Norðurland


Norðurland - 05.09.1903, Blaðsíða 4

Norðurland - 05.09.1903, Blaðsíða 4
Nl. 200 nokkura daga og listakonan íslenzka, frk. Nielsen frá Khöfn, sem saumar út myndir af mestri snild. Ögmundur Sigurðsson kenn- ari kom hingað í fyrradag með danskan kaupmann, hr. Rasmussen, frá Leith, sunn- an úr Rvík. Cand. Jón Jóhannessen kom líka þann dag með enska frú sunnan að, hafði fylgt henni yfif Sprengisand. 140 veiðiskip voru talin frá Látrum í fjarðarmynninu, á svæðinu frá Gjögrum og vestur að Siglunesi á miðvikudaginn var. Aflabrögð. Þorskafli allgóður fyrir utan Hrísey, en þó fremur mishittur. Innan til á firðinum aflareytingur, þegar beita fæst. Síldarafli enginn, fyr en kemur út úr firðinum. Þessa viku hafa komið inn „Fremad" með 6000 fiskjar og „Geysir" með 6000. Mörg reknetaskip hafa komið, bæði innlend og útlend, öll með góðan afla. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] Hún bar lítið skynbragð á skip, en samt skildist henni það, að hreyfingurinn, titr- ingurinn á glösunum og niðurinn í öldunum stafaði af því, að skipið væri á hraðri ferð og nú væri tekið að hvessa. Hún hélt, að þeir mundu ætla til vitans mikla vestan við Krónstað, og svo muudi skipið tafar- laust snúa við og halda fram með norður- ströndinni til þessa nýja fangelsis, sem hún átti í vændum. Þá væri frelsistíminn indæli um garð genginn, og dyrnar á einhverjum klefanum mundu þá Iokast á eftir henni miskunnarlaust. En gufuskipinu var ekki snúið við, heldur hélt það áfram stefnunni í áttina til Eystrasalts, og hún gat ekki skilið, hvernig á því stóð, og kvaldi sjálfa sig með hugsunum, þar til er Páll kom alt í einu inn í káetuna með skínandi saltkryst- alla á olíukápunni og dögg hafsins á kinn- um sér. Hún Ieit þegjandi á hann spurnar- augum, og hann svaraði, en ekki á þann hátt, sem hún vildi. »Þú hefir hvorki eld né Ijós,« sagði hann glaðlega; »svona er þér fagnað á »Esmer- öldu«. Jæja, það verður nú bráðum betra.« Hún tók um votar hendurnar á honum og þrýsti þeim að vörum sér. »PáII,« sagði hún, »í guðs bænum, segðu mér hvað þetta á að þýða. Hvar er eg, og hvert ertu að fara með mig?« Hann kysti hana blíðlega á ennið. »Eg er að fara með þig til Lundúna, til vina þinna,« sagði hann. »Það er ekki satt,« svaraði hún óþolin- móðlega, »það er ekki satt, elsku-vinur, þú ert að fara með mig til Katrínarvígisins; eg heyrði þá segja það.< »Ef þú heldur, að eg segi það ekki satt, Marian, þá komdu með mér upp á þilfarið og sjáðu vitann, þér er best að koma strax, því að við fáum aldrei framar að sjá Krón- stað.« Hann beið þess ekki, að hún svaraði neinu, en fór á undan henni upp á þilfarið. Þegar hún stóð þarna hjá honum, var golan svo stinn, að særokið fór í augun á henni; hún varð að halda sér við hann dálitla stund og gat ekkert séð; en rétt á eftir náði hún fótfestu við meginsigluna. Þaðan leit hún út yfir vatnið og sá stórt, hvítt ljós, sem hékk eins og eldhnöttur í loftinu nyrzt yfir eynni. Hún mintist þess, að hún hafði séð þetta Ijós í fyrsta sinn, þegar hún kom til Rússlands; en nú átti hún ekki að sjá það framar. Gufubátnum var ekki snúið við, eins og hún hafði haldið að verða mundi; hann hélt stefnunni beint til hafs; hún þorði ekki að spyrja, hvernig á þess- ari stefnu stæði. »Jæja,« sagði Páll, »trúir þú mér þá? Þarna er vitinn. Þú sér hann aldrei framar.< Hún fór að titra við orð hans. »AIdrei framar — og þú?« Skugga brá yfir andlitið á honum. »Mér stendur alveg á sama. Eg er orð- inn leiður á Krónstað og vinum mínum þar; eg verð að Ieita mér að nýjum vin- um á Englandi. Svo geri eg líka ættjörð minni greiða með því að taka að mér mann- eskju, sem hefir verið óvinur hennar. Heyrðu, Marian litla, þú ætlar vonandi ekki að vera óvinur Rússlands lengur?« Hann tók hana inn undir olfukápuna og kysti á varirnar, sem nú var snúið upp á móti honuna; en hún sagði ekkert; hún gat ekki í svipinn gert sér fulla grein fyrir því, sem hann lagði í sölurnar fyrir hana af svo fúsum vilja. Af öllum þeim hugsunum, sem flyktust saman í sál hennar, bar mest á þeirri, að hann hafði bjargað henni frá kviksetning. »Eg skil þig ekki,« sagði hún loksins. »Eg veit ekki hvað það er, sem þú ert að segja við mig. Þetta er ekki satt, Páll, það getur ekki verið satt!« >Þú segir mér á morgun, hvort það er satt eða ekki,« svaraði hann glaðlega; >en nú verðum við að hugsa um kvöldmatinn, og eftir kvöldmatinn verðum við að hugsa um að hvíla okkur. Það er kominn tími til þess að við kveikjum í salnum. Þú ert orðin þreytt, Marian.< Hún ætlaði að fara að segja honum, að það væri gleðiþreyta, sem að henni gengi. Þá brá fyrir Ijósglampa frá eyjunum langt í burt, og drunur stórrar fallbyssu bárust út yfir dökt vatnið, líkt og þrumur í fjarska. »Heyrðu,« sagði hún og hrökk við. »Þeir eru að skjóta úr fallbyssu frá vitanum.« Páll sneri sér við óþolinmóðlega. >Það er kveðjuskot, góða mín.« »Eg er aftur farin að hugsa um skugg- ana,« sagði hún og fór hrollur um hana. Svo spurði hún: »Páll, hver á þetta skip?« »Það á eg, Marian.« »Og þú hafðir Ieyfi kastalastjórans til þess að fara með mig burt úr Alexanders- víginu?« »Já, hvernig ættir þú annars að vera hingað komin?« »Hann hefir þá Iátið mig lausa?« Páll hló. »Þú kemur með of margar spurningar, Marian, og kvöldmaturinn bíður.« Nú var skotið öðru skoti frá vitamúr- unum. Þá fór brosið af andlitinu á Páli. Hann gat ekki lengur dulið þann mikla ótta, sem hann hafði búið yfir, síðan er skipið fór frá Alexandersvíginu. Þ. 27. ágúst síðastl. andaðist faðir minn, Jakob Jónsson. Jarðarför hans fer fram frá heim- ili mínu þriðjudaginn þ. 8. þ. m. og byrjar kl. 11 '/2 f. h. Oddeyri 2. sept. 1903. Frímann Jakobsson. Prjónavélar beztar og ódýrastar hjá Otto Tulinius. Loft-Rosetfer fást hjá Otto Tulinius. Ljár og strigatreyja tapaðist nýlega frá Akureyri fram að Gili. Finnandi skili á skrifst. Nls. Ef þeir, sem eg hefi lánað: Kvæðabók Or. Thomsens, — B. Gröndals, — P. Ólafss. og Ólafs sögu Haraldssonar, vildu skila mér þeim aftur, skyldi eg vera þeim mjög þakklátur þar fyrir. J Sf. Scheuing. Yandaður og sterkur danskur — ekki þýzkur — skófatnaður, af ýmsum tegundum og öllum stærðum, handa konum, körlum og börnum, úr chewreux, boxcalf og fleiri ágætum skinnum. Innlendur skófatnaður er saumaður eftir máli úr sömu efnum og fljótt afgreiddur. Stígvélaáburður og sverta á fínni skó og stígvél, sem hvorki eyðir leðr- inu né feygir saumgarnið, heldur heldur því við. — Sjálfblankandi sverta. Alt ódýrt mót borgun út í hönd, þeningum eða vörum. Akureyri 21. ág. 1903. Jakob JSíslason. TIL SÖLU: 4 bátar með seglum og öllum út- búnaði til síldar eða fiskiveiða. Sömuleiðis net, kútar og dregg. Alt nýtt og vel vandað. Akureyri 25. júlí 1903. Jóhann Vigfússon. erject skilvindan ENDUR- BÆTTA fæst að jafnaði við Gudm. Efterfl.s verzlun. SMJÖR og EGG kaupir Sudm. dfterfl. s oerzlun. ^fsláttarhesta kaupir undirritaður á komandi hausti. Joh. Christensen. Kost og húsnæði geta nokkurar kvennaskólastúlkur fengið nálægt skólanum. Ritst. ávísar. Sonduliij er bezta blanksverta sem hægt er að fá. Noti maður hana, sparast tími og peningar, og skófatnaðurinn er ekki brendur, eins og gert er tneð vana- legri svertu. Jakob Gíslason. Skilvinduolíu selur enginn ódýrari en Jakob Gíslason. ^minr keypt í carl höepf- OIIIJUI NERS verzlun. Joh. Christensen. ÍÖT GÓÐ KÝR, sex vetra, jólbær, er til kaups í haust. — Ritstjórinn ávísar. Sauðárkrók er til sölu nýtt og vandað ÍBÚÐARHÚS, stærð 10x12 ál. með mjög góðri herbergjaskipun og ágætum kjallara. Verð lágt og borgunarskilmálar góðir. Lysthaf- endur snúi sér til Eggerts Kristjáns- sonar söðlasmiðs á Sauðárkrók, sem SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROGAT Kjöbenhavn. J. ffjorth & Co. fjúpna- og huítfuglafiðuf kaupir Joh. Christensen. Vindlauerksmiðja OTTO TULINIUS hefir nú mik- ið af vindlum ódýrum eftir gæðum. Fást hjá flestum kaupmönnum. rjáuiður í gmsum teg- undum er til sölu hjá Sigtr, Jónssyni & 3)auið Sigurðssyni. pot,rQ í tt Hinn eini útsölu- UI lUd. maður á Akureyri fyrir skilvindur frá Burmeister & Wain selur hina ágætu endurbættu „Perfect" skilvindu með betri kjör- um en nokkur annar. Sigvaldi Pórsteinsson. WHISKY Wm. Ford & Son stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K- Crawfords Ijúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London stofnað 1813. Einkasali fyrir Island og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K. THE EDINBURGH ROPERIE & SAILCLOTH Co. Ltd. Glasgow stofn- sett 1750 býr til fiskilínur,hákarlalínur, kaðla, netjagarn, seglgarn, segldúka, vatnsheldar presenningar o. fl. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K. fálka neftóbakið er bezta neftóbakið. t.Norðurland** kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.