Norðurland - 06.12.1902, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
11. blað.
Akureyri, 6. desember 1902.
II. ár.
sem hafa eitthvað að athuga við
reikninga sína við verzlun Gudm.
Efterfl. hér á staðnum, pegar lierra
Eggert Laxdal fór frá, verða að gefa sig fram fyrir 1. janúar 1903.
Akureyri, 26. nóv. 1902.
Jóli. Yigfússon.
Engin góð mentun fáanleg.
Mikil gleðitíðindi eru það fyrir
oss íslendinga, sem „Norðurland"
flutti nýlega, að von væri á tnikil-
vægri breyting á lærðu skólunum í
Dönmörk. Áður eu Iangt líður ætti,
fyrir bragðið, að verða bundinn endir
á þau ókjör, sem vér eigum við að
búa hér á landi, að því er kemur
til hinnar æðri mentunar þjóðarinnar.
í mörgum efnum hefir stjórn vor
verið afturhaldssöm. En hvergi höf-
um vér goldið þess grimmilegar en
í mentamálunum. Á síðustu áratug-
um hefir mjög verið að því unnið
hvarvetna að gera mentun þá, sem
æskumenn eiga kost á að afla sér,
sem notadrýgsta, nema lijá oss. Ný
reglugjörð fyrir latínuskólann kemur
1877. Þá er hert á kröfunum í forn-
tungunum suðrænu. Þá er jafnframt
kveðið svo á, að gagnfræðakenslu
skuli komið á við latínuskólann svo
fljótt, sem unt verði. Efndirnar hafa
orðið þær, að 1883 var dregið úr
náttúrusögunáminu.
Nú er svo ástatt fyrir oss, að í
engri stofnun landsins er unt að fá
viðunanlega mentun fyrir lífið. Gagn-
fræðaskólarnir eiga að mjög litlu öðru
en nafninu sammerkt við gagnfræða-
skóla í öðrum löndurn. Og í latínu-
skólanum gengur svo mi'kill tími til
forntungnanna, að menn eiga þar
ekki kost á að læra til hlítar neitt,
sem að verulegu haldi kemur í lífinu.
Ein auðsæ afleiðing af þessu ástandi
er sú, að menn sækjast eftir embætt-
um tniklu meira en góðu hófi gegnir
og holt er fyrir þjóðina. Ungir menn
geta ekki fengið þá mentun, er flytur
þá áfram í neina aðra átt en til em-
bættanna. Svo heltist alt af nokkuð
úr þeirri lest, er þangað keppir, fyr-
ir ýmsra hluta sakir. Og því er við
brugðið, hve illa þeir menn standa
að vígi. Þeim er örðugt um strit-
vinnu eftir að liafa vanist af henni
um langan tíma. Og þeir hafa ekk-
ert lært, sem kemur þeim að veru-
legu haldi. Séu þessir menn ekki
búnir sérstökum hæfileikum og þreki,
má búast við, að lítið verði úr þeim
og lífið verði þeim óvenju-örðugt.
Svo mikið eru menn farnir að
finna til þessara vandkvæða, að þjóð-
ræknum mönnum hefir jafnvel Img-
kvæmst að gera ráðstafanir til þess
að embættisvegurinn verði mönnum
örðugri en að undanförnu, latínu-
skólavegurinn ógreiðfærari. Svo rík
er meðvitundin að verða um það,
hve hættulegt það sé, að hugir gáf-
uðustu æskumannanna stefni ein-
dregið að embættunum, í stað þess
að stefna að því að framleiða auð-
æfin.
En jafn-réttmætar og viturlegar sem
hvatirnar eru hjá þessum mönnum, þá
er ráð þeirra mjög óaðgengilegt. Það
er neyðarúrræði og í sjálfu sér óeðli-
legt að landssjóður haldi opnum
nokkuruin mentabrunni, er menn
amist við að sótt sé að.
Eðlilegasta ráðið til umbóta virð-
ist vera það, að koma bæði latínu-
skólanum og öðrum skólum, sem
ofar standa en barnaskólar, í það
horf, að þar sé verulega notadrjúga
mentun að fá. Þá opnast sjálfkrafa
aðrar brautir en embættisvegurinn.
Lærdómsríkt er í þessu efni að
líta til Svíþjóðar. Þar er sú hug-
mynd, að skólar þeir, er stúdenta-
efni fá mentun sína á, eigi að veita
mönnum almenna mentun, svo rík,
að hún hefir ráðið nafninu á stofn-
ununum; þær heita ekki „latínuskól-
ar“ né „lærðir skólar", heldur blátt
áfram „alniánna lároverk" — almenn-
ar kenslustofnanir. Að þessir skólar
beri nafn með rentu, má sjá af því,
að af 8 900 stúdentum, sem árlega
útskrifast úr þeim, fer ekki nærri
helmingurinn til háskóla. Meiri hluti
þessara manna leitar sér ýmsrar ann-
arrar atvinnu.
Það geta menn þar, af því að sú
mentun, sem skólarnir veita, er snið-
in eftir kröfum tímans, þörfum lífs-
ins. Það geta menn ekki hér á landi,
af því að mentunin er ekki sniðin
eftir lífinu; stúdentaefnin hafa svo
undur lítið fengið að læra, sem geri
þá að færurn mönnum í hinu marg-
breytta stríði lífsins. Og vitanlega
er svona aðdáanlega ástatt í Sví-
þjóð meðfram fyrir það, að forn-
tungurnar gleypa þar ekki óhæfi-
legan tíma fyrir öllum nemendun-
um. Fyrir 20 — 30 árum lærði allur
fjöldinn þar latínu og grísku. En
nú er sú breyting á orðin, að fæstir
stúdentar hafa lært þessi mál bæði.
Talsverður hluti þeiira hefir lært lat-
ínu, en langflestir hvoruga þá forn-
tunguna. Þegar svo er komið, eru
skólarnir í sannleika „almánna láro-
verk". Þá geta þeir veitt þá mentun,
sem gildir fyrir hverja síöðu í lífinu.
Að þessu eigum vér að keppa —
að skóli sá, er stúdentaefni vor fá
mentun sína í, verði með því fyrir-
komulagi, að hugir stúdenta hneig-
ist ekki fremur að embættunum en
öðrum störfum lífsins. Þá er sjálf-
krafa girt fyrir hættuna af of mikilli
embætta-aðsókn og þá fá aðrar stéttir
þjóðfélagsins mikið af vel mentuðum
mönnum.
En gagnfræðaskólunum má ekki
gleyma í þessu sambandi. Komist
góð skipun á Reykjavíkur-skólann,
virðist ekki óeðlilegt að Flensborgar-
skólinn hverfi inn í hann. En norð-
lenzka gagnfræðaskólann verður að
efla, og honum verður að koma í
fult samband við Reykjavfkurskói-
ann, svo að kensla í honum jafn-
gildi kenslunni í neðri bekkjunum
syðra. Ávalt verður mikið af æsku-
mönnum, sem vill fá veigatnikla
mentun, en hirðir ekki um að verða
stúdentar. Og þrjú eða fjögur ár í
skóla hér eða í Reykjavík geta líka
sannarlega veitt mönnum notadrjúga
mentun, ef tilhögunin erhagkvæmleg.
Ett þetta ástand, sem vér eigum
nú við að búa, er með öllu óþol-
andi. Eins og nærri má geta, stend-
ur það stórlega þjóð vorri fyrir þrif-
um á margan hátt, að námfúsir og
framgjarnir æskumenn skuli hvergi
á landinu eiga þess kost að fá ment-
un, er samsvarar kröfum tímans. Og,
eins og áður er sagt, ættum vér nú
að fara að geta séð fram úr því
myrkri, fyrst stjórn Dana hefir tekið
málið að sér heima hjá sér.
íslenzkar fóðurjurtir.
Eftir Ólaf Davíssson.
II.
Um ritgjörðina í Búnaðarritinu er
það að segja, að hún skiftist í tvo
kafla. Fyrri kaflinn er um fóðurjurta-
rannsóknir yfirleitt og nauðsyn þá,
sem er á, að íslenzkar fóðurjurtir séu
rannsakaðar vísindalega. í seinna kafl-
anum eru taldar þær helztu fóðurjurt-
ir og beitijurtir, sem vaxa á íslandi.
í báðum köflunum er farið mjög
fljótt yfir sögu, enda á ritgjörðin að
eins að vera örstutt yfirlit, en hún
nægir þó til þess að sanna öllum
óvilhöllum mönnum, að rannsóknir
á fóðurjurtum hljóta að hafa stórgagn
í för með sér, ef vel er á haldið.
Eg sé ekki ástæðu til þess að
fjölyrða um fyrra kaflauu, því að
bæði berst Búnaðarritið í hendur
flestum eða öllum Islendingum, sem
nokkuð hugsa um skynsamlegan bú-
skap, og svo veitti ekki af að prenta
hann upp því sem næst orðréttan,
ef ætti að koma mönnum í fullan
skilning um það, sem um er að
ræða, en á því færi illa.
Að því, er snertir seinna kaflann,
get eg aftur ekki stilt mig um að
geta þess, að mér virðist höf. hafa
oröið „jurtkendur" í óheppilegri
merkingu, þar sem um skófir og
þara er að ræða, og ekki kemur sú
merking saman við þýðingu þá, sem
höf. leggur í orð þetta í Flóru íslands
bls. 223. Þessi aðfinning er þó fretn-
ur smávægileg, og rýrir að engu
leyti gildi það, setn ritgjörðin liefir
yfirleitt.
Sænsku ritgjörðinni er líka skift í
tvo kafla, og er fyrri kaflinn eftir
Stefán, en sá seinni bæði eftir Svíann
og Stefán.
Fyrra hlutanum svipar til íslenzku
ritgjörðarinnar, því að ltann er alment
yfirlit yfir landslag, jarðveg, loftslag
og jurtagróður á íslandi, og sé eg
ekki betur, en að höf. ltafi tekizt vel
að lýsa öllu þessu í jafnstuttu ntáli.
Að vísu er fátt í þessum kafla, sem
fróðir íslendingar hafa ekki borið
skynbragð á áður, en þess verður
að gæta, að hann er saminn fyrir
útlendinga, og skiftir þá meiru, að
sem réttast og ljósast sé sagt frá,
en að hrúgað sé saman spánnýjum at-
hugunum.
Seinni kaflinn er aftur tnjög ítar-
legur, það, sem hann nær, og í hon-
um er skýrt frá efnafræðisrannsókn-
unum. Alls voru rannsakaðar 18
norðlenzkar jurtir: grös, hálfgrös,
sef, sauðlaukur, víðir og elftingar,
en af 6 jurtum voru rannsökuð
2 sýnishorn og auk þess sýnis-
horn af heyi, svo að rannsókn -
irnar eru 25 að tölu. Rannsóknin
hefir auðsjáanlega verið mjög ná-
kvænt, og er þess getið meðal ann-
ars, hve tnikið ltafi verið af vatni,
ösku, köfnunarefni og eggjahvítuefn-
urn í hverri jurt. Köfnunarefnið og
eggjahvítuefniti eru svo aftur liðuð
í sundur. Þess er t. d. getið, ltvað
af köfnunarefninu hafi verið meltan-
legt og hvað ómeltanlegt. Sumar af
þessum jurtum hafa aldrei verið rann-
sakaðar áður, svo að menn viti, svo
sem gulstör, þursaskegg, blásveifgras,
loðvíðir o. fl. jurtategundir, og er
gaman að því, að við íslendingar
skulum hafa orðið fyrstir til þess að
láta rannsaka þessar jurtir. Það er
ekki svo oft, sem við höfum stuðlað
að náttúrufræðislegum rannsóknum,
sem geta haft þýðingu fyrir aðrar
þjóðir, sízt að því, er búnaðarvísindi
snertir.
Jurtirnar, sem rannsakaðar voru,
eru svo fáar, að ekki verður sagt
með fullri vissu, hver munur er á
fóðurgildi íslenzkra og útlendra jurta
yfirleitt, því að til þess þarf tniklu
fleiri og víðtækari rannsóknir, en
entt þá hafa verið gerðar. Það er
þó að ráða af þeim fáu jurtum, sem
Svíinn hefir haft handa á milli, að
munurinn sé mikill, og bendir hann
lil þess, að meiri og betri fóðurefni
séu í íslenzkutn jurtum en útlend-
um jurtum sötnu tegundar. Meiri
að því leyti, að meira köfnunarefni
er í íslenzku jurtunum en þeim
útlendu, en eftir því fer fóður-
gildi jurtarinnar tnestmegnis, hvort í