Norðurland - 07.03.1903, Síða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
24. blað. Akureyri, 7. marz 1903. } II. ár.
Ollum þeim, sem heiðruðu
minningu fóður míns sál.
Jóhannesar Jónssonar frá
Hranastöðum, með því að
fylgja honum til grafar 27.
f. m., eða prýddu kistu hans við það
tækifæri, þakka eg af heilum huga
hluttekningu þeirra og vinsemd.
Kroppi 2. marz 1903.
Jóhannes Jóhannesson.
Kosningarnar.
Þjóðin á nú að kjósa til sex ára,
og er það eigi stuttur tími. Ef ís-
lendingar fá verulega framfarastjórn,
þá má mörgu hrinda í lag og búa
í haginn fyrir eftirfarandi tíma. En
ef þjóðin þekkir ekki sinn vitjunar-
tíma og stuðlar að því með kosn-
ingum sínum, að öllu verði haldið
í sama horfinu, þá má segja, að
stjórnfrelsið og þjóðræðið sé í rauti
og veru til einskis fengið. Rjóðin
læsir þessa gripi þá niður í kistu
sinni 0g fær þeim lyklana, sem
helzt mundu vilja sökkva kistunni
í sjávardjúp.
Vér vitum ekkert, hvernig fara
muni í Danmörku á næstu sex ár-
utn. F>að er full ástæða fyrir íslend-
inga til þess að nota stjórnfrelsi sitt,
úr því að þeir hafa fengið það, og
þeir eiga að tryggja sér það og láta
það festa rætur hjá sér. Einn fugl í
hendi er betri en tveir á þaki. Sann-
ast að segja er ekki ljóst, hversvegna
Islendingar eiga að láta stjórnfrelsi
sitt ónotað. það er auðvitað rétt að
brýna fyrir mönnum að fara gæti-
lega, en ef gætnin verður svo mikil,
að menn vilja halda öllu eins og
áður hefur verið, í deyfð og fram-
faraleysi, þá er ástæða fyrir menn
að segja eins og Snorri Sturluson
sagði: »Út vil eg.“
Ejóðin þarf að fá framfarir eins
og nágrannaþjóðirnar. Hún þarf að
fara út í land framfaranna, mentun-
arinnar, siðmenningarinnar og vel-
gengninnar. Hún þarf að afla sér
fjár og frama, nota auðsuppsprettur
landsins og verða þjóð í anda og
sannleika, og þá dugar eigi fyrir
hana að láta ónotuð réttindi sín.
Þegar íslendingar gengu undir
Noregskonung, gerðu þeir sáttmála
við hann. En réttindi /7 voru ekki
mikils virði, af því að þeir notuðu
þau ekki, ©g svo týndist Gamli sátt-
máli. Engin réttindi eru veikari en
þau, sem byggjast á pappír og prent-
svertu. Ef réttindin eru eigi notuð,
þá visna þau upp og deyja. Ef
íhaldsmennirnir komast að stjórnar-
störfunum, þá eru þeir eigi farnir
þaðan. Þetta hafa Danir mátt sanna
og þetta hafa Norðmenn mátt sanna.
Þegar stjórnin er íhaldssöm, þá
er hún eigi lengi að gagnsýra em-
bættismannastéttina, og það verða
jafnan nrenn í öðrum stéttum, sem
vilja halda öllu í sama horfinu og
sjá hag sinn við að halda þjóðinni
niðri. Þeir spara eigi skildinginn, ef
þeir sjá, að þeim er einhver hætta
búin. Danir og Norðmenn höfðu
sömu lög fyrir nrannsaldri eins
og nú, og þó urðu þeir að berjast
einn áratuginn eftir annan, þangað
til þeir gátu fengið íhaldsmennina
úr stjórnarsessinum. íhaldsmennirnir
bíta sig í stjórnarsessinn eins fast
og sagt er um steinbítinn. Hann
sleppir ekki takinu fyr en höggvið
er af honum höfuðið.
íslendingar notuðu eigi réttindi
sín samkvæmt gamla sáttmála. Þeir
báru alt með þögn og þolinmæði.
Það getur víst enginn álasað þeim
fyrir, að þeir væru eigi gætnir og
varfærnir. Þeir sögðu ekkert, þegar
klaustraeignirnar og stólsjarðirnar
voru teknar af þeim, og þeir sögðu
ekkert, þegar einokunin var lögð á
þá. Þá má segja, að íhaldsmennirnir
með gætnina og varfærnina væru
einráðir hér á landi. Þjóðin svaf svo
fast á varfærnissænginni að hún
rumskaðist ekki einu sinni.
Þegar vér fyrst fengum ráðgjafa-
þing, má heita að svefninn og mókið
færi að réna, og vanfærnin og gætn-
in færi ofurlítið að greiðast sundur
hér á íslandi. En það er kunnugra
en frá þurfi að segja, hvernig málum
þjóðarinnar var tekið. Jón Sigurðsson
varð að verja öllu lífi sínu í baráttu
gegn íhaldsmönnum og þjóðfrelsis-
mönnum Dana. Þá fyrst, er æfikvöld
hans var komið, fengum vér stjórnar-
skrána, og síðan má segja að var-
færnisþokunni hafi létt upp við og við.
Síðan 1875 hafa framfarir farið að
gera vart við sig - gufuskipaferðir,
vegir, brýr, skólar, læknar, búnaðar-
bætur o. s. frv.
En vér viljum spyrja: Er þetta að
þakka íhaldsmönnunum? Vér leggj-
umþettaundirdóm allra þeirra manna,
sem hafa nokkura þekkingu á stjórn-
arsögu landsins síðasta aldarfjórðung-
inn. Svarið verður: Nei og aftur nei.
Hér á landi voru íhaldsmennirnir
einstaklega vel settir. Þeir höfðu að
baki sér stjórn, sem var eins og
múrveggur. Svo átti að heita sem
löggjafarvaldið væri hjá alþingi og
konungi í sameiningu; en allar ósk-
ir þingsins voru virtar að vettugi. í
efri deild var helmingur þingmanna
konungkjörnir. Þar var því eigi sér-
lega greiður gegnumgangur. En þótt
svo bæri að höndum stöku sinnum,
að lög kæmust gegnum þingið, sem
íhaldsmönnum væri ógeðfeld, þá
mátti óhætt styðja sig við múrvegg-
inn. Stjórnin synjaði lögunum stað-
festingar. íhaldsmennirnir vissu, að
öllu var óhætt. Þeir vissu, að þjóðin
var fjötruð á höndum og fótum.
Þeir þurftu eigi að óttast. En þegar
vinstrimannastjórnin kom til sög-
unnar í Danmörku, þá valt múr-
veggurinn um koll og þá varð að
fara að taka dálítið tillit til þjóðar-
innar.
Vér viljum spyrja bændur og alla
alþýðu manna:Hve nær hafa íhalds-
mennirnir farið að skifta sér af kosn-
ingum hér á landi svo um muni
og með fylktu liði? Meðan þeir gátu
stutt sig við múrvegg stjórnarinnar
í Danmörku, stóð þeim nokkurn
veginn á sama um þing og þjóð.
En þegar múrveggurinn féll, þá stóð
ekki á sama. Og var það ekki ein-
mitt á sama tíma, sem menn fóru
að verða þess varir, að íhaldsmönn-
um var alvörumál að skifta sér af
kosningunum?
Og hverja vildu þeir fella?
Vér viljum nú biðja Eyfirðinga
að hugsa sig vel um. Hvern vildu
íhaldsmennirnir fella? Engum bland-
ast víst hugur um það, að Klemens
Jónsson sýslumaður er framfaramað-
ur. En þegar hann varð að fara ut-
an í fyrra haust, notuðu íhaldsnrenn-
irnir tækifærið til þess að reyna að
fella hann. Menn geta nú talið saman
á fingrum sér. Var það ekki skömmu
eftir komu Hannesar Hafsteins í fyrra
haust, að æsingarnar gegn Klemens
Jónssyni byrjuðu? Var það eigi æsku-
vinur Hafsteins, sem byrjaði á þeim
og stóð bak við þær alla tíð?
Þá var gáfaður bóndi í kröggum
töluverðum. En um sama leyti, sem
hann tók að sér að standa fyrir æs-
ingunum gegn Klemens Jónssyni
fóru kröggurnar að minka. Um þess-
ar sömu mundir skrifaði einn mað-
ur héðan úr kjördæminu í annað
kjördæmi og bauð 50 kr. til kostt-
ingafylgis. — Hvaðan kom þetta fé?
Frá sömu mönnunum sem stóðu bak
við æsingarnar gegn Klemens Jóns-
syni. Þeir byrjuðu æsingarnar af því
að þeir vildu ekki hafa framfarirnar.
Múrveggurinn í Danmörku, sem
þeir höfðu stutt sig við, var fallinn
og því þurftu þeir að fara að styðja
sig við kjósendur. Og hver voru
meðölin? Mönnum er víst í fersku
minni, hvernig aðferðin var í fyrra.
Menn voru fengnir einslega til að
skrifa undir og jafnframt var reynt
að vekja sem mesta tortrygni til
framfaramannsins.
Nú beita íhaldsmenn alveg sömu
aðferð. Þeir reyna að vekja- tortrygni
og fá menn einslega til þess að
skrifa undir. Þeir varast alla fundi,
því að þeir vita það, að þar er ekki
hægt að koma við staðlausri tortrygni.
Á hinn bóginn mun ekki vera
sparað að hafa ýms glæsileg orð við
menn. Þeir vita það að Islendingar
vilja vera þjóð. Þeir hafa að vísu
staðið á móti því að íslendiugar
fengju stjórnarfrelsi, meðan þess var
nokkur kostur. En nú dugir það
eigi lengur, og þá er að taka á sig
þjóðernissvipinn.
En finst mönnum ekki nóg um,
þegar maður, sem staðið hefir á
móti öllum þjóðlegum hreyfingum
og varla kann að segja eina setningu
á óbjagaðri íslenzku, þegar maður,
sem þráir það að geta grætt svo
mikið á alþýðunni, að hann geti far-
ið til útlanda og verið þar, án þess
að þurfa nokkurn tíma framar að
stíga fæti sínum á þetta land — eru
kjósendur svo skyni skropnir, að
þeir sjái eigi, hvað það er hlægilegt
þegar slíkur maður heldur út blaði,
til þess að prédika fyrir íslendingum,
að það, sem þeim ríði nú mest á,
sé sá þjóðlegi grundvöllur.
Og nú eru piltar þessa manns
hafðir til þess með öðrum störfum
að gæta þess, að íslenzkir sveitamenn
verði nógu þjóðlegir, svo þjóðlegir,
að unt verði að spyrna móti fram-
förum þjóðarinnar, nú, þegar loksins
er kostur á að fara að vinna að þeim
af alvöru.
Og svo kemur gætnin. Þjóðin er
nú fyrst að verða húsbóndi á sínu
eigin landi. Margt liggur í lamasessi
af því, hvernig stjórnin hefir verið
á heimili þjóðarinnar. Þjóðin vill nú
fara að láta kippa ýmsu í lag á
þjóðarheimilinu og þá fer auðvitað
að fara um íhaldsmennina. Það er
svo sem eðlilegt, að þeir fari að
hrópa til þjóðarinnar:Gætni, varkárni!
En vita menn hvað þeirra gætni og
þeirra varkárni merkir, þegar til fram-
kvæmdanna kemur?
Vér skulum athuga rétt til dæmis
hvað gætni þeirra og varkárni merkir
í mentamálinu. Yfirleitt er íhalds-
mönnum nauða-illa við mentun þjóð-
arinnar. Meðan jojóðin stendur á lágu
mentunarstigi, geta íhaldsmennirnir
haft hana í vasa sínum. Þegar enski
lávarðurinn greiddi atkvæði á móti
fjárframlögum til mentamála, sagð-
ist þann ekki vilja menta alþýðuna.
„Ef hesturinn hefði eins mikið vit
og maðurinn, þá vildi eg ekki eiga
að ríða slíkum hesti."
Það eru fáir íhaldsmenn eins
hreinskilnir, en þeir hafa flestir hið
sama bak við eyrað: Ef alþýðan
verður mentuð, þá er ekki hægt að
hafa það upp úr henni, sem þeim
þykir gott vera. Og hver eru svo
ráðin til að standa á móti alþýðu-
mentuninni? Fyrst er að reyna að
smjaðra fyrir mönnum. „Æ, blessuð
alþýða mín", segja íhaldsmennirnir,
„þú ert svo einstaklega vel mentuð.
Þú hefur enga þörf á að menta þig
betur. Alþýða annarstaðar er miklu
ver mentuð."
Þetta er sætur söngur í eyrum
margra. En til lengdar dugir söngur-
inn ekki. Alþýðan sér, að mentunin
kemur ekki af engu, og finnur af
ýmsu, að hún muni ekki standa
jafnfætis öðrum að mentun. Og þá
segja íhaldsmennirnir: „Æ, blessuð
alþýða mín! Vertu ekki að sækjast
eftir mentuninni. Hún er ekki þjóð-
leg. Hann faðir þinn og afi voru
myndarmenn. Viltu nú forsmá þá í
gröfinni? Það er ekki alt gull sem
glóir í útlöndum. Það er sá þjóðlegi
grundvöllur, sem þér er fyrir mestu.
Viltu fara að verða apaköttur annarra
þjóða?"