð-
um árangri og haft þó stuttan náms-
tíma. Laun hans verða 1200 kr. á
ári auk húsnæðis að einhverju leyti.
Síðan er hann tók próf í vor, hefir
hann ferðast um Danmörku til þess
að kynna sér landbúnaðarkenslu þar.
Honum hefir verið falið að kaupa
kensluáhöld, sem munu taka langt
fram því, er áður hefir tíðkast hér
á landi. í sumar ætlar hann til
Noregs til þess að verða á land-
búnaðarsýningunni í Þrándheimi
kynna sér landbúnaðarskóla Norð-
manna og skógrækt þeirra, sem
með ári hverju tekur miklum fram-
förum.
Annar kennari verður Jósep J.
Björnsson, sem áður hefir staðið
fyrir Hólaskóla. í ráði er, að hann
fari utan næsta vetur til þess að
kynna sér búnaðarskóla Dana, eins
og þeir nú eru, mjólkurmeðferð þeirra
og landbúnaðarmál yfirleitt. Jósep
Björnsson hefir verið hinn vinsæl-
asti kennari, enda alkunnur gáfu-
maður, og mun því mælast mjög
vel fyrir að hann heldur áfram að
starfa við skólann. Laun hans verða
800 kr. Hann býr á sjálfseignarjörð
sinni, Vatnsleysu í Viðvíkursveit, og
verður þar að sumrinu. Komið hefir
til orða að koma á fót mjólkurskóla
á Hólum að sumrinu um þriggja
mánaða tíma, og er þá ætlast til
að annar kennari (Jósep Björnsson)
verði forstöðumaður hans og fái
vitanlega sæmileg laun fyrir það
starf. En þetta er enn óráðið og
verður auðvitað komið undir áhuga
þingsins á að efla mjólkurbú og
smjörgjörð á Norðurlandi.
Eins og kunnugt er, hefir búfræð-
ingur Flóvent Jóhannsson tekið
Hóla og skólahúsið á leigu. Hann
hefir verið erlendis á búnaðarskól-
um í Danmörku síðastliðinn vetur,
og er í ráði, að hann verði tfma-
kennari við skólann, kenni þar bú-
reikningagjörð og leikfimi, veiti pilt-
um leiðbeiningu í öllu verklegu í
búskapnum, bæði meðan bóknámið
stendur yfir, og eins að sumrinu.
Hann hefir sérstaklega lagt stund
á að búa út ýmisleg nauðsynleg
kensluáhöld.
Zóphonías prófastur Halldórs-
son hefir tvo síðastliðna vctur kent
piltum íslenzku með nýrri aðferð
og hefir tekist prýðilega að kenna
piltum að hugsa, tala og rita á
móðurmálinu. Hann heldur áfram,
þessu starfi.
Eignir skólans námu nú í vor
nálægt 30 þúsund krónum. Skuld
við landsjóð er 20 þús. kr. Að öðru
leyti er skólastofnunin nú alveg
skuldlaus. Hin mikla verzlunarskuld,
sem skólinn var kominn í, hefir
verið að fullu greidd í fyrra og í
ár. Nú er verið að gera við skóla-
húsið. Fjósið, sem Hermann Jónas-
son, fyrv. skólastjóri, reisti á Hól-
um og kostaði á 2. þúsund krónur,
hefir reynst afarilla, og þess vegna
hafa kýr verið á Hólúm í mjög bágu
lagi. Nú er í ráði að rífa fjós þetta
og reisa nýtt fjós, sem ætlað er
að muni kosta um 1000 krónur.
Afgjald jarðarinnar og leiga af inn-
stæðum búsins á að ganga til þess.
(Niðurl. næst.)
Ófridi lokið
með Bretum og Búum.
Loks komust friðarsamningar á
með Bretum og Búum um síðustu
mánaðamót.
Búar játast undir yfirráð Breta-
konungs og skila af sér vopnum.
Bretar leggja þeim til 54 miljónir
króna til þess að reisa hús sín og
bú af nýju, og veita þeim auk þess
leigulaus lán. Herteknir Búar verða
fluttir heim aftur og ganga að fyrri
eignum sínum.
Búar verða því ekki lengur menn-
ingunni til fyrirstöðu, eins og þeir
hafa verið að undanförnu, og hinu
brezka veldi stendur enginn voði af
þeim. Þeir komast að hinu leytinu
að góðum friðarkostum. Hvort -
tveggja er vel farið. En þrátt fyrir
allan þann ljóma, sem vaskleikur
Búa hefir varpað yfir þá, er örðugt
að verjast þeirri hugsun, að ábyrgð-
armikill hefir ofmetnaður þeirra
reynst, og að ólíku betra hefði ver-
ið að ganga að sáttaboðunum, áður
en allar þær hörmungar hafa á dun-
ið, sem af ófriðinum hafa leitt.
Skilagrein.
Eftir brunann hér í vetur gat eg
skjótlega tilkynt nokkurum vinum mín-
um erlendis tíðindin, og á gamlársdag
var fregnin komin til Lundúna. Eftir
nýárið stóð bréf frá mér, sem látlaust
sagði frá brunanum, í bl. Inquirer (bezta
únitarablað á Englandi), og þar hjá
gullfalleg orð frá dr. R. A. Armstrong,
þjóökunnum kennimanni og framfara-
vin í Liverpool (þeim sama er heim-
sótti land vort í fyrra, og bar á oss
mikið lof). Skoraði hann á lesendur
blaðsins að skjótaþegar fé saman, minst
100 pundum, og senda af stað með fyrstu
ferð, o: 4. marsmán. Ritstjórinn dr. V.
D. Davis tók skörulega í strenginn og
safnaði á skömmum tíma 123 pd. st.
En tilkynningin kom þó ekki fyr til
mín en með Hólum í apríl, ásamt >/s
af upphæðinni í póstávísun. Hitt af
fénu, sem var víxill til landsbankans,
kom ekki fyr en í maí, og varð að senda
hann suður tU útlausnar, svo þeir
peningar eru nýkomnir. Skyldi þeim
vera »skift meðal þeirra, sem í bráðina
væri mest bágstaddir*.
Oðara en tilkynningin kom, bað eg
sýslumann og nokkura aðra helztu bæjar-
menn að úthluta peningunum, sem
komnir voru eða von var á. Var þá
síldaratvinnan að byrja hér, og kom
oss ásamt um, að skifta ekki nema rúml.
■900 kr. en geyma hitt, um 300 kr. þar
til síðar, enda skyldu þeir einir fá styrk,
sem minst eða alls ekki hefði trygt hjá
sér. Hlutu svo 7 húsráðendur til sam-
ans 1350 kr., 4 fengu 200 (50 hver) og
12 vinnuhjú 265 kr. til samans. Sjálfur
fekk eg 100 kr. (fyrir »disconto«, þakk-
arávarp til gef. og fl.)