Norðurland - 30.01.1904, Side 4
Nl.
72
ætlun um framkvæmd á byggingu hafnar-
bryggju og skipakvíar á Torfunefi, þannig
að fuilnægt verði skilyrðum þeim, sem sett
eru fyrir fjárveiting og láni úr landssjóði
til þessa verks. Jafnframt var henni falið
að byrja á verkinu í samræmi við áætlun
þá, sem gerð var síðasta ár, eftir því, sem
henni þætti tiltækilegt.
Friðr. kaupm. Kristjánssyni veitt 200 kr.
þóknun úr hafnarsjóði fyrir ómök og um-
sjón við bryggjubyggingar árið, sem leið.
Ákveðið að hækka lánið til vatnsveitunnar
á Oddeyri upp í 14,000 kr.
Sveini Jónssyni veitt aðsetursleyfi.
Lagt fram bréf amtsins dags. 20. þ. m.,
þar sem skýrt er frá bréfi ráðaneytisins um
borgun frá vátryggingarfélögum, sem minst
er á á öðrum stað hér í blaðinu.
Eggert Laxdal, Jón Norðmann, Páll Briem
kosnir í nefnd til að athuga brunamál frá
190i, útvega frumreikningana og gjöra til-
lögur um borgun á þeim. Nefndin skyldi
og athuga, hvort eigi mundi rétt að kaupa
slökkvitól og koma upp slökkviliði í bænum.
Beiðni um land til erfðafestu frá Friðb.
Steinssyni, síra Matth. Jochumssyni og Alb.
Jónssyni vísað til Eyrarlandsnefndar.
Lagt fram bréf landshöfðiwgja, sem hefir
inni að halda ráðgjafabréf, er flytur þakkir
konungs fyrir ávarp Akureyrarbúa í haust.
Magnús Blöndal, Magnús Kristjánsson og
Páll Briem kosnir í nefnd til að gera bráða-
birgðaráðstafanir viðvíkjandi löggæzlu í bæn-
um frá byrjun næsta mánaðar og til að
undirbúa málið um löggæzlu bæjarins til
næsta fundar.
Samskofa-áskorunin,
sem prentuð er hér í blaðinu, mælir
með sér sjálf, betur en aðrir gætu
gert það. Svo auðsætt er það, að bet-
ur er til fundið, innan um fátækt fólk
og bjargarlítið, að efna til glaðnings
fyrir bágstadda menn til hátíðabrigða,
en að stofna til mannfagnaðar og
veizluhalda, hve saklaus og sæmileg
sem þau annars kunna að vera. Gjafir
má afhenda í skrifstofu >Norðurlands«.
X
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
Þegar hún vaknaði þarna í grasinu og sá
bjart sólskinið, mundi hún ekki í fyrstu,
hvernig á því stóð, að liðið hafði yfir hana.
Eyjan var jafn-mannlaus nú, eins og hún
hafði verið, þegar hún kom í hana. Sjór-
inn raulaði ljóð sín, eins og hann væri að
bjóða vorið velkomið. Engin merki sáust
nokkurrar mannlegrar veru á ströndinni.
Hún horfði þangað ofan eftir ofurlitla
stund, eins og hálfsofandi, og svo mintist
hún hræðslu sinnar.
»Þetta var ekki annað en draumur«,
sagði hún, og samt fór aftur um hana
hrollur við hugsunina. >Eg hlýt að hafa
sofið. Hvernig ætti nokkur að hafa komið
hingað, og hvers vegna hefði eg átt að
verða svona hrædd, þó að einhver hefði
komið ? Þetta er ekki nema vitleysa«.
Svona huggaði hún sig, stökk upp snar-
lega og hljóp ofan að ströndinni. Báturinn
var í sömu stellingum eins og hún hafði
skilið við hann. Hún sneri sér við og fór
að gæta að sandinum þar umhverfis; þá
sá hún greinileg spor eftir fætur með il-
skóm. Hún gat rakið sporin, þangað til
grasinu slepti; en svo hurfu þau. Svo stóð
hún grafkyr, eins og hún væri heilluð.
Henni stóð ekki ótti af því, að karlmaður
skyldi vera í eyjunnni, heldur af hinu, að
hann faldi sig fyrir henni, og af því, að
hún gat ekki fundið bústað hans. Reyndar
hafði hún heyrt gétið um ofstækisfulla
einsetumenn, sem reistu súlur handa sér
á þessum einmana klettum á Finnlandi.
En þessar sögur friðuðu hana ekki minstu
vitund. Henni fanst, hún engan frið fá,
fyr en hún fengi að sjá og tala við þennan
Samskofaáskorun,
Ýmsir hér í bænum hafa haft orð á því, að vel ætti við, að haldin
væri fjölmenn gleðisamkoma 1. febrúar, til þess að fagna því, að þann
dag sezt að völdum hin fyrsta þingræðisstjórn hér á landi; ættu allir,
hvaða pólitískan flokk sem þeir áður hafa fylt, að taka þátt í þessum
mannfagnaði, því öllum ætti að vera þetta jafnmikið gleðiefni. Á fjöl-
mennri samkomu, sem haldin var hér í bænum fyrir skömmu, var þessu
hreyft og gerður að því góður rómur.
> Vér undirritaðir erum fyllilega á því, að minnast ætti þessa merkisvið-
burðar, en oss og sjálfsagt mörgum fleirum þykir það næsta óviðfeldið,
að boðað sé til hverrar dýrindis veizlunnar á fætur annari, þegar vitan-
legt er, að margir líða hér neyð, eða að minsta kosti skortir tilfinnanlega
nauðsynlegustu lífsbjörg.
Oss kom því til hugar að beina þeirri áskorun til hinna efnameiri
bæjarbúa og annara héraðsbúa, karla sem kvenna, að minnast þessa merkis-
dags í sögu lands vors með því, að skjóta saman fé nokkuru til glaðn-
ingar og saðningar nokkurum þeim, sem bágstaddastir eru hér í bænum
og grendinni. Ef margir létu af hendi rakna álíka upphæð og þeir hafa
orðið að gjalda á samkomum þeim, sem haldnar hafa verið hér í bæn-
um næstliðinn mánuð, þá mundi allmikið fé safnast.
Vér treystum því, að allir góðir menn taki vel þessari málaleitun.
Vér undirritaðir veitum samskotunum viðtöku.
Akuréyri 30. janúarmánaðar 1904.
Oeir Sœmundssou. Guðm. Hannesson. Ing. Bjarnarson. Matth. Jochumsson.
Páll Briem. Stefán Stefánsson. V. Sigfússon.
ókunna mann. Sulturinn voðalegi, sem
þjáði hana, herti á henni. Hún varð að fá
að vita, hvort þetta væri maður. Hún hróp-
aði hástöfum og fór að hlaupa inn í eyjuna.
Hún skygndist vandlega um á ströndinni
og leitaði í öllum smáum hellum og fylgsn-
um í klettunum. Hún stóð við til þess að
hlusta eftir, hvort hún heyrði ekki fótatak,
en ekkert rauf þögnina voðalegu. Engin
mannahíbýli sáust, og engin önnur merki
nokkurs manns en þessi för í sandinum.
Henni fanst það voðaleg hugsun, að einhver
væri að dyljast fyrir henni svona vandlega.
Enn voðalegra var þó að hugsa sér það,
að nóttin dytti á og hún kæmist ekki
burt.
Sólin var komin úr suðri. Klukkan var
nærri því 3 síðdegis, og sulturinn óx og
varð æ miskunarlausari. Hún hafði ekki
lengur þrótt til að ganga neitt, og samt
var hún hrædd við að sofna. Hún vissi
ekki, hvað hana kynni að henda, ef hún
misti meðvitundina, og hún var alt af að
hugsa um sýnina. Hún hafði leitað sér
hælis á klettabrún, sem var tíu fet uppi
yfir sandinum og var svo mjó, að hún hlaut
að vakna, ef nokkur kom þangað upp. Þar
var hún í forsælu, og stórt granítbjarg
faldi hana fyrir hverjum, sem kynni að
vera á gangi á ströndinni. í sama bili, sem
hún einsetti sér að láta ekki aftur augun,
varð náttúran yfirsterkari og hún sofnaði
fast. Þegar hún vaknaði aftur, var sólin
komin ofan að sævarbrún úti í sjóndeildar-
hringnum og loftið var orðið svalt.
Á vesturloftinu voru dýrðlegir litir, en
þögn hinnar komandi nætur lá þungt á
vötnunum; hvarvetna voru gráir skuggar
og í klettaskorunum var dimt. Marian Sett-
ist upp og sá eftir því, hvað hún hafði
sofið lengi. Henni fanst heilinn standa í
báli og hendur hennar voru heitar og
þurrar. Aldrei hafði hún gert sér í hugar-
lund, að sulturinn gæti verið svo sár; henni
fanst, að hún mundi vilja gefa helminginn
af lífi sínu fyrir einn mjólkurbolla og einn
brauðbita. Alt það sælgæti, sem henni þótti
gott, stóð henni fyrir hugskotssjónum;
henni fanst jafnvel hún geta etið gras.
Geyser-Ovnen.
Ny Opfindelse, Patenferef Dan-
mark 1903. Nutidens bedste
Stedsebrænder. Absoluf
uden Konkurrence.
Over 10,000 i Brug.
Enorm Brændselbesparelse.
Geyser-Ovnen har stor Kogeind-
retning. Simpel og bekvem Behandling.
Fordrer ringe Pasning. Regulerer Stue-
luften.
mr Bedre Fodvarmer eksisferer ikke.
Bliver gratis udmuret med Kanal-
sten. Kan opstilles overalt færdig til
Brug paa io Minuter. Opvarmer som
stedsebrændende 3 Værelser for 35
Öre pr. Dögn. Ovnene bliver under
Garanti færdig monteret paa egne
Værksteder. I Ovnen kan brænde
alslags Kul, Kokes, Brænde, Törv.
Ovnene forsendes færdig udmurede
herfra, færdige til Opstilling.
mr Pris fra 25 Kr. H|
Kjöbmænd Rabat.
Eneudsalg; i Danmark:
Jens jíansen,
Vestergade 15. Kjöbenhavn.
Áuglýsing.
Eftirfylgjandi Vaðlaumboðsjarðir
eru lausar til ábúðar frá næstu far-
dögum:
Féeggstaðir í Barkárdal, Helgár-
sel í Öngulstaðahreppi, Bakki í Svarf-
aðardal og enn fremur Jóns Sigurðs-
sonar legatsjörðin Miðland í Skriðu-
hreppi.
t>eir, sem óska að fá jarðir þessar
bygðar frá nefndum tíma, snúi sér
til undirskrifaðs umboðsmanns með
skriflega bón þar um fyrir 20. febr.
næstkomandi.
Akureyri 29. jan. 1904.
Stephán Stephensen.
Averkstæði trésmiðs Björns
Ólafssonar,Oddeyri,Strand-
götu nr. 5, fást alt af í vetur
til kaups ORF, HRÍFU-
SKÖFT, HRÍFUHAUSAR,
KLIFBERAR, KOFORT og margt
fleira.
Oddeyri 24. jan. 1904.
Björn Ólafsson.
60 Frystipönnur,
sem aldrei hafa verið brúkaðar undir
síld, vel vandaðar og úr bezta efni,
eru til sölu.
Lysthafendur snúi sér til verzlunar-
manns Sig. H. Sigurðssonar á Hofsós
fyrir 14. maí n. k.
Hofsós í desember 1903.
íshúss-stjórnin
Kensla
fyrir yngri og eldri í öllum almenn-
um bóklegum fræðigreinum, eftir
því sem sérhver óskar, fæst í Strand-
götu nr. 9 á Oddeyri.
Hér eftir lána eg engum, inn-
lendum né útlendum, hross
til brúkunar fyrir minna en
25 — 50 aura um klukkutímann
Sigfús E. Axfjörð.
7nóv. síðastl. tapaðist hross-
hársreipi á leiðinni frá Odd-
® eýri inn á Akureyri, með
sverum kaðalsila, nýlegum hornhögld-
um, brmkt. S. E. Skilist
Sigf. E. Axfjörð.
Sosdrykkjaverksmiðja
Eggerts Einarssonar á Oddeyri hefir ætíð
nægar birgðir af allskonar limonaðetegund-
um, svo sem\ Jarðarberjalimonaðe, Hind-
berjalimonaðe, Appelsinlimonaðe, Ánanas-
limonaðe, Grenadinlimonaðe, Vanillelimon-
aðe, Sitrónvatn og Sódavatn.
Eg hefi flutt verkstæði mitt
úr húsi Magnúss úrsmiðs
Jónssonar í mitt eigið íbúð-
arhús, Aðalstræti 33. Þá,
sem koma vilja klukkum
og úrum í viðgerð til mín, bið eg
að hitta mig þar heima.
Jriðrik Porgrímsson.
Saltfishur.
Vegna daglegrar eftirspurnar eftir
saltfiski frá bæjarbúum og fl., þá
tilkynnist þeim og öðrum, er sjá
vilja heimili sínu borgið með fisk
í vetur, að eg sel ágætan saltfisk,
bæði blautan úr stafla og verkaðan,
kl. 12 — 2 á hverjum degi, alla nœstu
viku, að miðvikudegi undanteknum.
Salan fer fram á vörugeymsluhúsi
mínu á Oddeyrarmöl.
J. Norömann.
„Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslatidi, 4 kr. f
öðrum Norðurálfulöndum, l*/a dollar í Vesturheimi.
Qjalddagi fyrir miðjan júlí a8 minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí.
Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afslattur mikill fyrir þá, er auglýsa mikiö.
Prentsmiðja Norðurlands.
I