Norðurland


Norðurland - 30.01.1904, Síða 2

Norðurland - 30.01.1904, Síða 2
Nl. Sumarkoma. (Brot úr gömlu kvæði.) Marga gleði myrkrið fól manni vökuleiðum. Seinfær ertu, óttusól, austan af Bjarma heiðum. Vermireitum verður þungt. Varla fanst í letri saman frosið sumar ungt svona gömlum vetri. Ske má seinna, að rós í rein röggvist sólar boðum, þó að birtist svanna og svein sumar í hvítavoðum. * * * Kom þú, sól, með sannleik þinn, sintu tárum mínum. Þau eru’ að hrópa’ í austrið inn eftir geislum þínum. Láttu alt þitt líf og blóð lífga fræ í sandi, ef 'að skyti ungri þjóð upp úr gömlu landi. Jón Þorsteinsson. * Hríð. Bærir fangið felmtruð jörð. Færist þang um æginn. Slær á vanga hríðin hörð hærulangan daginn. Jón Þorsteinsson. of snemma hinu góða í kirkjutrúnni og alt fer í rugl og óvissu, áður en hið nýja fær rót og stofn. Hvað kost- aði að koma kristninni upp? Hvað kostaði siðabótin, þó hennar bezta inspíratión dæi í fæðingunni? Eins færi enn, ef hrapað væri að málunum. En hvað um það. Guðs vegir eru ekki vorir vegir og — ekki einu sinni prestanna — meinar Esaías! Eitthvað verður að gera vitandi vits. Fráfallið er orðið voðalegt, og blint íhald, enda þrátt fyrir beztu meiningu, er orðið stórum siðspillandi og líjsháski í sjálfri kirkjunni — eins og Harnack og ótal aðrir vinir kristinnar trúar sífelt brýna fyrir mönnum. Og nærri því brosleg verður sú »theódike« (o: vörn fyrir guð), þegar kent er — eins og í sjálfu sér er öldungis rétt — að kenningin um eilífa útskúfun sé fóturinn undir hinni »réttu kirkjutrú«! Þessi gamli lærdómur um eilífa glöt- un, er svo gjörfallinn í gangverði, að jafnvel þeir, sem ímynda sér að þeir trúi honum, virðast afar-lítið á honum byggja. En ríði nú til falls með honum ótal aðrar staðhæfingar og máske sjálfir sáluhjálparlærdómarnir: hvað á þá að segja? Eða er vit og skyn mannsand- ans fyrirboðinn ávöxtur? Er efi hjá- kvæmilegur og öll rannsókn og íhug- un til að sigra hann samt óleyfileg? Hvað er trú? Hvað er vantrú nú á dögum? Er slíkt — eins og barið er oft við — beinlínis siðferðis-spmsmiXf Það kenna engir menn með öllum mjalla. Þeim herrum Harnack og Unitara-skörungunum gengur gott til að aftra »glæp rétttrúunarinnar«, (sbr. kenningar síra Klaveness og prófessor Jægers í Noregi) og kreddu ofstækis- Íns. Þeim gengur sannleiksást til og lifandi löngun til að verja siðmenning kristindómsins, sem nú um aldamótin 70 — einmitt nú um aldamótin — er á stórfeldu doða- ef ekki afturfararstigi. En —vestanhafsprestarnir? Eg gleymi þeim, síra Birni t. d. og fyrirlestri hans, »Straumar«. Sú tala er einmitt gott sýnishorn um það, sem milli ber, og höf. er hreinskilinn og ráðvandur og skiftir vel sól og vindi. En hvernig mundi nú síra Björn hugsa sér, að nokkurnveginn upplýstur lesari ræðu hans fari að álykta? Er ekki slfk hreinskilni hættuleg, bróðir Björn? Eg hefði heldur þagað í þínum sporum. En úr því höf. tilfærir trúar- játninga flokka, sem hann telur utan vébanda kristindómsins, því kom hann ekki með »Spurningar« dr. Channings, eða einhverjar trúarjátningar hinna ensku skörunga, bæði í biskupakirkj- unni og fyrir utan hana? Nei! Því í Ameríku eru rétttrúað'r menn »mikið í móðnum«, eins og hann kemst að orði í öðru sambandi. En ekki er það hyggilegt að hlaupa frá altarinu í barnslega rétttrúaðri kirkju og segja söfnuðinum blákalt frá lífsskoðunum /?. W. Trine’s, og þeirra Ethical Culture-manna. Því aðr- ir lágu miklu nær. »í honum erum vér, lifum og hrærumst,« er skoðun allra dugandi spekinga og vísinda- manna — nema þeirra Ethical Culture- herra og fáeinna Pósitívista. Það er falleg og sönn setning hjá sfra Birni Jónssyni, þessi: »Reynslan mun sýna, að öll viðleitni til að skapa helgunina án trúar, er ómöguleg, af sömu á- stæðu sem ómögulegt er að fá full- þroskað korn, nema fyrst sé til korn- stöng.« Þannig lifir guðlegt vfðsýni í mesta mannlegu þröngsýni! Jæja þá! Hafið það hvernig sem þið viljið, því eg er þegar þagnaður. Og hafi eg af sannleiksást opnað við og við munninn um trúarkend mál, kallar síra Jón minn Helgason sjálfur það vaðal, og síra Bergmann minn segir, að eg muni verða kirkjunni til ills og ónæðis, svo lengi sem hún láti mig »draga sína kerru«. Ekki er vitnis- burðurinn valinn!! Samt sem áður munum við vera sáttir og sammála í ýmsum öðrum greinum, enda vilja þeir og sjálfsagt fleiri samþykkja þá sannfæring manns á grafarbakkanum, að manneskjan lifir aldrei í fullum friði né til fullra nota á jörðunni, nema hún finni sinn guð og það verði hennar ástríða að eiga hann og lifa og deyja f sameiningu við hann. En — hávaðiiin af kreddunum má svo mín vegna fara á Forngripasafnið, lifa með og haldast í heiðri meðan vært er, alveg eins og aðrir »helgir dómar«, en — fara svo á safnið! í guðs friði! VeOurathuranir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftlr Vallý Síefdnsson 1904. Jan. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. Loftrog (þuml.) Hiti (C.) * '< 3 10 *o W >'G & n E 2? cn ^ Úrkoma j Fd. 15. 74.5 -7-10.5 0 10 -f- 15.o Ld. 16. 75.8 -í- 9.8 0 2 -f- 17.o Sd. 17. 74.6 + 5.0 SV 1 10 -f- 15.7 Md.18. 74.1 + 2.. SV 3 9 s + 0.4 Þd. 19. 74.o 8.3 SV 3 3 R -f- 1.J Md.20. 73.0 -4- 3.5 SV 2 8 -4- 3.1 Fd. 21. 76.4 -f- 3.4 SV 1 9 -4- 9.8 Fd. 22. 74.6 + 5.4 SV 2 9 -4- 5.4 Breytingafýsn íslendinga. í 50. tbl. Nl. (II. árg.), er mikið haft á móti þeirri staðhæfingu síra Jóns Bjarnasonar í »Aldamótum« XII, að það sé nýungagirni, breytingafýsn, byltingatilhneiging, sem einkenni þjóð- flokk vorn á þessum síðustu tímum, og slík staðhæfing jafnvel talin »hlægi- leg í augum þeirra manna, sem nokk- uð hafa athugað þetta mál.« En um þetta efni má margt segja með og mót, og það cr sérlega mikil- vægt efni, og því sýnist mér engin vanþörf á, að það sé nokkuð skoðað frá öðru sjónarmiði en ritstjóri Nl. hefir gert. Þótt segja megi, að þjóðin búi yfir- leitt í sams konar hfbýlum eins og fyrir 1000 árum, þá er það engin sönnun fyrir því, að hún vilji ekki breyta hfbýlum sínum til batnaðar, heldur kemur slíkt blátt áfram af fá- tækt landsmanna. Þeir geta ekki breytt þeim eins og þeir vilja. Hversu margir hafa ekki stofnað sér í stórskuldir og vandræði og jafnvel gjaldþrot með því að ráðast í húsabætur, sem þeim voru of kostnaðarsamar? Og þegar vöxtur kaupstaðanna á næstliðinni öld er tekinn til greina, þá verður það þó ekki svo lítill hluti þjóðarinnar, sem býr í steinhúsum og timburhús- um með ofnum og eldavélum og öðr- um útlendum húsgögnum. Sama má að nokkuru leyti segja um búskaparlagið og vinnuaðferðina. Það er örbirgð landsmanna, sem veld- ur því, að hér hefir engin stórkostleg breyting orðið f þeim greinum, en viljann hefir sannarlega ekki vantað, og margur hefir þar ráðist í nýbreytni, sem efnum hans var ofvaxin, leiðst til að kaupa ónýtar eða tvísýnar sláttu- vélar, rakstrarvélar, móvélar, tóvélar o. fl. En þar sem nýbreytnin hefir verið kostnaðarlítil og sýnilega til bóta, hefir hún rutt sér undur fljótt til rúms um land alt. Svo er t. d. um orf- hólka í ljábanda stað, sem hafa verið teknir upp alment á svo stuttum tíma, að varla er unt að grafa upp, hvar þeir voru fyrst fundnir. En í Noregi haldast ljáböndin enn í dag, að minsta kosti sumstaðar, og ber það meðal annars vott um mismuninn á skapferli íslendinga og Norðmanna, og sýnir, hverjir fastheldnari eru. Ensku ljáirnir voru ekki heldur lengi að ryðja sér til rúms hér á landi, og minna mætti líka á steinolíulampana, sem nú eru í hverju hreysi. Þá kemur sú staðhæfing »N1.«, að þjóðin lesi, af íslenzkum bókum, »lang- helzt þær, sem ritaðar voru fyrir 600—700 árum«, og mun hér átt við fornsögurnar, en getur »N1.« sannað, að þessu sé í raun réttri svo farið? Það gjörir enga tilraun til þess, en s«ra Jón Bjarnason hefir á öðrum stað tekið það fram fyrir nokkurum árum, að mig minnir, að meðal íslenzkra ungmenna á fermingaraldri, er hann hafi haft kynni af í Vesturheimi, hafi verið leitun á þeim, er vissi nokkur deili á aðalhetjunum í Njálu. Eg veitti þeirri staðhæfingu þá sérstaka eftirtekt, af því, að jeg þekti ýmsa unglinga hér heima á Fróni, sem voru vel að sér í þessari grein, en nú er eg farinn að halda, að þeir hafi mátt teljast til undantekninganna, og almenningur hafi verið orðinn býsna ókunnur fornsögunum um það Ieyti, sem Sigurður Kristjánsson tók að gefa ís- lendingasögur út að nýju. Eflaust hafa þær sfðan breiðst mjög út um land alt, en hvort þær eru mikið lesnar, er annað mál. Það hefir verið gumað svo mikið af þessu fyrirtæki Sigurðar Kristjánssonar og kostum sagnanna haldið svo mjög á lofti, að sá grunur liggur ekki fjarri, að margir hafi keypt sögurnar af nýjungagirni eða til að tolla í tfzkunni og þótt lítið til koma eftir á; að minsta kosti vill fjöldi manna miklu heldur lesa mis- jafnlega vönduð blöð og útlendar skáldsögur, sem f þeim koma, heldur en fornsögurnar. Að hve miklu leyti þjóðin hugsi sömu hugsanir og í fornöld, skal eg láta ósagt, en enginn mun þurfa langt að leita til að finna gagnólíkan hugs- unarhátt. Eigi finst mér það gild mótbára gegn staðhæfingunni um breytinga- fýsn þjóðarinnar, þótt þjóðin öll telji sig hafa sömu trú (hversu margbreytt- ar og sundurleitar sem trúarskoðanir almennings annars kunna að vera), heldur mun mega telja það vott um deyfð þá og áhugaleysi í trúarefnum, sem alment hefir verið kvartað um og margar rætur liggja að, sem hér yrði of langt upp að telja. — Því síður sannar það fastheldni þjóðarinn- ar við fornar skoðanir og venjur, þótt hún fái fátt að heyra um »andlegar og atvinnulegar byltingar í veröldinnit. Það er ekki hægt fyrir hana að taka þátt f þeim byltingum, sem hún veit ekkert um. Þá er loks að minnast á fastheldni íslenzka kvenfólksins við þjóðbúninginn, sem »N1.« furðar sig á og gezt líklega illa að, en mér finst vel skiljanleg og í alla staði eðlileg, þegar þess er gætt, að þjóðin hefir verið einangruð frá umheiminum um margar aldir, og kvenþjóðin lengstum engan kost átt á að kynna sér útlenda klæðatízku eða fylgjast með breytingum hennar, enda engin efni til að elta tízkuna í alla hennar útúrdúra, og hefir þó ekki vantað tilraunirnar til að fljóta með straumnum (sbr. N. Fél. XVII 1.—53. bls: »um kvenbúning á íslandi að fornu og nýju«). Það er með þennan þjóðbúning kvenna Ifkt og með málið, sem við tölum, að það er meir af- stöðu landsins og ýmsum atvikum en þjóðinni sjálfri að þakka (eða kenna), að vér höfum ekki glatað þessum hlut- um fyrir löngu, og má líklega segja um þetta eins og Rotteck segir um Englendinga, er þeir voru nærri búnir að glata frelsi sfnu og sjálfstæði á 16. öld. »Das Schicksal, nicht eigenes Verdienst, hat sie errettet.* (Það var ekki mannanna dygð að þakka, heldur forlögunum, að þeir frelsuðust.) Sundur- gerðin í nafngjöfum og allur sá ara- grúi af málleysunöfnum, sem komin eru upp hér á landi á 19. öldinni, ber vott um nýungagirni almennings í þeirri grein, og sýnir, hvernig breyt- ingafýsnin ber alla tilfinningu fyrir fegurð málsins ofurliða. Hvað er það annað en nýungagirni og breytingafýsn í lifnaðarháttum, sem komið hefir því til leiðar, að allur þorri landsmanna er skuldum vafinn og mesti fjöldi bændaeigna veðséttur? Breytingafýsnin getur auðvitað ver- ið bæði til böls og bóta, og hefir hér að framan verið Ihinst á ýmsar

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.