Norðurland - 13.09.1902, Síða 1
JVORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
51. blað. j Akureyri, 13. september 1902.
iö útbú landsbank-
ans á Jikureyri
fást til kaups banka-
uaxtabréj ueödeildar, sem
gefa kl\2 pct. um árið í
uöxtu.
Júlíus Sigurðsson.
Stepbán Stepl)ensen.
Stóra, nýja skáldsagan eftir
Porgils gjallanda,—
,Upp við fossa‘,-
er í 32 kapítulum, prentuð í stórti 8 blaða broti,
og kemur út í næsta mánuði. Fæst þá í bókaverzl-
un Odds Björnssonar á Akureyri og hjá bóksölum
um land alt. Verð 1 kr. 50 a.
Stefnuskrá
Framsóknarflokksins.
Stefnuskrá Framsóknarflokksins,
sem birt er í „Ávarpi til íslend-
inga", er prentað var í síðasta
blaði „Norðurlands", hlýtur að
mælast vel fyrir hvarvetna. Sro
vel hefir henni þegar verið tekið,
að flokkur andstæðinganna hefir
játað sig henni samþykkan, og
má af því marka, að allmikil lík-
indi séu til þess, að hún sé ekki
óskynsamleg. Lægi í augurn uppi,
að hún sd*það, mundi hinn flokk-
urinn fráleitt hafa lagst undir höfuð
að láta þess getið.
Allir framsóknargjarnir Islend-
ingar hafa ástæðu til að fagna
því, að kominn er upp í landinu
flokkur, sem hefir skuldbundið sig
til að vinna að framförum lands-
ins, leggja stund á að koma þjóð-
inni út úr mollunni og sinnuleys-
inu.
En alveg sérstaka ástæðu hefir
„Norðurland" og þeir, sem líkt
eru skapi farnir, til þess að fagna
þessu „Ávarpi", þar sem yfir því
er lýst í flokksins nafni,að stjórnar-
skrárrnálið geti „ekki framar með
neinu móti verið grundvöllur fyrir
flokkaskipun í landinu við kom-
andi kosningar, svo framarlega
sem pólitík vor á ekki að spúast
um persónur einar og gamlar erj-
ur, heldur um framtíðarhag og
nauðsynjamál þjóðarinnar", og þar
sem skýlaust er tekið fram, að
flokkurinn muni veita fylgi „hverri
þeirri landstjórn, sem réttlát er og
heiðarleg og vinna vill landinu
gagn á þeim grundvelli, sem inark-
aður er“ með stefnuskránni, enda
hver sá maður flokksbróðir talinn,
sem að henni getur hallast, „án
alls tillits til þess, hvar hann kann
að hafa staðið í fylkingu í þeirri
stórpólitísku baráttu, sem áður hef-
ir skift mörmum í flokka, en nú
er undir lok liðin og á því að
eins að heyratil sögu fortíðarinnar,
en vera framtíð vorri og framtíðar-
pólitík óviðkomandi".
Nákvæmlega þessari skoðun
hefir „Norðurland" haldið fram,
frá því er það varð til og fram
á þennan dag, í tilefni af deilum
þeim, er verið hafa með mönnum
síðasta árið. Sú skoðun liefir aldr-
ei verið viðurkend jafn-afdrátt-
arlaust eins og í þessu Ávarpi.
Enda ekki auðvelt að hugsa sér,
hvernig fara á á stað með meiri
friðsemd, en flokkurinn lætur hér
í Ijós, hvernig það verður sýnt
greinilegar, að það er heill þjóðar-
innar, framfarir hennar og virðing,
sem flokkurinn ber fyrir brjóstinu,
en ekki gamalt kapp né óvild út
af málum, sem útrædd eru.
í inngangsgrein Ávarpsins er
það tekið fram, að enginn tnuni
gerast svo djarfur að reyna á
næsta þingi að hreyfa við stjórnar-
skrárfrumvarpi því, er samþykt var
í sumar. f>að liggur við, að það
sé hart, að þhrfa að vera að minn-
ast á annað eins í slíku skjali. En
sennilega hefir þess verið þörf,
þar sem einn af hinum heldri
„heimastjórnarmönnum", margra
ára samverkamaður og vinur Ljóð-
ólfsritstjórans og sonur Ben. heitins
Sveinssonar hefir nú skorað fast-
lega á þjóðina að hafna frumvarþ-
inu, og jáví svo er haldið á lofti á
prenti, að Framsóknarflokkurinn
muni hafa keypt hann til þess, í
því skyni að spilla fyrir málinu.
Pað virðist ætla að ganga örð-
ugt að fá þaggað niður í rógber-
unum. Sannast að segja stórfurðar
oss á því, að nokkurum manni
skuli enn haldast annað eins og
þetta uppi, jafn-mikla andstygð
og hinir betri menn þjóðarinnar
eru búnir að fá á slíkri aðferð.
Blaðið, sem róginn flytur, talar
alt af í nafni „Heimastjórnarflokks-
ins", og sagt er að ritstjóri þess sé
einn í flokksstjórninni. í flokknum
eru vitanlega ýmsir vandaðir og
góðir menn, sem ekki vilja varnm
sitt vita. Hvers vegna lýsa þeir
ekki vanþóknun sinni á öðru eins
háttalagi og þessu? Hvers vegna
lofa þeir aðalmálgagni sínu að
eitra huga þjóðarinnar og sví-
virða alveg saklausa menn? Hér
er sannarlega alvarlegt og rnikil-
vægt verk fyrir höndum fyrir
vandaða flokksmenn, eins og Páll
Briem benti svo vel á í kjörfund-
arræðu sinni í Húnavatnssýslu í
sumar.
Yfirleitt tná segja það um stefnu-
skrá flokksins, að hún sé afarvíð-
tæk; hún nær, að kalla má, til allra
hliða á þjóðlífi voru.
Pað liggur í hlutarins eðli, að
með slíkri stefnuskrá getur ekki
vegurinn verið glögt afmarkaður
í öllum málum. Allur þorri þjóð-
mála vorra hefir enn ekki verið
rannsakaður, nema þá að mjög
litlu leyti. Um ýms þeirra verður
ekki einu sinni sagt, að neinar
verulegar umræður hafi enn farið
fram. Hvernig ætti þar að ákveða
fyrirfram leiðina ljóst og greini-
lega? Þar er ekki annað unt að
gera að svo stöddu, en að ákveða,
að málin skuli verða rannsökuð,
svo framarlega, sem menn sjá ann-
marka á núverapdi fyrirkomuíagi
þeirra, og svo breyting á þeim
gerð eftir á. Sum atriðin í stefnu-
skránni eru því eðlilega ekki ann-
að en óánægju-yfirlýsing með á-
standið, eins og það er nú, og
loforð um að reyna að breyta
því til bóta, þegar þess er kosiur.
Ekki væri annað en fásinna og
barnaskapur að heimta meira, eins
og nú er ástatt, enda gera það
fráleitt margir skynsamir menn.
Að hinu leytinu er ekki nema
sjálfsagt að taka það fram, að
sum atriðin í stefnuskránni eru
fullljós, svo að engum manni er
vorkunn að átta sig á þeim. Mest
áherzla er lögð á efling landbún-
aðarins og skýrast það, sem um
hann er sagt, þó að auðvitað ýmis-
legt sé ósagt látið. Flokkurinn tek-
ur það þar sérstaklega fram, að
hann vilji tiyggja leiguliðum arð
eða uppbót fyrir jarða- og húsa-
bætur, lina beina skatta, sem á
landbúnaðinum hvíla og efla land-
búnaðinn með ríflegum lánum og
fjárveitingum til'ýmis konarfram-
fara, sem sumar eru nefndar. Það,
sem sagt er í stefnuskránni um
sjávarútveg, verzlun, peningamál,
mentamál, skatta- og tolllöggjöf,
fátœkralöggjöf o. fl. er og svo ákveð-
ið, að auðsætt er, hvert flokkurinn
vill stefna, enda tæplega unt að
segja meira á því stigi, sem málin
nú eru á.
En það merkilegasta við þessa
stefnuskrá er í raun og veru í
vorum augum það, að andstæð-
ingaflokkurinn felst á hana í öll-
um greinum. Með því er fengin
hin áþreifanlegasta og ómótmæl-
anlegasta sönnun fyrir því, að
sú flokkaskifting, sem nú er í
landinu ei' ekkert annað en hé-
gómi og fásinna. Hún gerir ekk-
ert annað en ilt - eflir deilur og
úlfúð, misskilning og róg, verður
eingöngu vatn á myllu óhlut-
vandra manna og aftrar því að
þjóðin geti litið á velferðarmál
sín með stillingu og látið sína
beztu menn úr báðum flokkum
njóta sannmælis.
| I. ár.
Það eitt, að geta lagt slíka sönn-
un fram fyrir þjóðina, ætti að
geta orðið til stórmikillar bless-
unar.
X
Bankamálin.
Þingið gerði ráðstafanir til eflingar
veðdeildarinnar með því að samþykkja
frumvarp stjórnarinnar, er gefur ráð-
gjafa íslands heimild til að auka trygg-
ingarfé veðdeildarinnar smásaman, eftir
því sem lánsþörfin þykir útheimta, með
alt að því 200,000 kr., er landsbankinn
leggur til.
Um hluttöku landssjóðs í íslands-
banka urðu úrslitin þau í neðri deild,
að heimildin i lögum 7. júní þ. á. til
að kaupa til handa landssjóði % hluta-
bréfa í hlutafélagsbankanum væntan-
lega, skuli alls eigi notuð —- sem vafa-
laust var mjög skynsamlegt. Landssjóður
á að verja fé sínu í annað en gróða-
fyrirtæki, enda óvíst að lán fengist til
þess með viðunanlegum kjörum, og von-
irnar, sem menn höfðu gert sér um,
að slíkt lán fengist úr ríkissjóði, á engu
bygðar.
Kosningar bankaráðsmanna og full-
trúa fyrir landssjóðs hönd á aðalfundi
bankans fóru þinginu ekki eins skyn-
samlega úr hendi. Framsóknarflokkur-
inn vildi kjósa hyggilega, sleppa öllu
flokksfylgi, en kjósa þá menn eina, er
ástæða var til að ætla að lið gæti ver-
ið að til þessara starfa. í bankaráðið
vildi sá flokkur kjósa: Sigurð Briem
póstmeistara, Júlíus Havsteen amtmann
og Jón Magnússon landritara. Sigurður
Briem var kosinn; en í stað hinna
tveggja kaus meiri hlutinn Lárus H.
Bjarnason sýslumann og Sigfús Eymunds-
son útflutningaagent. L. H. B. hefir það
sér til ágætis, að hann á heima vestur
i Stykkishólmi og getur þar af leiðandi
ekki sótt fundi bankaráðsins, hvað sem
á liggur, að hann hafi alt af komið fram
sem stækasti mótstöðumaður þess fyr-
irtækis, sem hann nú á að vera svo
mikið við riðinn, og að hann hefir sýnt
þá þekking á bankamálum að segja í
kjörfundi í Stykkishólmi, að slíkir bank-
ar sem hlutafélagsbankinn taki 4% um
mánuðinn í vöxtu af víxlum — og er
sú fullyrðing hans sönnuð með eiðfest-
um framburði fjölda manna. S. E. hefir
það sömuleiðis sér til ágætis og með-
mæla í þessa stöðu, að hat’a verið stæk-
ur mótstöðumaður hlutafélagsbankans,
og svo að vera ötulastur útflutnings-
agent á landinu — sem Þjóðólfi hefðu