Norðurland - 07.03.1903, Side 3
95
reykpípur, eldstæði o. s. frv. þannig, að
brunahætta getur stafað af þeim.
II. Stjórn fe'lagsins.
6. gr. Félaginu er stjórnað af aðalfundi
og félagsstjórn.
7. gr. Aðalfund skal halda í marsmán-
uði. Félagsstjórnin boðar til fundarins með
mánaðar fyrirvara. Félagsstjórnin getur
einnig boðað með 15 daga fyrirvara til
aukafundar, ef henni þykir þörf á. — Fé-
lagsmenn hafa allir atkvæðisrétt á fundum.
Aðalfundur skal nákvæmlega gæta þess,
að félagslögunum sé hlýtt. Hann gerir þau
ákvæði, sem eru nauðsynleg og gagnleg
fyrir félagið, vöxt þess og viðgang. Aðal-
fundur kýs menn í stjórn félagsins og gagn-
skoðara. Hann úrskurðar reikninga félags-
ins og ákveður laun starfsmanna félagsins.
Formaður félagsstjórnarinnar stjórnar
fundum. Á fundum ræður afl atkvæða. Nú
eru atkvæði jöfn, og ræður þá atkvæði
formannsins.
8. gr. í félagsstjórninni eru 5 menn,
sem aðalfundur kýs til 4 ára. Eftir kosn-
ingu í fyrsta skifti ganga 2 menn úr stjórn-
inni samkvæmt hlutkesti, en síðan ganga
úr henni þrír, og síðan ganga úr stjórn-
inni tveir og þrír á víxl, þegar þeir hafa
verið kjörtíma sinn í stjórninni. Þrjá menn
skal kjósa sem varamenn í stjórnina. Þeir,
sem hafa verið 4 ár í stjórn félagsins, geta
skorast undan kosningu um næstu 4 ár.
9. gr. Félagsstjórnin skal halda fundi
þegar nauðsyn krefur. Fundur er gildur,
ef 3 menn úr stjórninni eru viðstaddir og
ræður afl atkvæða.
Félagsstjórnin stjórnar öllum máléfnum
félagsins samkvæmt lögum þessum. Hún
gefur féhirði erindisbréf og sér um, að hann
geri skyldu sína. Félagsstjórnin ber ábyrgð
á því, að eignum félagsins sé stjórnað
samvizkusamlega.
10. gr. Félagsstjórnin kýs formann og
varaformann. Formaður skal sjá um dag-
leg störf félagsins, bókfærslu o. s. frv.
n. gr. Félagsstjórnin skal löggilda bæk-
ur félagsins.
12. gr. Félagsstjórnin setur féhirði, sem
jafnframt er ritari félagsins. Hann skal
geyma skjöl, bækur og sjóð félagsins, og
hefir ábyrgð á.
13. gr. Gagnskoðarar skulu rannsaka
reikninga félagsins, skoða sjóð félagsins,
bækur og verðmæt skjöl og kynna sér
allan hag félagsins og gera athugasemdir
um þetta. Athugasemdir fieirra skulu koma
í hendur félagsstjórninni fyrir lok febrúar-
mánaðar.
III. Vátryggingargjöld.
14. gr. Hin venjulegu vátryggingargjöld
eru fyrst um sinn 20 aurar fyrir hvert
100 kr. virði í vátrygðum munum. Eftir
5 ár, frá því er félagið tekur til starfa,
skal færa vátryggingargjaldið niður í 10
aura fyrir hvert 100 kr. virði í vátrygð-
um munum, ef aðalfundi þykir það fært.
!5- gr- Vátryggingargjöld skal greiða i.
desember fyrir næsta almanaksár. Nú greiða
menn eigi vátryggingargjöld fyrir 15. des-
ember, og skulu þeir þá greiða fyrir hvern
dag, sem Iíður frá þessum degi, þangað
til borgun fer fram, V2 eyri af hverri heilli
krónu vátryggingargjaldsins.
16. gr. Nú segja menn sig í félagið og
skulu þeir þá greiða sem inngöngueyri
10 aura fyrir hverra 100 kr. virði í vá-
tryggingarupphæð sinni. Ef þeir segja sig
í félagið eftir 1. janúar, skulu þeir greiða
vátryggingargjald til næstu ársloka í hlut-
falli við þá mánuði, sem eftir eru af ár-
inu, og skal sá mánuður talinn heill, þegar
inngangan á sér stað.
17- gr. Nú hrökkva eigur félagsins eigi
til þess að greiða brunabætur, og skal fé-
lagsstjórnin þá boða tii fundar. Fundur-
inn skal ákveða hvort því, sem á vantar,
skuli jafnað niður sem aukavátryggingar-
gjaldi um eitt eða fleiri ár, hvort lán skuli
taka til að greiða það sem á vantar, eða
þess skuli aflað á annan hátt.
IV. Réttindi og skyldur félaga.
18. gr. Lausafé, sem tekið er til vátrygg-
ingar, virðir eigandinn sjálfur. Þó getur fé-
lagsstjórnin látið athuga verð lausafjárins,
ef henni þykir ástæða til og greiðir vá-
tryggjandi kostnað þann, sem af því leiðir.
19. gr. Þegar innsögn er komin til for-
mannsins ásamt virðingu, skal hann rita
á hana dag og stund, ef hún er tekin til
greina. Frá þessu augnabliki skal telja
lausaféð í brunaábyrgð og skal því næst
gefa út vátryggingarskjal.
20. gr. Nú verður tjón af eldi, er bæta
skal samkvæmt lögum þessum, og skal
eigandi þá tafarlaust skýra formanni eða
umboðsmanni hans frá brunanum. For-
maður eða umboðsmaður hans skal þá
heimta af eigandanum allar þær skýrslur
um brunann, er þurfa þykir, og ef eigand-
inn eigi lætur þær í té svo fljótt sem verða
má, skal formaður útvega þær á hans kostn-
að. Formaður leggur málið síðan tafarlaust
fyrir félagsstjórnina.
21. gr. Félagið greiðir brunabætur fyrir
muni þá, er brunnið hafa, með fullu verði
þeirra, en þó aldrei meira en vátrygg-
ingarupphæð þeirra. Upphæð brunabót-
anna skal að jafnaði ákveðin eftir sam-
komulagi milli formanns og eiganda. Nú
verða þeir eigi ásáttir, og skulu bruna-
bæturnar þá ákveðnar af þremur mönnum.
Formaður og eigandi velja sinn mann hvor,
en þeir velja oddamann. Báðir málsaðilar
skulu hlíta mati þessara manna. Kostnað-
inn við matið skal félagið og eigandi greiða
að helming hvor.
22. gr. Brunabætur skal greiða eiganda
svo fljótt sem verða má.
23. gr. Félagið greiðir eigi brunabætur,
þegar eigandi eða kona hans veldur elds-
voðanum, annaðhvort vísvitandi eða af
mikilli óvarkárni. Félagið greiðir heldur
eigi brunabætur, þegar eigandinn hefir
vátrygt munina í öðru félagi, án samþykkis
félagsstjórnarinnar.
V. Almenn ákvœði.
24. gr. Sérhver félagsmaður er skyldur
til að taka að sér þau störf, sem sam-
kvæmt lögum þessum má leggja honum
á herðar. Nú koma stjórnarmenn eigi á
félagsstjórnarfundi, og má stjórnin þá
!eggía við sektir alt að 10 kr., er renna
skulu í sjóð félagsins. Nú koma menn
eigi á aðra fundi, þar sem brýna nauðsyn
ber til, og má félagsstjórnin þá og leggja
við sektir á sama hátt. Því að eins varðar,
að menn hafi engin forföll og hafi sér-
staklega verið boðaðir á fundinn.
25. gr. Allir félagsmenn eru skyldir að
fara og láta fara varlega með eld, hafa
eldstæði sín í góðu lagi og hreinsa reyk-
háfa og reykpípur sínar svo oft sem nauð-
syn ber til. Þegar eldsvoða ber að hönd-
um, skulu félagsmenn skyldir að bjarga
vátrygðum munum og geyma þá, svo sem
þeim er unt.
26. gr. Aðalfundur hefir heimild til að
breyta lögum þessum og leysa félagið
sundur. En skilyrði fyrir þessu er, að til-
lága um þetta sé auglýst 3 mánuðum fyrir
aðalfund og að tillagan sé samþykt með
% atkvæða.
VI. Deildir félagsins.
27. gr. Nú nær félagið yfir svo stórt
svæði, að félagsmenn geta eigi sótt aðal-
fund og má þá stofna deild í félaginu, ef
vátryggingarupphæðir þar eru yfir 100,000
kr. Deildirnar skulu hlíta hinum sömu lög-
um sem félagið í heild sinni, en þær skulu
senda vátryggingargjöld sín til aðalfélags-
ins, eftir nánari ákvæðum félagsstjórnar-
innar, og að öðru leyti hlíta reglum þeim,
er félagsstjórnin setur félaginu til heilla.
28. gr. Nú ber eldsvoða að höndum i
einhverri deild eða í aðalfélaginu og
nauðsyn þykir bera til að jafna niður
aukavátryggingargjaldi samkvæmt 17. gr.,
og skal þá deildin eða félagið fyrst bera
vátryggingargjald, er sé 10 aurar fyrir
hvert 100 kr. virði í vátryggingarupphæð-
um deildarinnar eða félagsins, en síðan
skal aukavátryggingargjaldið vera jafnt
fyrir aila félagsmenn.
*
Athugasemdir.
Um I. kafla.
Vátryggingarmunir.
Eins og áður hefir verið tekið fram,
er brunahættan miklu minni á lausafé
heldur en húsum. Þess vegna verður
að álíta, að réttast sé að byrja á því
að vátryggja lausafé. Meðan félagið er
að komast á fastan fót, verður að á-
líta að réttast sé, að taka eigi að sér
eldtryggingu á verzlunarvörum, með
því, að það er nokkur hætta á, að
erfitt verði með björgun á þeim, ef
eldsvoða ber að höndum. En þegar
félagið er komið á fastan fót, og farið
er að setja almennar reglur um ráð-
stafanir viðvíkjandi eldsvoðum, þá er
sjálfsagt að félagið getur einnig tekið
að sér vátryggingu á þeim.
Um II. kafla.
Stjórn félagsins.
Stjórninni er komið fyrir eins og
venjulegt er í hinum smáu brunabóta-
félögum Norðmanna. Þar er venjulegt
að féhirðir fær þóknun fyrir starfa
sinn, en stjórnin vinnur kauplaust að
minsta kosti fyrstu árin.
Um III. kafla.
Eftir því, sem áður er sagt, virðist
nægilegt að hafa hin almennu vátrygg-
ingargjöld 2 af 1000 og 1 af 1000
kr. sem inngöngueyri. Ef vátrygging-
arupphæðirnar eru 2 miljónir króna,
þá verða tekjur félagsins 1. árið 6000
kr. og næsta ár 4000 kr. Ef kostn-
aðurinn er 50 aurar af þúsundi hverju
1' vátryggingarupphæðinni þá verður
sjóður félagsins við byrjun 2. ársins
7500 kr. Ef engan eldsvoða ber að
höndum um 5 ár, þá væri sjóður fé-
lagsins orðinn um 18000 kr. Að vísu
er ekki ástæða til þess að ætla að
félagið verði svo heppið, en ef félags-
menn leggjast allir á eitt, þá má inik-
ið gera til þess að forðast eldsvoða.
Gjalddaginn er settur I. desember
og miðar þetta til þess, að gera störf
féhirðis léttari og til þess að félags-
menn muni betur effir gjalddaganum.
IV. kafli.
Réttindi og skyldur félaga.
Ákvæðin í þessum kafla miða til
þess, að forðast sem mest allan ó-
þarfa kostnað, form og skriffinsku.
Þess vegna er að jafnaði eigi heimt-
uð nein virðing á hinurn vátrygðu
lausafjármunum og upphæðir bruna-
bótanna eru ákveðnar eftir samkomu-
lagi eða gerð. Vegna strjálbygðar
virðist nauðsynlegt, að formaður geti
haft umboðsmann fyrir sig á stöðum,
sem eru í fjarlægð frá honum, bæði
vegna félagsmanna og félagsins.
V.
Almenn ákvœði.
I félagi þessu virðist nauðsyn bera
til þess, að ýmsir menn vinni kaup-
laust fyrir félagið fyrst um sinn, en
þá verða menn og að vera skyldir til
að taka störfin að sér; þar sem hér
er um velferðarmál þjóðarinnar að
ræða, virðist engin ástæða til að ætla,
að menn muni eigi vilja takast á hend-
ur störf í félaginu um ákveðinn ára-
tíma. Menn starfa kauplaust í ýmsum
félögum, af því að þeir vilja efla al-
mennings heill, og virðist mega ætla
hins sama af góðum mönnum í þessu
máli.
VI.
Deildir félagsins.
í vátryggingarfélögum Norðmanna
eru engar deildir, og þess vegna verða
menn að láta reynsluna veita sér stuðn-
ing í þessu efni. Til að byrja með
virðist rétt að leyfa stofnun deilda í
félaginu; en þegar deildunum vex fisk-
ur um hrygg, virðist rétt, að þær
verði sjálfstæð félög í sambandi við
aðalfélagið.
NI.
Ef vátryggingarfélag það, sem hér
er gert ráð fyrir, kemst á fót, þarf
það að fá rétt til að taka vátrygging-
argjöld lögtaki, fá lög um brunamál,
slökkvitól og slökkvilið í kaupstöðum
og verzlunarstöðum o. s. frv., en það
virðist réttara að láta þessi málefni
bíða fyrst um sinn, þangað til útséð
er um það, hvort nokkurt brunabóta-
félag verður stofnað eða eigi.
'4
Á þingl
Mestur fyrirbúnaður á landinu er nú
í Rangarvalla- og Eyjafjarðarsýslum,
til þess að koma þeim á þing landshöfð-
ingja og Hannesi Hafstein — væntan-
legum ráðgjafa og væntanlegum landrit-
ara, að því er íhaldsmenn ætlast til. í
prestakalli síra Eggerts Pálssonar á
Breiðabólstað hefir undirskriftasmölun-
inni fyrir landshöfðingja verið hagað
þannig, að prestur hefir haft skjalið í
vasanum í húsvitjunarferðum sínum(!)
Verölagsskráafölsun.
Fyrir nokkurum missirum var kært
fyrir amtmanni J. Havsteen að fólsun
hefði farið fram á verðlagsskrám í
Snæfellsnessýslu, og með því að kærend-
ur litu svo á, sem skrifstofa sýslumanns
þar væri einn af stöðunum þar er föls-
un þessi hefði getað gerst, var farið
fram á, að annar maður en Lárus H.
Bjarnason væri látinn rannsaka málið.
Amtmaður þverneitaði því.
Nú hefir landsyfirréttur kveðið upp
úrskurð í þessu máli og krafðist þess
meðal annars að Lárus verði yfirheyrð-
ur um ýms atriði þess. í flestra augum
mun af því leiða að skipa verði setu-
dómara í málið, enda farið fram á það
í landsyfirréttarúrskurðinum, og að hann
sé látinn taka til við það nú þegar.
Sunnanblöðin segja orð leika á því,
að Havsteen amtmaður ætli að skella
skolleyrunum við þessum úrskurði yfir-
réttar, Lárus eigi að halda áfram að
rannsaka málið, þangað til honum þyki
tími til þess kominn að hans eigin
gjörðir verði rannsakaðar!
Fundafélag Eyfirðinga
hélt fjölmennan fund á Grund í Eyjafirði,
síðastliðinn priðjudag. Aðallega var rætt um
þingkosningar. Tóku þar til máls Kl. Jóns-
son sýslumaður, kaupm. M. Sigurðsson á
Grund, hreppstjóri Hallgr. Hallgrímsson
Rifkelsstöðum, Sigurgeir Daníelsson í Núpu-
felli, ritstjóri Björn Jónsson o. fl. Á fundinuni
kom það fram að kjósendur fram í Eyjafirði
hafa ekki enn bundist neinum kosninga-
loforðum og munu heldur ekki gera það.
Áfengisveitingar.
Þann 4. þ. m. fór hér fram atkvæðagreiðsla
um það, hvort veita skyldi hótelseiganda V.
Sigfússyni vínveitingaleyfi um næstu fimm
ár eða eigi. Hafði hann sótt um leyfið til
bæjarstjórnarinnar og skaut hún því síðan
til atkvæðis kjósenda í bænum, svo sem lög
fyrirskipa. Af 189 kjósendum í bænum
greiddu 115 atkvæði, 69 með vínveitinga-
leyfinu en 46 móti. Alls greiddu 4 konur
atkvæði, 2 með og 2 á móti. Á undan at-
kvæðagreiðslu urðu talsverðar umræður um
málið, en þó hógværar og æsingalausar.
Með leyfinu mæltu bæjarfógeti Kl. Jóns-
son, síra Matth. Jochumsson og bæjarfulltrúi
Magnús Kristjánsson, en móti því töluðu
bóksali Frb. Steinsson, skósmiður Bjarni
Lyngholt og sjómaður Árni Jónsson.
Bæjarstjórn Rvíkur.
Höfuðstaðarbúar hafa staðið í ntiklu stíma-
braki unt bæjarstjórn sína siðustu mánuði.