Norðurland - 21.02.1903, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
22. blað.
Akureyri, 21. febrúar 1903.
II. ár.
3únaðurinn á Jforðurlandi.
Eftir Sigurð Sigurðsson.
Síðastliðið sumar ferðaðist eg,
eins og kunnugt er, um Norðurland,
samkvæmt ályktun Búnaðarfélags Is-
lands. í þessari ferð fór eg um allar
norðursýslurnar, og hélt alla leið til
Vopnafjarðar. Viðstaðan varð reynd-
ar víða stutt, jafnvel miklu styttri en
eg hefði oft óskað.
Eg hefi nú hugsað mér að minn-
ast hér með nokkurum orðum á
þessa ferð, og í sambandi við hana
á ýmislegt viðvíkjandi búskap og
búnaði norðanlands.
Mér virðist einnig eiga vel við að
birta þessar athugasemdir í blaðinu
„Norðurlandi'1, sem eg geri ráð fyrir,
að sé lesið alment nyrðra.
Eg ætla nú fyrst að minnast á
hverja sýslu fyrir sig, og gera því næst
nokkurar almennar athugasemdir, að
því er norðlenzka búnaðinn snertir.
I.
H únav atnssýsla.
Það var 4. júní, sem eg fór norð-
ur yfir Holtavörðuheiði. Veðráttan
var þá ærið köld, og gróður lítill
eða því nær enginn. Horfurnar voru
því alt annað en góðar um það leyti,
enda varð viðstaðan stutt í þeirri
sýslunni. f>á voru einnig þingkosn-
ingarnar í nánd, og virtist undirbún-
ingur þeirra auka á áhyggjurnar,
enda voru þá nokkrar viðsjár með
mönnum í héraðinu. Höfðu þá ýtnsir
nóg að hugsa þá dagana, og virtust
ekki hafa tíma til að sinna öðrum
málum.
Marga hinna beztu og merkustu
bænda í sýslunni heimsótti eg, og
var mér jafnan vel tekið, enda er
Húnvetningum við brugðið fyrir
rausn og skörungsskap. Meðal ann-
arra heimsótti eg þá Árna Porkels-
son á Geitaskarði og Magnús Steiu-
dórsson í Hnausum. Eigi nefni eg
þó þessa tvo bændur fyrir þá sök,
að þeir eru taldir tneð efnuðustu
bændum sýslunnar. En búskapur
þeirra er mjög myndarlegur, og í
mörgum greinum fyrirmynd. Tún
þeirra eru prýðisvel hirt, en að öðru
leyti næsta ólík. Hnausatúnið er það
einkennilegasta tún, sem eg man
eftir. Það er mestalt í hólum og
öldum, með djúpum dældum og
skorningum á milli. Erfitt mundi
reynast að slétta það eða jafna, enda
hlyti það að kosta miklum mun
meira en hagnaðinunr næmi, er
ynnist við það. Túnið á Geitaskarði
liggur fallega, og er Árni þegar
búinn að slétta meginhluta þess, og
eru þær sléttur mjög vandaðar að
allri gerð.
Á Æsustöðum í Langadal athug-
aði eg, eftir beiðni Pálma Sigurðs-
sonar, hvernig unt væri að stemma
stigu fyrir skemdum á túni og engi
af völdum Blöndu. En það verður
gert með því að gera garð niður
með túninu og út fyrir það, og sé
hann hlaðinn að utan úr grjóti.
Hann þarf að vera að minsta kosti
200 faðma á lengd, og kostar verkið
með öllu um 800 kr. — Pálmi kvaðst
mundi ráðast í að framkvæma verk-
ið, svo erfitt sem það er og kostn-
aðarsamt, enda lætur hann sér mjög
ant utn jörðina og hefir bætt hana
mikið.
Á ferð minni um sýsluna kom
eg að Þverárdal og Refstöðum í
Laxárdal. Þverárdalur liggur í dal-
skoru fyrir ofan Bólstaðarhlíð. Þar
býr Brynjólfur Bjarnason búfræðing-
ur. Bæjarstæðið er all-einkennilegt
og útsjónin frá bænum mjög tak-
mörkuð. Þrátt fyrir þetta er við-
kunnanlegt heima við, og stafar
það óefað með fram af því, hvað
húsbóndinn tekur vel á móti gest-
um, og svo hinu, hvað vel er hýst
og umgengnin utan húss og innan
er góð. Á Refstööum býr Stefán Ei-
ríksson, ungur bóndi og ötull.
Eg gæti nefnt marga bændur í
Húnavatnssýslu, sem gert hafa mikl-
ar jarðabætur bæði fyr og síðar.
Meðal þeirra eru 6, sem fengið
hafa verðlaun úr styrktarsjóði Krist-
jáns konungs 9., en auk þess eru
margir aðrir, sem gert hafa að því
annað eins eða svipað. En eg sleppi
að nefna þá, ekki af því, að það
væri ekki þess vert — því nöfnum
framúrskarandi jarðabótamanna ber
að halda á lofti — heldur er það
rúmsins vegna.
II.
S kagafj arð arsýsla.
í Skagafirðinum framkvætndi eg
mælingar á nokkurum stöðum; þar
á meðal í Staðar- og Víkurmýrum.
Þar mældi eg fyrir affærsluskurði
úr Miklavatni í Holtstjörn. Skurður
sá þarf að vera um 5000 faðmar á
lengd, 8 — 14 fet á breidd að ofan
og um 2 fet á dýpt. Kostnaðurinn
við skurðargerðina nemur um 6000
kr. að meðtöldum brúm á skurðinn.
Enn fremur mældi eg halla til á-
veitu á nokkurum bæjum, meðal
annars á Víðimýri hjá Þorvaldi Ara-
sen, Mælifelli hjá síra Sigfúsi Jóns-
syni, Ytra-Vallholti, Hjaltastöðum,
Frostastöðum og víðar. — Gísli Þor-
láksson hreppstjóri á Frostastöðunr
hefir með höndum all-miklar engja-
bætur, og eru þær aðallega í því
fólgnar, að afstýra með garði og
skurði ágangi vatns á engjarnar.
Kostnaðurinn við það nemur yfir
500 kr. Svipaðar bætur þyrfti einnig
að gera á Hjaltastað, sem er um-
boðsjörð, og mundu þær kosta um
400 kr.
Engjar eru víða góðar í Skaga-
firði; þó brugðust þær all-mikið
sumstaðar síðastliðið sumar. Ein af
beztu engjajörðum þar er Reyni-
staður, og að sama skapi hæg, enda
hefir þar oft verið laglega búið og
svo er enn. — Þegar Einar heitinn
umboðsmaður bjó þar, var mér sagt,
að hann á blómaárum sínum hefði
haft 15 kýr, 90 hross og 600 fjár.
Hann hafði heyjað að jafnaði 1500
— 1800 hesta.
Sumstaðar eru í Skagafirðinum
stór mýrarflæmi, sem lítið eða ekk-
ert eru notuð til slægna. Með fram-
ræslu og vatnsveitingum gætu þessi
svæði orðið frægustu engi. Sem dæmi
má nefna Staðar- og Víkurmýrarnar,
Vallhólminn að utanverðu, Glaum-
bæjareylendið o. s. frv.
Oft er að því vikið, að Skaga-
fjörður sé fallegur, og skal því
sízt neitað. Það er naumast ofmælt,
þótt sagt væri, að hann sé eitthvert
fríðasta hérað landsins. En hann
hefir fleira til síns ágætis en fegurð-
ina. Þar eru gagnleg og grösug
lönd, túnin víða góð og engjar
tniklar. Væri varið svo sem segjum
100 þús. krónum til að bæta tún
og engjar í Skagafirði, þá gætu lif-
að þar góðu lífi margfalt fleiri menn
en nú gera.
Á Felli í Sléttuhlíð býr Sveinn
Árnason, dugnaðarbóndi og jarða-
bótamaður. Hann er langt kominn
að þurka upp vatn, sem er 50 — 60
dagsláttur. Kostnaðurinn orðinn yfir
1000 kr. Á þessu verki byrjaði
fyrstur síra Ei’tar Jónsson í Kirkju-
bæ, þegar hann var prestur að
Felli. Eftir svo sem 12 — 15 ár verð-
ur vatnsbotninn gróinn upp og orð-
inn allur að engi.
Á Höfðaströnd og í Sléttuhlíð
er búskapurinn alment lakari en
inni í firðinum og jarðabætur minni.
Menn stunda þar sjó haust og vor,
og jafnvel stundum að sumrinu líka.
Jarðabæturnar sitja á hakanum, enda
er þeim þar lítið sint nerna af ein-
stöku manni. Efnabændur eru þar
fáir, að undanteknum Konráði á
Bæ, sem er búhöldur góður og í
röð fremstu bænda — og nokk-
urum öðrum. — Á Höfðaströnd
er nýstofnað búnaðarfélag fyrir for-
göngu síra Pálma Þóroddssonar á
Höfða.
Fljðtin eru afskekt sveit, en eigi
að sama skapi ill eða ófrjó. Þau
voru áður eitt sveitarfélag, en nú
er þeim skift í 2 hreppa. Búskap
og jarðrækt er þar alment ábóta-
vant, enda er efnahagur margra þar
all-þröngur. Kunnugir menn kenna
það aflaleysi nú um nokkur ár, og
mun það rétt vera. En Fljótamenn
hafa eigi gætt þess, þegar aflinn
brást, að leggja þá alvarlega stund
á jarðrækt og jarðabætur, hirða bet-
ur túnin, til þess að draga úr af-
leiðingum aflaleysisins.
Um aldamótin 1800 og eftir það
stóðu Fljótamenn sig vel, eftir því
sem þá gerðist. Fljótasveit eðajlolts-
hreppur var þá talinn einna bezt
stæður í allri sýslunni og lagði þá
eitthvað af mörkum til annara hreppa,
er lakar voru staddir. Afli var þá
oftast góður, sum árin ágætur. Fljóta-
menn eru taldir sjómenn góðir, og
hafa jafnan verið það.
Sá eini maður í Fljótum, er gerir
verulegar jarðabætur, er Guðmund-
ur Davíðsson á Hraunum, tengdason
Einars B. Guðmundssonar. Eggvarp
er þar á nokkurum jörðum, og
mætti eflaust auka það. Mest er
það á Hraunum, um 60 pd. af dún
um árið, þar næst í Haganesi og
s. frv. — Beztar jarðir eru þar: Hraun,
sem telja má eina með gagnlegustu
jörðum, þegar á alt er litið, — Haga-
nes og Stórholt. Þar eru engjar fall-
egar og miklar, sléttar og gras-
gefnar; í þeirn slær maðurinn sum-
staðar 20 hesta á dag. Fremst í
Fljótum er Stíflan; þar eru 15 bæir.
Þar er einkennilegt og þykir fall-
egt. Engjar eru þar greiðfærar og
sléttar, en túnin þýfð.
Áður en eg skilst við þessa sýslu,
vil eg minnast lítið eitt á hesta-
rækt Skagfirðinga. Skagafjörður hefir
lengi haft orð á sér fyrir hrossa-
fjölda og misjafna meðferð á þeitn.
Hrossin eru mörg, því verður ekki
neitað, og meðferðin upp og niður.
Flest eru þau í Akrahreppi. Skiftar
eru skoðanir manna um það, hve
hollur þessi hrossafjöldi er jörðun-
um og búskapnum yfir höfuð. Því
er heldur ekki að leyna, að tilhög-
unin tneð hrossin er miður góð og
þau jafnvel fleiri en góðu hófi gegn-
ir. Hrossin ganga fyrirstöðulítið ,inn-
an um engjar og haga búsmala
og spilla þeim. Afréttarlöndin eru
ónóg, og hey og hús af skornum
skamti, ef illa viðrar. I lögum bún-
aðarfélags Akrahrepps er reyndar
svo fyrir mælt, að hver búandi skuli
eiga nægileg hús fyrir hross sín; en
erfitt mun að fullnægja þessu ákvæði,
jafnmörg og hrossin eru nú.
Ef vel ætti að fara, þyrfti fyrir-
komulagið að vera það, að öll hross,
sem ekki eru í brúkun, væru rekin
á afrétt snemma að vorinu. Ef af-
réttin reynist lítil, þyrfti að auka við
hana, annaðhvort með því að kaupa
land í viðbót eða leggja framdala-
jarðirnar í eyði, t. d. Kotin og
enda fleiri jarðir. Því, sem á að
selja á mörkuðum að sutnrinu, þarf
að halda aðgreindu, helzt í afgirt-
um högum. Með þessu móti eru
heima-búfjárlöndin friðuð að mikl-
um mun fyrir stóði, og búsmalinn
nýtur betur sumargróðursins og ger-
ir meira gagn. Hrossin hafa þá einn-
ig betri haga, þegar þau korna heim
að haustinu og þola útiganginn
betur.
Hverju hrossi verður að ætla
bæði hey og hús. Kunnugir menn
sögðu mér, að ef aldrei væri ætlað
minria en 5 hestar handa hrossinu,
mundi það nægja, ef því heyi er
ekki eytt í aðrar skepnur. Hluturinn
er sá, að suma vetur þarf sania sem
ekkert að gefa; með þessu móti
koinast menn í hey-fyrningar, er
geymast til hörðu áranna, og hross-