Norðurland - 25.07.1903, Page 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
44. blað. j Akureyri, 25. júlí 1903. [ II. ár.
Gult umslag með skjölum í
hefir týnst á götum Akur-
eyrar. Finnandi er beðinn
að skila á skrifstofu bæjar-
fógetans á Akureyri.
Sndurskoðuð trúarjátning.
i.
Rétt eftir prestafundinn hér á dög-
unum bárust mér blöð frá Englandi,
er fluttu tíðindi frá allsherjarþingi
skozku kirkjunnar (General Assem-
bly), sem haldið var að venju í Edin-
borg í enda maímánaðar síðastliðinn.
Hafa Skotar lengi þótt vera öllum
þjóðum íhaldsamari í trúarefnum,
en trúarfræði þeirra er frá Kalvín
°g bygð á hinni svo nefndu West-
minsterkonfessíón, er allir klerkar
landsins og háskólaguðfræðingar
verða undir að skrifa. Mun það ekki
þykja ófróðlegt prestunum í hinu
forna Hólastifti að heyra um mál,
sem á nefndu þingi var rætt sam-
kvæmt ítarlegri kröfu frá einu af
helztu prestafélögum landsins (Pres-
bytery), að allsherjarþingið skyldi
tafarlaust taka Westminstertrúarjátn-
inguna til endurskoðunar. Mátti þar
heyra margar djarfar og snjallar
ræður. Tóku flestir ræðumenn (segir
blaðið „Scotsman") í sama streng-
inn, að finna hinni fornhelgu trúar-
játning ótal margt til foráttu, enda
enginn eins djarflega eins og dr.
Story, rektor háskólans í Glasgow
og fyrverandi lögsögumaður (mode-
sator) allsherjarþingsins. Niðurstaðan
varð, að samþykt var (til bráðabirgða)
og rökstutt sú yfirlýsing, að „trúar-
játninguna beri að álíta eins og
allsherjarreglu fyrir trú og guðs-
dýrkun einungis að svo iniklu leyti,
sem hún sé samhljóða ritningunni
— eins og heilagur andi þýðir hana".
Pessi endurskoðun segir blaðið
sé sama sem engin endurskoðun,
því: hver eigi að meðtaka þá þýð-
ing heilags anda — allir? hver ein-
stakur? Samt hyggur h ann, að úr-
skurður þessi sé betri en enginn
fyrst um sinn - til að »hugga fólkið."
Um ræðu rektorsins fer ritstjórinn
mörgum orðum, bæði í heitri alvöru
og bitru skopi, þótt hann sé ein-
dregið á sama máli. Kveðst hann
furða sig mest á því, hve seint rekt-
orinn og hans bræður hafi séð, hvað
um var að vera, og hve freklega
hann dirfist að sakfella og lasta
hina helgu máttarstoð kirkjunnar.
Skal eg nú tilfæra nokkurar orðréttar
klausur úr blaðinu:
»Það var nýtt og merkilegt að
heyra, hvernig máttarstólpar kirkju
vorrar fóru að mylja niður trúar-
játning hennar og fyrirdæma hið
andlega fóður ótal kynslóða forfeðra
vorra, eins og væri það helgargraut-
ur (hell-broth) frá hráuin og heimsk-
um tímum. — Rektor Story hefir
uppgötvað, að hann hafi ekki verið
alinn á sannleikans ómeinguðu mjólk
sem kirkjunnar kennimaður, heldur
mataður úr slitinni kreddu, sem
heiðingi. Og svo sé oss öllum farið.
— Vondslega hefir oss veröldin
blekt! Nei, ekki alla — ekki hann rekt-
or Story, sem betur og betur komst
til sannleikans viðurkenningar, óðara
en hann var búinn að vinna eið
með undirskrift sinni að trúarjátn-
ingunni. Og ekki bóndinn hann
Burns (skáldið), sem glögt sá sama
sannleikann, fyrir meir en heilli öld
síðan. Reyndar barði kirkjan þá sér
á brjóst og hrópaði: Hann guðlast-
ar! En nú „guðlasta" sjálfir kenni-
feðurnir, og ineiri hluti allsherjar-
þingsins klappar lof í lófa. — Hve
margt kristið fólk á Skotlandi mun
með hræðslu og hrolli lesa ræðu
rektorsins — margt fólk, sem í grand-
lausri einfeldni trúir, eins og því
hefir kent verið, og enn er kent, —
ekki opinberlega af predikunarstóln-
um, heldur bæði í barna- og sunnu-
dagaskólum landsins með fræðunum.
Segi rektorinn satt — og þingið
hreyfði engum mótmælum gegn
honum í gærdag, — þá segi eg,
að mælir syndanna hjá sjálfri kirkj-
unni er svo fullur, að út af flóir. —
Alþýðumaðurinn — trúið mér — mun
ekki hlífa þeim herrum (prestum),
heldur hafa eins og orðtæki: Hvað
er að marka klerkana? Þeir prédika
alt annað en það, setn þeir sjálfir
trúa! — (Síðan tekur ritstjórinn fram
ýmsar helztu ákærur og ályktanir
rektorsins og annara fleiri, sem töl-
uðu á líkan hátt. Er það of langt
mál, en síðasti kaflinn hljóðar svo):
»Oss blaðamönnum ber ekki að
ákveða, hvað réttast sé í þessu efni,
en það viljum vér segja, að ef þeir
hafa rétt mál að verja, þá er það
að losa kirkjuna frá ríkinu til fulls
alls eigi aðalmálið, heldur að fella
kirkjuna. Delenda est Carthago! Burt
með hana af jörðinni! — ekki fyrir
þá sök, að hún hefir kent öld af
öld hinar „hræöilegu kenningar",
sem rektor Story kveður niður f
nafni allra hinna nýju guða, — og
ekki fyrir það, að kirkjan hefir jafn-
lengi kent trúarjátning, sem hún
fastlega trúði, — heldur fyrir það, að
hún kennir hana, þegar hún er hætt
að trúa henni, — kennir og lætur
kenna í öllum landsins húsum og
skólum úrelta og útslitna trúarjátn-
ing og „voða kenningar". Þörf tím-
ans er ekki að létta undir með kenni-
lýðnum, heldur það, að hætt sé að
kenna það, sem þeir trúa ekki, heldur
hryllir við. Vel má vera, að eigi
hneykslist allir eins háskalega og
rektor Story, en víst er það, að ekk-
ert var sagt eða gert í gær, sem
vekja mátti efa um, að allir féllist
á skoðanir hans. Dr. Scott kvaðst
vona, að fáir færi eins langt og rekt-
orinn, en ekki frambar hann nokk-
urt orð til varnar þeim kenningum,
sem hinn fyrirdæmdi. Samt sem áð-
ur löggilda þeir og heimta kendan
hinn litla katekisinus komanda æsku-
lýð landsins. Og hvergi eru hinar
„hræðilegu kenningar" berlegar fram-
settar en í þeirri alkunnu handbók
Kalvínsmanna. Öxullinn, sem alt
fræðikerfi Kalvíns snýst um, er út-
valningin, — segir rektor Story. Lesi
svo lýður kirkjunnar það, sem hann
segir um kerfið og öxulinn, og skori
síðan á hann og bræður hans að
segja, hversvegna þeir heimti, að
börnin skuli læra utan að slíkar
setningar sem þær, að „Guð hafi af
frjálsum vilja sínum og velþóknun
útvalið frá eilífð suma til ævarandi
sælu, en aðra til ævarandi kvala o.
s. frv. Vér dæmum ekki um guð-
fræði. En almenningur manna er
knúður til að kveða upp dóm yfir
þeirri stétt, sem hugsar á sama hátt
og rektorinn Story, og leyfir þó eða
jafnvel skipar, að slíkt sé kent bæði
í skólum og heimahúsum. Þegar
allsherjarþingið skipar svo fyrir, að
hætt sé að kenna börnum hin litlu
fræðin, þá fyrst verður oss unt að
trúa, að kennilýðurinn finni sjálfur
til þess vanda að heimta undirskriftir
manna undir lögskipað trúarform."
í næstu grein skal eg tilfæra helztu
röksemdir hins nefnda rektors gegn
Westminster -trúarjátuingunni. Geta
þá þeir landar vorir, sem það vilja
og geta, borið saman fræði Skota
og kenningar vorra lúthersku játn-
ingarrita.
Bækur.
Jónas Hallsrrímsson
eftir Þorstein Oíslason.
Seyöisfirði. 1903. 32 bls.
Ritgjörð þessi er í raun réttri fyrir-
lestur, sem Þorsteinn hélt á Seyðisfirði
í fyrra vetur, og hefir áður verið prent-
uð ( »Bjarka«, en er nú komin út í
bókarformi. Ritgjörðin er mætavel sam-
in, og sanngjarn dómur lagður á kveð-
skap Jónasar. Pésinn er svo laglegur
að öllum frágangi, bæði að pappír og
prentun, að slíkt er sjaldgæft hjá okkur
íslendingum. Fyrirlesturinn var haldinn
í þeim tilgangi að safna fé til minnis-
varða yfir Jónas, og víst er um það,
að ef vert er, að íslendingar reisi nokk-
urum manni minnisvarða, þá er það Jón-
as Hallgrímsson.
*
Dijfte af D. Östlund.
Reykjavík. (Aldar-
Trykkeriet.) 1902.
136 bls.
Kvæðasafni þessu er skift í 6 kafla.
P'yrst eru biblíuljóð, þá andleg kvæði,
þá kvæði um náttúruna, þá ástarljóð
og vinaljóð, þá ýmisleg kvæði og sein-
ast þýðingar úr íslenzku. Þar eru þýdd
kvæði og sálmar eftir síra Matthías
Jochumsson, síra Valdimar Briem, Jón
Ólafsson, Pál Ólafsson, Steingrím Thor-
steinsson, síra Lárus Halldórsson, síra
Helga Hálfdánarson og Jónas Hallgríms-
son. Þýðingarnar munu vera allgóðar, en
þó er kvæðið eftir Jónas, Sólsetursljóð,
miklu áhrifaminna í þýðingunni, en það
er á frummálinu, og mun það mest vera
því að kenna, að þýðandinn hefir ekki
getað náð orðfegurð Jónasar. Andlegur
blær er yfir flestum kvæðunum. Þau
virðast vera fremur lipur yfirleitt, en
hvorki kennir þar yfirgripsmikillar né
einkennilegrar skáldskapargáfu. Öst-
lund hlýtur að vera málamaður, því
að eitt kvæðið er á sænsku, eitt á
ensku og eitt á íslenzku. Eitt erindi
er þar laglegt á nýnorsku:
Det aa leva
er aa hæva
hogt sitt sverd;
modigt strida,
taaligt lida
livsens ferd.
í'í
»1»
Um fógretaziðrOir eftír
Kl.Jónsson. Akureyri 1903,
(IV)+ 68 bls.
Höfundurinn, Klemens sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu, tekur fram í inngang-
inum, að almenningur blandi oft saman
fjárnámi eða aðför og lögtaki í dag-
legu tali, þó að þetta sé tvent ólíkt,
því að við fjárnám er ávalt fullnægt
dómi, en »lögtak miðar eigi til að
fullnægja dómi, heldur til þess með
þvingun að innheimta ýms gjöld, sem
lítill eða enginn vafi getur verið á,
að greiða þurfi,« eins og höf. tekur
fram ( fyrsta kaflanum. Slík gjöld eru
t. a. m. öll opinber gjöld, skattar,
tollar o. s. frv. Annar kaflinn er svo
um aðfór eða fjárnám, þriðji kaflinn
um lögtak, sá fjórði um beinar fógeta-
gjörðir (útburð af jörðu eða úr húsi
og innsetningu á jörð eða í hús, »ef
eigandi eða aðrir standa ólöglega á
móti«), en fimti og seinasti kaflinn
um kyrsetning og lögbann eða forboð.
Réttarverk þessi eru nefnd fógeta-
gjörðir einu nafni af því, að embættis-
maðurinn, sem framkvæmir þau, er
nefndur fógeti í svipinn, hvort sem
hann er bæjarfógeti, sýslumaður eða
hreppstjóri. Ekki er að efa, að rétt
sé farið með lögin í bókinni, og hún
virðist vera fróðleg fyrir alþýðu manna.
Þeir, sem hafa lesið hana, þurfa ekki
að óttast að gera sig hlægilega með
því að biðja sýslumann um fjárnám
eða lögtak hjá skuldunautum sínum,
þó að engin skilyrði séu fyrir hendi
fyrir þessum réttarverkum.
❖
Tvær ritgjörðir hafa Norðurlandi bor-
ist um skógrækt á íslandi eftir C. E.
Flensborg, sem fengist hefir við skóg-
rækt hér á landi síðan árið 1900: SAov-
rester og Nyanlœg af Skov paa Island.
Kobenhavn 1901. 91 bls. og Skovsagen
i 1901. Kbh. 1902. (32 bls.) Á fyrri
ritgjörðina hefir verið minst ítarlega í
einhverju Reykjavíkurblaðinu (ísafold?),
svo að hér þarf síður að minnast á
hana, en um seinni ritg. er það að
segja, að hún er mjög keimlík ritgörð-
inni í seinasta nr. Norðurlands. Vitan-
lega er hún þó miklu greinilegri. Fyrst
er skýrt frá tilraunastöðunum við Þing-