Norðurland


Norðurland - 14.02.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.02.1903, Blaðsíða 1
 NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 21. blað. j Ákureyri, 14. febrúar 1903. | II. ár. Js/and jyrir Js/endinga. ísland hefir ekki verið fyrir ís- lendinga, en það er að verða það. Það er þjóðin sjálf, sem nú á að fara að ráða högum sínum. Það verður á hennar ábyrgð, hvernig hún fer að ráði sínu. Það er undir hentii sjálfri komið, hvort hún lætur auðsuppsprettur landsins verða sín- utn eigin börnum til gagns og góða eða þær eiga að verða ti! þess að auðga börn annara landa. Sá lægri verður að lúta. Það er komið undir því, hvort þjóðin hefir þrek til þess að mannast svo, að hún geti staðið öðrum jDjóðum jafn- fætis. En þetta er svo aftur komið undir jrví, hvort þeir, sem standa við stýrið, vilja áfram eða standa í stað. í síðasta Norðurlandi var minst á ýmsa atvinnuvegi landsins, ert eins atvinnuvegs var þar lítt getið af ásettu ráði, ekki af því að sá atvinnu- vegur sé síztur, heldur af því að mönnum er ekki eins ljóst, hversu hann er nauðsynlegur til þess að Island verði í raun og sannleika fyrir íslendinga. Það þarf að fara að taka þennan atvinnuveg til rækilegr- ar íhugunar. Ef hann getur eigi þrifist, þá er eins og þjóðina vanti einn fótinn. Hesturinn getur ekki neytt sín, ef hann missir eins af sínum fótum og á sama hátt getur þjóðin eigi fyllilega notað auðuppsprettur lands- ins, ef hún hefir eigi stuðning af iðnaðinum. Það er sagt, að ein syndin bjóði annari heim, en alveg eins býður ein framförin annari heim. Þegar landbúnaðurinn blómgast, þegar bóndinn framleiðir gnægð af keti, ull, mjólk og smjöri, þá verður að fara að hugsa um söluna á afurðum búsins. Þá fer bóndinn að heimta betri samgöngufæri og þá fer hann líka að hugsa um að gera afurðir búsins að iðnaðarvörum. Þegar fiski- veiðarnar blómgast, þá fara fiski- mennirnir að heimta betri hafnir. Þá fara þeir að finna til þess að þeir eiga heimting á að fá öruggar kvíar fyrir skip sín að vetrinum og þeir finna það, að þeir margborga fjárveitingar til þess rneð meira fjár- framlagi til almennra þarfa. Þegar fiskiveiðarnar blómgast, þá fara fiskimennirnir að hugsa um að gera aflann úr sjónurn að iðnaðar- vörum. Hér á iandi er enn eng- in verksmiðja, þar sem fiskur er soðinn niður og matreiddur. íslend- ingar kaupa smásíld, sem hér er varla talin manna rnatur, frá verk- smiðjunum í Noregi. Meira að segja, hér er jafnvel eigi eitt einasta smá- hýsi, þar sem síld, ýsa eða aðrir fiskar eru reyktir eins og í útlönd- um. Margir íslendingar bragða varla síld, af því að enginti kann að fara með hana eins og er títt erlendis. Þetta eitt nægir til þess að sýna, hversu vér erum orðnir eftirbátar annara þjóða og hversu nauðsyn- legt er fyrir oss að hefjast handa. Það er sannreynt, að engin þjóð getur orðið auðug, nerna því að eins að iðnaður blómgist. Og þess vegna á það að vera markmið Is- lendinga, að senda afurðir landsins til annara jajóða sem iðnaðarvörur, en taka á móti vörum annara þjóða sem óunnum vörum. Það nær engri átt, að senda ull- ina óunna út úr landinu og kaupa hana svo aftur í dúkum eða jafn- vel tilbúnum fötum fyrir mikið fé. Hagnaðurinn við að vinna ullina á að lenda í landinu sjálfu. En í raun réttri gildir hið sama um bómullina. Englendingar flytja hana óunna til sín, verkmennirnir fá 4 — 5 kr. í daglaun, er þeir vinna úr henni, verksmiðjueigandinn tekur sinn hlut og kaupmaðurinn sömuleiðis. Það hlýtur að verða markmið íslendinga, að láta einnig þennan hagnað lenda í sínum höndum Það er nú komið svo, að íslend- ingar eru farnir að búa til vindla og setja saman brjóstsykur. En því ekki eins að búa til aðrar vörur og láta hagnaðinn við að vinna þær lenda í höndum landsmanna? Það eru til raddir, sem segja, að bændur vilji ekki hafa framfarir. Þeir vilji helzt að alt gangi eins og það hefir gengið. Þeir séu verulegir íhalds- menn. En þetta er alls eigi rétt mál, því að bændurnir finna það, að vel- megun alls landsins er einnig vel- megun bændastéttarinnar. Margar hendur vinna létt verk. í Danmörku og Noregi hefir bændastéttin mynd- að kjarna framsóknarflokksins. í öll- um löndum leggur verzlunarmanna- stéttin, iðnaðarmannastéttin og þeir menn, sem stunda fiskiveiðar, mikið fram til almennra þarfa bæði and- lega og líkamlega. Bændastéttin hefir gagn af því, að tóvélaiðnaður eflist og aukist í landinu; hún fær meira fyrir afurðir sínar, þegar markaður- inn fyrir þær eykst í landinu, og hún getur fengið meiri aðhlyntiingu að sínum eigin atvinnuveg, þegar fleiri eru til að bera byrðarnar. Vér erum alveg eins og limir á einum líkarna. Allir limirnir hafa sitt ætlunarverk og enginn má án annars vera. Til þess að ísland verði í raun og sannleika fyrir íslendinga, þurfa allar stéttir að blómgast og eflast. íslendingar segja stundum: „Dreg- ur til þess sem verða vill." Þeir hafa í blóði sínu dálítið af forlaga- trú. Tyrkir hafa forlagatrú og hún veldur dáðleysi. En ef inenn hafa trú á, að þeir geti aflað sér frægðar og frama, þá getur hún verið veruleg lyftistöng. Þegar Haraldur Sigurðar- son varð að flýja Noreg og fara huldu höfði eftir Stiklustaðaorustu, kvað hann: Nú læt ek skóg af skógi skreiðask Htils* heiðar; hverr veit nema ek verða víða frægr of síðir. Ef íslendingar hafa líkan hug, þá er enginn efi á því, að þeir eiga mikla og fagra framtíð fyrir hönd- um. En þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það er mikið komið undir því, hver stendur við stýrið. Það er sagt, að það hafi gert gæfu- mun milli Napoleons III. og Vil- hjálms Þýzkalandskeisara að Vil- hjálmur hafi kunnað að velja sér menn, og alveg eins gerir það gæfu- muninn milli þjóðanna, hvernig þær kunna að velja menn sína. Þegar Aþeningar dætndu Sókrates til dauða, þá rann frægðarsól þeirra í æginn. Ef ísland á að verða fyrir íslend- inga, þá þurfa þeir að kunna að velja sér menn, sem treysta rná til þess að stýra inn í straum fram- faranna. Framfarirnar koma ekki af sjálfu sér. Það er mest komið undir þeim, sem við stýrið standa, hvort framfarirnar eflast í landinu og Is- land getur orðið í raun og sann- leika fyrir íslendinga. Báðir flokkar hafa samþykt stefnu- skrár, sem ganga í framfaraáttina. Að því leyti þarf eigi að kvarta. En hins vegar liggur það í hlutar- ins eðli, að íslendingar eru eigi allir orðnir framfaramenn. Það er eigi líklegt, að menn, sem alla æfi sína hafa stutt. afturhald og íhaldsemi, verði alt í einu miklir framfara- menn, þótt þeir undirskrifi framfara- stefnuskrá. Þó náttúran sé lamin með lurk, hún leitar heim. Það hafa í vetur verið gerðar töluverðar tilraunir til þess að sjá fyrir því, að alt haldist í sama horf- inu, sjá um að það verði í raun og veru engin breyting á stjórnarfar- inu. Stefnuskráin er góð til þess að stinga sem dúsu upp í bændur og aðra kjósendur, meðan verið er að kjósa og það má auðvitað líka nota hana til þess að friða menn, meðan verið er að skipa mönnum í rúm til tryggingar því að alt haldist í sama horfinu um langa tíð. Það er þess vegna ekki einhlítt fyrir menn, þó að þeim sé bent á framfarahlynta stefnuskrá. Þeir þurfa líka að athuga það rækilega, hvort þeir, sem velja skal um, muni vilja stuðla að því að fá stjórn, sem af alhuga vill fylgja stefnuskránni fram. Ef menn vilja afturhald, kyrstöðu eða íhald, þá er rétt að þeir velji sér afturhaldsmenn, kyrstöðumenn eða íhaldsmenn sem fulltrúa sína; en ef þeir unna framförunum, þá er rangt að láta slíka menn ganga í fulltrúasætið, þó að þeir varpi framfaragerfinu yfir sig. Það gerir gæfumuninn milli þjóð- anna, hvernig þær kunna að velja sér menn. X Jrá öðrum löndum. Þráðlaus skeyti. Rétt fyrir jólin tókst Marconi að senda þráðlaus skeyti beint yfir Atlanzhaf frá Cap Breton í Ame- ríku til Cornvall á Englandi; voru fyrstu skeytin send Bretakonungi og ítalakonungi. Samt lítur út fyrir, að Danir hafi ótrú á slíkri firðritun, og að samband héðan við önnur lönd eigi enn nokkuð langt í land. Að minsta kosti benda í þá átt ununæli, sem í danska blaðinu Nat- ionaltidende eru höfð eftir símrita- forstjóranum í Danmörku. Hann var af fulltrúa frá því blaði spurður um, hvað hann segði um þessa síðustu fullkonmun hinna þráðlausu skeyta, og svaraði hann þannig: „Eg hefi alt af álitið Marconi talsverðan skrumara, þó eg hins vegar auðvit- að ekki geri lítið úr dugnaði hans; eg held ekki að þessi þráðlausu skeyti fái aðra praktiska þýðingu en þá, að sameina fjarlæga landshluti við hinn mentaða heim, og hugsa eg þá sérstaklega til okkar norð- lægu hjálenda. Það hefir komið til tals við Marconi, að koma á þráð- lausu sambandi milli íslands og Færeyja og þaðan til Hjaltlands, og því máli hefir ekki verið ráðið til lykta enn. En nú sem stendur hvílir það sig alveg. Til þess að koma á sambandi milli Færeyja og Hjalt- lands heimtaði Marconi 10,000 pund sterling og milli Hjaltlands, Færeyja og íslands 30,000 pund. Þetta er alveg óheyrilegt verð, sem alls ekkí var hægt að taka til greina. Það er hægt að leggja þráð ódýrara, en auðvitað eru útgjöldin við viðhald á þráðlausu sambandi lítilfjörleg í samanburði við þráðinn, en samt sem áður —Á þessu sést, að þeir menn í Danmörku, sem vér eigum það helzt undir, hvort vér fáum sam- bandið, líta döprum augutn á að- ferð Marconi, en vonandi er nú samt, að þetta nauðsynjamál fái bráðlega framgang, Á Saxlandi hefir stórkostlegt hneyksli nýlega átt sér stað. Krónprinsessan þar, sem er náskyld Austurríkiskeisara, hefir strokið frá rnanni sínum og 5 börn- um; orsökin til þessa er sú, að hún hefir fengið ofurást á frakkneskuin manni að nafni Qiron, ungum flysj- ung, sem var kennari barna hennar. Hún er vanfær eftir vin sinn, og hafast hjónaleysin við í Svisslandi, en skilnaðardómur á bráðlega fram að fara. Jafnframt hefir bróðir hennar, sem er erkihertogi af Austurríki, sagt af sér tign og metorðum, til þess að geta gengið að eiga stúlku af lágum stigum. Þykir hér eins og oft áður fyrr, ganga stirðlega fyrir Habsborgarættinni.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.