Norðurland


Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 3
167 Nl. En prófasturinn á Skútustöðum ætti í sannleika að gera grein fyrir, af hverj- um ásiœðum hann heldur þessum breyt- fngum fram. Mér er ekki ljóst, hverjar þær geta verið. Honum er kunnugt um, að við Lundarbrekku-sóknarmenn vilj- um helzt hafa prest út af fyrir okkur, og sú ósk ætti hvorki að virðast hon- um óeðlileg né vera honum móti skapi, og hann hlýtur líka að vita, að ef um sameining væri að ræða, kysum við helzt að sameinast því prestakalli, sem okkur er næst, þvf prestakalli, sem yztu bæirnir hérna í dalnum eru í. Engum manni er kunnugra um það en síra Árna, hve ónóg, ófullkomin og lítilsverð sú prestsþjónusta er, og œtíð hlýtur að verða, sem Bárðdælir eiga að sækja upp í Mývatnssveit. Bárðdælir verða aldrei ánægðir með þá guðsþjónustu. Og allir, sem kunn- ugir eru staðháttum, allir, sem vita, hve stórkostlegum örðugleikum það getur verið bundið að komast yfir Mývatnsheiði mikinn hluta af árinu, þeir hljóta að kannast við það, ef þeir hugsa sig um og sýna nokkura sanngirni, að til þess er engin von, að Bárðdælir verði fúsir á að gjalda til prests og kirkju undir slíkum skil- yr^Um J. Marteinsson. Jóns vegna sjálfs. í tileini af óhróðurgrein þeirri, sem búð- arpilturinn Jón Stefánsson hefir sett saman um mig í 15. tölublaði „Hornsins", er hann telur sig vera ritstjóra að, vil eg leyfa mér að biðja ritstjóra Nl. að ljá línum þessurn rúm í hans heiðraða blaði. Samkvæmt niðurlagsorðum mínum í grein- inni „Árétting" hafði eg ekki ætlað mér að svara Jóni þessum, þótt hann æpi að mér, eins og hans er siður við honum betrí menn; en vegna þess að eg álít að hann hafi gott af því, þá læt eg línur þessar frá mér. Með yfirlýsingunni f 25. tölubl. Nl. frá tveimur valinkunnum sómamönnum, — eins og piltur þessi komst réttilega að orði í vetur, - þá hefir verið tekið af mér það ómak, að svara öllum persónulegum árásum, sem þetta áðurnefnda þokkablað hefir verið að gæða lesendum sínum á. Enda var óþarfi fyrir mig að svara slíku vegna þess, að allir hafa séð, að til þess var tekið í algerðu ráðaleysi fyrir pilti þessum við að verja sig og blaðið fyrir réttmætum áburði. — En þrátt fyrir það, er eg herra Sigtr. Sigurðssyni og herra Kristjáni Pálssyni rnjög þakklátur fyrir yfirlýsingu þeirra, sem gefur mér svo góðan og vingjarnlegan vitnis- burð. Eins og mönnum er fyllilega ljóst, þá er hvert orð, sem eg hefi sagt uin pilt þenn- an og blaðsnepil hans óhrakið, utan það, sem hann er að „bjástra" við, — það er ekki annað en bjástur, — að hrekja það, að hann hafi beðið mig um útsölu á „Horn- inu" Um vottorð það, sem piltur þessi kemur með, skal eg vera fáorður. Það má skiljast á marga vegu, og fjarri er mér að fara nokkurum niðrandi orðum um menn þá, sem hafa gefið það, og eitthvað hafa heyrt á tal um útsendingu á »Horniriu«. En því til sönnunar, að Jón þessi hafi beðið mig um útsölu á „Horninu" hans, þá set eg neðan ritað vottorð: Snemma í desember síðastliðnum vorum við undirritaðir staddir inn á Oddeyri ásamt verzlunarmanni Ludvig Möller á Hjalteyri. Um miðdagsleyti stóðum við á götunni fyrir neðan Hótel Oddeyri. Þá ber þangað að Jón verzlunarmann Stefánsson. Hann heilsar Ludvig Möller. Töluðust þeir við nokkura stund. Það, sem við heyrðum, var, að Jón biður Ludvig um útsölu á „Ojallarhorm" „vegna þess að hann treysti honum svo vel til þess". En Ludvig neitaði af ástæðum, sem hann kvað Jóni kunnar. Gengu þeir svo ofan götuna, og gátum við ekki betur séð en Jón „héngi" á Ludvig allþétt - af hvaða orsökum skulum við láta ósagt. Hjalteyri þ. 30. maí 1904. Sveinn Jóhannesson. Quðm. Árnason. Eg vil nú ráða Jóni þessum, sem sjáan- lega er þess þurfandi að góðir nienn leið- beini honum, að hætta þessum ritstörfum. Því enda þótt hann hafi mikinn og góðan (?) áhuga á þvi að láta þekkingu sína í ljósi á ýmsum málum, sem honum er svo strax um hæl sýnt fram á að hann ekkert þekkir og »rangfærir«, þá get eg ekki séð að slíkt verði neinn ávinningur fyrir hann, — og þó hann „ausi" f einn eða annan persónu- legum skömmunt, þá get eg ekki séð, að slíkt verði honum til mikils sóma. — Mér finst miklu fretnur að slíkt sé aumkunar- vert ástand — sem væri mannkærleikaverk að bjarga honum úr, - og er eg fús til að hjálpa góðum mönnum til þess. Hjalteyri þ. 12. júní 1904. Luðvig Möller. X Voðalegt slys á sjó. Lausafregn hefir borist hingað um það, að útflutningaskipið »Norge«, eign sameinaða gufuskipafélagsins danska, hafi farist við Skotland á vesturleið með 800—900 manns. Af öllum, sem á skipinu voru, er sagt, að að eins 20—30 hafi bjargast. Um atvik að þessu ógurlega slysi hefir ekki frézt. Uppreist á Finnlandi. Lausafregn hefir og komið um það, að á Finnlandi hafi ekki verið látið lenda við víg landstjórans eitt, held- ur sé þar hafin uppreist og 18 manna hafi verið vegnir í landstjórnarhöllinni í Helsingfors. M ófriðinum hefir það frézt lauslega, að 140 þús. manna hafi staðið vígbúnar á landi af hvorumtveggja, Rússum og Japans- mönnum — en leikslok ófrétt — og að Rússar hafi lagt út frá Port Arthur til orustu og mist sitt mesta orustu- skip í þeirri viðureign, eitt af þeim fáu, sem þeir áttu eftir óskemt. X Verðlaun veitt á búfjársýningu Skagfirðinga á Sauðárkróki 4. júlí 1904. I. Fyrlr hross. a. Graðfola. 1. Þorvaldur Arason Víðimýri önnur verðlaun 16 kr. fyrir steingráan fola 5 vetra. Hæð 51 '/2”. 2. Magnús Gíslason Frostastöðum þriðju verðlaun 8 kr. fyrir rauðan fola af reið- hestakyni 4 vetra. Hæð 51”. 3. Jóhann Pétursson Borgargerði þriðju verðlaun 8 kr. fyrir steingráan fola 4 vetra. Hæð 50 V<”. 4. Sigurður Helgason Torfgarði þriðju verðlaun 8 kr. fyrir grávindóttan fola af reiðhestakyni 4 vetra. Hæð 51”. 5. Jón Jónsson Heiði þriðju verðlaun 8 kr. fyrir gráan fola 4 vetra. Hæð 50 3/<”. 6. Pálmi Pétursson Sjávarborg þriðju verðlaun 8 kr. fyrir móálóttan fola af reið- hestakyni 4 vetra. Hæð 50”. b. Hryssur. 7. Pétur Sigurðsson Borgargerði fyrstu verðlaun 15 kr. fyrir gráa hryssu 9 vetra. Hæð 52”. 8. Þorvaldur Arason Vfðimýri fyrstu verð- laun 15 kr. fyrir bleikálótta hryssu 12 vttra. Hæð 51 »/«”. 9. Þorvaldur Arason Víðimýri önnur verð- laun 10 kr. fyrir jarpa hryssu 9 vetra. Hæð 51 V2”. 10. Flóvent Jóhannsson Hólum önnur verðlaun 10 kr. fyrir rauða hryssu 5 vetra. Hæð 52 3U". 11. Bjarni Jóhannsson Djúpadal önnur verðlaun 10 kr. fyrir brúna hryssu 7 vetra. 12. Magnús Sigurðsson Kjartansstöðum önnur verðlaun 10 kr. fyrir rauða hryssu 9 vetra. Hæð 53”. 13. Jón Jónsson Heiði önnur verðlaun 10 kr. fyrir rauða hryssu n vetra. Hæð 5i”- 14. Guðný Jónsdóttir Ási önnur verðlaun 10 kr. fyrir gráa hryssu 6 vetra. Hæð 53”. 15. Hallur Jóhannsson Garði þriðju verð- laun 5 kr. fyrir jarpa hryssu 7 vetra. Hæð 5i”- 16. Þorleifur Bjarnason Sólheimum þriðju verðlaun 5 kr. fyrir rauðstjörnótta hryssu 4 vetra. Hæð 52 V2". 17. Páll Þórðarson Gili þriðju verðlaun 5 kr. fyrir jarpa hryssu 4 vetra. Hæð 50”. 18. Sigurjón Jónsson Hólakoti þriðju verðlaun 5 kr. fyrir brúna hryssu 12 vetra. Hæð 52". 19. Tobías Magnússon Geldingaholti þriðju verðlaun 5 kr. fyrir rauðmósótta hryssu 9 vetra. Hæð 52 Ví”. 20. Jónas Egilsson Völlura þriðju verð- laun 5 kr. fyrir jarpa hryssu 9 vetra. Hæð 52 V2”. 21. Páll Pétursson Kjarvalsstöðum þriðju verðlaun 5 kr. fyrir jarpa hryssu 9 vetra. Hæð 49V2". ■ 22. Jón Andrésson Ásgeirsbrekku þriðju verðlaun s kr. fyrir brúna hryssu 3 vetra. Hæð 48 V2”. II. Fyrlr nautsripi. a. Naut. 1. Sigurður Jónsson Reynistað fyrstu verðlaun 24 kr. fyrir bleikhuppótt naut tveggja og hálfs árs gamalt. 2. Albert Kristjánsson Páfastöðum önnur verðiaun 16 kr. fyrir rauðskjöldótt naut tveggja og hálfs árs gamalt. b. Kýr. 1. Pálmi Pétursson Sjávarborg önnur verðlaun 10 kr. fyrir rauðhjálmótta kú 8 ára gamla. 2. Jón Jónsson Heiði önnur verðlaun 10 kr. fyrir rauða kú 4 ára gamla. 3. Jón Guðmundsson Sauðárkrók þriðju verðlaun 5 kr. fyrir bleikrauða kú 8 vetra. 4. Jósef Schram Sauðárkrók þriðju verð- laun 5 kr. fyrir svarta kú 9 ára gamla. 5. Jón Jónsson Heiði þriðju verðlaun 5 kr. fyrir rauða kú 3 ára gamla. X VeOurathusranir á Möðruvöllura í Hörgárdal. Eftir Valtý Stefánsson 1904. Júní. Júlí. Um ntiðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. Loftvog (þuml.) Hiti (C.) 3>0 Skýmagn 1 Úrkoma j Fd. 3. 75.3 14,o sv 2 8 R 4.5 Ld. 4. 75.5 14.8 sv 2 6 4.8 Sd. 5. 76.o 14.8 sv 2 3 R 7.0 Md. 6. 76.7 16.8 0 7 7.5 Þd. 7. 76.7 16.2 0 4 5.o Md. 8. 76.8 15.5 sv 2 8 4.4 Fd. 9. 77.2 I6.0 s 1 '2 7.3 Fd. 10. 77.2 14.i AU 1 4 lO.o Ld. 11. 76.5 12.0 AU 1 5 7.8 Sd. 12. 76.o 14.o 0 5 7.3 Md.13. 75.1 17.5 S 1 10 R 7.5 Þd. 14. 74.4 14.5 AU 1 10 R 8.0 Md.15. 74.5 14.8 0 8 R 5.2 Fd. 16. 74.8 6.5 NAU 2 2 R 4.9 Fd. 17. 75.1 9.2 NAU 1 2 2.0 Ld. 18. 75.2 7.7 NAU 1 2 3.8 Sd. 19. 75.0 14.3 0 8 R -f- 1.0 Md.20. 75.0 13.o SV 1 10 R 6.0 Þd.21. 75.9 5.0 NAU 2 8 R 4.o Md.22. 76.3 12.3 0 1 3.0 Fd. 23. 76.2 i6.c 0 0 1.0 Fd. 24. 76.i 15.5 0 0 4.o Ld. 25. 76.o 13.4 0 5 4.8 Sd. 26. 76,o 14.5 0 8 R 7.o Md.27. 76.t 15.5 sv 1 3 R 8.5 Þd.28. 76.o I6.0 sv 1 7 8.4 Md.29. 75.6 17.5 0 9 R 9.3 Fd. 30. 75.1 15.o 0 6 R 8.8 Fd. 1. 75.0 12.i NAU 1 9 R 8.0 Ld. 2. 74.7 12.i 0 10 Þ 6.8 Sd. 3. 74.7 16.4 0 4 7-0 Md. 4. 74.5 I8.0 0 8 9.6 Þd. 5. 74.5 11.3 NAU 1 10 R 8.4 Md. 6. 74.2 lO.o NAU 1 10 rI 7.9 Fd. 7. 74.9 6.8 NAU 2 10 R| 4.9 X Hér í firðinum hefir orðið síldarvart alla leið inn á Hörgárgrunn. Þorskafli er enn fremur lítill í firðinum; í gærmorgun fengust 80 á skip á Hjalteyri. Það, sem aflast, er vænn fisk- ur. Allar líkur eru til þess, að bæði síld og þorskur séu að ganga inn í fjörðinn til muna. Botnvörpungur sfrokinn. Botnvörpungur, sem dæmdur hafði verið í 1800 kr. sekt og afla upp- tækan og veiðarfæri, en áfrýjað máli sínu, strauk um nótt frá Hafnar- firði 16. f. m. Sýslumaður Páll Einars- son hafði gert alt, sem í hans valdi stóð, til þess að afstýra því, beðið um menn af Heklu til varðgæzlu, með- an skipið var í haldi, og að tekin væru stykki úr gangvélum botnvörpungsins, til þess að hann yrði óskriðfær en ver- ið synjað um hvorttveggja. Svo setti hann fjóra íslenzka varðmenn út í skipið. Um nóttina var siglt á stað með varðmennina, og þegar komið var nokkuð frá landi, voru þeir með harðri hendi reknir ofan í bát, sem stolið hafði verið úr landi, svo lítinn, að hann gat tæpast tekið þá alla fjóra, og með einni ár að eins. Mennirnir björguðust til Iands, af því að veður var kyrt. Lárusar-angistin hefir gengið á einu landshorninu eftir annað eins og landfarsótt. Á ísafirði heltók hún menn svo um tíma, að þeir töldu vissu fyrir því, að Lárus hefði leigt sér þar hús- næði í vor. Hér á Akureyri urðu menn svo þungt haldnir, að þeir þóttust vita, að dánumaður hefði fest sér skrifara í ferð sinni hingað. Nú er sýkin komin til Rvíkur. Þar gera menn ráð fyrir því að bæjarfógeta- embættinu muni verða skift og svo eigi að demba Lárusi á höfuðstaðinn sem borg- meistara. Vonandi verður angistarplágan ekki langvinnari í höfuðstaðnum en á öðr- um landshornum. En hún þykir 111, meðan á henni stendtir. Reykjavíkur-gestir. Hingað til bæjarins hafa komið síðari hluta vikunnar lektor Þórh. Bjarnarson og Tryggvi sonur hans, Einar Benediktsson yfirréttarmálfærslumaður og skáld með frú sinni, á skemtiferð til Mývatns og Detti- foss, og búfræðingarnir Guðjón Guðmunds- son og Sig. Sigurðsson. Þeir halda fund í dag að Grund og á morgun á Möðruvöll- um, eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu. Óþurkasamt hefir verið nokkuð hér um sveitir síðan er sláttur byrjaði. Samt hefir ýmsum tek- ist að þurka töluvert af töðu sinni með því að nota hverja flæsu vel. Mótorbát flutti maður vestan af ísafirði, Skúli Einarsson, hingað með »Vestu« síðast. Báturinn ber 4—5 smálestir, fer míluna á 1V2 klukkustund og er nýr og góður. Hann hefir haft nóg að flytia, bæði fólk og far- angur, síðan er hann kom, út í Hrísey og Svarfaöardal. Á sunnudagir.n var fór hann skcmtiferð með fólk út í Hrísey. Eigand- inn hefir komið hingað með bátinn án þess að fá neinn styrk til þess, og væri æskilegt, að honum yrði koman heldur á- batasöm en hitt; því að fyrirtækið er þarft. þilskipin. Þessi þilskip hafa komið: »Flink« með 42 tnr. lifrar; »Veiðibjallan« með 8000 og »Familien« með 5000 fiska, »Danmark« með 34 tunnur síldar. »Robert« lagði á stað héðan í fyrradag til þorskveiða, en hafði með sér dálítið af reknetum til þess að afla beitu; fekk í gærmorgun 10—15 tnr. síldar framundan Gjögri, við Iandsenda, kom hingað aftur með þá veiði í gær og leggur á stað héð- an með reknetaútbúnað fullkominn. Siglingar. Síldarveiða-gufuskipið »Albatros« kom

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.