Norðurland - 25.07.1903, Blaðsíða 2
NI.
174
velli, Grund og Háls í Fnjóskadal, en
því næst er lýst gömlum skógum í
Flótsdalshéraði, einkum Egilsstaða-
skógi og Hallormsstaðaskógi. Seinast
er skýrsla um skógræktarmálið á al-
þingi 1901.
Flensborg á þakkir skilið fyrir áhuga
þann, sem hann hefir sýnt í skógræktar-
málinu, og er lítill vafi á, að ekki líður
á löngu, þangað til smáskógar fara að
koma upp á íslandi þar, sem ekki hefir
vóttað fyrir skógi áður. Þá er ekki
minna varið í að vernda leyfarnar af
gömlu skógunum, enda mun víðast
vera farið mun betur með þær, en
áður var. Hver veit nema ísland eigi
það eftir enn þá að verða viði vaxið
milli fjalls og fjöru, úr því farið er
að flytja skóginn »heim um fjallahlíð
og dalarann«, eins og Hannes Hafstein
komst að orði um árið. Þess má geta,
að prófessor Prytz er á ferð hér í
sumar. Hann er mesti skógfræðingur
Dana, og kennari í skógfræði við land-
búnaðarháskólann í Höfn. Eflaust skín
íslenzkri skógrækt talsvert gott af komu
hanS' Ó. D.
%
„Leiðindi í sveitunum.“
Eftir Quðmund. Friðjónsson.
II.
Þjóðin má sjálfri sér um kenna
vinnufólksvandræðin. Hugsunarháttur
þjóðarinnar hefir lagt spilin, eins
og þau liggja nú — hugsunarháttur
þeirra manna, sem nú eru gengnir
úr leiknum. Vér þekkjum vitnisburð
sögunnar. Arbækurnar segja stöðugt
frá því, að fólkið vildi heldur flakka
og þola hýðingar heldur en vinna og
vera í vistum, sumt af því.
Eg veit það að vísu, að margur
góður bóndi og mörg góð kona hafa
verið vinnuhjú, áður en þau settust
að búi fyrir eigin reikning. En þegar
eg tala um hugsunarhátt þjóðarinnar,
á eg við hugsunarhátt þeirra manna,
sem mest hafa að segja í þjóðfélaginu.
Tökum til dæmis prestana. Þeir
eru fjölmenn stétt í landinu, og hafa
lengi verið átrúnargoð og fyrirmynd-
armenn almúgans. Hvað hafa þeir gert
til þess að halda uppi höfðinu á vinnu-
fólkinu? Ekkert. Þeir hafa aldrei lagt
því liðsyrði t. d. þegar kjör þess
voru nálega óþolandi. Og enn þann
dag í dag er það víst undantekning,
ef prestur lætur son sinn gerast vinnu-
mann (þ. e. verkmann), eða leiðir hann
á þann veg, sem liggur til alþýðlegs
búskapar.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
»Þú værir álitlegur og fallegur
maður, frændi minn, ef þú hefðir
gengið í latínuskólann*! Þetta sagði
gömul kona, sem eg þekki fyrir stuttu
síðan.
Þegar vinnufólkið sér og finnur
stöðugt, að allir heldri menn líta nið-
ur til vinnuhjúastéttarinnar að því
leyti, að þeir róa að því öllum árum
að koma börnum sínum á einhverja
vegtyllu, þá er eðlilegt, að hjúin tylli
sér á sínar eigin tær, og hlaupi veg
sinn í afréttina.
Eg veit ekki betur, en að kristna
trúin sé, eða eigi að vera, trúarbrögð
jafnréttisins. Kristur sjálfur kallaði sig
þjón. En eins og kunnugt er, þá eru
merkisberar hans sjálfkjörnir iítilsvirð-
endur þeirra starfa, sem á þjónustu-
fólkinu hvíla.
III.
Nú þykir mér líklegt, að einhverjum
finnist eg vera búinn að £asta vetlingn-
um nógu hátt og langt, og er þá bezt
að snúa sér að því, sem vera átti
aðalefni þessa máls, en það er ráðið,
til þess að bæta úr göllunum.
Gera skal eg það til hugnunar gáfu-
konunni, að telja leiðindin fyrst. Eg
hefi aldrei gert matning út af sætum,
og geri heldur ekki nú kröfur til þess
að hafa forsætið handa hugmynd minni.
Eg geng að þv( einu sjálfsögðu, að
fólkið sé nú eins gott og vandað,
sem það var fyrrum, þegar guðhræðsl-
an var í öllu myrkri sínu — eg segi
ekki Ijósi sínu. Þess vegna kemur
mér ekki í hug að slá því fram, að
allar tilraunir séu árangurslausar við
þessa »rangsnúnu kynslóð«.
Verið getur, að einhver maður spyrji
á þessa leið:
Þarf fólkinu að leiðast nú, þegar
bækurnar og blöðin eru í hverju koti?
Eru eigi skemtifundir haldnir í sveit-
unum ? Getur fólkið ekki unað sér við
þetta?
Þessu svara eg þannig:
Fólkið unir við þetta að nokkuru
leyti í þeim sveitum, sem bezt eru
mannaðar. T. d. er það sjaldgæft, að
vinnufólk fari burt úr Mývatnssveit —
sjaldgæft í samanburði við það, sem
gerist í öðrum sveitum. En þar er
félagsskapur og glaðværð meiri en
annarsstaðar í sveitum hér á landi,
mun eg mega fullyrða. Náttúra þeirrar
sveitar hefir einnig nokkurs konar töfra-
vald yfir börnum sínum, og auðvelt
er þar um samgöngur vegna þess,
hvernig bygðin er vaxin. — Um bæk-
ur og blöð er það að segja, að ýms-
um mönnum eru þeir hlutir ómissandi,
en einkum eru það þeir menn, sem
seztir eru um kyrt og staðfest hafa
ráð sitt, sem fylgjast verulega með í
málefnum blaða og bóka. Það er ekki
algengt, að sveitafólk hlakki til blað-
anna, eða geri sér ómak til þess að
ná í þau. Helzt hefi eg orðið þess
var, að Norðurland hefir átt því láni
að fagna, og lesa þó margir sveita-
menn mörg blöð.
Jú, almenningur er sólginn í skemti-
legar sögur, sem fara vel — eins og lífið
ætti að fara, en fer ekki jafnan. —
En þegar um það er að ræða, hvernig
ráða skuli bætur á meinum þeim, sem
gerð eru að umtalsefni í þessari grein,
þá álít eg, að bækurnar og blöðin séu
þeir læknar, sem helzt kunna að ráða
bætur á þeim.
Eg lít svo á, að fólkinu þurfi ekki
að leiðast. Til þess þarf samt að breyta
hugsunarhættinum.
Ættjarðarástin þarf að vakna og
lifna. Fólkinu þarf að þykja vænt um
landið.
»Vötn og klungur varða öngu,«
segir Matthías okkar. En hann má
gera betri bæn, sá góði skáldmær-
ingur og signa sig. Eigum vér þá
ekki að elska móður okkar alla —
frá hvirfii til ilja ? Jú, vér eigum að
elska líkama hennar ásamt sálinni.
Eins er því varið, þegar um ætt-
jarðarástina er að ræða. Vér eigum
að elska Fjallkonuna alla saman frá
hvirfli til ilja— vötn og klungur, sveitir,
fólk, tungu, þjóðerni og alt saman.
Sérstaklega þarf fólkið að elska sveit-
ina sína — heimahagana. Þessar til-
finningar þarf að glæða og vekja. Það
verk verða blöðin að vinna, bækurnar
fyrirlestrarnir, skólarnir og — prest-
arnir mættu vera með. Þegar svo er
komið, að margir menn elska hverja
sveit í landinu, svo að þeir vilja leggja
krafta sfna í sölurnar fyrir hana, þá
leggjast þær ekki í eyði. Elskan rekur
leiðindin á flótta. Veit nokkur maður
dæmi þess, að elskendum leiðist, sem
saman eru, t. d. trúlofuðum hjónaefnum ?
Eg vil vona, að þeir tímar fari nú
í hönd, sem gera okkur bændunum
mögulegt að bjóða fólki voru betri
kosti, en nú gerist — hærra kaup,
rýmri húsakynni og betri, en nú er
kostur á alment. Ef mentamálin okk-
ar færast í betra horf, en þau eru
nú, getur vel verið, að fólkið geri
sanngjarnari kröfur til húsbændanna
og til lífsins yfirleitt, en nú á sér
stað. Eg hefi það fyrir satt, að kjör
vinnufólks séu verri í sumum Norður-
álfu-löndunum, en hér er alment. Fólk
hefir lágt kaup víðar, en hér á landi,
fæði er verra t. d. í Noregi meðal
verkafólks og jafnvel í Danmörk, en
hér gerist, og meiri munur gerður
þar á »fólkinu« og húsbændunum, en
hér á sér stað. Þetta er hulinn leyndar-
dómur íslenzku vinnufólki, því að hver
músin heldur, að verst sé í sinni holu.
Guðfræðin okkar þarf að komast
betur niður úr skýjunum, en hún hefir
enn þá komist. Eg segi ekki, að hún
skuli »detta« — detta niður um eld-
hússtrompinn. En hún ætti að koma
niður á jörðina. Hún ætti að koma
nær jafnréttishugmyndunum, en hennar
er vandi.
Eg geri ekki lltið úr kröfunum til
lífsins. En þó er hægt að gera þeim
of hátt undir höfði. Þegar um það er
að ræða að byggja landið, verða menn
að muna eftir einni gamalli og góðri
konu, þó hörð sé að sumu leyti; hún
heitir Sjálfsafneitun.
Þessi þjóð og einstaklingar hennar
eru háð sama lögmali og aðrar þjóðir,
því lögmáli, að engum tjáir að lifa
og láta eins og löngunin heimtar í
það og það skiftið. Vér þurfum ekki
að búast við, íslendingar, að vér get-
um lifað í sæld og aðgerðaleysi. Þess
er heldur ekki óskandi. Barátta fyrir
tilverunni er sjálfsögð, meðan heimur
stendur. Eitt aðalráðið til þess að
sætta þjóðina við líf sitt, er það að
minna hana á, að hún verði að gera
hóflegar kröfur til lífsins. Mennirnir
verða að leggja á sig haft. Unga
fólkið verður t. d. að una því að
vera undir eldra fólkið gefið, meðan
það er að ráða forráð fóta sinna.
Eg ann gyðju frelsisins, og met
hana mikils, eg ann henni hugástum.
En ekki er þar með sagt, að eg kalli
frelsisgyðju þá sömu veru, sem aðrir
menn flestir nefna svo. Eg skal ekki
fara langt út í það mál, en þó get
eg ekki látié vera að setja hér kafla
úr sögunni: Örðugasti hjallinn, eftir
Einar Hjörleifsson.
. . ,»Enginn veit, nema sá, sem
reynt hefir, hvað það er að ætla sér
að faðma gyðju frelsisins en lenda
í höndunum á flagðkonu og hafa ekki
mátt til að rífa sig burt frá henni.«
— Þetta er þeim mönnum sagt, sem
halda, að allir ávextir frelsisins séu í
lausamenskulandinu.
Eitt skyidi hver maður hafa hugfast
og það er þetta: Vegurinn upp á
hjalla menningarinnar er örðugur,
miklu örðugri, heldur en leiðin í lausa-
menskuna.
Annað vil eg sérstaklega taka fram:
Það fer jafnan saman, og hefir farið,
þetta tvent: þjóðmenning og ræktun
jarðarinnar. Flökkulíf (lausamenska) og
framfór eiga ekki samferð, að þvf er
séð verður af mannkynssögunni. Og
þó að menning sveitalífsins okkar ís-
lendinga sé ábótavant í mörgum efn-
um, þá er þó vafalaust jarðvegur í
sveitunum fyrir mörg fræ, sem borið
geta ávöxt í framtíðinni, ef ekki brest-
ur þolinmæði þjóðarinnar til þess að
bæta og byggja landið.
Eg get dregið hugsun mína saman
í þessi orð, eða aðalefni hennar:
Vekjum þjóðræktina í landslýðnum.
Vekjum ættjarðarástina, ástina til ættar-
stöðvanna og átthaganna. Opnum augu
sjálfra vor og annara fyrir fegurð náttúr-
unnar, þeirrar sem dauð er kölluð og
hinnar, sem vafalaust er gædd lífi og
limum.
Mentum þjóðina — hjartað fafnframt
höfðinu.
Myndir af íslenzkum mönnum.
í október kemur út í Kaupmanna-
höfn bók, sem heitir »De kgl. danske
Ridderordener«. í bók þessari eiga
að vera myndir og æviágrip allra
þeirra manna, sem sæmdir eru ein-
hverri danskri »orðu«, og enn eru á
lífi. Nú víkur svo við, að margir ís-
lendingar eru krossaðir. Einn er »kom-
mandör af fyrstu gráðu«: Magnús lands-
höfðingi. 1902 voru 25 íslendingar
»riddarar af dannebrog«, en danne-
brogsmenn munu vera 60—70 hér á
landi. Ef myndir af öllum þessum
mönnum standa í bókinni, eins og til
er ætlast, þá kemur í ljós stærra safn
af myndum íslenzkra merkismanna, en
dæmi eru til. A hverri síðu (í stóru
broti) verður að eins ein mynd. Bókin
á að kosta 15 kr., og hlýtur því að
vera mjög ódýr, því að marga menn
hefir konungur Dana krossað, sem enn
eru á lífi, eflaust á annað þúsund, ef
ekki fleiri.
Fyrsta gufuskip við hafnarbryggjuna.
Hafnarbryggjan við Akureyri er kom-
in svo langt, að nú má ganga til lands
úr gufuskipum. Plankar hafa verið
lagðir til bráðabirgða af sporðinum á
gömlu bryggjunni út á skipsflak það,
sem sökt hefir verið niður úti fyrir
honum, og 24. júlí lagðist gufuskipið
»Marz« utan að flakinu, svo að allir,
sem vilja, komast þurrum fótum og
bátlaust til meginlands. Vitanlega verð-
ur bryggjan veglegri með tímanum.
Eftirmæli.
Hinn 10. des. síðastl. andaðist, að Skútu-
stöðuin við Mývatn, ekkjan Þuríður Helga-
dóttir, fædd á sama stað 21. sept. 1823. For-
eldrar hennar voru merkishjónin Helgi
Ásnuindsson, Helgasonar, Haldórssonar, og
Helgu Sigmundardóttir frá Vindbelg, Árna-
sonar á Hofsstöðum, Illugasonar í Saltvík
(Illugaætt), en kona Sigmundar í Belg - og
móðir Helgu — var Steinvör Guðinundsdóttir
frá Vogum, Guðmundssonar, Kolbeinssonar
á Kálfaströnd (Kolbeinsætt).
Þuríður sál. ólst upp í foreldrahúsum
þangað-til vorið 1848, en fór þá á Sveinströnd,
og giftist þar 3. júlí s. á. Jóni Árnasyni,
Arasonar á Skútustöðum, Ólafssonar.
Reistu þau síðan næsta vor bú á Litlu-
strönd, og bjuggu þar í tíu ár, en fluttu
vorið eftir harða veturinn (1859) að Svínadal
í Kelduhverfi, og bjuggu þar í tólf ár.
Fluttust þau þá aftur í Mývatnssveit, í Skútu-
staði, og þar lifði Þuríður sál. það, seifl