Norðurland


Norðurland - 10.12.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.12.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 11. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 10. desember 1904. IV. ár. Kvar á petta að lenda? Tilnefning Lárusar sýslumanns Bjarnasonar til riddara af danne- brog hefir orðið mönnum hér al- ment mikið undrunar efni og valdið óvanalega miklu umtali, ekki mikil- vægara en það er í sjálfu sér að hljóta þann heiður. Menn hafa vakn- að við liana til umhugsunar um réttarástandið í landinu, menn spyrja sjálfa sig og menn spyrja aðra um það hvað stjórnin sé að fara. Nálega með hverri einustu póst- ferð berast þjóðinni ný tíðindi af þessum manni, ein sagan rekur aðra og svo að sem allra gætilegast sé talað, eru þessar sögur ekki vel til þess fallnar að auka virðingu hans hjá þjóðinni. Eftir almennum hugs- unarhætti er ekki beinlínis virðing- arauki að því að þurfa að þola það bótalaust, að sagt sé um mann, að hann sé sannur að sök um fjárdrátt- artilraun, þegar leitað er aðstoðar dómstólanna til þess að hnekkja þeim ummælum. Og eftir sögum þeim sem gengu af rannsóknunum í verð- lagsskrármálinu verður áreiðanlega hið sama uppi á teningnum. Menn undrast það hvað stjórnin, sem vill vera stjórn meiri hluta þjóð- arinnar, hefur sig liátt upp yfir þenn- an almenna hugsunarhátt, finna að hennar andi er ekki andi þjóðar- innar. Þjóðin hefir t. d. haft þá trú, að það væri mikils vert að bera virð- ingu fyrir dómsvaldinu í landinu, og sé það ekki gert mundi það leiða til óstjórnar og brjóta niður alla réttlætistilfinningu hjá lands- mönnum. Sé þjófur dæmdur til betr- unarhúsvinnu fyrir að hafa stolið, tel- ur hún það sjálfsagt að hann sé látinn sæta þeirri hegningu að fara í betrunarhúsið; verði embættismanni eitthvað það á, sem almenningsálit- ið telur honum til óvirðingar, og þetta sé staðfest með dómi, telur hún að hann eigi að hafa fyrirgert embætti sínu. Pjóðin getur ekki samrýmt hugs- unarhátt sinn við hugsunarhátt stjórn- arinnar. Hún er varla búin að koma skjöl- unum í verðlagsskrármálinu fyrir í vasa sinum þegar hún skipar Lárus í nefnd kirkjumálanna, strax eftir lands- yfirréttardóminn gerir hún hann að forseta í amtsráði Vesturamtsins og þegar nýfrétt er um dóminn í undir- rétti út af ummælum blaðs eins út af þeim dómi, fylgir það nærri því sögunni að Lárus sé gerður að ridd- ara. Áður en dómshaninn hefir galað tvisvar yfir höfði hans, hefir stjórn- in sæmt hann þrisvar. Menn spyrja: Hefir stjórnin gert sér ljóst hvaða réttarástand hún er að skapa í þessu landi? Veit hún hvað af því leiðir með- al þjóðanna að framkvæmdarvaldið sýni dómsvaldinu lítilsvirðingu? Hver er það sem stjórnar þessu landi nú? Er það sá sem ábyrgð- ina ber að lögum, eða er það Lárus? Allar þessar spurningar og marg- ar fleiri, þjóta ínanni um eyru. Menn segja hver öðrum söguna af Pétri aumingja og kerlingarnar segja hana börnunum. Parna situr hann, aumingja maðurinn, langt úti í heiminum, morðingjarnir eru alt í kringum hann og hann er svo hræddur, svo lifandi ósköp hræddur; hann veit hann á að láta hengja þá, en hann er hræddur um að áður en hann verði búinn að því, verði þeir búnir að hengja hann sjálfan. Svo þegar foringinn kemur inn til hans og grettir sig framan í hann, þá finnur hann ekki annað betra ráð en að stynja því upp við hann hvort hann hefði ekki gaman af því að verða biskup. Þá hneigir foringinn sig náðuglega og fer út og Pétur heldur að nú sé hann úr allri hættu í bráðina. En daginn eftir kemur foringinn inn í biskupsskrúðanum og er þá ekkert blíðlegri en áður. Pétur sér þá ekki annað ráð en að bjóða honum líka að verða lands- stjóri. Þá hneigir foringinn sig aftur Og fer út Og Pétri verður aftur hug- hægra. En áður en hann veit af kemur foringinn aftur inn til hans og grettir sig rneira en áður. Þá varð Pétur ráðalaus, hann var búinn að gefa honum skárstu embættin sem hann átti ráð á í svipinn, en af því hann sá að svo búið mátti ekki standa, tók hann krossinarkið af brjósti sér og rétti að foringjanum. Svo kunna menn ekki söguna lengri, því hvern- ig honum hefir orðið við það vita menn ekki. Veöurathusranir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1904. Um miðjan dag (kl. 2). -= 13 E Okt. Nóv. 2e u ic -< 3» ro H > i M E o O Minstur (C) á sól hringnu Ld.29. 75.3 6.o VSV 2 10 R -f- O.i Sd. 30. 75.3 -f- 0.5 VSV 1 10 S - 0.9 Md.31. 76.6 -f- 1.2 0 8 S - 1.7 Þd. 1. 76.9 -f- 2.4 0 6 - 6.9 Md. 2. 74.o 4.o SV 1 8 R - 5.7 Fd. 3. 76.o -1- 3.4 0 4 - 4.o Fd. 4. 75.2 -f- 2.o 0 10 S - 8.8 Ld. 5. 75.3 O.o 0 10 s - 6.3 Sd. 6. 75.7 -f- 5.o 0 10 - 5.i Md. 7. 75.5 -f- 6.o 0 6 - 12.o Þd. 8. 75.2 -f- 8.4 0 10 - 15.5 Md. 9. 75.4 -f- 2.9 0 10 - 15.2 Fd. 10. 75.9 -f- 9.o 0 7 "" - 12.2 Fd. 11. 74.8 -f- 6.8 0 10 - 18.o Ld.12. 75.o -r- 3.2 0 10 - 9.9 Sd. 13. 73.1 4.i VSV 3 5 R - 7.9 Md.14. 75.4 2.2 0 10 - 2.o Þd. 15. 75.6 O.o NV 2 8 s O.o Md.16. 78.o 8.5 sv 2 8 R -f- 3.o Fd. 17. 75.o 2.5 vsv 1 10 R 1.0 Fd. 18. 74.4 -f- 1.8 vsv 2 4 s - 4.9 Ld. 19. 76.o -r- 8.0 NV 2 10 - 12.0 Sd. 20. 76.9 -M0.4 N 1 7 - 12.o Md.21. 77.5 -f- 7.9 vsv 1 8 - 13.9 Þd. 22. 77.i -f- 6.5 0 4 - 13.5 Md.23. 76.3 1.8 sv 1 5 •- 13.i Fd.24. 75.5 4.8 0 4 - 3.o Fd. 25. 75.6 5.5 ssv 1 10 - 4.3 Ld. 26. 75.4 4.5 0 10 ¦- 1.0 Sd. 27. 76.5 -f- 1.5 0 5 - 0.9 Md.28. 75.o 3.7 sv 1 10 - 4.o Þd. 29. 75.i 0.7 vsv 1 3 - 0.5 S{eknetaoeiðarnar. Skýrsla frá hr. Chs. 3- Jatck. Herra stórkaupmaður Thor. E. Tul- inius hefir nú, eins og fyrri, Sýnt Nl. þá góðvild að senda því skýrslu Falcks konsuls í Stafangri um reknetaveiðarn- ar hér við land. Sfðan árið 1900 hefir veiðin verið þessi: Árið 1900....... 536 tunnur. - 1901....... 916 — - 1902....... 5000 — - 1903.......40000 — - 1904.......85000 — Síldina á þessu ári metur konsúll- inn 1,100,000 kr. virði. Útflutnings- tollurinn, sem borgaður hefir verið hér í landi er 17,000 kr. »Eins og eg skýrði yður frá í fyrra, höfðu þá ýmsir íslendingar útvegað sér skip og net til þessara veiða og á þessu ári hefir þeim fjölgað til muna. Félög hafa myndast þar, ekki að eins á norðurströndinni einni, heldur líka á Austfjörðum og jafnvel f Reykjavík, til þess að reka veiðar þessar á þil- skipum og yfirleitt mun þeim hafa farnast vel. Frá Noregi voru veiðarnar mest stundaðar af mönnum af vesturströnd- inni, en þó einkum úr Stafangursamti. Hér í Noregi leiddist athygli manna mest að því hvernig gufuskipunum »Albatros« og >Imbs« tækjust veið- arnar; áttu þau að gera tilraunir með veiðar með amerískum hringnótum. »Albatros< hepnaðist mjög vel, eink- um í byrjun veiðinnar. Á 7 dögum veiddi skipið 1000 tunnur og kom strax heim með þær. Seinna aflaði það og mjög vel, fekk alls 3,100 tunnur. »Imbs« fekk 2,600 tunnur. Það kom því í ljós að hringnætur er ekki að eins hægt að nota, heldur að þær eru hið ágætasta veiðarfæri. Hringnót kost- ar með öllum útbúnaði 4500—5000 kr. Með reknetum veiddu og margir vel. Sum gufuskipin fengu um 2400 tunnur og þilskipin sum um 1600 tunn- ur og öll fengu þau eitthvað. Eg býst því við að útbúnaður til veiðanna verði ennþá meiri næsta ár en hann var á þessu ári og ekki ólíklegt að fleiri útvegi sér hringnætur. Búast má við því að allri veiðinni verði lokið á 6 vikum og þá er það ekki smáræði, sem flutt er í land af auðæfum hafsins á svo skömmum tíma. Eins og kunnugt er hefir nótaveið- in brugðist því nær algjörlega á þessu ári við ísland. Er það því mikið gleði efni að veiðar þessar hafa verið tekn- ar upp og orðið til hagsmuna öllum þeim, er þær hafa stundað og ekki sízt fyrir ísland er fengið hefir með þeim álitlegan tekjustofn. Gæði vörunnar hafa verið mjög lík og síðastliðið ár, en yfirleitt hefir ver- ið farið betur með hana nú enn áður var gert. Líka á þessu ári hefir danskur fiski- maður tekið þátt í veiðinni á »Alba- tros«, til þess að kynnast sem bezt veiðiaðferðinni.« X ísland erlendis. (Frá fréttaritara Norðurlands.) Um Ólaf Davíðsson hefir einn af vísindamönnum Dana, dr. Axel Olrik, kennari við háskólann í Kaupmanna- höfn, ritað stutta grein í Danske Studier. Getur hann starfsemi hans sem gátna- og sagnasafnara og að hann hafi tekið þar við, er Jón Árnason þraut. Verk hans muni varðveita nafn hans frá gleymsku og glötun. Raunar vanti hann stundum málfræðislega vandvirkni og hann hafi ekki komist svo langt að gera vísindalegar rannsóknir á þjóðleg- um fræðum — »fremur en aðrir íslend- ingar«. — Söfn hans og útgáfur muni þó æ verða eitt aðalverkið í íslenzkum þjóðsagnafræðum. * * * Heima f Reykjavík dvelur um þessar mundir skáldkona ein dönsk, ungfrú Thit Jensen, systir Jóhannesar V. Jen- sen's, eins af allra fremstu skáldum Dana. Hefir hún skrifað fáeina pistla að heiman í kvennablað eitt hér í borginni, er Heimilið (Hjemmet) heit- ir, og hafa þeir verið heldur hlýlegir í garð lands vors. Síðasti pistillinn var um kvennaskólann í Rvík og þau Pál gamla Melsteð og konu hans. Þótti henni gaman af að hitta þau gömlu hjónin. Hún segist hafa veitt því eftir- tekt, að þar sem íslenzkt og danskt kyn blandi blóði saman, gefist afkvæmið vel, og bætir því við, að þetta mætti vel hvetja danskan og íslenzkan æsku- lýð til að taka ofurlítið betur hver eftir öðrum! Hún hefði átt að bæta þvf við, að tveir allra frægustu menn af norræn- um kynstofni, Niels Finsen og Albert Thorvaldsen, voru íslenzk-danskir að ætt. Hún gefur í skyn, að hún hafi fengið að kenna á hatri sumra íslend- inga í garð Dana, en henni batnaði stórum við að finna þau gömlu hjónin. Hér á að halda sýning nokkura í sumar, mikla og veglega, og þykir mér lfklegt, að það hækki brúnum á íslendingum, er þeir heyra um hana. Eftir þvf sem »Politiken« segist frá, þá er svo til ætlazt, að hún á að gefa mönnum hér hugmynd um landslag og menning f nýlendum Dana — ísland kallar »Politiken« nýlendu! — Þar á að sýna Grænlendinga f Eskmóakofum sveitarþorp Svertingja á Vesturhafs- eyjum og Færeyinga. Inn í þenna helgidóm á nú að lofa mörlandanum að koma, og er vonandi, að hann sómi sér hið bezta, er hann kemur í svo fríða sveit og á að skipa bekk með svo göfugum og tignum þjóðum sem Svertingjum og grænlenzkum skrælingj- um. En með því að mörlandanum er nýtt um varninginn, að vera með svona »fínu« fólki, og því ekki víst, að hann kunni sig, þá hafa tveir íslendingar hér í borginni, þeir dr. Finnur Jóns- son og dr. Valtýr Guðmundsson, verið fengnir til þess að pússa hann ofur- lítið upp, búa hann upp á, áður en hann gengur inn í þenna nýja fögnuð. Eitthvert »skrif« á að hafa verið samið um þetta og þar á að vera talað um ísland og »de danske Kolonier*. Þykj- ast Danir hafa rutt sig þarna, er þeir gerðu okkur hærra undir höfði — á pappírnum i — en Eskimóum og Svert- ingum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.