Norðurland


Norðurland - 14.02.1903, Blaðsíða 3

Norðurland - 14.02.1903, Blaðsíða 3
»3 Nl. á gangi við Nýhöfn tók veðrið upp og kastaði honum út í sjó svo hann druknaði. Út um landið varð mikið tjón af veðri þessu. Vindhraðinn var sumstaðar 24 faðm- ar á sekundunni. 5» R Ö Ð nemenda í gagnfræðaskólanum á Akur- eyri eftir miðsvetrarpróf í febrúarmán- uði 1903. 2. Bekkur. 1. Páll Jónsson (E). 2. Jakob Hansson (Sk). 3. Helgi Isaksson (A). 4. Jón Jónsson (H). 5. Páll Hermannsson (M). 6. Einar Sveinn Jóhannsson (M). 7. Ingveldur Mattíasdóttir (A). 8. Herdís Mattíasdóttir (A). 9. Snorri Einarsson (A). 10. Einar Björnsson (M). 11. Ólafur Möller (M). 12. Óli Björnsson (E). 13. Jóhann Pétursson (Sk). 14. Gunnar St. Gunnarsson (B). 15. Gísli Guðmundsson (Sk). 1. Bekkur. 1. Ragnheiður Blöndal (A). 2. Metúsalem Stefánsson (M). 3. Lára Blöndal (A). 4. Hannes Jónsson (Þ). 5. Guðmundur Ólafsson (Þ). 6. Konráð Vilhjálmsson (Þ.) 7. Elísabet Baldvinsdóttir (M). 8. Kristinn Briem (A). 9. Sigdór Vilhjálmsson (M). 10. Hjálmar Vilhjálmsson (M). 11. Rögnvaldur Snorrason (A). 12. Þórhallur Gunnlaugsson (A). 13. Arni Jóhannsson (E.) 14. Jón Sigurðsson (Sk). 15. Jón Hannesson (Bgf). 16. Gísli Þorgrímsson (Sk). 17. Gunnlaugur Tr. Jónsson (A). 18. Magnús Mattíasson (A). 19. Jón Kr. Jónsson (Sk). 20. Grímur Grímsson (E). 21. Jón G. Jónsson (Skj). 22. Jón Daníelsson (A). 23. Jóel Friðriksson (Þ). 24. Friðþór Steinholt (M). 25. Jón Kr. Árnason (Sk). 26. Sigurbjörn Pétursson (Þ). 27. Brynjólfur Jónsson (Skft). 28. Magnús Jónsson (M). 29. Þórarinn Kristjánsson (E). 30. Jónas Björnsson (E). 31. Ólafur Bjarnason (M). A == Akureyrarkaupstaður. B = Barðastrandarsýsla. Bgf = Borgarfjarðarsýsla. E = Eyjafjarðarsýsla. H = Húnavatnssýsla. M = Múlasýslur. Sk = Skagafjarðarsýsla. Skft = Skaftafellssýsla. Þ = Þingeyjarsýsla. '4 Veðurathu«:aiiir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Ólaf Davíðsson. 1903. Febr. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C)ásólar- hringnum| Loftvog (þuml.) Hiti (C.) ti 3 »0 w & ctf E & ts> | Úrkoma Sd. 1. 75.9 -4- 7.7 N 1 10 s - 10.2 Md. 2. 75.0 -1- 9.8 S 1 8 s - 14.5 Þd. 3. 73.7 1.1 sv 1 5 s - 15.0 Md. 4. 73.8 -f- 2.0 0 8 s - 2.0 Fd. 5. 73.8 -f- 5.5 0 9 s - 8.5 Fd. 6. 73.3 -f- 2.8 N 2 10 s - 8.0 Ld. 7. 74.6 -f- 9.4 NAU 2 10 s - 10.8 Jarðabótafélag Svarfdæla skaraði sfðastliðið ár langt fram úr öðrum samskonar félögum hér í Norður- amtinu að framkvæmdum. Framfara- félag Arnarneshrepps hefir um alllangt skeið verið efst á blaði ekki að eins hér í amtinu, heldur á öllu landinu að suðuramtinu undanskildu. En nú hin síðustu ár hafa Svarfdælir farið fram úr nágrönnum sínum og skipað fyrsta sætið. Árið sem leið voru eftir skýrslunum unnin þar 1813 dagsverk af 62 félagsmönnum eða tæp 30 dv. á mann að meðaltali, og er það mikið, þegar þess er gætt að margir félags- menn eru bláfátækir einyrkjar og tómt- húsmenn. — Einn félagsmanna hefir unnið yfir 100 dagsverk, formaður fé- lagsins Vilhjálmur Einarsson á Öldu- hrygg: 127 dagsverk, og er það stór- kostlega mikið af fátækum leiguliða. Þá hafa þessir bændur unnið yfir 50 dagsverk: Guðlaugur á Skáldalæk .... 78 dv. Jóhann á Hvarfi.............71 — Jón á Hálsi . . . ,.........64 — Þorgils á Sökku.............61 — Þórður á Hnúki..............57 — Þessir 6 félagsmenn hafa unnið yfir 40 dagsverk. Árni á Dæli.................49 dv. Sigurður á Helgafelli.......45 — Zófonías á Tungufelli.......44 — Hjörtur á Urðum.............43 — Rögnvaldur á Skeggjastöðum .43 — Jóhann í Sandgerði..........41 — Hinn síðast taldi er þurrabúðarmað- ur og ættu þurrabúðarmenn hér við fjörðinn að taka sér hann til fyrir- myndar. í góðu tiðinni og aflaleysinu í haust og vetur hefðu þeir getað pælt upp nokkura ferfaðma, ef viljann hefði ekki vantað og búið þannig í haginn fyrir sig. Sigurð á Helgafelli má líka nefna sem dæmi upp á það, hve mikið fátækir einyrkjar og fjöl- skyldumenn fá áorkað, ef áhuginn er nógur. Á 12—14 árum hefir hann grætt upp úr óræktarholti og sléttað af mestu snild 3 kúa tún kringum bæ sinn sem hann hefir reist. — Á meðal félagsmanna þeirra, sem hér eru ekki taldir og unnið hafa frá 8 og upp að 40 dagsverk, eru margir sem unnið hafa Iangt fram yfir það, sem við mátti búast eftir efnum þeirra og á- stæðum öllum. — Væri óskandi, að hinn lofsverði áhugi og framkvæmda- semi Svarfdæla í jarðabótum færi vaxandi og fleiri sveitir feti í þeirra fótspor. Svarfaðardalur er ein með fegurstu og blómlegustu sveitum hér norðanlands og þess verður, að hon- um sé sómi sýndur. Norðurlandi væri þökk á að fá skýrslur sem víðast að hér úr amtinu um hvers konar fram- faraviðleitni, svo hægt sé að skýra frá því öðrum til eftirbreytni. 4 Sjálfum sér sundurþykkur. »Þjóðólfur« virðist nú bera heldur mikinn keim af ríki, sem er sjálfu sér sundurþykt. í 4. tbl., 23. f. m., byrjar ritstjórinn langa grein með þessum orðum: »Saga mannkynsins sýnir það ber- lega, að frelsi og sjálfstæði hverrar þjóðar er af engu jafn-mikil hætta búin sem af sundrung, samtakaleysi og innbyrðis óeirðum þjóðarinnar.« » Ósam- þykki og innbyrðis styrjöld höfðingj- anna« var orsökin til þess að íslend- ingar glötuðu sjálfstæði sínu o. s. frv. Þegar svo blaðinu er snúið við, kveður við annan tón um friðarorðin frá Akureyrarbúum, Þingeyingum og Vopnfirðingum. Nóg spott og ámæli og aðdróttanir, og aðalefnið það, að friðsamleg barátta gagni — ekki þjóð- inni. Orð Hages fjármálaráðgjafa, sem lengi hefir verið einn af foringjum vinstrimanna gegn Estrup, Nellemann óg öðrum hægrimönnum í Danmörku, þar sem hann sýndi fram á, hversu friðsamleg barátta væri lífsskilyrði fyrir velferð þjóðarinnar, eru meðal annars kölluð »Lúsalyng«. Og eftir því er andinn í greininni. I tölublaðinu næsta á undan segir ritstjórinn um nýju stjórnina, að það skifti mestu að fá »framfarafúsa stjórn«. Samt sem áður berst hann á móti þeim mönnum, sem eru þjóðkunnir sem framfaramenn, og heldur hinum fram, sem öllum er vitanlegt, að eru íhaldsmenn mjög miklir. En hvernig stendur á því, að orð og gjörðir eru svona ósamkvæmar í »Þjóðólfi«f Ihaldsmennirnir sjá, að þeir geta ekki haldið sér uppi á sundi, nema því að eins framfarastraumurinn klofni og úr honum verði pólitískar hringiður. Þeir þurfa því að halda á ófriði, getsökum og sundrung. Þeir heimta gjörðirnar. Framfaramennirnir heimta líka að sjálfsögðu nokkuð. Þeir fá friðsemdar og framfaraorðin. En það sannast á blaðinu, að »eng- inn kann tveimur herrum að þjóna«. Að minsta kosti mun það verða erfitt til lengdar. Einhver misskilningur, og hann í meira lagi, er það, sem kemur fram í ummælum ritsímafor- stjórans danska, þeim er prentuð eru á öðrum stað hér í blaðinu (Frá öðr- um löndum). Þar er sagt, að leggja megi síma frá Hjaltlandi til íslands fyrir minni fjárhæð en þau 30,000 pund sterling, sem Marconi hefir farið fram á að fá. Eins og kunnugt er, hefir ritsímanum fyrirhugaða hingað til lands verið trygt margfalt meira fé frá Is- landi og Danmörku. Og samt hafa þau fjárloforð ekki hrokkið til að koma fyrirtækinu í framkvæmd. Fleiri og fleiri verða þeir stöðugt, sem finna til þess, hversu Islendingum er nauðsynlegt að færa sér í nyt reynslu og verklegar framfarir í öðrum löndum. Hinn 15. f. m. ákvað bæjar- stjórn Reykjavíkur að kosta verzlunarstjóra Matthías Matthíasson, slökkviliðsstjóra bæj- arins, til utanfarar, til þess að kynna sér slökkvistörf erlendis. Mundu hinir kaupstaðirnir eigi geta haft gagn af þessari utanför? Um jólaveðrið, sem getið er um í bréfi hér í blaðinu, ritar búnaðarskólakennari, Jósep J. Björns- son „NI." meðal annars þetta: Mörg skip, er úti voru, iöskuðust meira og minna, mönnum skolaði útbyrðis og sum skip fórust alveg. Við Jótlandsskaga fórst norskt barkskip og týndust — að mig minnir — 11 menn. Bátar fuku víða og brotnuðu. í Gilleleje á norðurodda Sjálands urðu mikil brögð að þessu. Vitar fuku og sumstaðar um, reyk- háfar hrundu og jafnvel heil hús fuku. í Egersand í Noregi fauk þannig heilt hús. Voru þar inni 4 menn og sátu að spilum á jóladagskvöldið, þegar húsið fauk. Ekki fórust þeir þó. Á höfninni í Stafangri rak skip til, og báta, sem á floti voru, sleit frá skipum. Á einu skipi vissi eg til að höggva varð niður siglutréð, til þess að forða því frá að reka á land. Heppilegt mátti það heita fyrir „Egil", að hann var kominn í höfn, þegar veðrið brast á, því óvíst er, hvernig honum kynni að hafa reitt af, hefði hann verið svo sem 12 klst. síðar á ferðinni. Dr. Valfýr Guðmundsson ætlaði að leggja á stað frá Höfn með aukaskipinu 18. janúar og er nú víst kom- inn til Reykjavíkur. Býst hann við að dvelja þar til ágústmánaðarloka. Kona hans, sem kom út með honum í fyrra vor, gat ekki farið með honum heimleiðis síðastliðið haust sakir veikinda og hefir dvalið í Rvík í vetur; hefur sjúkdómur hennar fremur ágerst nú upp á síðkastið. Ólafur Hjalfesfed hefir, eftir því sem skrifað er úr Reykja- vík, selt vél þá, sem hann hefir fundið upp, fyrir 30,000 kr. Munu allir Islendingar sam- gleðjast þessum hugvitssama landa sínum. Nú er sagt, að Hjaltesteð sé að hugsa um endurbætta sláttuvél. Væri óskandi að hon- um tækist að gera hana svo úr garði, að hún geti komið að fullu gagni hér á Iandi. Júlíus Júlínusson hér úr bænum hefir nýlega tekið stýri- mannspróf ineð beztu einkunn á stýrimanna- skólanum á Bogö í Danmörhu. í vélafræði fekk liann 13 stig (14 stig mun vera hæsta einkunn). Hann er að sögn fyrsti Eyfirðing- urinn, sem tekið hefir fullkomið stýrimanns- próf í Danmörku. — Hann heldur áfram námi sínu í vetur og ætlar sér að taka auka- próf í apríl í vor. Trúlofun. Ingeniör Jón Þorláksson frá Vesturhóps- hólum, sá er þingið í sumar veitti 3000 kr. til þess að rannsaka byggingarefni landsins, er nýtrúlofaður fröken Ingibjörgu Claessen frá Sauðárkrók. Systir hennar, Maria, er gift landsingeniör Sig. Thoroddsen. Frú Jórunn Norðmann, kona verzlunarstjóra J. Norðmanns, var á fimtudaginn opereruð fyrir innvortis mein- semd, sem hún hefir lengi þjáðst af. Skurð- urinn tókst vel og batahorfur góðar. Hr. Bjarni Einarsson skipasmiður er enn veikur og all-þungt haldinn, en von um bata áður en langt um líður. Amtmannsfrúin er nú á góðum batavegi; hún var flutt heim til sín af spítalanum á mánudaginn. Rifsfjóri „Norðurlands“ hefir legið rúmfastur þessa viku, en er nú á nokkurunr batavegi. Hjónavígsla. Héraðslæknir Ingólfur Gíslason og fröken Oddný Vigfúsdóttir voru gefin saman i hjónaband þann 12. þ. m. Veizla var fjöl- menn og fagnaður góður, enda þóttust vinir brúðgumans nýlega hafa heimt hann úr helju. Pólifiskur fundur. Sýslumaður Kl. Jónsson lagði á stað út í Svarfaðardal í gær, til þess að halda fund með kjósendum þar. „Egill“ kom hingað á laugardagskveldið var. Með honum kom frá Kaupmannahöfn Stefán Guð- johnsen faktor á Húsavík. Egill hafði |mikið af matvöru til Húsavíkur, en hingað komu á 3. þúsund pottar af brennivíni, mest til consul Havsteens. Egill fór héðan aftur á sunnudaginn, á leið til útlanda.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.