Norðurland - 21.02.1903, Qupperneq 2
Nl.
86
in þurfa þá ekki að líða tilfinnan-
legt hungur. — Ef þessu, sem hér
er bent á, væri fullnægt, þyrfti hesta-
eignin alls eigi að skaða búskapinn,
eða reynast ótrygg. En það tel eg
víst, að meðan Skagfirðingar geta
selt sín hross og haft hagnað af —
eins og þeir gera nú — þá munu
þeir leggja stund á að eiga þau
sem flest. Og þótt einhver fari að
kenna þeim annað og sýna þeim
fram á, að hrossaeignin borgaði sig
ekki, þá býst eg eigi við, að þeim
fortölum yrði verulega sint. — En
hitt ætti hver maður að sjá og
breyta eftir því, að það er hættu-
legt að eiga svo mörg hross, að
þeir með því stofni þeim og öðr-
um sínum skepnum í bersýnilegan
voða. Fyrir því ríður á að gera
hrossaeignina svo trygga, sem auð-
ið er, með heyjum og högum, og
sjá svo um, að hún eigi skaði eða
skerði afnot annars penings.
Fjósið á Hólum í Hjaltadal.
í Þjóðólfi 23. f. m. hefir fyrver-
andi skólastjóri Hermann Jónasson á
Þingeyrum mælst til þess, að eg birti
í Búnaðarritinu skýrslu um fyrirkomu-
lag og verð á fjósinu, er hann bygði
á Hólum vorið 1889, og enn fremur
útdrátt úr mjólkurskýrslum kúnna þar,
frá því búnaðarskólinn var stofnaður
og til síðastliðins vors, og leggur
hann við drengskap minn.
Skýrslur um þetta, segir hann að
liggi hér við amtsskjölin, en það sést
ekki, að hann eða aðrir hafi sent þær
til amtsins, enda finnast þær ekki
meðal skjala þessara.
Hið eina, sem eg hefi fundið um
þetta efni, er skýrsla í fundargerðum
skólanefndar 5.—6. nóvember 1889 svo
hljóðandi.
»6. Bygging peningshúsa. A síðast-
liðnu vori var bygt 20 kúa fjós á
skólasetrinu, 22 álnir að lengd að
innanmáli, 12 álnir á breidd, 5 álnir
á hæð undir mæniása og 3 lh alin
undir hliðarása, hliðveggir 3 álna
þykkir og stafnveggir 4 álnir, grjót-
hlaðnir með torfi milli steina upp til
miðju, með gangrúmi eftir miðju hús-
inu milli jatna og sömuleiðis til beggja
hliða með fram veggjum*.
í innstæðuskrá vorið 1890 er fjósið
metið 700 kr., en hvort þar er miðað
við tilkostnað eða hið venjulega mat
á húsum við úttektir verður eigi séð.
í skýrslu um búnaðarskólann á Hólum
1889 — 90 er lýsingin á fjósinu eins
og ( fundargerðum skólanefndarinnar,
nema hvað þar er sagt, að fjósið sé
5 lh alin undir mæniása, og að þar
er skýrt tekið fram, að fjósið sé 12
álnir á breidd innan veggja.
Hermann Jónasson telur það mjög
móðgandi fyrir sig, að amtsráð Norður-
amtsins hefir getið þess, að fjós þetta
hafi reynst afarilla; segir hann, að
flestir, sem hafi séð fjós þetta í sinni
tíð á Hólum, hafi dáðst að því, og
talar um að það sé »handhægt að
níða verk sín« og »sverta sig«.
Hann bætir því við, að fjósið hafi
ekki lekið síðari ár sín á Hólum og
þessu til sönnunar nefnir hann nyt-
hæð kúnna, og talar um vanrækslu og
miður góða hirðingu hjá eftirmanni
sínum, Jósep skólastjóra Björnssyni.
Það er ekki í fyrsta skifti, sem hann
O-.
leggur til þess manns. En þegar Jósep
tók við af Hermanni, voru viðirnir
orðnir svo fúnir, að þakið þoldi eigi
sinn eigin þunga. Einn veturinn datt
nokkuð af þakinu inn, og var mildi
að kýrnar, sem inni voru, biðu eigi
beinbrot eða bana.
Jósep Björnsson á ekki sök á því,
þótt fjósið reyndist illa. Og þótt Her-
mann Jónasson segi, að fjósið hafi reynst
sér vel, þá hefi eg þó heyrt hið gagn-
stæða hjá skilríkum mönnum, sem voru
á Hólum einmitt seinni ár hans þar.
Samkvæmt þeirri sögusögn lak fjósið
mjög mikið, þegar mikil úrfelli voru,
og finst mér það lítt hugsanlegt, að
H. J. sé búinn að gleyma þvi, ef hann
hugsar sig vel um.
Það segir sig líka sjálft, að það er
alveg ómögulegt að verja hús fyrir
leka, sem er með torfþaki 12 álna
breitt og jafn rislágt og þetta Hóla-
fjós. Eg vil bera það undir hygna
bændur, hvort þeir áiíta, að þetta sé
mögulegt. Orsökin til þess, að fjósið
reyndist illa, liggur í byggingarlaginu,
og hér er ( rauninni hvorki spurning
um heiður eða vanheiður Hermanns
Jónassonar, heldur um eitt af velferðar-
málum þjóðarinnar. Það er spurningin
um það, hvort þjóðin á að byggja
með þekkingu eða ekki. Héraðslæknir
Guðmundur Hannesson hefur sýnt fram
á, að hér sé ekki að eins um heil-
brigði þjóðarinnar að ræða, heldur og
um sparnað, sem nemur hundruðum
þúsunda króna. Og þetta er alveg
rétt.
Ef hver vill byggja eftir sínu höfði
gagnstætt öllum reglum byggingar-
fræðinnar, þá verður miklu fé á glæ
kastað. Bygging skólahússins á Möðru-
völlum, bygging skólahússins á Hól-
um, fjóssins þar og margra annara
húsa, ættu að sannfæra íslendinga um,
að það dugir ekki að lítilsvirða þekk-
inguna og reynslu annara þjóða.
íslendingar þurfa að fá heilnæm og
góð hús fyrir fólk og fé á sem kostnaðar-
minstan hátt. Bændur og reyndar allir,
sem byggja hús, þurfa að fá leiðbein-
ingu hjá mönnum, sem þekkja reynslu
annara landa og hafa gjört verklegar
tilraunir með nýbreytni í byggingum.
Framfaraþjóðirnar hafa tilraunastöðvar;
menn með vísindalegri mentun eru
kostaðir til þess að leiðbeina bændum
bæði að því, er snertir byggingar og
annað, sem að atvinnuveg þeirra lýtur.
Þetta kostar auðvitað fé, en það kost-
ar meira fé að láta bændur verja stór-
fé til tilrauna, sem koma þeim á
kaldan klaka og það kostar enn meira
fé, ef þjóðin missir trúna á framfar-
irnar vegna tilrauna, sem mishepnast.
Osönnum ummælum Hermans Jónas-
sonar um mig og »Norðurland« svara
eg ekki, enda mætti það víst æra ó-
stöðugan, að svara öllu því, sem nánustu
fylgismenn hans setja saman um mig.
Akureyri 20. febr. 1903.
PÁLL BrIEM.
Sex menn druknuðu
á bát frá Hnífsdal við ísafjarðardjúp í
fiskiróðri um miðjan f. mán. Formaður hét
HaLldór Ágúst Halldórsson, húsmaður af
ísafirði og hafði tekið nýlega stýrimanns-
próf í Reykjavík, bróðir Páls Halldórssonar
skólastjóra þar, kvæntur myndar- og vask-
leikamaður. Meðal hásetanna voru mágar
hans tveir, — bræður konu hans, ættaðir
af Mýrum, ungir menn og efnilegir.
Fátækraframfærsla.
Eftir B. E.
Það er eigi að undra, þótt oss ís-
lendingum hafi þótt fátækraskatturinn
þyngsta útgjaldabyrðin, sem á oss er
lögð, þar sem hann hefir, á öllu land-
inu, stigið talsvert yfir 200,000 kr. á
ári, seint á 19. öldinni.
Um miðja öldina voru sveitarþyngsli
mjög lítil, en fóru stöðugt vaxandi
frá 1854—1871; á því tímabili stíga
fátækraframfærin úr 46,000 kr. upp í
226,000 kr. Eftir það fóru þau annað
slagið minkandi og voru árið 1896
148,000 en árið eftir 155,000.
Margt hefir verið ritað og rætt um
það, hvernig hægt væri að létta þess-
um gjöldum að einhverju leyti af þjóð-
inni; þingið hefir hvað eftir annað tek-
ið mál þetta til umræðu, en lítið orð-
ið ágengt fyr en 1901, þegar skipun
þingnefndarinnar var samþykt og vænta
menn nú góðs árangurs af störfum
hennar.
Margir munu hafa þá skoðun,
að efnalegt ástand þjóðarinnar megi
marka af sveitarþyngslunum; en það
er alls eigi víst að þetta tvent fari
saman, heldur sé það staða, atvinna
og menningarástand hinna fátæku, sem
ráði mestu um sjálfstæði þeirra.
Aður en eg fer lengra út í þetta
atriði, ætla eg að bera saman fátækra-
framfærslu þess hrepps, sem eg er
kunnugastur, árin 1874 og 1901 og
lítur sá samanburður þannig út:
Ártöl Börnyngri en 16 ára Sjúklingar frá 16—60 ára Gamal- menni Fjöl- skyldu heimili Fátækra- framfæri kr.
18 74-’ 7 5 47 5 14 13 5050
I90I-’02 4 2 5 4 C\ 00
Eigi er sjáanlegt, að efnahagur sveit-
arinnar hafi batnað eftir sama hlutfalli
og sveitarþyngslin hafa minkað. Um
1874 bjuggu á beztu jörðum sveitar-
innar vel efnaðir óðalsbændur, en síð-
an hafa nokkurir fasteignamenn flutt
úr hreppnum. Þá var lausafjártíund
hreppsins 793 hundr., sem eftir nú-
gildandi tíundarlögum mun eigi vera
meira en 630 hundruð.
Nú í haust var tíund hreppsbúa 714
hundruð; ætti hún að hafa hækkað
um 83 hundruð í mesta lagi, eða
IO—11OOO króna virði, en fullyrða
má að verzlunarskuldir hafa vaxið
sem því svarar.
Eg hafði áður bent á, hvað mundi
ráða mestu um sjálfstæði hinna fá-
tæku og skal nú reyna að sýna breyt-
ingarnar í þá átt einnig með saman-
burði.
Alt fram að 1880 var flest búlaust
fólk í hjúastöðu, því þá þótti eigi svo
gróðavænlegt að vera í húsmennsku
eða lausamennsku. Bændur höfðu því
nægilegt vinnufólk og guldu því lítið
kaup : 50—60 kr. karlmanni og 20—24
kr. kvenmanni. Þá kom það oft fyrir,
að búlaus hjón fóru að þiggja af sveit
skömmu eftir giftinguna; voru þau þá
sett í vist með eitt barn, en ættu þau
fleiri, varð sveitin að sjá fyrir þeim.
Nú er breyting komin á þetta; kaup
hjúa hefir hækkað um nær því helm-
ing, og þó þykir lausamannastaðan arð-
vænlegri, enda sjá menn nú fyrir 2—
3 börnum án þess að þiggja sveitar-
styrk.
Eins og áður er sagt, var ekki
neitt árennilegt að velja sér lausa-
mannastöðuna fram á st'ðustu tugi 19.
aldarinnar, því atvinnu var ekki að fá
nema lítinn tíma af árinu og það ekki
fyrir margt lausafólk. En nú er
meira fjör að færast í atvinnuvegina:
Verzlanir stækka og fjölga, sjávar-
útvegurinn vex óðum, einnig húsa-
byggingar, vegagerðir og jarðabætur.
Eins og kunnugt er, var það venja
kaupmanna langt fram eftir síðustu
öld, að veita ekki verzlunarlán meiri
en svo, að þau yrðu borguð í næstu
kauptíð. Þegar frumbýlingar og fá-
tækir bændur fengu svo takmörkuð
lán í þessum aðalbönkum þjóðarinnar,
á meðan þeir voru að auka bústofn
sinn, urðu úrræðin þau, að taka lán
hjá búlausum gróðamönnum og efn-
uðum bændum og fóðra svo fé fyrir
þá og selja þeim kindur að vorinu.
Af þessu leiddi, að fé þeirra fjölgaði
ekkert og hefðu þeir talsverðri fjöl-
skyldu fyrir að sjá, Iá leiðin beint til
sveitarsjóðsins.
Menn munu segja, að verzlunar-
skuldirnar hafi engan auðgað, en þær
eru þó að því leyti betri en sveitar-
skuldir, að menn hafa heldur vilja á
að borga þær, því þegar ekkert er
borgað, tapast lánstraustið; en við
sveitarsjóð þykir óhætt að bæta skuld
á skuld ofan og borga aldrei neitt.
Eg þykist nú hafa fært nokkur rök
fyrir því, að sveitarþyngsli sé eigi
bein afleiðing af efnaskorti sveitarinn-
ar í heild sinni, heldur oft af atvinnu-
skorti, óhagkvæmum viðskiftum o. fl.
Færist nú eitthvert fjör í atvinnu-
vegi vora, munu sveitarþyngslin fara
minkandi. Auðvitað geta harðindi og
ýms óhöpp valdið því, að þau stígi
nokkuð upp og niður.
Hvað munaðarlausu börnin snertir,
munu þau vera flest í sjávarsveitun-
um, líklega börn sjódruknaðra manna.
Virðist því nauðsynlegt að stofna ein-
hvers konar sjóði, sem grípa mætti til,
þegar slík slys, sem fráfall margra
fjölskyldumanna, bera að höndum, eins
og stungið var upp á á alþingi 1901.
Sjúklingar verða sjálfsagt eins og
hingað til að framfærast af sveitar-
sjóðum, en að eins skal það tekið
fram að vitskertir og geðveikir menn
ættu að framfærast af landsjóði.
Þá er að minnast á gamalmenni;
það er athugavert, að margt af þeim
gamalmennum, sem þegið hafa sveitar-
styrk, hafa ávalt verið í hjúastöðu, en
þó eigi getað safnað sér neinni fúlgu
til elliáranna. Nú hefir kaupgjald hækk-
að svo, að hjú og lausafólk gætu
heldur en áður safnað sér ellistyrk,
annaðhvort með því, að leggja fé í
ellistyrksdeild söfnunarsjóðsins, eða
greiða meira í styrktarsjóð alþýðu-
fólks en það hefir gert.
Auðvitað verður ekki hjá því kom-
ist að einhverjir þurfi styrk af al-
manna fé, og má þv( að nokkuru leyti
vera sama, hvort hann er tekinn úr
landsjóði, sýslusjóði eða sveitarsjóði,
því alt verða landsmenn að borga
hvort sem er.
Aðalatriðið er, að fátækraframfærsl-
an komi sem jafnast á landsmenn, því
naumast er það sanngjarnt, að fátækir
og afskektir hreppar ali upp vinnu-
fólk handa þeim sveitum, sem eru í
blómlegra ástandi, og það sé svo eftir
8 eða 9 ár rekið heim til sín aftur.
Þess vegna hefir verið stungið upp á