Norðurland


Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.07.1904, Blaðsíða 1
RÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 42. blað. Akureyri, 16. júlí 1904. j III. ár. í H jaltadal eru lausir til ábúðar frá 14. maí 1905. Þeir, sem óska að taka jörð- ina á leigu með búfé, búsgögnum og fleiru eða án þess, eru beðnir að snúa sér sem fyrst til undirrit- aðs, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi leigunni. Skrifstofu Norður- og Austuramtsins, Akureyri 15. júlí 1904. 9áll ‘Briem. r' : ý. ' ' ' ' . • " , ' 'ý ' . 'vt' l’: . .ílll' .Jill., . . tfhu. .ilk. jlkl. i. ..l'lh riilh. rifc’v jRh. ri'U,.!Í'u JiU. rifcll.rilj'll. -rilY. tllb'. .,'11 .'Hh 'tbl r4' Jlæktunarfélag Jforðurlands. Ágrip af fundargjörð aðalfundar 2. - 4. júlí 1904. Ar 1904 hinn 2. júlímánaðar kl. 4 e. h. var aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands settur á Sauðarkróki. Fundinn setti forseti félagsins, amt- maður Páll Briem á Akureyri. Þetta gerðist á fundinum: 1. Leitað var eftir, hverjir af full- trúum félagsins væru mættir og reynd- ist svo að mættir voru: I. Ur Húnavatnssýslu: Sýslunefndarmaður Arni Þorkelsson á Geitaskarði, búfræðingur Magnús Jónsson á Sveinsstöðum, búfræðingur Magnús Þorláksson á Vesturhópshól- um, síra Þorvaldur Bjarnarson á Mel- stað. II. Ur Skagafjarðarsýslu: Kaupmaður C. Knudsen á Sauðár- króki, búnaðarskólakennari Jósef J. Björnsson á Vatnsleysu, umboðsmað- ur Olafur Briem á Alfgeirsvöllum, bóndi Tobías Magnússon í Geldinga- holti. III. Ur Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstað: Tóvélastjóri Aðalsteinn Halldórsson á Akureyri, prófastur Jónas Jónasson Hrafnagili, búfræðingur Jóhann P. Jóns- son á Syðra Hvarfi, amtmaður Páll Briem á Akureyri, bóndi Sigurgeir Daníelsson í Núpufelli, járnsmiður Sig- urður Sigurðsson á Akureyri, hrepp- stjóri Stefán Stefánsson í Fagraskógi, bóndi Vilhjálmur Einarsson á Bakka í Svarfaðardal. IV. Ur Suður-Þingeyjarsýslu: Búfræðingur Baldvin Friðlaugsson á Húsavík, bóndi Haraldur Sigurjónsson á Einarsstöðum, bóndi Sigurjón Frið- jónsson á Sandi, kaupmaður Þórður Gunnarsson í Höfða. 2. Fundarskrifarar voru kosnir Jósef J. Björnsson og Baldvin Friðlaugsson. 3. Forseti félagsins lagði fram reikn- ing félagsins síðastl. ár, athugasemdir endurrskoðenda, svör reikningshaldara og tillögur til úrskurðar. Reikningurinn samþyktur í heild sinni. 4. Forseti skýrði frá störfum félags- ins síðastliðið ár og frá hag þess og störfum á ári því, sem nú er að líða. 5. Forseti skýrði frá að Ræktunar- félagið hefði fengið gjafir frá öðrum löndum frá: a. Stórkaupmanni Moritz Fraenckel í Gautaborg f Svíþjóð 300 kr. b. Dr. P. Hellström Luleá Svíþjóð. c. Landtbruks Akademiens Experi- mentalfált Landtbruksafdelingen og d. Bastian Larsen yfirkennara við landbúnaðarháskólann í Asi, ýmis kon- ar fræ og útsæði. Fundurinn fól forseta í einu hljóði að votta gefendunum þakklæti félagsins. 6. Forseti lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 1905 og var því næst ákveðið að kjósa í fjárhagsnefnd. Kosningu hlutu Ólafur Briem, Páll Briem, Sig- urjón Friðjónsson, Stefán kennari Stef- ánsson, Aðalsteinn Halldórsson. Hinn síðastnefndi var kosinn eftir hlutkesti milli hans, Þórðar Gunnarssonar og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra. Fundi frestað til næsta dags kl. 4V2 e. h. 7. Kennari Jósef J. Björnsson á Vatnsleysu hélt fyrirlestur um búnað í Skagafjarðarsýslu. 8. Stefán kennari Stefánsson flutti kvæðið »Skagafjörður« eftir Matthías Jochumsson. Þá var fundarhlé um fjóríung stundar til kl. 6. 9. Sigurður Sigurðsson skólastjóri hélt fyrirlestur um tilbúinn áburð og sýndi sýnishorn af ýmsum tilbúnum áburðartegundum í glösum. Enn frem- ur sýndi hann áhrif áburðartegundanna á hafragras, er vaxið hafði síðan í vor í kössum, er kaupmaður C. Knud- sen á Sauðárkróki hafði góðfúslega annast fyrir félagið, og myndir yfir efnasamsetning í gulrófum, jarðeplum, fóðurrófum, töðu o. s. frv. 10. Eftir að fundi hafði verið frest- að um stund, voru sýnd ýms verkfæri, sem Ræktunarfélagið hefir keypt, svo sem plógar, herfi, skóflur, gaflar, garð- plógur, sáningaverkfæri, arfajárn og ýms önnur verkfæri. 11. Um kveldið var til sýnis eitt af kennsluáhöldum Hólaskóla, skugga- myndavél, og sýndar allmargar skugga- myndir. Fundi frestað til næsta dags kl. 8 f. h. 12. Framsögumaður fjárhagsnefnd- arinnar, Ólafur Briem, Iagði fram álit nefndarinnar. Stjórn Ræktunarfélagsins hafði í áætlun sinni miðað við, að fé- lagið fengi að eins tillag úr landssjóði, eins og ákveðið er í fjárlögunum, en fjárhagsnefndin áleit, að félagið mundi bíða svo mikinn hnekki við það, að það yrði að leggja alt kapp á að fá 10 þús. króna styrk til félagsins; en ef þessu gæti eigi orðið framgengt, þá yrði stjórn félagsins að hafa heim- ild til að taka lán handa féla^inu, til þess að það gæti leyst störf sín vel af hendi. Eftir allmiklar umræður var sam- þykt í einu og öllu svo hljóðandi Áætlun um tekjur og gjöld Ræktunarfélags Norðurlands árið 1905. Tekjur. Kr 1. Tillög og gjafir.......... 1600.00 2. Landsjóðsstyrkur .... 6500.00 3. Aukafjárveiting úr lands- sjóði.................... 3500.00 Alls . . . 11600.00 Gjöld. I. Skuld frá f. á 600.00 2. Til aðalstöðvarinnar og til verklegrar kenslu . . 3500.00 3- Til aukatilraunastöðva . 1 500.00 4- — verkfærakaupa . . . 500.00 5- Fyrir fræ og útsæði . . 700.00 6. — tilbúin áburðarefni 1200.00 7- — plöntur og tréfræ 300.00 8. Ferðir til leiðbeiningar fyrir félagsmenn .... 1200.00 9- Stjórn félagsins .... 300.00 10. Styrkur til að nema verklega jarðyrkju . . . 500.00 I I. Prentun á ársskýrslu fé- lagsins 0. fl 400.00 12. Til að safna fræi af ís- lenzkum fóðurjurtum . . 400.00 13- Til óvissra útgjalda . . 500.00 AIIs . . . 11600.00 13. Meðan stóð á umræðum um fjárhagsáætlunina, gerði Vilhjálmur Einarsson fyrirspurn um það, hvort eigi mundi vera rétt að veita ein- stökum mönnum styrk til þess að koma upp aukatilraunastöðvum, ef þeir vildu leggja fram hæfilegan kostnað til þess, þar sem svo stæði á að sveitamennn vildu ekki leggja fram kostnaðinn. Um þetta urðu all- miklar umræður og tóku þátt í þeim auk forseta Árni Þorkelsson, Ólafur Briem, Sigurjón Daníelsson, Stefán Eiríksson bóndi á Refsstöðum, Stefán kennari Stefánsson og Vilhjálmur Ein- arsson. Fundi frestað um stund, en hófst aftur kl. II f. h. 14. Sigurjón bóndi Friðjónsson hélt fyrirlestur um búnað í Suður-Þing- eyjarsýslu og urðu eftir hann nokk- urar umræður. 15. Tóvélastjóri Aðalsteinn Hall- dórsson hélt fyrirlestur um stefnu og markmið Ræktunarfélagsins. 16. Forseti leitaði fyrir hönd stjórn- ar félagsins álits fundarins um það, hvort réttara mundi vera að ráða 2 menn til þess að ferðast um til að veita félagsmönnum leiðbeiningar og verja til þess 6—700 kr., eða ráða að eins I mann til þessa og verja til þess 4—500 kr. Um þetta urðu nokk- urar umræður. Ákveðið var að verja til ferða til leiðbeiningar að eins 4—500 kr. með 11 atkvæðum gegn 1. 17. Forseti bar fram þá tillögu stjórnarinnar, að ákveðið yrði að halda næsta aðalfund Ræktunarfélags- ins að ári á Akureyri og var það samþykt I einu hljóði, 18. Til að endurskoða reikninga Ræktunarfélagsins þetta ár voru kosn- ir böksali Friðbjörn Steinsson á Ak- ureyri, hreppstjóri Stefán Stefánsson í Fagraskógi. 19: í stjórn félagsins var kosinn í stað amtmanns Páls Briems, er í haust flytur til Reykjavíkur, tóvélastjóri Aðal- steinn Halldórsson. Á fundinum voru ýmsir félagsmenn og að jafnaði áheyrendur svo sem húsrúm leyfði. Eftir að fundarbók hafði verið lesin upp og samþykt, þakkaði Þórður kaup- maður Gunnarsson fyrir hönd fulltrú- anna og Stefán kennari Stefánson fyrir hönd stjórnarinnar amtmanni Páli Briem fyrir störf hans í þarfir félags- ins og landbúnaðarins og tóku fundar- menn undir það í einu hljóði. \ Sfnagreining 0. fl. Að tilhlutun minni og fyrir millum- göngu forstöðumanns Símons Hauge, hefir verið gerð efnagreining á ís- lenzku heyi á ríkisefnagreiningarstöð- inni (Statens Kemiske Kontrolstation) f Kristjaníu, í síðastl. marzm. Ut af þessu vil eg birta hér útkomuna með lítilli umsögn. Heyið var frá Einarstöðum í Reykja- dal, vel verkuð, græn, smá hólataða, aðaljurt sveifgras. Til samanburðar set eg einnig efnagreining annara þriggja Næringarefna - hlutföll þessara fóðurtegunda eru í Einarsstaðatöð- unni sem 1 á móti 4.15, Eiðatöðunni 1 :4.93, norskutöð- unni 1: 5.0 oghöfr- unum 1 : 6.8. Það er fyrir nokkuru kunnugt, hve íslenzk taða er rík af næring- arefnum; og kýr vorar bera með sér, að einnig er mikið meltanlegt af þeim dýru og góðu efnum, því ekki er því að leyna, að vér eig- um fremur stórar og góðar mjólkur- kýr, þótt ekki séu þær alstaðar jafn- góðar né jafn-vel úr garði gerðar í landinu; og ekki heldur verður viður- kend alefling kosta þeirra á nokkur- um stað. — Því meira sem er af holdgjafaefnum (eggjahvítuefni og amíðefni), fitu og hitamyndunarefnum (mjölefni og sykri) og minna af trefjaefni, því næringar- betri er fóðurtegundin (kraftmeiri). Hér er trefjaefnið mest í norsku töð- unni, en meira getur það þó verið í ræktuðum, útlendum grasfóðurtegund- um (alt að 34 °/o). Holdgjafaefnin eru fóðurtegunda: t-I m O n OJ <D 6 ró vd 04 f— 1 ‘5 0» - ■«£ 00 '•G >»« r 6 § vO ■'T fÁ. U-> Hold- jafaefni 00 <N ró 0S-OI r- ó\ 10.4 Op O 0 OJ ró ■'d- 04 i-n « 0 co < 00 06 <ó eo m cn cð > có ó- E G *o V) E í3 P 1 C [S "53 G s s 1- -G tuO G W : bu c c3 oi s* p 0 i 0 «o ni 4-1 *o nS *-» G Vh O c W «0 P G >3 </) Vh 1-1 O n3 O O £ E

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.