Norðurland


Norðurland - 30.01.1904, Qupperneq 3

Norðurland - 30.01.1904, Qupperneq 3
7i góðar og þarflegar breytingar, en margt hefir líka breyzt til hins verra, og sundurgerð, óhóf og eyðslusemi vaxið meira en framleiðslan. Og þeg- ar mönnum hefir fundist þeir eigi geta þjónað lund sinni lengur hér á landi, hefir mikill flokkur manna ekki hikað sér við að gjöra hina mestu breytingu á ráði sínu — flytjast til Vesturheims, þar sem síra J. B. hefir sagt, að menn verði að leggja alt kapp á að gleyma mörgu eða jafnvel flestu því, er þeir hafi numið hér heima. Getur nú breytingafýsnin kom- ist öllu lengra en þetta? Munu Vestur- heims-»agentar« geta beitt þeim fortöl- um við nokkura menn nokkurstaðar á bygðu bóli nema hér, að landið þeirra sé óbyggilegt og allir ætti helzt að yfirgefa það? Þeir gera sér mat úr nýjungagirni landsmanna, breytinga- fýsn þeirra og byltingatilhneiging. Stafafelli i. des. 1903. JÓN JÓNSSON. X Eldsvoðinn á Akureyri l9in 1901 og ábyrgðarfélögin. Til þess að stöðva þennan elds- voða voru gerðar miklar ráðstafanir og kostuðu þær kr. 1703.70. Þetta fé væntu menn, að ábyrgðarfélögin borguðu með fúsu geði, af því að með þessu voru verndaðar eignir, er þau að öðrum kosti hefðu orðið að borga fyrir. Verð eignanna skifti hundr- uðum þúsunda. Abyrgðarfélögin neituðu. Sérstaklega hefir ábyrgðarfélagið »Commercial Uni- on« verið mjög andstætt í þessu máli. Síðan var ráðaneytinu skrifað um málið og fór það að reyna samninga við félögin. Því kom saman við félög- in um, að rétt væri að færa kostnaðar- reikninginn niður í kr. 1252.10. Fé- lögin hafa neitað því, að á þeim hvíldi nokkur lagaskylda til að borga fyrir ráðstafanirnar til að aftra útbreiðslu eldsins, en danska félagið »Det kgl. oktr. Kompagni« bauðst þó til að borga kr. 410.70. Boði þessu áleit ráðaneytið að ætti að taka. Félagið »Commercial Union* lét fyrst í stað líklega um að gera sömu úrlausn, en svo neitaði það allri borgun og kveðst ætla að hætta vátryggingarstarfi sínu á íslandi vegna halla, er það hafi orðið fyrir. Ráðaneytið hefir látið í ljós, að það hafi verið rétt, að hlutaðeigandi lög- reglustjóri tókst á hendur að standa fyrir tilraunum þeim, er gerðar voru til að stemma stigu fyrir brunanum; um útgjöldin farast ráðaneytinu þann- ig orð: »að því er snertir greiðslu á útgjöldum við það, verður ráðaneytið að vera þeirrar skoðunar, að eigi sé unt að krefjast borgunar fyrir vinnu, sem sérhverjum vinnufærum borgara er skylt að inna af hendi án endur- gjalds, en að öll önnur útgjöld beri að greiða úr sjóði hlutaðeigandi kaup- staðar, svo framarlega sem þau eigi fást endurgoldin af eigendum verð- muna þeirra, sem þau hafa verið greidd vegna — hvort sem munir þessir hafa verið vátrygðir eða eigi — þannig, að endurgjalds mætti krefjast af hlut- aðeigandi vátryggingarfélagi, ef mun- irnir hefðu verið vátrygðir«. X Kvennaskólinn á Akureyri. Röð við miðsvetrarpróf 4. og 5. jan. 1904. II. deild. 1. Aldís Einarsdóttir, Stokkahlöðum, Eyjaf. 2. Guðrún Björnsdóttir, Skeið,Barðastrandars. 3. Unnur Guðmundsd., Þúfnavöllum, Eyjaf. 4. Ingibjörg Árnad., Vatnsskarði, Skagafj.s. 5. Stefanía Gísladóttir, Bakka, Eyjafjarðars. 6. Svava Hansdóttir, Akureyri. Aðalheiður Gísladóttir, Skipalóni, Eyjafj. Þórdís Árnadóttir, Litladal, Eyjafj. voru veik- ar og gengu því eigi undir próf. Voru áður I. og 2. við hverja mánaðarröðun. Þorstenza Jóhannesdóttir, Akureyri, fór af skólanum 1 lok októberm. vegna veikinda. /. deild. 1. Helga Tómasdóttir, Glerárholti, Eyjafj. 2. Steinunn Bjartmarsdóttir, Brunná, Dalas. 3. Guðbjörg Björnsdóttir, Smáhömrum, Strandasýslu. 4. Ingibjörg Beck, Sómastððum, Suðurm.s. 5. Þóra Jónasdóttir, Svfnaskála, Suðurmúlas. 6. Sigríður Brandsdóttir, Ólafsdal, Dalas. 7. Elísabet Beck, Sómastöðum, Suðurmúlas. 8. Helga Hallgrímsdóttir, Akureyri. 9. Axelína Dúadóttir, Akureyri. 10. Karen ísaksdóttir, Helgastöðum, Þing- eyjarsýslu. II. Arnfríður Sigurhjartard., Urðum, Eyjafjs. 12. Sigrún Jónsdóttir, Akureyri. 13. Hrefna Jóhannesardóttir, Akureyri. 14. Jósefína Stefánsdóttir, Siglufiröi. Polly Grönvold, Siglufirði, Rósa Tómas- dóttir, Flugumýri, Skagafirði, Solveig Þor- steinsdóttir, Akureyri, gengu ekki undir próf vegna veikinda. Þórunn Friðjónsdóttir, Akureyri, hefir eftir læknisráði eigi tekið þátt í nema nokkurum af námsgreinunum. Hildigunnur Einarsdóttir, Akureyri, fór af skólanum í nóvembermánuði vegna veikinda. Þuríður Jónsdóttir, Finnbogast., Strandas. fór eftir læknisráði af skólanum eftir fárra daga dvöl, vegna augnveiki. Lundfríður Hjartardóttir. X Rækfunarfélagsfundur. Arið 1904, hinn 22. janúar, var fundur haldinn af félagsmönnum í Ræktunarfélagi Norðurlands, sem eiga heima í Akureyrarkaupstað. Friðbjörn bóksali Steinsson hafði eftir beiðni fjelagsstjórnar Ræktunarfélagsins boð- að til fundarins, stýrði fundinum og tók til skrifara amtmann Pál Briem. Fundarstjóri las upp bréf frá skóla- stjóra Sigurði Sigurðssyni á Hólum, dags. 30. nóv. f. á. Því næst hófust umræður um efni þess: 1. Fundarmenn óska að Ræktunar- félagið útvegi fræ og útsæði, og var þetta samþykt í einu hljóði. Nokkurir félagsmenn pöntuðu útsæði. 2. Eftir nokkurar umræður var sam- þykt í einu hljóði að óska þess, að Ræktunarfélagið sendi mann til að halda fyrirlestur um tilbúinn áburð, og enn fremur um garðrækt og tún- rækt. 3. Samþykt var að fela bóksala Frb. Steinssyni að taka á móti óskum þeirra manna, er vilja fá sérstaka leiðbeiningu heima hjá sér, viðvíkjandi jarðabótum, eða panta tilbúinn áburð, og geta þeir gefið sig fram til loka marzmánaðar. 4. Mesta þýðingu af jarðabótum hafa endurbætur á túnum og görðum, og vatnsveitingar. Ef hægt væri að koma þeim fyrir á flóanum fyrir ofan bæinn, þá mundi það hafa afarmikla þýðingu. 5. Félagsmenn eru 61 í bænum og eiga því að kjósa þrjá fulltrúa; þessir voru kosnir fulltrúar: Aðalsteinn Halldórsson vélastjóri, Páll Briem amtmaður, Sigurður Sigurðsson járnsmiður. Varafulltrúi var kosinn: bóksali Frb. Steinsson. Fundargjörð upplesin og samþykt. Fundi slitið. Friðbjörn Steinsson. Páll Bríem. Fjárbaðanir á Ausfurlandi voru byrjaðar, þegar póstur fór að austan í flestum hreppum Norður- Múlasýslu og í nokkurum hreppum Suður-Múlasýslu, og ganga bændur nú með áhuga og kappi að því, að framfylgja öllum reglum Myklestads bæði með baðanir og innigjafir. Á leið sinni austur tók Myklestad með sér Kristján Sigurðsson sýslu- nefndarmann á Grímsstöðum á Fjöll- um. Myklestad var kominn rétt fyrir jólin austur á Jökuldal og var þá þegar brugðið við að sækja baðlyf og smíða baðker. Hinn 4. janúar var byrjað þar að baða á 2 stöðum og nokkurum dögum síðar á hinum þriðja. Það mátti heita, að baðararnir ynnu bæði nótt og dag að böðun, skoðun sauðfjárins og tóbakssuðu. í öðrum hreppum unnu menn með sama kappi. Myklestad var búinn að senda menn til Vopnafjarðar og niður I firðina. Hann var búinn að koma fjárböðunum í gang á Völlunum og var í þann veginn að fara upp í Skriðdal og ætlaði síðan lengra suður í Suður- Múlasýslu. Rækfunarfélagið. Félagsmean í Saurbæjarhreppi hafa nýlega haldið fund. Þar gengu 10 manns í félagið. Sömuleiðis hefir verið haldinn félagsfundur í Glæsibæjarhreppi nýlega. Þar fjölgaði félagsmönnum um 9. Hér á Akureyri hafa og nokkurir gengið í félagið. \ Bíirnsmissir. Undir nafni föðursins, Jóhannesar Sigur- jónssonar. Barnið mitt! Eg skil það varla, að veslings pabbi þinn er vakandi og lifir, þegar auga þn'tt er brostið, þú, sem varst minn vorgróði’ eftir vetrar- langa frostið. Langt er upp til sólarinnar, látni vinur minn; lengra fyrir þreyttan mann að sínum grafar- beði; þó er enn þá miklu lengra að minni týndu gleði. Barnið mitt, á leiði þfnu loga grátsölt tár líkt og dögg í blómum vona mínna, blómum, sem að dóu um leið og eldur augna þinna. í myrkrið hefi’ eg hrópað í inörg og þung- bær ár, en mér var, barn mitt, aldrei svarað neinu. Nú þori’ eg ekki að hrópa; en vona og efa í einu. Jóhann Sigurjðnsson. X Kúakynbófafélag Hörgdæla hefir látið prenta lög sín. Ein deild í félaginu er tekin til starfa. Flugufregnir. Austanblöðin flytja fregnir hjeðan af Akur- eyri, sem ekki eru sem áreiðanlegastar. Ein er sú, að Páll Briem amtmaður sé að kaupa Hvítárvelli í Borgarfirði og ætli að fara að búa þar. Það hefir aldrei svo inikið sem komið til orða--amtmanni ekki einu sinni nokkuru sinni komið það til hugar, eftir þvf, sem hann segir oss. NI. Önnur er sú, að kaupmaður Jón Norðmann hafi keypt íbúðarhús amtmanns. Það er sömuleiðis tilhæfulaust. Þriðja er sú, að kaupmaður Jón Norð- mann eigi að verða útbússtjóri hlutafélags- bankans hér á Akureyri. Hver sem það kann að verða, er óhætt að fullyrða, að enn hefir ekkert veríð um það ákveðið. Bæjarsfjórnarfundir. 29. des. 1903. Vatnsveitan. Skýrt frá, að menn í innri hluta bsejarins óski þess ekki, að bæjar- stjórnin taki að sér að sjá um vatnsveitu þeirra, en að í ytri hluta bæjarins óski menn, að bæjarstjórnin taki málið að öllu leyti að sér. — Ákveðið, að bæjarstjórnin taki að sér vatnsveitu Oddeyringa gegn því, að þeir láti í té ábyrgð á greiðslu Iáns þess, sem tekið hefir verið til vatnsveitunnar, afborg- unum og vöxtum. Enn fremur ákveðið, að bæjarstjórnin standi í ábyrgð fyrir láni, er tekið hefir verið til vatnsveitunnar f innri hluta bæjarins og lagt fram ábyrgðarskjal frá hlutaðeigendum, dags. 16. des., fyrir afborgunum og vöxtuin lánsins. Tveir menn höfðu neitað að greiða sótara- gjald fyrir járnpípur upp úr húsum þeirra. Ákveðið að sleppa þessum mönnum við mál- sókn, en til þess að slíkar neitanir gætu ekki komið fyrir eftirleiðis, var ákveðið að gera viðauka við bæjarreglugjörðina með skýlaus- um ákvæðum um skyldu þessara manna. Ákveðið að gefnu tilefni að greiða þeim, sem lánað hafa áhöld og annað til að stöðva eldsvoðann 19. des. 1901, sanngjarna borgun fyrir þau innan 1. maí þ. á., svo framarlega sem borgun fáist eigi annarstaðar frá, gegn þvf, að fá þann rétt, er þeir hafa til endurgjalds frá hlutaðeigandi ábyrgðarfélögum. 9. jan. 1904. Þessar nefndarkosningar fóru fram: Fátækranefnd: Bæjarfógeti, Frb. Steinsson, Eggert Laxdal. Eyrarlandsnefnd : Kristján Sigurðsson, Magnús Kristjánsson, Páll Briem. Veganefnd: Kristján Sigurðsson, Friðb. Steinsson, Páll Briem. Fjárhagsnefnd: Bæjarfógeti, Magnús Blönd- al, Magnús Kristjánsson. Skólanefnd: Bæjarfógeti, J. V. Havsteen. Heilbrigðisnefnd: J. V. Havsteen. Alþýðustyrktarsjóðsnefnd: Eggert Laxdal, Frb. Steinsson, J. V. Havsteen. Vatnsveitunefnd: Magnús Blöndal, J. Norð- mann, Eggert Laxdal. Hafnarnefnd: Jón Norðmann. Byggingarnefnd: Kristján Sigurðsson. Spítalanefnd: Jón Norðmann. Joh. Christ- ensen. Skattanefnd: Friðb. Steinsson, Vigfús Sig- fússon; til vara Friðrik Kristjánsson. Yfirskattanefnd (stungið upp á): Jón Norðmann, síra Geir Sæmundsson, Páll Briem. Til vara Sig. Sigurðsson járnsmiður. Samþ. eftir tillögu spítalanefndar að hækka laun gjaldkera spítalans um 50 kr. á ári, svo laun hans verði 150 kr. á ári, þar til er bæjarstjórnin ákveður öðruvísi. Ákveðið að fella úr spítalareikningnum gamla skuld Jóhannesar Jörundssonar, kr. 13,44. Ákveðið að leigja Aðalst. Halldórssyni íil erfðafestu landið fyrir vestan Bæjarstræti, sunnan frá túni Jóns Jónssonar söðlasmiðs, norður að bæjargirðingunni og vestur að klöppum, um 7 dagsl., eftir tilvísun Eyrar- landsnefndar, með þeim skilmálum, að hann borgi 1 kr. á ári í erfðafestugjald af dagsl. auk venjulegs lóðargjalds og láti lóðina af hendi við bæjarstjórn fyrir 300 kr. dagsl., ef bæjarstjórn vjll fá landið aftur eða hluta af því til vega eða hússtæða. 26. jan. Ákveðið að fela hafnarnefnd að gera á-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.