Norðurland


Norðurland - 28.06.1902, Side 3

Norðurland - 28.06.1902, Side 3
í barnaskólanum, að kosningunni afstað- inni, og Tr. Ounnarsson bankastjóri fór vestur til að sitja hana. Grasvöxfur hefir verlð mjög óvænlegur fram að þessu vegna kulda og sífeldra þurka. Síðustu daga hefir komið nokkur væta og jörð því heldur að lifna. Sýslufundur (aukafundur) var haldinn hér á mánu- dag og þriðjitdag. Ýms mál voru afgreidd, sem getið verður um í næsta blaði. Sam- þykt var nteð öllum atkvæðum gegn 1 (Björns Jónssonar ritst.) að selja tóvél- arnar með þeim skilyrðum, sem rædd voru á aðalfundinum í vor, að því við- bættu, að kattpendur fái töluverða lóð. Sala tóvélanna hafði verið samþykt í öllum hreppum sýslunnar, þar sem hún hafði verið borin upp. Sýslumaður Kl. Jónson var á Siglufirði dagana á undan fundi að þinga, ætlaði að koma með „Skálholti", en varð að fá hvalaveiða- skip til að flytja sig heim. Siglingar. „Ceres" fór á þriðjudaginn suður með fjölda farþegja, þar á nteðal Sighv. Bjarna- son bankastjóra, Quðjón Ouðmundsson búfræðiskandídat, ekkju sira Magnúss í Laufási o. nt. fl. Seglskipið „Ansgar" kont á þriðjttd. með ko! til konsúls Havsteens. Oufuskipið „Frithiof" kom á þriðjttd. með vörur til pöntunarfélaganna. „Skálholt" kom á miðvikudag, 2-3 dögum eftir áætlun. Hafði tafist af stormum. Komst á allar hafnir, nenta Bitrufjörð og Borðeyri; þar bannaði ís- hröngl viðkontu. Annarstaðar enginn ís. Fiskiskip hafa komið inn síðan er síðasta blað »Norðurlands< kom út, þau er nú skal greina (eigendur aftan við skipsnöfnin,^ innan sviga): »Jón< (Jón Norðmann), »Geysir< (Jón Norðmann), »Helga< (Tuli- nius), »Tjörfi< (Þorv. Davtðsson), »Gest- ur< (Jón Antonsson). Aflinn er yfirleitt fremur rýr, eftir þeim tíma, er skipin hafa verið úti, 7000—11,000 á skip. Síldin. Um 1V2 viku hefir nú ekki verið kastað neinum vörpum. Stldin virðist alveg hafa lagst frá nú í bráð. Allir eru búnir að taka upp úr vörpum sínum nema þeir félagar F. & M. Kristjánsson og Tulinius. Þeir eiga nót, sem búið er að taka upp úr yfir 100 tunnur og talsvert eftir í henni enn. Nýja veiðiaðferð á að fara að reyna hér. Nokkurir danskir menn hafa komið með veiði- áhöld, sem ekki hafa fyr verið notuð hér. Staurar eru reknir niður töluvert frá landi og nætur strengdar á þá. Alls konar fiski eV ætlað að fara þar inn eins og í kvíar, en svo um búið, að hann kemst ekki út aftur. Þessa dag- ana er verið að koma veiðarfærum þess- um fyrir, en engin reynd komin á þau. 159 Nl. Ferð Guðjóns Guðmundssonar. Hann ferðaðist um Eyjafjarðar og Þing- eyjarsýslur frá því, er hann kom með „Vestu" og þar til er hann fór nú aftur með „Ceres". í Hörgárdal sagði hann áhuga mikinn á búnaðarmálum. Þar er verið að koma á nautgripa-kynbótafélagi fyrir alian dal- inn, og mikið unnið að jarðabótum, sér- staklega í búnaðarfélagi Arnarneshrepps. Frammi í firðinum er einnig talsverður áhugi á jarðabótum, enda hefir Magnús kaupmaður Sigurðsson á Qrund gefið þar gott dæmi til eftirbreytni. Frá Akureyri fór hr. Q. Q. út í Höfða- hverfi og þaðan að Stóruvöllum í Bárðar- dal. í Höfðahverfi sagði hann marga áhugamenn í búnaði og góða bændur, þar á meðal Höfðabræður, sem hann telur að meira liafi að líkindum gert til að bæta jörð sína á síðari árum en nokk- urir aðrir á Norðurlandi. í Bárðardal mun hafa verið meira hugs- að um kynbætur á síðari árum en annar- staðar á landinu, að því, er hr. O. O. segir. Þar er kynbótafélag 20 ára gam- alt. Því miður hefir það aðallega feng- ist við sauðfjár-kynbætur, en minna skeytt um nautpening. T. d. gat hann þess, að á Stóruvöllum hefði að líkindum verið bezta kýrin, sem til hefði verið á land- inu; hún mjóikaði árlega alt að 4000 pottum og eitt ár 5000 potta; át þó fremur lítið og mjólkin var feit og góð. En undan henni er ekki til nema ein kýr. Baldursheims-fjárkynið í Bárðardal (nú að eins talið óblandað á 3 bæjum) mun vera feitlægnast og þroskabráðast fjárkyn á landinu. Hefir þó þá galla, að það er of ullarfínt og alt of mörmikið, og auk þess er því kvillahætt. Þann 18 þ. m. var hann á aðalfundi Fjárræktarfélags Þingeyinga á kynbóta- búinu Halldórsstöðum í Reykjadai, en gat ekkert séð af fénu, með því að það var ekki heima við. Hann telur Þingey- inga eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa fyrstir komið upp kynbótabúi, en telur miður vel til fallið að búið skuli vera eign hlutatélags; miklu betra að það væri einstaks manns eign, en styrkt af almanna- fé. Ærnar þykja honum og of fáar um 40 þar sein félagið nýtur svo mikils styrks (350 kr.). Á hreppaskilum á Einarsstöðum dag- inn eftir kom hann á fundi til að ræða um nautgripa-kynbótafélag. Árangurinn varð sá, að kynbótafélag var stofnað fyrir allan hreppinn í þrem deildum. Hug- myndin áður komin þar upp og málið því vel undirbúið. Sauðfjárrækt yfirleitt í bezta lagi í Suður-Þingeyjarsýslu og áhugi rnikill á henni. Þó eru menn þar yfirleitt að reyna að sameina gott mjólkurkyn og gott ullar- og sláturfé; en því ekki unt að fá fram- gengt. Kýr eru tiltölulega fáar í Suður-Þing- eyjarsýslu, 2 —3 á bæ. Á Grenjaðarstað eru þó 9 mjólkandi kýr, enda langflest- ar þar. Eðlileg afleiðing af kúafæðinni er sú, að tún eru yfirleitt lítil. En hr. Q. Q. vonar, að breyting fari að verða á því hjá öðrum eins búmönnum og Þingeyingar eru - þeir fari að athuga betur, hve afarinikla þýðingu túnræktin hefir fyrir landbúnaðinn. Veðurathusranir á Möðruvöllum í Hörgárdal eftir St. St. 1902. Júní. Um miðjan dag (kl. 2). Minsturhiti (C.)á sólar- hringnum.; Loftvog (þml'). Hiti (C.). 3 V* 3 "8 > 5 rt </) Úrkoma. | Sd. 8. 76.6 8.5 N 2 0 0.9 Md. 9. 76.5 11.0 N 1 10 4.0 Þd. 10. 76.3 4.5 N 3 6 2.5 Md.ll. 76.i 6.5 N 1 5 0.5 Fd. 12. 76,i 11.0 N 2 8 - 2.t Fd. 13. 76.3 lO.o 0 5 2.0 Ld. 14. 76.7 14.o N 1 5 1.5 Sd. 15. 76.9 13.8 0 10 7.8 Md. 16. 76.8 15.0 0 1 6.8 Þd. 17. 76.6 I6.0 Sv 1 2 5.8 Md. 18. 76.9 5.4 N 2 3 3.0 Fd. 19. 76.9 8.0 N 1 2 - 2.5 Fd. 20. 76.8 10.5 N 1 2 - 1.5 Ld. 21. 76.8 11.5 0 7 1.0 Sd. 22. 76.61 8.e E 1 8 1.0 Md.23. 76.6 8.4 0 10 5.o Þd. 24. 76.2 14.0 0 10 6.1 Md.25. 76.i 17.o 0 8 5.0 X Siglufirði 20. júní 1002. Hákarlaskipin héðan hafa verið að koma inn þessa dagana með bezta afla. Um daginn (úr einni ferð) kom »Sigl- nesingur-j með 205 tnr. lifrar, og »Vík- ingur« með 196 tnr. Nú kom »Siglnes- ingur« með 195 tnr., »Christíane< 180 tnr., »Víkingur« 188 tnr., »Njáll 185 tnr., »Stormur litli< 82 tnr., og er nú hættur; »Latibrúnn« 47 tnr. Tíðin heldur köld annað veifið, svo gróður er lítill. Skepnuhöld urðu hér góð, flestallir birgir fram úr með hey. Hvalveiðamönnunúm gengur fremur stirt að ná hvalnum; bæði segja þeir lítið orðið um hval, og það, sem sjáist, sé svo stygt, að illmögulegt sé að kom- ast í skotfæri við hann; og er það eng- in furða, þar sem um 30 skotbátar þeys- ast um hafið hver í kapp við annan til að ná í hval. — Heilbrigði manna milli góð. — G. S. Th. G. X Fyrsti sjúklingurinij mini). Ensk saga. VIII. I sama bili, sem eg lauk við að lesa þetta raunalega bréf, korii dr. Roper þjótandi inn í stofuna og augu hans glömpuðu af geðshræringu. »f guðs bænum komið þér undir eins, Halifax,« sagði hann og ætlaði varla að ná andanum. »Kvenvargurinn hefir komist inn i herbergið, þar sem líkið er. Þegar hún sá það, vissi hún ekki, hvað hún átti af sér að gera. Hún hefir játað það, að öll þessi andstygð- ar-saga hennar sé lygi — að dóttir hennar, fyrri kona Ogilvies heitins, sé í raun og veru dáin fyrir mörgum ár- um, og að hún hafi búið þessi voða- ósannindi til í því skyni að hafa pen- inga út úr honum.< Eg gat ekki ráðið mér fyrir fögnuði. »Þá — þá reynum við það,« hrópaði eg. »Reynum við hvað? Eruð þér orðinn vitlaus?< »Hvað er þetta, Roper? Sjáið þér það ekki? Skiljið þér ekki það, að fyrst konan hefir farið með lygi, þá er engin ástæða fyrir Ogilvie til þess að ráða sér bana? Lyfið er lengi að verka. Það getur verið, að hann sé bara meðvit- undarlaus. Við björguðum konunni hans — við reynum að bjarga honum líka.< Eg þaut út úr herberginu, og Roper kom á eftír mér; en það var eins og hann vissi hvorki f þennan heim né annan. Við rákum alla út úr borðstof- unni og lokuðum hurðinni. Eg reif dúk- inn ofan af andlitinu, þreif spegil og hélt honum að vitunum á líkinu. »Guði sé lof!< sagði eg svo, sneri mér að gamla lækninum og benti hon- um á ofurlitla móðu á slípuðu spegil- glerinu. Sagan er á enda; því að auðvitað björguðum við Ogilvie. Baráttan var enn örðugri en nóttina á undan, en að lokum hopaði konungur skelfing- anna á hæli, og við, sem orðið höfðum verkfæri í höndum forsjónarinnar til þess að lífga þá, er voru næstum því dauðir, féllum á kné til að þakka drotni. Og kona Ogilvies fekk aldrei að vita, hvað það var, sem gerst hafði þessa nótt. Endir. Samskotaloforð til sjúkraskýiis í Höfðahverfishér- aði (f krónum). Sig. Hjörleifsson, Grenivík, 100; frú Þuríður Jakobsdóttir, Grenivík, 30; sfra Björn Björnsson, Laufási, 30; Friðbj. Bjarnarson, Grýtubakka, 40; Dagbjartur Þorsteinsson, Tungu, 1; Kristfn Guðjónsdóttir, Tungu, i ; Oddný Þorsteinsdóttir, Tungu, 1; Jón Hatlgrímsson, Tungu, 5; Fil- ippía Pétursdóttir, Tungu, 1 ; Hall- grímur Schiöth, Tungu, 1; Stefán Hallgrfmsson, Tungu, 2; Þórður og Baldvin Gunnarssynir, Höfða, 60; Jón Antonsson, Arnarnesi, 10; Ein- ar Jóhannsson, Syðri Haga, 10; Geir- finnur Tr. Friðfinnsson, Garði, 10; Þorsteinn Gíslason, Svínárnesi, 8; Karl Sigurðsson, Draflastöðum, 10; Vilhjálmur Þorsteinsson, Nesi (2 hlutabr. Gránufél.) 100. Jón Sveins- son, Hóli, 3; Friðrik Antonsson, Hjalteyri, 10; Sveinn Jóakimsson, Hóli, 2; Steingr. Hallgrímsson, Skeri, 2; Jón Halldórsson, Grfms- nesi, 2 ; Björn Ólafsson, Grímsnesi, 1; Friðrik Jónsson, Hjalteyri, 10; Björn Gunnarsson, Kljáströnd, 10; Jóhann Jóakimsson, Grímsnesi, 5 > Sigurvin Edílonsson, Litla Arskógs- sandi, 4; Gunnl. Jóhannesson, Litia Mrskógssandi, 2; Guðm. Sæmunds- son, Hlöðum, 3; Guðlaug Svein- bjarnardóttir, Grenivík, 1. Héraðs- læknir Guðm. Hannesson, 20; Sig- ruður Jóhannsson, Selá, 5; Jóhann Sigurðsson, Selá, 1; Sveinbjörn Björnsson, Hillum, 1. Þorsteinn Vigfússon, Rauðuvík, 5. Jón Guð- mundsson, Kálfskinni, 1. Níels Jóns- son, Kálfskinni, 1. Sæmundur Sæ- mundsson, Stærra-Árskógi, 4. Björn Jörundsson, Hrísey 10. Óli Jón Björnsson, Hrísey, 1. Stefán Stef- ánsson, Hrísey 1. Jón Benedikts- son, Hrísey, I. Sigmundur Sigurðs- son, Hrísey, 1. Margrét Jónasdótt- ir, Hrísey, 1. Jóhannes Davíðsson, Hrísey, 40. Indriði Sigurðsson, Hrís- ey, 2. Jónatan Magnússon, Hrísey, 1. Vilhjálmur Benediktsson, Hrísey, 2,10 Björn Helgason, Hrísey, 2. Kristján Kristjánsson, Hrísey, 5. Þorsteinn Jörundsson, Hrísey, 20. Friðrika Friðriksdóttir, Hrísey, 1. Ólafur Guðmundsson, Hrísey, 4. Jóhann Kristinnsson, Hrísey, 3- Jón Einarsson, Hrísey^ 4. Trausti Jóhannesson, Stærra-Árskógi, 1. Tryggvi Indriðason, Grenivík, 5. Ólafur Gunnarson, Höfða, 2. Samtals kr. 620.10.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.