Norðurland


Norðurland - 03.10.1903, Side 3

Norðurland - 03.10.1903, Side 3
Heim að Ólafsdal. Eftir Pál Stefánsson frá Þverá. II. (Síðari kafli.) Vilji maður hafa sauðfjárrækt þar, þá er það mjög auðvelt; fénaðargeymsla þar heima er mjög hæg, og eins og áð- ur hefir sagt verið er land þar kjarn- gott. En Ólafsdal tilheyra jarðir út f Saur- bæ með góðum engjum, sem til bóta standa, og má hvort sem vill hafa fé þar útfrá eða flytja heyið heim, sem er engin frágangssök; og landrými er mikið úti í Saurbæ, og því réttara eða hagsýnna að hafa fé þar útfrá, eins og Torfi gerir. Hvað þá ástæðuna áhrærir, að jörð- inni sé illa í sveit komið — standi af- skekt — þá er það hreinasti misskiln- ingur, og eins með aðdrætti eða vöru- flutninga til heimilisins. Vöruflutningur getur allur fram farið á sjó, utan úr Skarðstöð, en svo er ekki nema bið- stundaratriði, hvenær sigling kemur inn á Gilsfjörð — Salthólmavík — og verður það um klukkustundar róður frá Ólafsdal, en út í Skarðstöð um 4 klst. róður. Þetta, að því hefir verið haldið fram, að aðflutningar væru þar svo erfiðir, er gamalt, og stafar frá þeim tfma, er sækja varð út í Stykkishólm. Nú er því hætt, síðan sigling og verzlun kom í Skarðstöð. Hitt atriðið, að Ólafsdal sé illa í sveit komið, er blátt áfram til orðið af ókunnugleik manna. Auðvitað er það rétt, að Ólafsdalur stendur af- skektur — ekki inni í miðri sveit. En þegar talað er um, að stáð sé vel eða illa í sveit komið, þá er miðað við þær samgöngur, sem staðurinn nýtur. Um Ólafsdal liggur póstvegur, og þar mætast allar samgöngur fyrir Vesturland. Um Ólafsdal leggja allir, sem að norðan og austan koma, leið sína, og eins þeir, er að sunnan koma og norður eða vestur fara, og er því sízt um samgönguleysi að kvarta, enda eru betri samgöngur við langferða- nienn heldur en mikill erill af inn- sveitarmönnum. Skynsamlega skoðað verður ekki fundið, að Ólafsdalur hafi nokkura þá annmarka við sig, sem geri hann ó- hæfan til að vera búnaðarskólajörð, og lítillar viðreisnar þurfum vér að vænta, ef vér fórum þannig í fram- tíðinni með þær umbætur, sem vér gerum á jörðum vorum, sem nú sýn- ist vera til stofnað og unnið að með kappi af þeim, er leggja vilja niður Ólafsdalsskóla í framtíðinni. Og illa mun það mælast fyrir á sínum tíma, að ónýta þannig framkvæmdir og mikil- fengleg verk eins bezta manns þjóðar- innar, manns, sem öll þjóðin má þykj- ast af. En viðhald þeirra verka er ó- mögulegt með öðru móti en því, að þar sé búnaðarskóli áfram, enda hafa framkvæmdir allar til þessa dags verið við það miðaðar. Og ekki kennir mikils metnaðar hjá Vestfirðingum, sem maður verður að viðurkenna að eiga forgangsrétt að heiðri þeim og sóma, sem Torfi hefir gert þjóð sinni, ef þeir láta það við- gangast og styðja að því af alefli, að Ólafsdalsskóli verði lagður niður, fyrsti búnaðarskóli landsins og sá skólinn, sem langmesta aðsókn hefir fengið og mests álits notið alment hjá þjóðinni, 7 NI. undir stjórn þess manns, sem verður að teljast frumherji í búnaðarsögu ís- lands og frömuður allra búnaðarfram- fara á íslandi. Starfsemi Torfa fyrir búnað Islands og framtíð þessa lands er spegill, sem búnaðarframtíð þessa lands speglar sig í. Og eins og dalurinn og fjöllin spegl- uðu sig í firðinum, þegar eg reið heim að Ólafsdal, eins mun alt það, er mað- ur sér hér, og öll þau góðu áhrif, sem maður verður hér fyrir, spegla sig og endurtaka sig í sálum þjóðar vorrar. « Innbrofsþjófnaöur var framinn í fyrri nótt í verzlunarhús kaupmanns O. Zoega hér í bænum, segir ísafold 12. f. m. Hafði þjófurinn brotið rúðu í skrifstofuglugga á norðurhlið verzl- unarhússins, er frá götunni veit, og skriðið þar inn um úr stiga, er hann hafði náð f allskamt þaðan og reist upp við gluggann. Púlt er í skrifstofunni og peningar geymd- ir í því öðru hvoru. Hafði þjófurinn ætlað að sprengja upp púltið en ekki tekist, enda að líkindum ekki haft til þess önnur áhöld en fiskhníf, er hann svo notaði til að tálga með stykki úr púltlokinu, er ekki tókst að sprengja það upp. Hafði hann tálgað púlt- lokið þar til er læsingarjárnið lá eftir í skránni en púltið var opið. í púltinu var kassi með peningum í, eitthvað á 7. hundr- að krónur, og stóð lykillinn í skránni. Hirti þjófurinn peningana, en skildi eftir kassann á gólfinu og hnífinn á púltinu. Grunaður um verknaöinn og þegar tek- inn fastur er færeyskur sjómaður, Tomas J. Thomsen, er var í sumar háseti á einu af skipum O. Zoega. Þorvaldur lögregluþjónn Björnsson hafði komist á snoðir um að maður þessi hefði haft ótrúlega mikið af peningum milli handa í gær og keypt ýmislegt hér í búðunum, 2 vindlakassa, Whiskyflöskur o fl. Fór hann þá að spyrjast fyrir um manninn og frétti, að hann væri kominn eitthvað áleiðis inn að Kleppi og ætlaði að fara þaðan með gufuskipi, er þar lægi ferðbúið. Brá Þor- valdur þegar við, hitti Tomas í laugunum og tók hann þar fastan. Hafði hann þá á sér 500 kr. Situr hann nú ( hegningarhús- inn meðan hann er að átta sig á, hvar hann hafi eignast þetta fé. Bæjarstjórnarfundir. Mánud. 7. sept. Bæjarstjórnin taldi nauðsynlegt að taka í einu lagi lán til hafnarbryggjanna á Akureyri og Torfunefi og til vatnsveitunnar og sam- þykti að fela póstmeistara Sig Briem í Reykja- vík, eða þeim, sem hann setur í sinn stað, að taka fyrir hönd kaupstaðarins alt að 35 þús. kr. lán I landsbankanum. Samþykt útmæling á landi til Ræktunar- fjelags Norðurlands samkvæmt uppdrætti og mælingu Stefáns Kristjánssonar alls 25 tún- dagsláttur og 15V2 ferhyrningsfaðmar. Þriðjud. 22. sept. Veitt beiðni frá Frímanni Jakobssyni um lóð undir hús við Brekkugötu, að svo miklu leyti, sem það nær til bæjarstjórnarinnar og ákveðið að selja beiðanda lóðina fyrir venjulegt verð. Jóni Pálmasyni, ísleifi OddssyniogTryggva Ouðmundssyni veitt aðsetursleyfi. Ákveðið að bæta við 4. bekk í barnaskól- anum í vetur og koma leikhússtofunni í lag til þess, þó með það fyrir augum, að áður samþykt stækkun fari fram næsta vor. Rædd áætlun fyrir 1904 í fyrra sinn. Samþykt beiðni frá skólastjóra J. A. Hjalta- lín um ókeypis lóð undir fyrirhugaðan skóla í norðausturhorni Eyrarlandstúns, eina dag- sláttu. Pétri Þorgrímssyni og Sigurði járnsmið Sigurðssyni leigð til erfðafestu tungan fyrir norðan Naustaveg og milli vegarins með því skilyrði, að þeir borgi í erfðafestugjald 1 kr. af dagsláttu auk venjulegs lóðargjalds, og gegn því, að þeir afsali sér lóðinni fyrir 300 kr. dagsláttuna, ef bærinn þarf hennar við til vega eða húsagjörðar. Beiðni frá Davíð Sigurðssyni um land til erfðafestu í Naustalandi vísað til Eyrarlands- nefndar og beiðni frá Magnúsi Kristjánssyni sömuleiðis. Miðvikud. 30 sept. Rædd áætlun fyrir 1904 í annað sinn, samþykt og undirskrifuð. Barnaskólamálinu frestað til næsta fundar, af því að sóknarprestur var ekki viðstaddur. 77 böin höfðu verið skrifuð á skólaskrá, en búist við miklu fieirum. Bæjarfógeti tilkynti bréf landshöfðingja frá 7. sept., sem samþykkir að bæta við tveimur bæjarfulltrúum. Davíð Sigurðssyni leigðar til erfðafestu með sömu kjörum og skilmálum og Sig. Sigurðssyni og Pétri Þorgrímssyni alt að 8 dagsláttur í Naustaiandi, norðan við Nausta- tún og Magnúsi Kristjánssyni með sömu kjörum og skilmálum 5 dagsl. sunnan við gróðrarstöðina í Naustagili. Gagnfræðaskólinn var settur 1. þ. m., en óvíst er enn, hve margir nemendur verða á honum í vetur. Hlutafélagsbankinn. Sú flugufregn kom með »Ceres“ um daginn, að íslandsráðgjafinn muni ætla að lengja eltthvað bankastofnunar-frestinn, sem þeim Arntzen og Warburg er settur í lög- unum um hlutafélagsbankann. Annars hefir ekkert um það frézt, hvernig um banka- málið muni fara. Tíðarfar. Vætur miklar þessa viku, þangað til í gær og dag, er upp birti. Síldarverð erlendis er eftir fréttum með »Mjölni« 12—14 kr. fyrir stóra reknetasíld, en alt að 22 kr. fyrir feita >millisíld«. '4 Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] »Það er of seint nú,« sagði hann með dapurlegu brosi. Káetuhurðinni var lokið upp, meðan hann var að segja þetta, og andlitið á Reuben birtist; enn var sama glottið á því. Páll stóð upp tafarlaust. »Er nokkuð, sem þér viljið segja mér, Reuben>< »Það er um koIin.< »Þá kem eg undir eins.< En við Marian sagði hann: »Nú verður þú að sofa, góða mín. Snemma á morgun verðum við komin út á Eystra- salt og um sólsetur verðum við í Stokk- hólmi. Þá getum við farið að hugsa um England.< Hún brá vörunum upp að andliti hans og vafði sig aftur blíðlega upp að honum. Orðin, sem hann hafði sagt, að vinir hans mundu kalla hann Iandráðamann, kváðu við í eyrum hennar. Hún var að hugsa um þau, eftir er hann var farinn frá henni, og hún gat ekki sofnað fyrir þeim. Alt þetta, sem hann lagði í sölurnar, skarst inn í hjarta hennar og eitraði gleymsku- bikarinn, sem hún hefði svo fegin viljað drekka til botns. En Páll flýtti sér upp á þilfarfð, og jafn- skjótt sem hann var þangað kominn, vissi hann, hvers vegna Reuben hafði kallað á hann. Þarna hinumegin, í hafnarátt, lék stór, gullslitur Ijósbogi á hafinu. Stundum lyftist hann upp á við, stundum skauzt hann út yfir vatnið og breiddi úr, stund- um glampaði hann eins og stjarna. Dulur urðu ekki á það dregnar, fyrir þeim, sem á >Esmeröldu< voru, hvernig á þessu Ijósi stæði. Ritsíminn hafði unnið sitt verk. Skip hafði lagt á stað frá Krónstað og var að leita í flóanum að gufubátnum, sem ætl- aði að flytja svo dýrmæt leyndarmál frá höfnum Rússlands. »Guð hjálpi elskunni minni!< sagði Páll, þegar hann sá Ijósið. Annað sagði hann ekki. XIII. Um nóttina. »EsmeraIda« stefndi nær því beint í vestur. Ljós var ekki lengur á lömpunum í káetunum, ekkert ljós á skipinu og eng- inn glóandi reykur yfir reykháfnum. Skrúf- an titraði og öldurnar lömdust við kinn- ungana; annar3 ekkert hljóð í kjölsoginu. Skipið klauf öldurnar og þaut áfram líkast lifandi veru. Enn hafði ekki Ijósboginn, sem Iá á sjónum eins og gullslitur dúkur, þanist svo langt út, að geislar hans næðu skipinu. >Esmeralda< stefndi rétt þá stund- ina norður á við og skipverjar horfðu á ljósbogann í óumræðilegri æsingu. Þeir kreptu hnefana, þegar Iampinn mikli sner- ist í hring og ofbirta kom í augun á þeim, en myrkrið hélt áfram að veita þeim Iið. Nóttin drottnaði á hafinu, á þeim stöðum undanteknum, þar sem ljósið mikla dreifði gulli sínu yfir öldurnar, og nóttin gat enn bjargað »Esmeröldu«, ef forlögin voru á hennar bandi. Ifppboðsauglýsing. Samkvæmt fyrirmælum Iands- höfðingjans yfir íslandi verður opinbert uppboð sett og haldið á Möðruvöllum í Hörgárdal miðvikudaginn hinn 14. p. mán. til að selja leikfimishús gagn- fræðaskólans, er par stendur, pó svo, að salan verður ekki endi- leg fyr en landsstjórnin hefir lagt sampykki sitt á boðið. Uppboðið byrjar kl. 1 eftir hádegi, og verða skilmálar birtir á undan uppboðinu. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu i. okt. i903. Kl. Jónsson. eir, sem hafa pantað hjá mér prjónaband, eru vinsamlegast beðnir að vitja þess sem fyrst. Ný sýnishorn komu með Ceres. Akureyri i. október 1903. Rolf Johansen. JKustads t 1 ,T í s/njörlíki ! flyzt, og fœi flestum ki mönnun

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.