Norðurland


Norðurland - 05.09.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 05.09.1903, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 5. september 1903. 50. blað. JCeyhirðingin og framfarirnar. Ritgjörð „Norðurlands" „Óþurk- arnir og heyhirðingin" virðist hafa vakið allmikla eftirtekt og umtal. Allir, sem vér vitum um, eru Nl. samdóma um það, að æskilegt væri, að menn sintu kryddheysverkun að meira eða minna leyti, einkum í ó- þurkum. En sumir að minsta kosti vilja ekki á það fallast, sem Nl. sagði, að það „gegni furðu, að menn skuli ekki hafa snúið sér að súrheysverk- un í jafnlangvinnum óþurkum". Þeir benda á það, að sumstaðar hafi mistekist súrheysverkun hér á landi, og að bændur hafi ekki efni á að leggja svo mikið fé í hættu. Mjög merkur maður ritar oss á þessa leið: „Frá mínu sjónarmiði er þetta (o: að menn hafa ekki snúið sér að súr- heysverkun) eigi furðanlegt. Hvað hefir verið gert til þess að kenna bændum að verka súrhey (eða sæt- hey)? Bóklega fræðslan er til þess að skýra, vekja skilning, minna á o. s. frv. En verklega fræðslan er engu síður nauðsynleg til þess að sýna framkvæmdina og gera hana tryggari. Gerum ráð fyrir að út kæmi bók um það, hvernig ætti að stýra skipi í ólgusjó. Eg efast um, að nokkur- um manni inundi þykja það furða, þó að sveitamenn vildu ekki taka að sér að stýra skipi í hafróti, og það þótt þeir kynnu bókina utan að. Eg skal ekki neita því, að bændur geta náð í bækur, sem gefa bend- ingu um súrheys (og sætheys) verkun. En sumpart ber þeim bókum ekki vel saman. Sumpart er þetta ekki einhlítt. Verkleg kensla er nauðsyn- leg í þessu, eins og hverjutn öðrum framkvæmdum. Pegar um framkvæmdir er að tefla, eru mörg smáviðvik, sem öll eru nauðsynleg. Eitt þeirra getur gleymst, og súrheyið (eða sætheyið) mishepn- ast fyrir gleymskuna. Bóndinn kann að gjörskemma heyið. En það er einmitt þetta, sem bændur og aðrir framkvæmdarmenn mega ekki við." Við þetta hefir NI. ekki annað að athuga en það, að hafi bændur í raun og veru gert sér ljóst, að þá vanti þekkingu til þess að verka hey sitt á þennan hátt —sé það þetta, sem er því til fyrirstöðu að vér losn- um við að vera veðráttunni jafn- stórkostlega háðir og nú — þá er al- veg bráðnauðsynlegt, að séð verði um að þeir fái þá fræðslu — fræðslu, sem er fullnægjandi og þeir geta treyst á að komi sér að haldi. Hér á Norðurlandi er vitaskuld sjaldgæft að voði standi af óþurk- um. Þó getur það komið fyrir, eins og í sumar. Og á síórum hlutum þessa lands eru óþurkasumurin miklu tíðari en þurkasumurin. Þar eru hey tiænda næstum því árlega í voða. Til dæmis að taka voru sumurin 1896, 97, 98, 99, 1900 og 1901 öll óþurkasumur á Suðurlandi, og á sumum þeirra kvað svo ramt að, að eldiviður þornaði ekki f sumum sveitum fyr en á haustin, og fólk var í standandi vandræðum að taka upp eld. Hér er því sannarlega ekki um neitt smáræði að tefla. Og svo bæt- ist það við, sem fullyrt er, að krydd- heyið er miklu kjarnbetra en þurkað hey, þó að ekki megi gefa það ein- tómt. Öllum virðist að minsta kosti koma saman um það, að mikill hagn- aður væri að því, hvernig sem viðrar, að verka há af túnum og síðslegið hey á þennan hátt. Mjög einfalt virðist vera að út- vega bændum þessa fræðslu. En auðvitað kostar hún dálítið fyrst í stað. Gerum t. d. ráð fyrir, að feng- inn væri maður, útlendur eða inn- lendur, sem kynni vel að því að verka kryddhey. Jafnframt væri svo samið við einhverja bændur um að mega verka hey hjá þeim á þennan hátt, og mönnum væri boðið að taka þátt í heyverkuninni. Á tiltekn- um degi kæmu kennari og nemendur og verkuðu heyið sem súrhey eða sæthey, þar til er kennarinn hefði fengið vissu fyrir, að nemendur væru orðnir leiknir í starfinu. Get- ur nokkur talið það ókleift? Það er með þetta eins og aðra atvinnuvegi vora: þekkinguna vantar til þess að drotna yfir náttúrunni. Það er landssjóður eða fulltrúar hans, stjórn og þing, setn á að bæta úr þeim þekkingarskorti og koma mönnum á rekspölinn, með því að sjá um að tilraunir séu gerðar, for- ganga sé veitt, mönnum sé leiðbeint og þeir fræddir um það, hvernig á að stunda atvinnuvegina á sem hag- kvæmastan hátt. Á þann hátt á að taka af skakkaföllin, svo að einstök- um framkvæmda og áhugamönnum, sem kunna að vilja brjótast í hinni og annari nýbreytni, verði ekki í- þyngt um of, trygging fáist fyrir því að nýbreytnin sé gerð af sem mestu viti, og loks til þess, að nokkuð verði úr nýbreytninni. Þessi stefna er nú stöðugt að ryðja sér til rúms meira og meira í sið- uðum heimi. Gætum að þeim ó- grynnum af fé og ekki síður af mannviti, sem nú er varið af þjóð- unum til þess að rannsaka hafið og skilyrðin fyrir fiskiveiðunum. Hver sem t. d. les þó ekki sé annað en skýrslu fiskiveiðastjórnarinnar norsku frá síðasta ári (1902 — 1903) og at- hugar, hvernig alt er verið að rann- saka og fræða menn um fiskiveið- um viðvíkjandi, af ríkisins hálfu, alt frá dýra- og jurtalífinu í sjónum til viðhalds á netjum, hann hlýtur að ganga úr skugga um, að þar er al- vara á ferðum. Alveg sams konar starf er verið að vinna fyrir land- búnaðinn. En engum ríður jafn-mikið á slíkri starfsemi og oss, sem ekki höfuni neinu auðmagni til að dreifa, oss, sem allir erum svo félitlir, að vér þolum ekki að verða fyrir neinu skakkafalli, oss, sem orðnir erum svo langt á eftir öðrum siðuðum þjóðum, að vér eygjum naumast, hvar þær eru á ferðinni, oss, sem búum á því landi, er ekki lætur af hendi við oss nema örlítinn hluta af gæðum sínum með öðru móti en því, að vér göngum harðlega eftir þeim, með aliri þeirri atorku, allri þeirri þekkingu, og öllu því mannviti, sem vér getum átt yfir að ráða. « Bækur. Aldamót. 12.ár. Ritstjóri Friðrik J. Bergmann Winnipeg. 1902. i. Hverjum augum, sem menn annars líta á þetta ársrit vesturíslenzku prest- anna, verða menn við það að kannast, að það vekur hugsanir hjá lesendum. Ár eftir ár er það að ræða stórmál þjóðlífs vors og stórmál mannsandans. Og þau mál, sem ritið skiftir sér af, eru venjulega rædd af svo miklum skörungsskap og einlægni sannfæring- arinnar, að það vekur ánægju og fylgi hjá þeim, sem sammála eru höfundun- um, og jafnframt að sjálfsögðu mótmæli, ef ekki í orði eða riti, þá í huga þeirra lesenda, sem ekki geta fallist á þær skoðanir, sem þar er verið að halda fram. Skoðanaþoka er þar engin. En öruggleikinn ekki ósjaldan allmiklu meiri en sannanirnar. Þrír af prestum kirkjufélagsins vestur- íslenzka hafa lagt skerf til þessa bindis »Aldamóta«: síra Jón Bjarnason, síra Björn B. Jónsson og ritstjórinn. Síra J. B. ríður á vaðið með fyrir- lestur, sem hann hefir flutt á kirkju- þingi að Garðar í fyrra sumar, og hann nefnir »Að Helgafelli«. Höfundurinn er einn af stórmennum þjóðar vorrar. Hann er gæddur þeirri gáfu að móta mannssálir. Enginn íslendingur hefir gert það eins mikið í Vesturheimi. Og áhrif hans eru líka mikil hér á landi. Því meiri ástæða er til þess að veita því nákvæma athygli, sem hann heldur fram, ekki síður því, sem var- II. ár. hugavert er og óholt, en hinu, sem æskilegt er að festist í hugum mánna. Texti höf. er nokkuð fáránlegur — en í sjálfu sér ekkert verri fyrir það: sú fyrirskipun Þórólfs Mostrarskeggs, að »eigi skyldi álfrek ganga« á þing- velli í Þórsnesi undir Helgafelli. Þennan helga þingvöll í Þórsnesi lætur höf. tákna nútíðarbókmentirnar íslenzku, að meðtöldum blöðum og tímaritum. Þann völl má ekki saurga; hann á að vera friðheilagur fyrir öllum óþverra. En mikið þykir höf. á það vanta, að þeirri helgi sé uppi haldið; ljóðabækurnar séu margar með saur- blettum, troðfullar af margvíslegum ó- þverra. Og siðferðismeðvitundin á ís- landi sé of veik til að taka þar í taumana. En út yfir taki þó sum blöð- in. Höf. viðhefir stór orð, þegar hann minnist á saurblöðin. Hann segir með- al annars: »Reitur sá, sem blöðin skipa, er óðum að færast út. Sumt af því bezta í andlegri eign þjóðarinnar birtist þar og að sjálfsögðu — mikið af viti, marg- ar sterkar og drengilegar framfarahugs- anir, mikið af góðum vilja til að lyfta fólki voru upp á hærra siðmenningar- stig. En eg fæ ekki betur séð en að þetta sé algjörlega ofurliði borið af þeim sæg íslenzkra blaðagreina, bæði ritstjórnargreina og aðsendra greina,þar sem ýmist heimska, eða léttúð, eða lygi og önnur samvizkulaus mannvonzka, eða jafnvel alt þetta í einu, er alráðandi.* Sem dæmi um saur í blöðunum bendir höf. á tvær greinar, harla ólík- ar, aðra í »Austra«, hina í »Bjarka«. »Austra«-greinin er hin alræmda, eftir Snæbjörn Arnljótsson, sem kom út í fyrra vetur. Síra J. B. segir frá áskor- un Snæbjarnar um að segja tafarlaust upp öllum blöðum andstæðingaflokks- ins, og telur hana afsakanlega út af fyrir sig. Svo heldur hann áfram: »En það, hvernig leitast er við að rökstyðja áskoran þessa, er með öllu óafsakanlegt, svívirðilegt, blygðunar- laust. Andstæðingarnir eru þar blátt áfram kallaðir »þjóðníðingar«, sem vísvitandi sé að draga landslýðinn á tálar. Illvilji, ódrengskapur, blekkingar- rógur, föðurlandssvik — með þessum orðum er öll þeirra framkoma einkend í greininni. Og svo er þar enn frem- ur verið að dylgja um það, að á bak við útgefendur og ritstjóra allra þess- ara blaða, sem heyra til andstæðinga- flokknum, standi útlent auðvald með svo og svo stóran mútusjóð, er þeim mönnum sé úr miðlað til launa fyrir níðingsverk þeirra og föðurlandssvik. Og meðfram á þetta mútufé að vera komið héðan frá Ameríku. Mundi ekki þetta vera saur? Mundi ekki hvert blað, sem innhýsir annan eins óþverra — svona heimskulega og ljóta lygi um suma ágætustu menn þjóðarinnar —, verðskulda það að vera kallað saur-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.