Norðurland


Norðurland - 07.03.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 07.03.1903, Blaðsíða 2
94 M. Þegar svo þetta ekki dugar, þá er farið að slá á strengi smásálar- skaþarins. Kostnaðurinn er gerður að voðalegri grýlu. Öfundarandinn og tortrygnin eru vakin, með því að benda á, að þeir, sem halda uppi mentuninni, muni þurfa að fá eitt- hvað fyrir starfa sinn. En þegar svo er komið, þá er væntanlega farið að fjúka í síðustu skjól íhaldsmanna. Þá eru þeir svo langt leiddir, að þjóðin fer að sjá úlfshárin koma undan sauðargærunni. Svona mætti halda áfram ianga- lengi að rekja sundur undirtektir í- haldsmanna undir framfaramál lands- ins; en slík runa yrði alt of langur lestur í einu. „En ýmsir af hinum ákveðnustu íhaldsmönnum landsins hafa skrifað undir frjálslynda stefnuskrá," munu menn segja. Og það er alveg satt. Til þess eru tvær orsakir. Önnur er sú, að í flokki með þeim voru ákveðnir framfaramenn, sem að sjálfsögðu voru ófáanlegir til að skrifa undir nokkurt aftur- haldsskjal. Hin er sú, að sú skoðun ríkti á síðasta þingi, að ekki væri til neins að bjóða þjóðinni annað en framfaraloforð. Og íhaldsmönnum vorum, þeim er mest ber á, er nú einu sinni svo farið,”að þeir mundu vilja flest til vinna, jafnvel það að ganga með framfara- og frelsis- fána þrisvar kringum jörðina, ef þess þyrfti til þess að geta setið við völdin. Eins og „Norðurland" hefir áður sýnt fram á, eru kosningarnar nú um framfarir eða íhald. íhaldsmenn- irnir fundu þetta vel, þegar þeir byrjuðu á æsingunum gegn Klem- ens sýslumanni Jónssyni í fyrra vet- ur. Tilraunir þeirra og undirskrifta- skjöl mishepnuðust þá; þeir vona að sér gangi betur í þetta skifti. Um það skal engu spáð, hvort vonir þeirra rætast nú — hvort unt verður að villa svo Eyfirðingum sjónir, að þeir, sem annars hafa jafnan hneigst í framfaraáttina, kjósi nú heldur íhaldið og framfaratregð- una. En iðrast mundu þeir þess ein- hvern tíma. Betur að það verði þá ekki uin seinan. Betra er að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í hann. Hroðalegf skipsfrand. Þýzkt botnvörpuskip, Friedrich Al- bert frá Geestemiinde, strandaði 19. janúar fyrir miðjum Skeiðarársandi, yfir þingmannaleið frá mannabygðum. Skip- verjar voru tólf og komust allir lif- andi á land, lítt búnir að klæðum og náðu því nær engu úr skipinu nema dálitlu af matvælum. Ellefu sólarhringa lágu skipbrotsmenn þessir úti, og loks hinn 30. s. m. komust 9 af þeim lif- andi til mannabygða, að Orustustöð- um á Brunasandi, eftir fádæma hrakn- ing, allir kaldir, 3 þó lítið, en 6 stór- kostlega skemdir. Einn háseti og 1. vélastjóri frusu í hel á leiðinni og stýrimaðurinn, sem yfirgaf félaga sína í þeim tilgangi að reyna einn síns liðs að brjótast til mannabygða, hefir ekki komið fram. Er talið víst að hann hafi helfrosið eða druknað í þeirri för. Mönnunum var þegar, eftir ráðstöfun sýslumanns, komið fyrir til lækninga hjá héraðslækninum. Skiftar skoðanir. Eftir Quðtnund Friðjónsson. Þegar eg bjó kvæði mfn undir prent- un, hugsaði eg mér að þola ritdóma um bókina, án þess að æpa átakan- lega. Með öðrum orðum: eg hugsaði mér að þegja við öllum ritdómum, hvernig sem þeir yrðu. Ymsar ástæður voru til þess, að eg hugsaði á þessa leið. Fyrst og fremst vissi eg það, að erlendir rithöfundar (höf. skáldrita) skifta sér aldrei af því, sem um þá er sagt, og þótti mér rétt að taka þá til fyrirmyndar í þeirri grein. í öðru lagi þóttist eg vita, að ritdómar um bókina mundu verða að koma út smátt og smátt, eitt ár eða lengur. Annaðhvort var því að svara hverjum ritdómi út af fyrir sig, jafn- óðum sem þeir birtust, eða þá að taka alla fyrir í einu. Eg sá fyrir fram, að hvorttveggja var ógerningur fyrir mig — ógerningur að svara oft, meðal annars fyrir þá sök, að eg var úti í mínu horni, fjarlægur öllum blöðum; og ógerningur að svara í einu, meðal annars fyrir þá sök, að slíkt svar mundi verða heil bók að lengd, ef ítarlega væri farið út í efnið. — Síðan ritdómarnir tóku að birtast, hefi eg enga ástæðu séð til að breyta áformi mínu — og hefir þó einn ritdómurinn verið öðruvísi en eg bjóst við að nokkur mundi rita, og öðruvfsi en allir aðrir ritdómar útlendir og inn- lendir, sem eg hefi séð. Eg á við ritdóm Þjóðólfs. Þó er eitt atriði í ritdómunum, sem eg get ekki gengið þegjandi fram hjá, eða réttara sagt: eg vil ekki láta það vera ómótmælt, vegna þess, að merkur maður á í hlut: Einar Hjörleifsson ritstjóri. Hann mælir á þessa leið í blaðinu Norðurland: . . . »Þegar kemur til hins víðtæk- asta starfs, sem unnið hefir verið í heiminum í þarfir menningarinnar, þá er hann blátt áfram skilningslaus. Þá lokar hann augunum fyrir því, að eng- in þjóð hefir unnið nándar nærri eins mikið að því sem Bretar, að girða fyrir þjáningarnar í heiminum.* — Eg bjóst ekki við þv/, að ráðist yrði á skoðanir þær, sem koma fyrir í kvæðum mínum, og þess vegna gerði eg ekki ráð fyrir öðrum aðfinningum en þeim, sem fjalla mundu um skáld- skaparhlið kvæðanna. Þetta liggur því fyrir utan það svið, sem eg markaði mér, og get eg þess vegna, með beztu samvizku, slegist við hvern sem vera skal út af þessu atriði. Reyndar býst eg við því, að sumum mönnum detti f hug, að þekking mín í þessu efni nái skamt móts við þekkingu Einars ritstjóra Hjörleifssonar, sem verið hefir brezkur þegn mörg ár. En eg fer ekki að því, heldur færi eg málið ó- hræddur eins og sá, »sem vald hefir til að tala«. Annars er þetta rúmgóð setning: »Engin þjóð hefir unnið nándar nærri eins mikið að því að girða fyrir þján- ingarnar í heiminnm.« Hvort heldur lfkamlegar eða andlegar? Eg geng út frá því, að átt sé við hvorttveggja. Við skulum þá fyrst skifta heimin- um í líkamlegan heim og andlegan. — Eg veit það, að Bretar, það er að segja brezkir rithöfundar, hafa verið merkisberar mannúðlegra og göfugra hugsjóna í heimi bókmentanna. Spill- ingarstefna í skáldskap og bókmentum yfirleitt hefir átt upptökin á Frakk- landi, en heilsusamlegar skoðanir í þeim efnum og háleitar hafa komið frá Bretum. Eg gæti nefnt brezka rit- höfunda, sem eiga ódauðlegt lof skilið fyrir þessi efni. En eg átti ekki við Bretann í bók- mentaheiminum, heldur átti eg við pólitíska Bretann, þegar eg kalla hann níðing, sem bftur Búa og sveltir Ind- verja til bana. Það er hverjum manni augljóst. Eg veit það og skil, að Bretar hafa sýnt af sér þroska, þegar þeir hafa átt við sumar nýlendur sínar, í stjórn- arfari: Engin þjóð hefir metið þjóð- ræðið eins og þeir hafa gert. Þetta eiga þeir með réttu. En þó er stjórnarfarssaga þeirra blóðflekkótt spjaldanna milli. Hvað hefir Bretinn verið gagnvart írum, annað en grimmur og fégjarn harðstjóri? — Hvað hafa Bretar gert í Búalöndum? Hafa þeir girt þar fyrir þjáningarnar? Hafa þeir girt fyrir þjáningarnar í Indlandi, eða rutt þar braut menning- unni? Hafa þeir ekki setið hjá með góðri samvizku, meðan Tyrkir hafa myrt, líklega á aðra miljón Armeninga? Og hvar liggja svo þessir stóru garðar (flóðgarðar?), sem þeir hafa hlaðið fyrir stórflóð þjáninganna? Jú, þeir hafa starfað að kristniboði austur í löndum; og sjálfir eru þeir heiðnari (stjórnin) heldur en þjóðirnar þar austur frá, sem þeir hafa borið fyrir brjóstinu! Við skulum sjá, hvað dr. Georg Brandes segir í ritgjörð, sem ísafold flutti meðan Einar Hjörleifsson var annar ritstjóri hennar. * — Brandes kemst að orði á þessa leið meðal annars: »Nítjánda öldin verður að sjálfsögðu á ókomnum öldum talin hin mikla öld náttúrufræðilegra uppgötvana og upp- fundninga og í því efni munu menn dást að henni jafnmikið eins og menn dást að tímabilinu fyrir og eftir 1500 fyrir myndlist. En að nálega öllu því, er að stjórnarfari lýtur, mun mönnum finnast hún hafa verið hreint og beint skrœlingjaöld. Naumast verður sagt, að þessi öld taki lifandi vitund fram skuggalegustu tímabilum mannkyns- sögunnar, að því er snertir frelsisfirr- ing, fékúgun og mergðarvíg. Blóðsúthell- ingar Nerós eru beinlínis barnaleikur í samanburði við það, sem Abdul Hamid hefir aðhafst, grimdarverk Nerós við- vaningskák í samanburði við þá snilli, sem Abdul Hamid hefir sýnt í blóðs- úthellingum og manndrápum, . . . á vorum dögum eru öll kristin stórveldi beztu vinir Tyrkjasoldáns og engum hefir orðið að vegi að leitast við að aftra honum minstu vitund. Jafnframt gæti menn þess, að þessar sömu kristnu þjóðir . . . hugsa með við- kvæmum áhyggjum um vesala og hlægilega trúboðsstarfsemi í Kína. Þá má fá mælikvarða á hyldýpi stjórn- vizku-yfirdrepsskaparins og trúmála- hræsninnar núna um aldamótin*. Þetta segir Brandes. Munu Bretar ekki eiga sinn hlut í þessari ádrepu? Stórveldin eru öll saman hvert öðru samvizkulausara og grimmara og á- gjarnara og ásælnara til fjár og landa. * 70 blað, 17. nóv. 1900. Þau stökkva öll saman austur í Kína með her manns, út af einu einasta sendiherramorði, lita landið í blóði, svívirða konur og ræna bygðirnar. Hvað hafa Bretar girt fyrir þjáning- arnar, sem vesalings Kínverjar urðu að þola í þeim ófriði, sem var svo svívirðilegur, að vér, sem kristnir köll- umst, mættum blygðast okkar gagn- vart »heiðingjum« austurlanda. Indverjar svelta til bana, svo milj- ónum skiftir, undir yfirráðum Breta. Hvað hafa þeir mannað þá þjóð, eða girt fyrir þjáningar hennar? — Bretar þykjast hafa barið á Búum í nafni menningarinnar — þeir segja, að Búar hafi verið þröskuldur fyrir menning- unni þar suður frá. Bretum hefði verið sæmra að hugsa um menninguna í írlandi — hugsa um að vera þar ekki sjálfir í vegi jyrir tnannúð og menningu. Því fer fjarri, að stórveldin vinni að því yfirleitt að girða fyrir þjáning- arnar í veröldinni. Þau hafa að vísu afnumið þrælaverzlun og mannblót í sumum stöðum. En þau hafa einnig flutt bölvun skaðræðis-morðtóla og munaðarnautna út meðal villiþjóðanna. Englendingar mest, því að þeir hafa farið víðast yfir og haft mest völdin. Hinsvegar er þjóðmenning Englend- inga gölluð og glöppótt heima fyrir. Þar eru margar og miklar þjáningar, sem þeir láta vera að girða fyrir og reyna ekki til að girða fyrir og get eg sannað þetta með orðum brezkra rithöfunda, hvenær sem þörfin krefur. Niðurstaðan verður því þessi: Einstakir ágætismenn brezkir hafa unnið að því í riturn sínum að girða fyrir þjáningarnar í heiminum og lækna mannfélagsmeinin á þann hátt, sem í valdi einstaklingsins stendur að gera, með pennanum (og tungunni). Bretar eru hygnir, stjórnhygnir drotnar yfir löndum sínum; en þeir eiga sinn hlut að máli, þegar sagt er með fullum rökum, að nítjánda öldin hafi verið »skrælingjaöld í nálega öllu því, er að stjórnarfari lýtur*. $ Jrumvarp til laga fyrir brunabótafélagið á Akureyri. I. Vátryggingarmunir. 1. gr. Félagið tekur að sér að vátryggja móti eldsvoða alls konar lausafé, svo sem húsgögn, búsgögn, bækur, matvæli, fóður- birgðir, eldsneyti, búfé o. s. frv. 2. gr. Til vátryggingar er eigi tekið: a. Peningar, skjöl, handrit, óvenjulega fáséðar bækur, púður og önnur sprengi- efni og þess konar munir. b. Verzlunarvörur eða vörur í verksmiðj- um, brauðgerðarhúsum eða húsum, þar sem er óvenjulega mikil brunahætta. 3. gr. Vátryggingarupphæðirnar mega ekki vera hærri en 10000 kr., hjá hverj- um einstökum vátryggjanda. 4. gr. Félagsmenn geta sagt sig í félag- ið, hvenær sem þeir vilja, en úr félaginu geta menn að eiris sagt sig við hver árs- lok og skal úrsögn vera komin í hendur félagsstjórnarinnar fyrir 1. desember, svo að gild sé. Hið sama gildir um niður- færslu á vátryggingargjöldum. Nú ganga menn úr félaginu, og er þá þegar fallið í gjalddaga aukavátryggingargjald, sem fé- lagsmönnum ber að gjalda, sbr. 17. gr. 5. gr. Nú reynist ómögulegt að ná inn vátryggingargjaldi eða aukavátryggingar- gjaldi hjá einhverjum félagsmanni, og má þá reka hann úr félaginu. Hið sama gildir um þá félagsmenn, sem þrátt fyrir áminn- ingu fara eða láta fara hirðulauslega með eld eða hafa eldavélar, ofna, reykháfa.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.