Norðurland


Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 4
Nl. 168 hingað á sunnudaginn var beint frá Nor- egi. Það aetlar að stunda síldarveiði hér við land í sumar með spánnýjum, amerísk- um veiðarfærum, hringnót (»snuppenot«, sem Norðmenn kalla). Þessi veiðarfæri er alveg nýfarið að nota í Norcgi, og skip- stjórinn á »Albatros« var í Vesturheimi í vetur um tíma til þess að læra að nota þau. Seglskip kom í gær með timbur til gagnfræðaskólans. Skýzf þóff skýr sé. Dr. Valtýr Ouðmundsson hefir ritað um kvæðakver mitt í síðasta hefti Eimreiðarinn- ar, skýran og skarplegan ritdóm að sumu leyti. Eg ætla ekki að þrátta við hann held- ur en aðra um aðfinslurnar, því að það mundi að líkindum bera lítinn árangur. En á eitt atriði verð eg að minnast. Hann gerir alllangt mál í einum stað út af orð- inu alfa, sem er ritvilla, eða prentvilla, og á að vera álfa (álfa vona og óska minna er á vegum dagrenningar). Ritdómarinn heldur, að þar hafi eg verið að sletta grísku ! Eg hafði ekki gætt þess fyr en nú, að broddinn vantaði yfir a-ið og er það al- veg yfirgengilegt, að gáfumaðurinn Valtýr Ouðmundsson skuli flaska á svona augljósu máli og einföldu. Hvernig gat annars nokk- urum manni komið í hug, að eg mundi yrkja á grísku, fyrst eg hefi hvergi slett dönskunni? Svo lítið kannast eg þó við dönskuna, að eg hefðí getað »dependerað« ofurlítið af henni. Að svo mæltu: Þökk fyrir lesturinn! 24/6 04. Ouðmnndur Friðjónsson. Bœjarsfjórnarfundir. 2. júlí. Frú Ouðnýju Jónsdóttur yfirsetukonu veitt 75 kr. eftirlaun árlega frá nýári með tilliti til langrar og góðrar þjónustu hér í bænum. Frk. Maríu Hafliðadóttur veitt 25 kr. þókn- un fyrir fjórðung þessa árs, ef hún settist hér að sem yfirsetukona og henni þá lofað sýslaninni með föstum, lögboðnum launum, þegar sýslanin losnaði um nýár. Samþykt að fela bæjarfógeta að taka 4 mánaða víxillán í útibúinu, 600 kr., til að borga með vegabætur í bænum. Eggert Laxdal bókaði ágréiningsatkvæði við lántök- una. 12. júlí. Hirti Guðmundssyni veitt aðsetursleyfi. Beiðni um land til erfðafestu frá Tryggva Jónssyni o. fl. vísað til Eyrarlandsnefndar. Ákveðið að Ieigja J. Ounnarssyni og S. Jóhannessyni frá 21. f. m. til 20. júní 1905 norðurhelming lóðar þeirrar, sem þeir hafa leigt á Torfunefi, fyrir 35 kr. ársleigu. Samþykt að veita spítalahaldara Einari Pálssyni 150 kr. launahækkun fyrir yfirstand- andi ár. Lögð fram áætlun um og teikning af skipakví í Oddeyrarbót eftir byggingameist- ara Olsen. Endurskoðandi spítalareikninganna kosinn M. B. Blöndal. Bæjarfógeta falið fyrir sanngjarna borgun að undirbúa málshöfðun á hendur bruna- bótafélaginu Comincrcial Union út af kostn- aði við að stöðva ddsvoðann 19. des. 1901 og björgun. Ólafi Jónatanssyni veittar til erfðafestu 5-6 dagsl. vestan við Kotáriæk með venju- legum kjörum og Jóni Baldvinssyni 6 dagsl. austan við sama læk með sömu kjörum. Sigtr. Jónssyni og Davíð Sigurðssyni selt grjót til gagnfræðaskólans fyrir það, sem grjótið kostaði bæinn, að viðbættum 5% frá því, er bærinn borgaði grjótið og þar til er borgun íer fram, ásamt 1 kr. gjaldi fyrir hvern ferfaðm. Effirmæli. 27. síðastl. aprílmán. andaðist á sjúkra- húsinu á Akureyri óðalsbóndi Guðmundur Jónsson frá Auðólfsstöðum í Langadal, eins og stuttlega hefir áður verið getið í Nl. Hann var sonur merkishjónanna Jóns Guðmundssonar og Önnu Pétursdóttur, sem alllengi bjuggu á Móbergi og Strjúgsstöðum í Langadal og síðast í Hvammi i Laxárdal fremri. — Þegar Ouðm. sál. var skamt kominn yfir fermingaraldur misti haun föð- ur sinn og tók hann þá við bústjórn og bjó með móður sinni og uppvaxandi syst- kinum allmörg ár. En árið 1900 keypti hann Auðólfsstaði og fór að búa þar. Sá hann berlega hina mörgu kosti jarðar þeirrar og eins, hve miklum bótum hún gat tekið, ef þar væri unnið með atorku og hygni, sem hann hafði hvorttveggja til að bera. En því miður auðnaðist honum að eins stutta stund að starfa þar. Því eftir tæpra fjögra ára bú- skap burtkallaðist hann á bezta skeiði, að eins 35 ára gamall. Síðastl. sumar (1903) kvongaðist hann Jónínu Hannesdóttur frá Fjósum í Svartárdal og eignuðust þau einn son. Ouðm.sál. var öllum harmdauði, sem þektu hann, því hann var vinsæll maður og virt- ur vel, stiltur og staðfastur og staklega hjáip- samur og velviljaður, auk þess, sem sveitar- félagið misti þar einn sinn nýtasta meðlim, sakir atorku hans og göfugmensku. Landbúnaðarnefndin tekur til starfa um þessa helgi. Nefndar- mennirnir norðlenzku, Pétur Jónsson og Hermann Jónasson komu hingað til bæjar- ins í gærkvöldi. Nýjasta málþráðarskeyti frá Japan. Tokio 16. júlí kl. 2 f. h. Eftir stóran sigur, sein Japanar unnu á Rússum í gær, ákvað Mica- doinn í Japan að eftirleiðis skyldi æðsti generalinn útbýta til hraustra hermanna í japanska hernum liinum nýju, ágætu vindlum Dolly og Ora- ciella frá vindlaverksmiðju Ó. G. Eyj- ólfssonar á Akureyri, sem einnig fást nú eftir nokkura daga í flestum búð- um á Akureyri og Oddeyri. Háttvirtir kaupendur Norðurlands, sem eru í skuld fyrir blaðið, geri svo vel að hafa pað hugfast, að síðasti gjalddagi að 3. árg. er fyrir miðj- an júlí. Margarine er altid den bedste E x 5- *o > M-H 03 03 > U* O JX B <L> cn B x c x N i—« <L> > B x o tn W U—i ■® Cakið ejtir. ! Verzlun Stefáns Sigurðssonar & Einars Gunnarssonar er vel birg af mat- vörum og nylenduvörum og hefir með s/s »Vesta« og s/s »Modesta« fengið margt, sem vert er að sjá og kaupa. Komið og skoðið varninginn og verzlið með ull, prjónles, smjör og pen- inga, sem alt er borgað vel. Fljót afgreiðsla og ódýr vara. »Reynið á hurðir Flosa!« Akureyri, sh 1904. Stefán Sigurðsson. G V Hillevaag 0 4 Ullai c rverksmi 5 ” - ' ðjur i> taka enn sem fyr á móti ull, sem og ull og tuskum, til tóskapar og biðja þess getið, að til umboðsmanna séu nú komin ný og falleg sýnishorn af alls konar fata- og kjólatauum. Þar sem pað er margra manna reynsla að þessar verksmiðjur vinna fult eins vel, fljótt og ódýrt, eins og nokkur hinna, ættu menn, sem ætla að senda ull til tóskapar, að snúa sér til umboðsmanna verksmiðjanna, sem munu gefa mönnum allar nánari upplýsingar. Umboðsmenn eru: I Reykjavík herra bókhaldari Ólafur Runólfsson. Á Bíldudal — — Ármann Björnsson. - ísafirði — kaupmaður Árni Sveinsson. verzlunarm. A. Sæmundssen. bókhaldari H. Gunnlaugsson. verzlunarm. Ó. P. Blöndal. kaupmaður Metúsalem Jóhannsson. — Stefán Sigurðsson. verzlunarm. Jóh. Sigurðsson. - Blönduósi — - Skagaströnd — - Sauðárkrók — - Oddeyri — - Akureyri — - Seyðisfirði — Aðalumboðsmaður á íslandi Rolf Johansen, Akureyri. Með því að ýmsir bændur hafa spurst fyrir um það, hvort þeir eigi að baða í vetur eða á annan hátt lækna fé sitt af óþrifakláða, verð eg að áminna menn um það alvarlega, að enginn ætti að fást við slíkar lækningar á fé sínu fyr en full vissa er fyrir því, að fjárkláða sé alveg útrýmt; því að annars getur það vel fyrir komið, að menn villist á öðrum ó- verulegum húðsjúkdómum og kláða. Ef reglulegur fjárkláði skyldi enn vera eftir, mundi honum á þennan hátt verða haldið niðri um stund, og svo verða hæítara við, að hann breiddist út eftir á, til stórtjóns fyrir menn. Ö. Myklectad. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAY slenzk frímerki TTTTTTTTTTTTVVVTTTTyTJ kaupir utidirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Ruberj, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K- q JCans 5jeyno/ds q heldur FYRIRLESTUR í Goodtemplarahúsinu . um J'Ioreg og norsK málefni (5 to g~7 o é) Q) sunnudaginn 17. júlíkl. 8'h e. li. * * * Fimmtíu ágætar myndir -e§=- verða sýndar (rneð lanterna magica, á vegg). * * * Inniranicseyrir 50 aurar fyrlr fullorðna, 25 aurar fyrír börn. „NorQurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á fslandi, 4 kr. i öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vesturheimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir frain). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.