Norðurland


Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 17.12.1904, Blaðsíða 2
Nl. 46 ákveðið starf að leysa af hendi. Þessi deilda- og flokkaskifting var miðuð við upplag lærisveinanna,svo sem hægt var. Fyrirkomulag þetta var haft á skoðun- arferðinni, til þess að fljótar gengi að athuga það, sem athugavert þætti og athuganirnar yrðu gerðar af meiri ná- kvæmni. Þegar svo flokkarnir voru búnir að leysa sitt fyrirsetta verk af hendi, var hverjum einum gefinn kost- ur á að veita athýgli hverju öðru, sem honum sýndist. Deildaskipuninni var hagað þannig; I. DEILD athugaði það, sem að jarðrækt laut. Þessari deild var svo skift í 4 flokka. 1. fl. skoðaði tún og mældi túnaslétt- ur, nýlega túnauka og túngirðingar, fekk upplýsingar um stærð túnanna og töðu- fall og tók lýsingu af ástandi þeirra, t. d. framræslu o. fl. 2. fl. mældi garða og tók lýsingu af legu þeirra, jarðvegi og girðingum í kring um þá, fekk upplýsingar um aldur þeirra, hvað ræktað væri í þeim, hvaða áburður væri borinn í þá og hvað mikið og hvað uppskeran úr þeim hefði verið mikil síðastliðið sumar. 3. fl. skoðaði engjar og mældi skurði og flóðgarða, sem á þeim voru. Fekk upplýsingar um hvernig vatn væri notað til áveitu og um heyfeng og mannafla síðastliðið sumar. 4. fl. athugaði jarðmyndun og lands- lag hverrar jarðar, sem skoðuð var og tók sýnishorn af jarðvegi til rannsóknar hér við skólann. II. DEILD skoðaði búpeninginn. Deild þessari var skift í 4 flokka. 1. fl. skoðaði nautgripi og tók Iýs- ingu af stærð þeirra (eftir mælingu) aldri, lit og líkamsbyggingu, einkum mjólkureinkennum. Einnig fekk hann upplýsingar um kynferði nautgripanna, fóðrun og nythæð mjólkurkúnna, eftir því sem hægt var. 2. fl. skoðaði hross og tók mæl- ingu af þeim, ásamt lýsingu af lit, aldri og einkennum. Einkum var lögð áherzla á að fá lýsingu af gripum, sem átti að nota til kynbóta. Hann leitaði einnig upplýsinga um tölu vinnuhrossa og stóðhrossa. 3. fl. skoðaði sauðfé og tók lýsingu með mælingu af kynbótafé. Hann leit- aði upplýsinga um tölu sauðfjár, hverrar tegundar fyrir sig, um tekjur af sauðfé, svo sem ull, vænleik að hausti og mjólk- urmagn, þar sem fráfærur hafa verið og um sauðfjárhaga sumar og vetur, ásamt sínum eigin athugunum. Þessi flokkur leitaði einnig upplýsinga um hvort geitfé eða alifuglar væri haldið, og ef svo væri, þá hve margt af hverri tegund, í hvernig húsum það væri haft, hvernig fóðrað og hirt og hve miklar tekjur væri, t. d. mjólk og kjöt af geitum og eggjatala af varpfuglum. 4. fl.' leitaði upplýsinga um hlunn- indi jarðanna, svo sem æðarvarp, lax og silungsveiði o. fl. Einnig á hvern hátt þetta væri stundáð og hve mikinn arð það veitti. III. DEILD athugaði um húsaskipun á jörðunum og búnaðaráhöld þau, sem til voru. Þeirri deild var skift í þrjá flokka. 1. fl. skoðaði bæjarhúsin, tók frí- hendisuppdrátt með mælingu af grunn- fleti og hæð þeirra og reiknaði út ten- ingsmál íbúðarherbergja, tók lýsingu af ástandi húsanna, og virti þau til pen- ingaverðs. Hann leitaði einnig upp- lýsinga um fólkstölu í hverju íbúðar- herbergi og hve gömul húsin væru. 2. fl. skoðaði peningshús og tók frí- hendisuppdrátt með mælingu af grunn- fleti og hæð þeirra, ásamt heyhlaða og tófta, sem við þau voru, tók Iýsingu af ástandi þessara húsa og virti þau til peningaverðs. Hann leitaði upplýs- inga um tölu búpenings í hverju húsi. 3. fl. skoðaði og tók lýsingu með virðingu af búnaðaráhöldum, einkum jarðyrkjuverkfærum og smjörgerðar- og heyvinnuáhöldum. Hann tók fríhendis- uppdrátt með mælingu af sjaldséðum eða frábrugðnum verkfærum. Einnig leitaði hann upplýsinga um hve margt væri af hverri búnaðaráhaldategund. Þegar heim var komið skrifaði svo hver flokkur sérstaklega um sínar at- huganir og þær upplýsingar, sem hann hafði getað fengið og var því öllu safnað saman í eina ferðasögu með þeim upp- dráttum sem teknir höfðu verið o. s. frv. Af þessari ferðasögu má sjá meira og minna greinilega fyrir hvern við- komustað þau atriði er hér fylgja: Hve mikið hefir verið gert að jarða- bótum og í hverju þær einkum liggja, á hverju stigi garðræktin er, hvert hlutfall er á milli heyfengs af túnum og engjum og vísbending um hve dýr heyskapurinn er, hvernig jarðvegur og landslag er, til vísbendingar um hverja grein jarðræktarinnar er vert að Ieggja mesta stund á og hvernig skuli haga umbótunum, hvernig búpeningskynin eru og á hverju stigi meðferð búpen- ingsins er, t. d. húsavist og fl., hver grein búpeningsræktarinnar er mest stunduð, hvernig búfjárhagarnir eru sumar og vetur, hvernig skepnur eru valdar til kynbóta, hvernig húsaskipun er, hve mikils virði bæjarhús og pen- ingshús eru hvort í sínu lagi (fróðlegt í samanburði við afgjald jarða og venju- Iega húsaeign), hve mikið loftrúm hverj- um manni er ætlað í íbúðarherbergjum, hve mikið loftrúm búpeningnum er ætl- að í peningshúsunum, hve mikið og hentugt húsrúm fæst með vissum til- kostnaði, hver jarðyrkju- heyvinnu- og smjörgerðaráhöld eru til og hve mikið verð liggur í þeim. — Þannig gefur ferðasagan ýmsar mjög mikils- verðar upplýsingar um búnað Skag- firðinga og íslenzkan landbúnað í heild sinni. Til þess að hægt sé að bæta úr göllum og halda kostum hverrar stefnu (hugmyndar eða hlutar), er fyrsta skil- yrðið að þekkja vel gallana og kostina og í hverju þeir liggja. Þetta gildir um íslenzkan iandbúnað sem annað. Til þess að fá fasta sannfæringu fyrir að vert sé að breyta búnaðinum og hugmynd um hvernig þær breyt- ingar verði samrýmdar á sem hag- anlegastan hátt við þá kosti, er vér viijum halda, er nauðsynlegt að þekkja búnaðinn vel á því stigi, sem hann er nú. Tilgangur þessarar ferðar var að auka þessa þekkingu ásamt því að skerpa eftirtekt lærisveinanna á því, sem fyrir augu ber og draga ályktanir og lærdóma út af því. Óhætt mun að fullyrða að ferðin hafi náð tiigangi sínum, svo sem hægt var að búast við, eftir þvf hvað stuttum tíma var hægt að verja til athugana á hverjum bæ, því til göngu- lags á milli viðkomustaðanna gekk mjög mikill tími. Þess er oss Ijúft að geta að bænd- urnir, sem vér heimsóttum, létu oss yfirleitt fúslega í té allar þær upplýs- ingar, sem vér óskuðum eftir og þeir gátu veitt. Án þessa hefði ferðin heldur ekki getað náð tilgangi sínum. Viljum vér því votta þeim hinar beztu þakkir fyrir þetta, ásamt annari gestrisni, er þeir sýndu oss. Hólum 16. Nóvember 1904. Nokkrir af ferðamönnunum,. Skarlatssóftin á Oddeyri. Þess hefir verið getið hér í blaðinu, að ótvíræð skarlatssótt hafi komið upp í húsi einu úti á Oddeyri (nr. 6 f Lundargötu). Þar lagðist eitt barn en enginn annar svo mér sé kunnugt. Þegar vissa var fengin um veikina var samgönguvarúð fyrirskipuð við veikindaheimilið. Hvaðan kom nú þessi veiki ? Skarlatssótt hefir hvergi gengið í nágrenninu svo kunnugt sé nema á Svalbarðsströnd. Það sýnist því liggja beint við að hún hafi fluzt þaðan, og þá auðvitað á þann hátt að samgöngu- varúðin hafi verið brotin. En þegar heimilisfólkið á veikinda- heimilinu er spurt um það, hvort slík- ar samgöngur hafi átt sér stað, þá neitar það því harðlega, og mikil lík- indi eru til að því sé ókunnugt um uppruna veikinnar. Einhversstaðar er hún þó komin frá. Ekki kemur hún upp af sjálfri sér, víst er um það. Nú kom mér sú frétt til eyrna, að barn í húsi þar skamt frá hefði sýkst nokkuru áður, lítillega og hefði fengið rautt útþot um hörundið. Móðir barns- ins gerði ekkert úr þessu og tók sér- staklega fram að alls enginn skinn- flagningur hefði komið á barnið. Sagð- ist hafa verið hrædd um skarlatssótt, gætt því að þessu. Hvort þessi lasleiki barnsins, sem annars varaði öistutt, hefir verið skarl- atssótt eða ekki þori eg ekki að full- yrða, en víst er um það að kona þessi braut skýlaus fyrirmæli laganna, sem ákveða að hver sem grun hefir um að skarlatssótt sé komin á heimili sitt, skuli skyldur að skýra tafarlaust frá því og leggja alvarlega hegningu við ef vanrækt er. En daglegar samgöngur höfðu verið milli þessa húss og hins fyrnefnda. Sennilegt er að veikin hafi fluzt í nr. 6 í Lundargötu úr einhverju öðru húsi á Odderi, þessu eða öðru þar sem þagað hefir verið um veikina. Hátt á annan mánuð hefir ekki vitn- ast um veikina í nokkuru öðru húsi hér f bænum. Flestir hafa því gert sér góðar vonir um að henni væri lokið og skilist hefir mér það á sum- um að samgönguvarúðin við húsið væri óþarfa uppistand frá minni hálfu, jafnvel lfklegast að þessi lasleiki, sem engan annan sýkti ( húsinu væri sjálf- sagt ekki skarlatssótt. Þess væru dæm- in að læknunum missæist og hér væri eitt sem bakaði fátæktu fólki armæðu og óþægindi. Við þennan hugsunarhátt hef eg orð- ið var og einnig það að hin fyrirskip- aða samgönguvarúð við veikindaheim- ilið hefir verið hispurslaust brotin, því skyldu menn hyrða um vitleysur lækn- anna. Árangurinn af öllu þessa er sá, að nú er veikin komin í nýtt hús (hús Kolbeins og Ásgeirs) 3 börn nýlögst. Annaðhvort er veikin komin þang- að úr nr. 6 í Lundargötu eða frá einhverjum sem þegir. Oddeyringar! Það er ábyrgðarhluti að útbreiða næmar sóttir. Án ykkar hjálpar og ykkar góða vilja, getur eng- inn lækuir stöðvað sóttina. Leggið þið ykkar til, eg skal Ieggja mitt og þá skulum við í sameiningu ráða niður- lögum veikinnar! Og fyllilega megið þér trúa því að hér er um skýlausa skarlatssótt að ræða, hvað svo sem hver segir. Guðm. Hannesson. % \ Stórhöfðingleg dánargjöf. Hinn nafnkendi íslandsvinur og á- gætismaður, prófessor W. Fiske frá Ameríku, er lézt 17. f. mán. á ferð í Frankfurt am Main, en hafði átt heima lengi suður á Ítalíu, hefir minst íslands stórhöfðinglega í erfðaskrá sinni. Hann var maður vellauðugur, hafði látið eftir sig að sögn 10—11 milj. kr. Hann arf- leiddi Cornell-háskóla (í bænum Ithaca í New-Yorkríki), þar sem hann hafði verið kennari áður, að mestöllum auð sínum, þar á meðal öllu sínu mikla, íslenzka bókasafni, en tiltekur að nokkuru skuli haldið sér í 3 sjóðum, sem hér segir: Af einum sjóðnum, 30 þús. dollara, á að launa íslenzkum manni, er hafi umsjón með ísl. bókasafninu við Corn- ell-háskóla. Þar næst skal verja vöxtum af 8 þús. doll. til þess að auka þetta ísl. bókasafn. Loks eru 5 þús. doll. ætlaðir til þess að gefa út ár hvert bók um ís- latid og ísl. bókasafnið, — fyrir vext- ina af þeim sjóð. Þá hefir hann þessu næst gefið Landsbókasafninu í Reykjavík allar bækur sínar, nema hinar íslenzku og þær, er snerta hið heimsfræga skáld ítala Petrarca (1304— 13 74); þær ganga til Cornell-háskóla. Bækurnar handa Landsbókasafninu á að senda hingað kostnaðarlaust. Enn fremur hefir hann ánafnað mál- verkasafninu í Reykjavík 12 beztu mál- verk sín og kvað íslenzkum málara vera ætlað að velja þau; og sama safni þar að auki alla forna kjörgripi sína, dýr- indissteina og því um lfkt. Loks hefir hann ánafnað íslandi 12 þús. doll. (= 44,000 kr.), er verja á af vöxtunum til að bæta kjör Gríms- eyinga. Tilnefnt hafði hann tvo landa f K.- höfn, Sigfús Blöndal bókavörð og stud. jur. Halldór Hermannsson, til að lúka við og gefa út það sem hann kynni að láta eftir sig af ritum ófullgert, í samvinnu við tvo menn ameríska, sem til eru nefndir í erfðaskránni. (Eftir ísafold.) Messur um háfíðarnar. Aðfangadagskvöld: Akureyri kl. 6 e. h. Jóladagur: Akureyri — 12 á h„ Annar í jólum : Lögmannshlið — 12 á h. Gamlárskvöld: Akureyri — 6 e. h. Nýársdagur: Akureyri — 9 f. h.. s. d. Lögmannshlíð — 12 á h.. Sunnudaginn fyrir jól — á morgun verð- ur messufall. Hálfdán Jakobsson Hálfdánarsonar á Húsavík hefir keypt Héðinshöfða í Suður-Þingeyjarsýslu af Sigurjóni á Laxamýri, fyrir 10 þúsund kr. Búast menn við að Hálfdán muni setja þar upp stórbú. Ekki eru allir hræddir við búskapinn í sveitunum, sem betur fer.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.