Norðurland


Norðurland - 28.06.1902, Side 2

Norðurland - 28.06.1902, Side 2
Nl. i58 kunnugt er, á hvora sveifina þeir 2 muni hallast, sem þá eru ótaldir. Flokkaskiftingin er því nokkuð óljós enn, og verður það sennilega, þangað til um það leyti, er þingið í sumar verður á enda kljáð. Ofurkapp var á það lagt fyrir þessar kosningar að ófrægja Fram- faraflokkinn. Svo mjög voru gjörðir hans affluttar og færðar á verri veg, að jafnvel þótt hann tjáði konungi á síðasta þingi, að þjóðin hefði aldrei verið ánægð með þann samninga- grundvöll, er frumvarp alþingis 1901 var bygt á, og lýsti yfir því, að hún vildi fá æðsta stjórnandann inn í landið, var því haldið fram ósleiti- lega, að flokkurinn ætlaði ekki að ganga að neinu öðru en frumvarpi síðasta þings. Og tilhæfulaus, gífur- leg ósannindi voru spunnin upp, eins og t. d. þau, að flokkurinn hefði fengið nokkurra þúsunda kosn- ingasjóð frá öðrum löndum, og þar fram eftir götunum. Sýnilega hafa þessar ófrægingar borið nokkurn ávöxt í svipinn. En til langframa getur hann ekki orðið. Ófrægingar, sem ekki eru á neinu bygðar, verða aldrei endingargóðar • hjá skynsömum og samvizkusömum mönnum. Þær geta blekt þá í svip. En svo eru þær von bráðar úr sögunni. Um hitt er meira vert, að kosn- ingarnar gefa nokkura ástæðu til að ætla, að afturhaldsandi sé all- ríkur með þjóðinni. Páll Briem nær ekki kosningu í Húnavatnssýslu; þann manninn, sem ef til vill hefir ákveðnastan hug í framfaraáttina af öllum íslendingum, vantar 36 at- kvæði til þess að hafa jafn-mikið fylgi eins og Jósafat á Holtastöðum. Ólafur Davíðsson, sá maðurinn, sem ótvíræðlegast hefir látið uppi aftur- haldsskoðanir af öllum íslendingum, er sendur á þing í stað Jóhannesar Jóhannessonar, sem komið hefir þjóð- ræðinu inn í hin væntanlegu stjórn- arlög vor. Sighvatur Arnason kemur í stað Magnúss Torfasonar. Og fleiri dæmi má til færa, sem áhuga- miklum framfaramönnum hlýtur að standa stuggur af. Jafnframt er og ástæða til í þessu sambandi að benda á þá forystu, sem »Heimastjómarflokkurinn« á nú að fagna, og hve vænleg hún er fyrir framfaramál þjóðarinnar. Eftir er Hannes Hafstein er fallinn —- ekki með 5 atkvæða mun, eins og dr. Valtýr Guðmundsson og Jens Páls- son, ekki með 6 atkvæða mun, eins °g Jóh. Jóhannesson, ekki með 34 atkv. mun, eins og Páll Briem, held- ur með 97 atkv. mun — er forystan ómótmælanlega sem stendur í hönd- um Lárusar Bjarnasonar. Og þeir eru víst fáir, sem gera sér í hug- arlund, að hann muni sérstaklega til þess failinn að auka frelsið eða ment- unina eða réttlætið með þjóðinni. En að hinu leytinu er vert að hafa það hugfast, að utan Fram- faraflokksins hafa nú verið kosnir á þing menn, sem áreiðanlega hafa alt annan hug á framfóram þjóðar- innar en Lárus Bjarnason og þeir, sem nú kunna að vera ráðnir í að skipa sér utan um hann. Svo fram- arlega sem kosningarnar að sumri fara líkt og kosningarnar fóru nú, verður það að stórmiklu leyti kom- ið undir þessum mönnum, ötulleik þeirra, sjálfstæði og hæfileikum, hvort vér eigum nú í vændum tíma- bil, er hrindi framförum þjóðar vorrar áfram langar leiðir, eða kyrstöðu- og kyrkings-tímabil, sem gerir djúpið milli vor og framfara- og menningar- þjóðanna enn breiðara og enn dýpra en það nú er. \ Sýslufundur Skagfirðinga. Haldinn á Sauðárkrók 24.-28. febr. 1902. Ágrip. Sundkensla. Samþykt, að verja alt að 100 kr. til sundkenslu í sýslunni næsta árog sækja um jafnmikinn styrk úr landsjóði. Drangey. Veiðst höfðu við eyna 91725 fuglar síðastliðið vor. Samþykt, að endurveita 50 kr. til sand- græðslu-tilrauna í eynni. Jósep skóla- stjóra Björnssyni falin framkvæmd. U msj ónarmaður eyjarinnar kosinn Þor- steinn Jónsson. Samþykt, að kaupmenn, er taka fisk við Drangey, borgi 6 kr. fyrir að fá að hafa fisktökubyrgi á fjörunni. Páli Þorkelssyni leigð Drangey næsta ár fyrir 25 kr. Markaskrá. Samþykt að prenta vibæti við marka- töflu sýslunnar. Sjúkrasjóðsmál. í sjóði sjúkrahússins á Sauðárkróki voru kr. 2236.19. V. Claessen kaupmað- ur endurkosinn gjaldkeri. Samþykt að veita Teóbald Árnasyni á Sauðárkrók 100 kr. styrk til sjúkra- halds næsta ár og Magnúsi héraðslækni Jóhannssyni 100 kr. til spítalahalds í sínu héraði Hreppstjóraefni. Tilnefnd hreppstjóraefni í Skefils- staðahreppi: Jóhann Sigurðsson, Sævar- landi, Pétur Björnsson, Gaukstöðum og Jón Sveinsson, Þangskála. Eftirlitsmenn. Oddvita falið að gera tillögu um skipun eftirlitsmanns eða eftirlitsmanna um kláða á sauðfé, ef skipun þeirra þarf að fara fram áður en sýslufundur verður haldinn að ári. Refaveiðar. Oddvita falið að brýna fyrir hrepps- nefndum að gæta sem bezt allra ákvæða refaeyðingar-reglugjörðarinnar og sér- stakiega að láta eitrun fyrir refi fara fram undantekningarlaust í öllum hrepp- um sýslunnar fyrri part vetrar. Breyting á aðalpóstleið. Samþykt að skora á landstjórnina að veita styrk af fé því, sem ætlað er til fjallvega, til vegabóta á Kolugafjalli. Samþykt ósk um, að póstleiðin verði lögð frá Blönduósi um Kolugafjall til Sauðárkróks, og áskorun til landstjórn- arinnar um að láta verkfræðing Iands- ins skoða fjallveg þennan hið fyrsta. Samþykt áskorun til landstjórnarinnar um, að þangað til póstleiðin sé lögð um Kolugafjall milli Blöndóss og Sauð- árkróks, sé aðalpóstur látinn ganga frá Víðimýri til Sauðárkróks, um Héraðs- vatnaósa fram Blönduhlíð og sömu leið á suðurleið til Víðimýrar. Ljósker. Samþykt að verja alt að 30 kr. til að kaupa olíu á Ijósker á Sauðárkróki, og skal kveikja á kerinu frá 1. ág. til 30. nóv. og frá 1. marz. til 30. apríl. Ábyrgð fyrir hreppsfélög. Samþykt að sýslan taki að sér ábyrgð fyrir Viðvíkur og Hólahreppa á óborg- uðum hluta láns úr Söfnunarsjóði til afréttarkaupa, að upphæð kr. 3400. Vegabœtur. Veittar alt að 100 kr. til vegabóta á Laxárdalsheiði, alt að 500 kr. til vegagjörðar milli Framness og Brekkna °g 465 kr. til annara vegabóta í sýsl- unni, þar sem brýnust þörf krefur. Kvennaskólamál. Þessar samþyktir gerðar: Neitað að greiða mætti kvennaskól- anum á Blönduósi þær 150 kr., er sýslu- nefndin hafði í fyrra veitt kvennaskól- anum á Ytriey. Feld með öllum atkvæðum beiðni stjórnamefndar kvennaskólans áBlöndu- ósi um 300 kr. styrk til skóla þessa. Lýst yfir því, að sýslunefndin sé því hlynt, að einn kvennaskóli fyrir alt norðurland komist á, og fús til að leggja fram tiltölulegan styrk til slíks skóla, jafnvel þótt hann standi á Blönduósi. Samþykt að kjósa þriggja manna nefnd til þess, ef útlit væri til að sýslu- nefndirnar í norðuramtinu gætu samein- að sig um einn kvennaskóla, þá ásamt fulltrúum annarra sýslna að mæta á fundi, sem væntanlega yrði haldinn í þeim tilgangi að ráða slíku kvennaskóla- sameiningarmáli til fykta. Kosnir: E. Briem sýslumaður, Olafur Briem og Jósef Björnsson. Feld tillaga um að mæla með styrk- veitingu til kvennaskólans á Blönduósi úr jafnaðarsjóði Norðuramtsins. Afréttarkaup. Samþykt að veita hreppsnefnd Sauðár- hrepps heimild til að kaupa Selhólaland til afréttarnota og að taka 500 kr. lán upp á hreppinn til þess. Kynbœtur hrossa. Hreppsnefnd Staðarhrepps veitt heim- ild til að verja fé úr hreppssjóði til kyn- bóta hrossa. Oddvita falið að skora á sýslunéfnd- ina í Húnavatnssýslu að koma á reglu- gjörð um kynbætur hesta í hreppum sýslunnar austan Blöndu, og sömuleiðis að skora á sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu að koma á sams konar reglugjörð í þeim hreppum sýslunnar, er næst liggja Skagafjarðarsýslu. Ferjumál. Samþykt að verja 300 kr., sem veitt- ar eru í fjárlögum, til að borga ferju- manni við Héraðsvatnaós, en ferjutoll- ur færður niður. Bráarmál. Samþykt að leggja 20 aura brúarsjóðs- gjald á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann næsta ár, og oddvita falið að fá leyfi til þess. ' Samþykt að veita alt að 1500 kr. til brúargjörðar á Gönguskarðsá, sem borg- ist út eftir 3 ár, en Sauðár og Skefils- staðahreppar borgi alt grjótverk. Flutningabraut. Skorað á landstjórnina að láta verk- fræðing landsins gera áætlun um kostn- að við lagningu á flutningabraut, frá Sauðárkróki fram Skagafjörð vestan Héraðsvatna, svo bráðlega, að sú áætlun verði lögð fyrir alþingi 1903. Þinghús. Hreppsnefndum Holts og Haganess- hreppa veitt heimild til að reisa sam- eiginlegt þinghús fyrir báða hreppana og taka alt að 800 kr. lán upp á hrepp- ana í því skyni. Sýslunefnd tekur að sér ábyrgðina, ef hrepparnir fá ekki lánið á eigin ábyrgð. Verkstjóri. Hallgr. Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við sýsluvegavinnu á næsta vori. Jarðabðta-verðlaun. Mælt með Árna Ásgrímssyni bónda á Kálfsstöðum til verðlauna úr Rækt- unarsjóði fyrir jarðabætur. Lán úr sjúkrasjóði. Mælt með Magnúsi héraðslækni Jó- hannssyni, að hann fái 800 kr. lán úr sjúkrasjóði, og sama veittur 50 kr. styrk- ur til að kaupa áhöld til sjúkrahalds í húsi sínu næsta ár. \ í ísafjarðarsýslu hefir kjósendum sýnilega verið meira en lítið áhuga- og alvörumál að senda á þing sína gömlu fulltrúa, Skúla Thor- oddsen og síra Sigurð Stefánsson. Út í frá niunu fæstir hafa við því búist, að Hannes Hafstein yrði látinn sitja heima. Þó að forystan væri á síðasta þingi miklu freniur í höndum Lárusar Bjarnasonar en hans, var hann samt talinn aðalfor- ingi „Heimastjórnarrnanna". Sérstakt kapp hefir verið á það lagt í blöðum þess flokks að halda honum fram, enda var honum ætlað að verða forseti neðri deild- ar í sumar, hvað sem síðar yrði. Hann er tnaður prýðilega tnáli farinn og að öllu hinn álitlegasti. Kosning sína virð- ist hann hafa sótt fastar en önnur þing- mannsefni. Svo var og við því búist, að verzlanir Ásgeirs Ásgeirssonar, Tangs og Grams mundu veita honum öflugt fylgi, enda varð og sú raunin á, mönnum ógn- að með skuldum og þar fram eftir göt- unum, eftir því, sem „Norðurlandi" er ritað úr ísafjarðarsýslu. Og þrátt fyrir þetta alt, vantar sýsltunann 97 atkv. til þess að ná sama atkvæðafjölda eins og sá þingmaðurinn, sem færri atkvæði hlaut. Sjálfsagt hefir kosningin verið sótt mjög fast af hálfu liðsmanna Framfara- flokksins í kjördæminu. Skúli Thoroddsen flutti með sér prentsmiðju vestur og gaf út blað á ísafirði, meðan á kosningahríð- inni stóð, og bendir það, sem er eins dætni, á, að ekkert hafi verið látið ógert. En hvað sem því líður, hefir vilji kjósenda sýnilega verið óvenjulega einbeittur og ákveðinn. Kynlegt er það, að sýslumaður virðist hafa talið sér sigurinn vísan. Til þess að fagna þeim sigri, var veizla fyrirbúin

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.