Norðurland - 21.06.1902, Blaðsíða 3
IS5
Seinna komu nokkurir, sem kváðust
mist hafa meir eða minna, og gerði eg
fáeinúm þeirra úrlausn á eigin ábyrgð,
en meira kvað að því, sem eg vék 2—3
sannbágstöddum persónum. Enda bætt-
ist enn við 20 punda ávísun. Hún kom
frá enskum höfðingja, Mr. Gifford, sem
líka ferðaðist hér í fyrra, og var ásamt
frú sinni í fylgi Howells sál., þeim er
týndist í Héraðsvötnunum. Þau hjón
heimsóttu mig nokkurum sinnum með-
an þau biðu hér skips; samdi eg fyrir
þau, ásamt amtmanninum, skýrsluvott-
orð um slysið, og samdi líka fréttabréf
til 7ri>nesblaðsins. Því sama blaði ritaði
þessi herra Gifford og mæltist til að
yfirritstjórinn vildi leita samskota hjá
túristum, einkum til að styrkja að endur-
reisa »gott hótel hér á hjara veraldar*.
En heimsblaðið vísaði því máli á bug.
Sendi hann mér svo svar forstjórans
og þar með hina nefndu 20 pda ávís-
un, sem hann bað mig gera við hvað
eg vildi«, (»as you think best.«) Fyrir
meðferð minni á þeirri upphæð geri eg
enga grein að sinni, og ekki heldur á
eftirstöðvum hinnar upphæðarinnar.
Henni ráðstöfum við, sem skiftum.
Eg vona svo að þeir, að m. k. sem
hluthafar orðið hafa í þessum óvæntu
mannelskugjöfum, kunni Guði og mönn-
um þakkir fyrir. En sjálfur þori eg ekki
að ætlast til mikilla þakka, því eg hefi
ekkert gert um fram skyldu fyrir bæ-
inn, enda engra þakka orðið var, þótt eg
hafi, beinlínis eða óbeinlínis, rétt gust-
ukamönnum hans hjálparhönd. Vegna
konu minnar skal eg þó leyfa mér að
geta þess — það er alveg frjálst fram-
borið — að af því fé, sem inn kom fyrir
leik minn »Aldamót«, höfum við hjón
með samþykki þeirra, sem léku, gefið
gustukamönnum hér 300 krónur. Og
, lítillar velvildar varð eg var hjá meiri
hluta bæjarfulltrúanna, þegar sýslumað-
urinn hér í vor mælti hvern fund eftir
annan fram með því, að bærinn stæði
í ábyrgð fyrir mig á meðan eg væri að
brjótast í að koma upp lífvænlegri hús-
kofa yfir konu mína og börn, en sú
tillaga var feld með 4 atkv. móti 2.
Auðvitað var það, að »formið« mun hafa
þótt eitthvað nýtt eða veilt, enda skal
eg játa, að sjálfs mín vegna var mér
sú ívilnun lítið kappsmál á gamals aldri,
þar sem eg á bráðum víst það húsnæði,
sem eg er viss um að bæjarmenn muni
veita ínér með öllum samhljóða atkvæð-
um — einnig meiri hluta bæjarfulltrúa.
15/6 1902.
Matth. fochumsson.
5»
Óvanalega kvillasamt
er hér í héraðinu og einkum í bænum.
Nokkurn tíma undanfarinn hefir gengið
þungt, illkynjað kvef, og upp úr því
hafa margir lagst í lungnabólgu. Nokk-
urir, bæði fullorðnir og börn, hafa dáið.
Aðsókn er nú mikil að spítalanum og
mjög tilfinnanlegt fyrir lækni og hér-
aðsbúa, að enginn aðstoðarlæknir er
kominn. En /væntanlegur er hann í
sumar, Steingr. Matthíasson, sem lýk-
ur háskólaprófi í læknisfræði á þessu
vori. Skurðir eru nú daglega gerðir í
sjúkrahúsinu, einn eða fleiri, og margir
þeirra hættulegir. Spítalinn er fullur.
Þessa síðustu daga hefir Sigurður Hjör-
leifsson, héraðslæknir í Grenivík, verið
við þær óperatíónir, sem gerðar hafa
verið
Um 100 vesturfarar
lögðu á stað héðan með »Vestu«. og
búist við að allmargt bættist við á aust-
urhöfnunum. Meðal þeirra, sem að aust-
an ætluðu til Vesturheims, var síra Einar
Vigfússon á Desjarmýri með fjölskyldu
sína.
Mannalát.
Þ. 10. þ. m. andaðist hér í spítalan-
um úr brjóstveiki Helga fónsdóttir,
Antonssonar í Arnarnesi, iS ára stúlka
einkar efnileg.
fakobína Pétursdóttir, kona Jóseps járn-
smiðs Jóhannessonar lézt hér í bænum
15. þ. m., rúmlega fimtug.
Frá prestskap
hefir verið vikið um stundarsakir síra
Filuppusi Magnússyni á Stað á Reykja-
vík. Hann er sakaður um legorðsafbrot.
Flensborg skógfræðingur
kom hingað með »Vestu< 25. maí og
hefir verið hér nyrðra síðan, þar til er
hann lagði á stað með »Vestu« austur
nú í vikunni. Fyrst fór hann til Grund-
ar, til þess að líta eftir gróðrarstöðinni
þar.
Hann lét fremur vel yfir horfunum,
sagði, að gróðrartiiraunirpar virtust ætla
yfirleitt að takast betur hér en sunnan-
lands. Fjallafuru hefir tekist ágætlega
að verja í vetur á Grund, með því að
þekja hana með moði, áður en snjór
kom; á annan hátt hefir hún ekki lifað.
Önnur furutegund er þar, sem stóð vel.
Reyniplönturnar hafa staðið sig vel og
nú hefir verið plantað 1800 af þeim
nýjum, pg alls 400 furuplöntum nýjum
(tvær teg.). Af víðitegundunum er
rauðpíll eina tegundin, sem hefir þolað
loftslagið. Fræplöntur af ýmsum tegund-
um hafa verið þaktar með moði og hafa
staðið sig vel. Ymsu trjáfræ hefir verið
sáð nú, útlendu og líka reynifræi frá
Arna landfógeta Thorsteinsson.
Eftir er hr. F'lensborg hafði lokið
starfi sínu á Grund, hélt hann norður i
Fnjóskadal, að Hálsi. Gróðrarstöðinni
þar er líkt háttað og hér á Grund og
hér um bil sama plantað. Þar girti hann
16 dagsláttur í skóginum og á þar að fara
fram regluleg skógrækt. Hann hafði
þar 15 manns í vinnu nokkura daga
fyrír 22 áura um tímann. Girðingarnar
eru frá Englandi, járnstöplar og annar-
hvor þráður úr gaddavír, hinn úr slétt-
um vír, og eru alveg tilbúnar að setj-
ast upp. Alinin á girðingunni kostar 47
aura.
Gróðrarstöðina hér á Akureyri skoðaði
hann og lætur mikið af því, hve dbrm.
J. Chr. Stephánsson sjái um hann með
mikilli vandvirkni og nákvæmni. 100
fjallafurur voru fluttar héðan í Hálsskóg.
Með »Vestu« fór hr. Flensborg áleiðis
til Hallormsstaðar. ^>ar eiga 16 dagsl.
að girðast í skóginum. Gróðrarstöð á
og að koma upp þar.
Fjórða hluta af gróðrarstöðinni áÞing-
völlum hefir Öxará gjörspilt í vetur.
Kynlegar kosningar.
Á kosningarnar í heild sinni mun síð-
ar verða minst i „Norðurlandi", þegar
frézt hefir um þær allar. En ekki getum
vér bundist þess til bráðabirgða að taka
það fram, að kynleg hafa kosningarúrslit-
in orðið í Norðurmúlasýslu. Pöntunar-
liðið gerir þar bandalag við kaupmanna-
ríkið á Vopnafirði - ekki meiri samleið
en þau tvö öfl annars virðast eiga.
Og til hvers? Til þess að fá kosinn
ákveðnasta afturhaldsmanninn á landinu,
ef nokkuð er að marka það, sem Ólafur
verzlunarstjóri Davíðsson ritar i blðð. Og
til þess, jafnframt, að bægja frá kosningu
tveimur af einlægustu framfaramönnum
þjóðarinnar, Jóhannesi sýslumanni Jó-
hannessyni og síra Einari Þórðarsyni.
Og í hverju skyni er svo þetta gert?
Að því, er næst verður komist, í því
skyni, í orði kveðnu, að tryggja vald,
sjálfstjórnarrétt, frelsi þjóðarinnar. Ólafur
Davíðsson, eini maðurinn, sem gegn þjóð-
ræði hefir ritað, er kosinn til að vernda
vald þjóðarinnar gegn Jóhannesi Jó-
hannessyni, sem manna mest hefir að
því unnið að koma þjóðræðistryggingunni
inn í stjórnarlög vor!
Það er ekki til neins að tala um þetta
né annað með stóryrðum. En óhætt er
að minsta kosti að segja það, að kynlegt
er það, að meiri hluti Norðmýlinga
skuli láta þetta verða sitt fyrsta stjórn-
málaverk, þegar þeir hafa fengið vissu
fyrir að þjóðin eigi að fara að fá að
ráða sér sjálf.
Höfundur gtímukvæðisins,
sem prentað er hér í blaðinu og er
svo prýðisvel ort, er sonur Jóns skálds
Hinrikssonar á Helluvaði og hálfbróðir
Jóns í Múla. Hans er minst í síðasta
hefti »Eimreiðarinnar« (»Alþýðuskáld
Þingeyinga« eftir Guðm. Friðjónsson)
og þar eru prentuð tvö kvæði eftir
hann. »NorðurIand« er ekki vonlaust um
að geta sýnt mönnum fleiri af ljóðmæl-
um hans.
K. F. U. M.
Svo er skammstafað alþjóðafélagið
„Kristilegt félag ungra manna", sem síra
Friðrik Friðriksson hefir stofnað grein af
í Reykjavík. í henni eru nú hátt á 3.
hundrað manna í höfuðstaðnum. Charlés
Fermaud, sem áður hefir verið minst á
hér í blaðinu, hefir komið fastara skipu-
lagi á þennan félagsskap í Reykjavík,
en áður hafði verið, fengið skipaða stjórn-
arnefnd, og eru í henni: síia Jón Helga-
son (íormaður), verkfræðingur cand. poiyt
Knud Zimsen (varaformaður), cand. theol.
Haraldur Níelsson (ritari), bókbindari
Quðm. Qamalíelsson (féhirðir), konsúll
Ditlev Thomsen og tréskeri Stefán Eiríks-
son — auk hins sjálfkjörna framkvæmdar-
stjóra félagsins síra Fr. Friðrikssonar. En
yfir þessari nefnd segir „Verði ljós!" að
standi tilsjónarráð og eru í því: biskup
Hallgr. Sveinsson (verndari félagsins),
lector Þórhallur Bjarnarson og dómkirkju-
prestur Jóh. Þorkelsson, og hefir ráð þetta
meðal annars vald til að upphefja félag-
ið, ef svo skyldi fara, að það víki frá
þeim grundvelli og meginreglum, sem
alþjóðasambandið hefir sett.
Herskipið „Díana"
(yfirmaður Grove) kom hingað 16. þ.
m. Það verður í sumar við mælingar
fyrir Norðurlandi og ætlar að hafa
aðalstöð sína á Eyjafirði. Rannsóknir
á sjávarbotni, jurta og dýralífi þar,
eiga að fara fram. Þær rannsóknir eru
stórlega mikilsverðar fyrir siglingar og
fiskiveiðar hér við land, og er það afar-
áríðandi að yfirmanninum verði veitt
alt það liðsinni af íslendingum, sem
hann kann að æskja.
Mafsala
fyrir gagnfræðaskólann, sem hér á
að verða í vetur í bænum, er auglýst
hér í blaðinu. Það er vitanlega einkar
áríðandi, að það fyrirkomulag geti kom-
ist á, sem var á Möðruvöllum, og hlut-
aðeigendur ættu því að sinna tilboði
hr. Jóns Dalmanns sem fyrst.
AllabrösO.
Töluvert hefir aflast af þorski hér á
Pollinum þessa viku. En af síld ekki
til muna. Mikill afli sagður í Ólafsfirði,
um 14 kr. hlutir á dag þar fyrir síðustu
helgi.
Bankamáiið.
Sannfrétt er, að hlutafélagsbankafrum-
varp síðasta þings verður staðfest af
stjórninni fyrir næsta þing. Fyrir ráða-
neytinu hefir að sögn legið síðan í
febrúar frumvarp frá landshöfðingja og
bankastjórninni um að auka Lands-
bankann með láni, láta hann gefa út
1 milj. og 600 þús. í seðlum o. s. frv.
En ráðaneytið hefir hafnað þeirri til-
lögu, einhverra hluta vegna ekki þótt
hún aðgengileg. Þar á móti hefir hún
ekki séð neina hættu við stofnun hluta-
félagsbankans.
VarðskipiO ,.Hekla“
(yfirmaður Hammer) kom í morgun
sunnan úr Reykjavík, er að líta eftir út-
lendum fiskiskipum hér norðanlands.
Sildln erlendis.
Með „Ceres" komu þær fréttir, að lítil
eftirspurn væri eftir síld um það leyti,
sem skipið lagði á stað frá Khöfn, og
fremur er búist við lágu verði um stund.
Hákarlaveiöin
hefir verið mikil hér í vor. Síðan 30.
maí hafa þau hákarlaskip, sem nefnd
verða hér á eftir, komið hingað úr
sinni fyrstu ferð. Eiganda nöfnin eru
innan sviga og aflinn þar aftan við tal-
inn í tunnum lifrar.
»Aage«(Carl Höepfner) 207; »Anna«
(Carl Höepfner) 174; »Brúni« (Chr.
Havsteen) 130; »Christian< (Gránufél.
og ft.) 163; »Erik« (Gudmanns Efterfl.)
155; »Henning« (J. V. Havsteen) 186;