Norðurland


Norðurland - 13.09.1902, Síða 4

Norðurland - 13.09.1902, Síða 4
Nl. 204 Búnaðarfélag íslands. Að tilhlutun félagsstjórnarinnar hefir Sigurður járnsmiður Jónsson í Reykjavík lært erlendis að gera við skilvindur, tekur það starf að sér og kennir það jafnframt ókeypis nokkurum vel lagtækum og högum mönnum, jafnskjótt og honum berst nóg verkefni. Vissara fyrir þá, sem langt eru að, að spyrjast áður fyrir bréflega, hve nær þeir megi koma. Reykjavík 30. ágúst 1902. Þórh. Bjarnarson. hverfi var mjög mikil síld um síðustu helgi, en kvað vera farin þaðan. Siglingar. Þ. 7. þ. m. kom seglskipið »Saga« með salt til Höepfners verzlunar og gufuskipið »KvaIen« frá Noregi að kaupa fisk, síld og lýsi. Þ. 8. kom »Rósa«, seglskip til Gránu- félagsins, með salt. Þ. 11. kom »Fortuna«, seglskip Gránu- félagsins frá Sauðárkrók og Siglufirði og »Fremad« seglskip, sem fæst við reknetaveiðar. S. d. kom og »Egil«,gufuskip Wathnes erfingja frá Noregi, Khöfn og Austur- landi. Frá Khöfn kom með því Sigurður Sigurðsson, skólastjóri á Hólum, frá Seyðisfirði síra Matth. Jochumsson og Vilh. Knudsen verzlunarmaður og frá Fáskrúðsfirði frk. Halla Waage. X Gamall unnusti. Amerísk saga. V. »Nei«, svaraði hún; og við blaktandi kertisljósið sást sakleysislegur, en eðli- lega nokkuð áhyggjufullur og un'drun- arkendur spurnarsvipur á alvarlegu bjartleitu andlitinu. »Hefir nokkur ókunnugur maður kom- ið hingað?* »Nei«. »Fröken Thorne«, sagði einn úr hópnum — hún sá, að það var einn af heldri borgurunum í Eden, en hún var honum mjög lítið kunnug; hann kom nú fram úr hópnum, tók ofan og hneigði sig virðulega — »það væri ef til' vill bezt að við fengjum að tala við bróð- ur yðar«. »Bróðir minn er ekki heima. Sem stendur er eg fulltrúi fjölskyldunnar, og get svarað hverjum spurningum, sem þið kunnið að vilja leggja fyrir mig. Eg geri ráð fyrir, að þið séuð komnir hingað f einhverjum erindum?« »Svo er það, fröken; við erum komn- ir í erindum, sem við mundum hlífa yður við, ef ekki stæði svo á, að við Verðum að fá fulla vitneskju um, hvort hér sé maður, sem við erum að leita að. Við höfum sagt mönnum að leita í útihúsunum, því að þar gæti flækingur falist. Meðan á því stendur, ætlum við, með yðar leyfi, að svipast um í húsinu. Maður gæti komist hér inn um efri gluggana, án þess að þér hefðuð hug- mynd um það«. »Það vona eg, að ekki sé hægt,« svaraði Barbara. »Við höfum ástæðu til að ætla, að maðurinn, sem við erum að leita að, hafi farið hér um, og það er sennilegt, að hann mundi reyna að komast hér inn og leita sér hér hælis«. »Það vona eg, að hann geri ekki. En ykkur er guðvelkomið að svipast um eftir honum«. Barbara fylgdi þeim, eins og gestum sínum, úr einu herbergi í annað á neðra gólfinu, viðfeidin og alveg eins og hún átti að sér. Eldhúsið var skemtilegt — ljós á lampanum, eldur logaði í stónni og á katli sauð fjörugt yfir eldinum; ein bollapör og diskur höfðu verið lát- in á borðið o"g svo kaka. Fröken Thorne hafði auðsjáanlega verið að bera ofur- lítinn kveldverð á borð fyrir sjálfa sig, þegar mennirnir komu. Allur hópurinn var að fara yfir forstofuna, á leið inn í beztu stofuna; þá heyrðist jódynur, tveir rfðandi menn fóru hart inn í garð- inn, stigu af baki í skyndi og komu inn í húsið. Og annar þessara var eng- inn annar en Jeff hersir! Árveknis- flokkurinn hafði auðsjáanlega átt von á honum og förunaut hans, tók þeim kyrlátlega, eins og það væri ekkert annað en eðlilegt að þeir kæmu, eða réttara sagt, eins og eftir þeim hefði verið beðið, því að maður einn frá Eden kinkaði kolli til þeirra og sagði: »Eg bjóst við því, að þið munduð ekki láta okkur bíða lengi«. Hersirinn leit á Barböru; hún föln- aði dálítið um leið og þau litu hvort á annað, þó að ekki væri nokkur snert- ur af grunsemd í augnaráði hans, ekkert annað en góðlátleg en virðingarfull umönnun um, að hún yrði ekki hrædd, né kæmist í neina geðshræringu út af þessari óvæntu gestkomu. En hún neyddi sjálfa sig til að líta framan í hann stillilega og ástúðlega, og honum þótti vænt um stillingu hennar. »Hafið þið orðið rrokkurs varir?« spurði hann og sneri sér að þeim mann- inum, sem virtist vera foringinn. »Ekki enn þá. Við érum að leita í húsinu«. »Hvernig hagar til uppi á lofti ?« spurði Jeff hersir og leit snöggvast á Barböru. »Þar eru ekki nema þrjú svefnher- bergi,« svaraði hún — »bróður mfns, mitt herbergi og gestaherbergið okkar«. »Eg sé, að hver maður gæti komist inn í efri herbergin af skúrþakinu eða af veggsvölunum,« sagði foringinn. »Með yðar leyfi, fröken, ætlum við að fara upp og svipast þar um. Það er líka bezt fyrir yður sjálfa, að fá fulla vissu um, að enginn sé að læðast þarna uppi«. Nú féll Barböru allur ketill í eld, en hún sá, að mesta óráð mundi vera að mæla nokkuð á móti þessu. Auðvit- að«, sagði hún og fór á undan þeim að stiganum. Maðurinn frá Eden, sem þekti alt Thornes-fólkið, þó að kunnings- skapurinn væri lítill, lét þess nú getið, að ungfrúin kynni ef til vill betur við það, að svo sem einn eða tveir menn væru sendir með henni upp á ioftið. Tillögunni var tekið vel; öllum kom saman um, að nægilegt væri að senda einn eða tvo leitarmenn; og Jeff hersir og förunautur hans voru kosnir til að fara upp með fröken Thorne og rann- saka svefnherbergin. Barböru kólnaði allri og henni varð ilt af hræðslu, en henni tókst enn að hafa vald yfir sjálfri sér, og hún reyndi að halda sér í þá von, þó að hún væri ekki annað en ónýtt strá, að forsjónin kynni að láta þeim sjást yfir skáphurð- ina, sem klædd var pappír eins og veggirnir, og fara fram hjá henni. Hún skalf af ótta við það, að þegar Oliver heyrði fótatak fjandmanna sinna vera að færast nær, kynni hann að reyna að komast út um gluggana; þá var óhjá- kvæmilegt, að hann gengi beint í greip- ar flokksins, sem skipast hafði utan um húsið og var að leita umhverfis það. Þeir skyldu nú lúka upp skápn- um, taka hann fyrir augunum á henni eins og mús í gildru, draga hann út og Iífláta hann! Hún hafði engan tíma til að hugsa neitt; stundin var komin; á næstu mínútu var teningunum varp- að um líf eða dauða Olivers Desmonds. Eitt augnablik ætlaði hún þó að tefja fyrir þeim. Hún sneri fyrst að hjóna- herberginu. pallegasta og bezta skó srníðar Bjarni Lyngholt. Heiðraðir viðskiftamenn Carl Höepfners verzl- unar eru vinsamlega beðnir að borga sem mest í skuldum sínum í hinni í höndfarandi haustkauptíð. Akureyri 12. sept. 1902. Jóh. Ghristensen. Gleymið ekki að gefa til tombólunnar, sem stúkan „Trúföst" ætlar að halda í næstk. október mánuði. 8á sem hefir fundið bóka- pakka, er gleymdist 8. þ. m. austan við veginn út með túni J. V. Havsteens á Oddeyri, er vinsamlega beðinn að skila honum hið fyrsta til S. Sigurðssonar járnsmiðs á Akureyri, gegn fundarlaunum. Fjármark Björns Jóhanns- sonar á Skarði í Grýtu- bakkahreppi er; tvístýft fr. h. tvíbitað a. v. 200 krónur getur duglegur maður, vanur sveitavinnu, fengið frá 1. marz til 20. september n. ár. Ritstjóri Norðurl. vísar á. Sjósfigvél, srníðuð eftir máli, eru bezt og ódýrust hjá Bjarna Lyngholt. Ambrosíusstígvél úr Box Calf og öðrum fínum skinn- tegundum, smíðar Bjarni Lyngholt. J'Iámsmeyjar, tvær eða þrjár, geta fengið fæði og húsnæði á Oddeyri næsta vet- ur, mjög nærri kvennaskólanum. Þorvaldur Davíðsson kaupm. vísar á. Nýkomið: Hengilampar margar tegundir. Borðlampar margar tegundir. Eldljúslampar margar tegundir. Náttlampar margar tegundir. Forstofulampar margar tegundir. ýVmplar ljómandi fallegir. Lampaglös allar vanalegar sortir. í verzlun Þorv. Davíðssonar. eir sem enn ekki hafa borgað skuldir sínar til Gudm. Efterfl. verzl- unar hér á staðnum, eða samið við undirrit- aðan um pær, áminnast hérmeð um að gera full skil nú í haustkauptíðinni; að öðrum kosti verð eg að beita lög- sókn. Eins og að undanförnu verð- ur tekið á móti lifandi fé og slátruðu fé með engu síðri kjörum en annarstaðar hér á Akureyri. Akureyri 12. sept. 1902. Jóh. Vigfússon. Netjabátur nýlegur er til sölu hjá Jóh. Vigfússyni. ýtfsláttarbestar verða keyptir á næstkomandi hausti hjá Jóh. Vigfússyni. ægur trjáviður af öllum teg- undum fæst við Gudm. Efterfl. verzlun. — Þurkuð epli fást hjá Jóh. Vigfússyni. „svea“ strokkar fást hjá Jóh. Vigjfússyni. ágætir norskir bátar til sölu hjá Jóh. Vigfússyni verzl- unarstjóra. Gerikti um dyr og glugga, fást við C. Höepfners verzlun. Smáfiskur verkaður fæst við C. }Cöepfners oerzlun. „Norðurland4* kemur út á hverjum laugar- degi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á lslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vestur- heimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skriflegog bundin við árgangamót; ógild nema koinin sé til ritstjóra fyrir 1. iulí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samníngi við ritstjora. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.