Norðurland - 21.06.1902, Síða 4
156
>Hríseyjan* (Carl Höepfner) 153;
>Kjerstine« (Gránufél.) 101; »Minerva«
(Friðrik Jónsson) 187; »Víkingur« (Gud-
manns Efterfl.) 151; »Vonin« (Gránufél.
og fl.) 211; »Æskan« (Gránufél.) 135.
Auk hákarlaskipanna kom þ. 17. þ.
m. fiskiskipið »Prinsessen« eig. Jakob
Björnsson kaupmaður á Svalbarðseyri,
með 9000 af fiski.
Siglingar
hafa verið miklar hingað þessa viku.
»Vesta« komloks á sunnudaginn vest-
an af Skagafirði. ís þar mikill. Fór aft-
ur á mánudag, austur, áleiðis til útlanda.
»Jæderen«, gufuskip frá Wathnes Erf-
ingjum kom á sunnud. frá útlöndum.
»Skandía« gufuskip með trjávið til
Snorra Jónssonar, kom á þriðjud.
»Egill gufuskip Wathnes Erfingja,
kom á miðvikud. frá útlöndum og Aust-
fjörðum.
>Hólar« komu á fimtud. sunnan að.
»Nordlyset«, gufuskip frá Wathnes
Erfingjum, kom á fimtud. með tunnur
og salt.
»Urd«, gufuskip með trjávið til Sigtr.
Jónssonar snikkara, kom á fimtud.
»Ceres« kom í morgun frá útlönd-
um og Austfjörðum.
JCáttoirtir augtýsendur
á Oddeyri geta komið aug-
lýsingum þeim, sem í„Norður-
land“ eiga að fara, til hr.
Bjarna Lyngholts, ef þeir vilja
það heldur en gera sér ferð
með þœr inn á Akureyri.
Undirritaður hefir í hyggju
að selja gagnfræðanem-
endum á Akureyri næst-
komandi vetur matreiðslu
og þjónustu með líkum kjörum
og áður hefir verið á Möðruvöll-
um, ef nógu margir fást.
Þeir, sem vilja sinna þessu til-
boði, geri svo vel og semji sem
fyrst við undirr. eða kennara Stef-
án Stefánsson á Möðruvöllum.
Margir piltar geta einnig fengið
leigð herbergi í húsinu.
Oddeyri 18. júní 1902.
Jón J. Dalmann.
eir, sem „Norðurland“
hefir verið sent til út-
sölu og, enn hafa ekki
gert ritstjóra viðvart um, hve
mikið þeir selja eða hvort þeir
selja nokkuð, eru vinsamlegast
beðnir að gera það sem allra
fyrst ________________
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Þær stúlkur, sem ætla sér að
sækja um skólavist á kvennaskól-
anum á Blönduósi næsta vetur,
eru beðnar að senda umsóknar-
bréf sín til undirritaðs formanns
skólanefndarinnar við fyrstu hent-
ugleika.
Hver stúlka borgar með sér
135 kr. fyrir kenslu, fæði, húsnæði,
ljós og hita; helming fyrir fram og
helming við burtför.
Skólaárið er frá 1. okt.—14. maí.
Stúlkur lengra frá mega koma, þó
þær ekki verði búnar að fá svar;
einnig mega þær koma fyr eða
seinna eftir því sem stendur á
skipaferðum.
Blönduósi 12. júní 1902.
J. Q. Möller.
óð jörð fæst keypt á Vatns-
leysuströnd, sem gefur af
sér 200 hesta af töðu; hef-
ir ágætis fjöru, beiti- og
afréttarland. Hún gefur af sér
60 — 80 tnr. af garðávöxtum ár-
lega. Timbur og steinhús með
mörgum fl. húsum fylgja jörðinni.
Til dæmis timburhlaða fyrir töð-
una alla. Sveitarþyngsli engin á
hreppnutn nú orðin. Hrokkelsa-
veiði fyrirtaksgóð, og útræði, ef
fiskiföng lifnuðu við í Faxaflóan-
um aftur, mjóg gott. Jörðin er
fyrirtak fyrir fámenna, af því hún
er svo hæg til sjós og lands.
Semja má við Jakob Gísla-
son kaupmann á Akureyri og
Odd Gíslason málsfærslumann í
Reykjavík.
jW JÓLKURSKI LVINDAjsí
„PERFECT“
smíðuð hjá Burmeister & Wain
fekK hæsfai verðlaun á sýningunni í Lodi (í Ítalíu).
„Perfect“ er einbrotnust.
„Perfect“ er auðveldast að hreinsa.
„Perfect“ skilur rjómann bezt úr mjólkinni.
„Perfect“ er léttast að snúa.
„Perfect“ þarf sjaldnast aðgerðir og er endingarbezt af
öllum skilvindum nútímans.
„Perfect“ er skilvinda framtíðarinnar.
Hin mikla verksmiðja hjá Burmeister & Wain, sem nú er
loks fullgerð, þar sem eingöngu eru smíðaðar ^Perfect44
skiivindur, er hin fullKomnasta mjólkurskilvindu-verK-
smiðja, sem nú er til í heiminum.
Einkaumboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar
Jakob Gunn/ögsson, Kjöbenhavn K.
4
On t
"n
•ÍS -53
4 |
i!
o ^
$
Perfect-skilvindan
fæst hjá Sigv. Þor-
steinssyni á Akureyri.
0KT Crjávid
seljum oið undirritaðir með beztu kförum.
A/Iar tegundir af trjávið eru tií
Akureyri 21. júní 1902.
J. Gunnarsson. S. Jóhannesson.
Nýkomið í verzlun Gudmanns Efterfl.
Matvara, allskonar.
Nýlenduvörur, svo sem kaffi, sykur, export, ýmisl. krydd o. m. fl.
Tóbak, af öllum tegundum.
Pakkalitir frá Buch. Sápa, margskonar.
Leirvörur og glervörur, mjög fjölbreyttar og fallegar.
Hattar, húfur og fatnaður.
Skór og stígvél handa börnum og fullorðnum.
Járnvörur allskonar, þar á meðal „Svea“ strokkar, sem eru einkar
hentugir og góðir, kosta að eins 5 kr.
Smíðatól, svo sem hefilstokkar, tannir, sporjárn, þjalir, sagir o. fl.
Vefnaðarvörur, mjög vandaðar og fjölbreyttar.
Steinolíuofnarnir „Aladin", saumavélar, steinolíuvélar 4 tegundir,
þráðarrokkar, ullarkambar, hárklippur, byssur, klukkur, vasaúr, úr-
festar, loftvogir, hitamælar, albúm og ótal margt fleira.
Akureyri 12. júní 1902.
Jóh. Vigfússon.
Hérmeð áminnast allir þeir, sem skulda við Qudmanns Efterfl.
verzlun á Akureyri, að semja við mig um skuldir sínar eða
borga þær fyrir 15. júlí næstkomandi. —
Akureyri, 12. júní 1902.
Jóh. Vigfússon.
Vindla & reyktóbaksverksmiðjan
á Akureyri
selur vindla og seinna reyktóbak í smærri og stærri kaupum.
Umboðsmenn fyrir verksmiðjuna óskum við að fá í hverju kauptúni
á landinu. Menn snúi sér til Ó. Q. Eyjólfssonar á Akureyri, munnlega
eða bréflega.
Þeir kaupmenn, sem gera kost á að selja kvennaskólanum á Blöndu-
ósi vörur gegn peningaborgun, kotnnar í land á Blönduósi
um miðjan september n. k. svo sem:
Rúgmjöl, Hrísgrjón, Baunir, Flórmjöl, Bankabygg,
Hveiti, Export, Melis, Kaffi, Kandis, Púðursykur
og fl., sem til kosthalds með þarf, geri svo vel að senda undirrituðum
sín lægstu framboð fyrir 31. júlí n. k.
Eftir áskorun sýslunefndarinnar í Húnavatnssýslu.
í umboði forstöðunefndar kvennaskólans.
Blönduósi 12. júní 1902.
J. Q. Möller.
ú er gufuskipið „Skandía"
komið með miklar birgðir
af allskonar trjávið, sem
eg sel mjög ódýrt eittk-
um mót peningaborgun strax.
Sn. Jónsson.
Jakob Qíslason lætur smíða
aliskonar skófatnað, og ann-
ast allar aðgerðir sem að
undanförnu. Verkfæri og vinna er
engu lakari en áður.
fsláttarþesta kaupir und-
irritaður á næstkomandi
hausti.
13/6 1902.
Jóh. Ghristensen.
Steingrár reiðhestur, vakur, 7
vetra, mark blaðstýft fr. h.,
tapaðist frá Bændagerði 19.
þ. m. Finnandi skili til
Magnúss B. Blöndals, Ak-
ureyri, eða til Björns Sigfússonar,
Kornsá í Hútiavatnssýslu.
Frímerkja-safn (fult 1000)
er til sölu, ef viðunanlegt
boð fæst; ritstjórinn vísar
á seljanda.
,.Norðurland“ kemur út á hvegum laugar-
degi. 52 blðð um árið. Verð árg. 3 kr. á fslandi, 4 kr.
í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vestur-
heimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti
(erlendis fyrir fram).
Uppsögn sé skriflegog bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí.
Auglýsingar teknar f blaðið eftir samningi við
ritstjora. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa
mikið.
Prentsmiðja Norðurlands.