Norðurland - 14.02.1903, Blaðsíða 4
t
NI.
Skemfisamkoma
var haldin á Auðkúlu föstudaginn 23.
jan. Þar voru samankomnir 80 manna.
Helztu skemtanir voru ræðuhöld, söngur,
dans og spil. Þar var og leikið leikrit,
sem síra Stefán á Auðkúlu hafði samið og
æft hafði verið nokkurum sinnum áður.
Þetta þótti ágæt skemtun, og þótti leikend-
um takast yfirleitt vel, þó þeir væru óvanir
leikendur.
Leikritið var laglegt og skemtilegt og
átti vel við sveitafólkið.
Samkoman stóð yfir frá kl. 5 e. in. og
til kl. 8 f. m.
Alt fór fram vel og skipulega undir for-
ustu Erlendar Erlendssonar á Rútstöðum,
Jakobs Ouðmundssonar í Holti og Jónasar
Bjarnasonar f Sólheitnum, sem að öllu leyti
stóðu fyrir samkomu þessari.
í tilefni af samkomunni er oss skrifað
úr Húnavatnssýslu:
„Þó að slíkar skemtisamkomur fullnægi
engan veginn þeim kröfum, sem gera mætti
til slíkra samkoma í fjölmennum kaupstöð-
um og þoli ekki mikla „kritík", þá er við-
leitni þeirra, sem þessu koma til leiðar, engu
að síður lofsverð, því upp til sveita er það
harla fátt, sem menn hafa til að hrista af
sér skammdegisdrungann með; en taki ein-
hver sig fram um að skemta fólki, þá þarf
hann tæpast mikið fyrir að hafa eða miklu
til að kosta, því bæði er það, að menn eru
ekki kröfuharðir í því efni, og annað hitt,
að þegar mönnum er nýjung á skemtunum,
þá þarf ekki mikið til að gleðja. — Mig minnir
að „Norðurland" mintist á það ekki fyrir
löngu, að einhvers þyrfti með til að skemta
sveitafólkinu og óskaði eftir bendingum í
þá átt. Væri nokkuð á móti því, að fleiri
sveitir tækju sér til fyrirmyndar „prógram"
þessarar litlu samkomu?"
302 krónur
hefir síra Björn B, Jónsson í Minneota
sent »Norðurlandi«. Það er gjöf frá nokk-
urum íslenzkum nágrönnum hans til sjúkra-
skýlisins fyrirhugaða í Höfðahverfishéraði.
Skrá yfir gefendur kemur i »Norðurlandi«
innan skamms. Vjer leyfum oss að senda
þeim alúðar-þakkir fyrir þennan drengilega
styrk þeirra til þessa nytsemdar fyrirtækis,
og lítum á hann sem ótvíræðan vott um
það góða hugarþel, er þeir bera til ætt-
jarðar sinnar, hugarþel, sem vér höfum
lengi þekt of vel til að véfengja. Jafnframt
vonum vér, að þessar undirtektir landa
vorra í annarri heimsálfu verði þeim til
eftirbreytni, sem meiri ástæða er til að
ætla, að láti sér ant um fyrirtækið, en
ekki hafa sint því neitt enn.
„Affurhvarf."
Sira Björn B. Jónsson í Minneota skrifar
ritst. „Nl." í bréfi, sem kom nú með „Agli":
„Einkennilegt er það — það segi eg til að
gleðja yður — að á alira síðustu tíð virðist
vera að koma reglulegt afturhvarf mjög víða
til alls, sem er íslenzkt. Það gæti eg á margan
hátt sannað."
„Þetta ár var sannkallað veltiár," skrifar
síra B. B. J. enn fremur, „enda framfarir
ótrúlega miklar. Drottinn hefir sannarlega
blessað bygðir vorar."
Eimreiðin IX. ár
1. hefti kom nú með Agli. Er hún all-
fjölbreytt að efni, eins og vant er. Fruin-
samdar ritgjörðir eru eftir ritstjórann (Stefnu-
skrár þingflokkanna, hestaþing fornmanna
og ritsjá) og Sigfús Einarsson, er staðið
hefir fyrir söngfélagi íslenzkra stúdenta í
Höfn og getið sér mikinn orðstír (Söng-
kensla í skólum). Kvæði eru þar eftir Stephán
Q. Stephánsson og Valtý Quðmundsson og
ýmisl. fleira. Síðar verður þessa getið nánar.
Maður varð úfi
á Rafnseyrarheiði skömmu fyrir jólin,
um 2o. des., Sigurður að nafni, húsmaður
frá Karlstöðum, næsta bæ víð Rafnseyri.
84
Hann var á heimleið frá Þingeyri við 3.
mann, og komu förunautar hans niður að
Auðkúlu seint um kveld og gátu þar ekk-
ert um, að þeir hefðu verið fleiri á ferð.
En á Rafnseyri spurðu þeir eftir honum
daginn eftir, sögðu, að hann hefði orðið
eftir af þeim á heiðinni af þrái og óþekt.
Þeir biðu þar byrjar þann dag yfir fjörð-
inn, að Mosdal; þar áttu þeir heima. Sig-
urðar var þá leitað, og fanst á öðrum degi
örskamt frá bænum á Rafnseyri og enn
með lífsmarki, en lézt áður en komist varð
með hann heim til bæjar. Hann hafði týnt
eða mist tösku, staf sinn og vetlinga.
Buxur hans voru og sundur á hnjánum
og þótti sem hann mundi hafa skriðið á
fjórum fótum síðast. Hafði þó komist yfir
ána hjá Rafnseyri. Auk þess þóttust menn
sjá á honum áverka: sár og bláma. Fyrir
það lagðist grunur á, að þeim félögum
.hefði borið í milli og væru förunautar hans
valdir að áverkanum; enda styrkti tóm-
læti þeirra um hann þann grun. Líklegt
þykir, að þeir muni hafa verið ölvaðir allir
þrír, úr kaunstaðnum, enda höfðu hinir
haft með sér áfengi og verið druknir dag-
inn sem þeir töfðu á Rafnseyri. Þeir heita
Elías, annar, en hinn Jón Einarsson.
Sýslumanni voru tilkynt þessi grunsam-
legu atvik á fráfalli Sigurðar.
Svona segir frá maður, er fór um á Rafns-
eyri skömmu eftir, segir Isaf.
Mannatát.
Þann 4. þ. m. andaðist hér í bænum Guð-
ríður Jónasdóttir, tengdamóðir kaupmanns
Jakobs Gíslasonar, 73 ára gömul, ekkja
Davíðs Sigurðssonar, fyrrum verzlunar-
manns á Akureyri, dáins 1899.
Guðríður sál. hafði verið mjög heilsu-
tæp síðustu árin og Iegið rúmföst síðan í
haust. Hún var einstök sæmdar- og dugn-
aðarkona, prýðilega greind og vel að sér
til munns og handa.
í Reykjavík lézt 6. f. m. Þorbjörg Sveins-
cLóttir yfirsetukona, nær hálfáttræð, alsystir
Ben. heitins Sveinssonar sýslumanns, gáfu-
kona mikil og hjartagóð og óvenjulega
áhugasöm um landstjórnarmál.
Páll J. Blöndal héraðslæknir í Stafholts-
ey í Borgarfirði, andaðist úr lungnabólgu
16. f. m., hafði verið yfir 30 ár héraðs-
læknir. Hann var »atgervismaður til sálar
og líkama, sem hann átti kyn til, söng-
maður mikill á yngri árum, gleðimaður og
ljúfmannlegur í viðmóti, tryggur og vin-
fastur og áhugamaður um almenn mál«.
Kvæntur var hann Elínu Guðrúnu Jóns-
dóttur sýslumanns og skálds Thoroddsens
og Olafar Hallgrímsdóttur, og sonur þeirra
er Jón Blöndal, sem nú er héraðslæknir
Borgfirðinga.
m
Til leigu
verða frá 14. maí n. k., — eða jafn-
vel frá 1. maí — 3 rúmgóð herbergi,
með eldhúsi og búri, í Aðalstræti
nr. 63.
NÝKOMIÐ
með s/s „Egil" í verzlan Þorv. Davíðs-
sor.ar:
Rúgur,Bankabygg,Hrísgrjón,Flour-
mél ágætt, hveiti Nr. 2.
Kaffi, Melís, Púðursykur, Rúsínur,
Sveskjur og Oráfíkjur.
Vörurnar seljast með svo lágu
verði sem unt er, gegn borgun
strax, en útlán eiga sér alls ekki stað.
Verkaður saltfiskur smár, ódýr
í Höepfners verzlun.
Hákarl vel verkaður fæst við
Höepfners verzlun.
Talsvert af skótaui fyrir kven-
fólk í Höepfners verzlun.
Gott boð.
Stórmerkileg sögubók eftir fræg-
an norskan höfund, verð í Noregi
kr. 1.80, fæst á íslenzku ókeypis.
Þetta þykir ótrúlegt, en er þó satt. Nýir áskrifendur
að Frækorn, IV. árg., 1903, sem senda borgun fyrir
blaðið til undirritaðs útgefanda sem fyrst, fá ekki ein-
asta blaðið alt árið, heldur líka, senda sér með 1. ferð
í vor, hina stórmerkilegu bók:
„Týndi faðirinn“
eftir
Arna Garborg.
Bók þessi er vandlega þýdd úr nýnorsku. Utgáfa
hennar vönduð og lagleg. Pappír fínn og prent skýrt.
Mynd af höfundinum fylgir.
Hér er því ekki að ræða um lélega kaupbætisskruddu,
eins og sum dagblöð bjóða nýjutn kaupendum, heldur
um fyrirtaks ritverk, sem allir geti haft gagn af að lesa.
Upplagið er lítið, en eftirspurnin verður að líkindum
mikil. Pví eru menn hvattir til þess að nota tækifærið
sem allra fyrst. ..
David Östlund,
adr. Seyðisfirði.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Umsóknir um forstöðu sjúkrahúss-
ins þurfa að vera komnar til sjúkra-
hússnefndarinnar fyrir 1. marz.
Kartöflur
ágætar
við Gudm. Efferfl.s verzlun.
Hál^arl.
Ágætur Sigluneshákarl selst hjá
Jóh. Vigfússyni.
PerfeKt Skilvindan.
Þær einu egta frá Burineister &
Wain hvergi ódýrari en við Qudm.
Efterfl. verzlun.
Jóhcmn Vigfússon.
Trosfiskur
fæst hjá Jóhanni Vigfússyni.
Þrjú naut, vel feit,
verða keypt um miðjan marzmánuð
næstkom. og eftir þann tíma verða
naut keypt öðru hvoru í alt sumar.
Oeta þeir, sem kynnu að vilja
selja, samið við undirritaðan.
Akureyri 27. jan. 1903.
Jóh. Vigfússon.
í verzlun Oíto Tulinius eru nægtir af alls konar vörum, sem
hér eftir verða seldar mjög ódýrt mót borgun út í hönd í pen-
ingum eða vörum.
Til þess að menn geti séð að vöruverð mitt er fult eins lágt og hjá nokk-
urum öðrum hér, set eg hér á eftir verðið á sumum varningi:
Rúgur tunnan Kr. 16.00
Bankabygg — » 24.00
Hrísgrjón, nr. 1, pundið » 0.14
— » 2, » 0.12
Hveiti » 1, - » 0.12
— » 2, » 0.10
Sagógrjón, » 0.18
Hafragrjón, — » 0.18
Avenagrjón, pakkinn » 0.27
Kaffi, pundið » 0.50
Export, — » 0.42
Melis, — » 0.23
Púðursykur, — » 0.20
Rúsínur, — » 0.30
Chocolade, - frá » 0.75
Ofnar — Eldavélar — Saumavélar
Cacao, pundið Kr. 1.80
Soda, — » 0.06
Grænsápa, — » 0.25
Kína livs Elixir, glasið » 1.50
Ostur, pundið » 0.30
Hella, — » 0.50
Gerpúlver, — » 1.50
Kex í stykkjum, — » 0.18
Kringlur, — » 0.26
Skonrok, — » 0.20
Tvíbökur, — » 0.42
Fínt brauö, - frá » 0.45
Munntóbak, — » 2.20
Roeltóbak, — » 1.80
Margarine — » 0.50-60
- Prjónavélar — Byggingarefi ii —
Álnavara — Járnvara — og margt fleira mjög ódýrt. —
Akureyri 12. febrúar 1903.
Ctto Tulinius.
SKiftafundur
í dánarbúi Friðriks sál. Jónssonar á.
Hjalteyri verður haldinn í skrifstof-
unni mánudaginn 2. marz næstk. á
hádegi.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 11. febr. 1903.
Kl. Jónsson.
„Reykjavík“ .i— " ir«2
Kostar að eins 1 kr.—Ódýrasta blað lands-
ins. Útbreiddasta blað lanasins (2880 eint.)
Bezta fréttablaðið. Bezta auglýsingablaðið.
Flytur góðar skemtisögur á góðu máli. Rit-
stjóri Jón Olafsson, Box A 18, Reykjavík.
Afgreiðslumaður Ben. S. Þórarinsson, Lauga-
vegi 7, Reykjavík.
4. blað af 1. og 47. af 2. árgangi
»Norðurlands« eru þeir beðnir
að endursenda með jyrstu ferð, sem
Undan JöKli.
Sendið inér kr. 14.50 í pen-
ingum og eg sendi yður á hverja
höfn, sem strandbátarnir koma
á, eina vætt af góðum harðfiski,
yður að kostnaðarlausu. Engin
pöntun afgreidd, nema borgun
fylgi jafnframt.
Ólafsvík 1. jan. 1903.
C. F. Proppé
verzlunarstjóri.
- •'ti'i *■ • ‘t* • • • ’tt '4 ’ y-v
:u
„Noröurland" kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á fslandi, 4 kr. í
öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi.
Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí.
Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið.
kunna að hafa eitthvað óselt af blaðinu.
Prentsmiðja Norðurlands,