Norðurland


Norðurland - 24.12.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.12.1904, Blaðsíða 2
50 Nl. sem stóð af hinni latnesku bókfræði, hætta sú sem hindraði og kæfði í miðju kafi vöxt hins enska óbundna ritmáls, og hafði nær farið eins með bókmál Germana, hún varð íslending- um að engu tjóni, svo þeir sluppu undan hinni daufu og drepandi mið- alda skólafræði-c. Síðan tekur hann enn nákvæmar fram, í hverju þetta fágæta og furðulega stórvirki hafi verið fólgið. Þeir koma — að því er sýnist — óheflaðir og lagalausir yfir hafið í >eyði- sker þetta« til þess að vera óháðir og ómentaðir eins og áður. En — óð- ara hafa þeir sett lögskipað lýðríki á stofn (Contrat social) 1 Hitt lá heldur í augum opið, að hið nýja og stóra stríð þeirra fyrir lífinu drægi þá dýpra niður. Nei! >Landnámsmenn íslands fluttu með sér mannvitið úr Noregi ...» Landnám íslands lítur út eins og blind- andi kollhlaup bráðólmra berserkja frá allri reglu og skipulagi. En þessir menn reynast öðruvísi. Lýðveldi þeirra verður eftir föstu ráði og fullkomnu skipulagi. Þeir eru betur vitandi vits í lagaskipun og landsstjórn en nokk- ur þjóð hafði verið frá því er Aþenu- borg var unnin*. Þannig og þessu líkt farast próf. Ker orð. Allar hans rök- semdir hafa nýjan og ferskan blæ, enda er ekki enn komin til Englands hin þreytta og þreytandi smásmygli, sem frá dögum Finns Magnússonar hefir oftlega fylgt hinu forna rannsókn- ar ritstarfi hér á Norðurlöndum—eða þá gönuskeið og getgátna flan út í alla heima og geima. Englendingar eru enn ungir í þessum fræðum—eða þessi fræði eru þeim enn þá ung og fersk, fyrir því færa þeir oss ferskleik. Enda hafa þeir ef til vill betri tæki, einkum Ijósari skoðun á samanhengi þjóða og hugmynda, eru kunnari kenn- ingum um allsherjar sálfræðilög, frá síðustu tímum. Maith. Jochumsson. \ íslenzk sýning í Kaupmannahöfn 1905. A sumri komanda verður haldin stór þjóðleg sýning í Tivoli, hinum fræga skemtistað í Kaupmannahöfn, á mun- um og gripum frá íslandi og Færeyj- um og frá hinum dönsku nýlendum, Grænlandi og Vesturindversku eyjunum. Fyrir sýningu þessari hefir gengist danskt kvenfélag, er nefnist »Dansk Kunstflidsforeningc. Félag þetta hefir nú í 4 ár undir forstöðu aðmírálsfrú- ar Emmu Gad haldið uppi ókeypis kenslu fyrir ungar stúlkur í hannyrð- um, sérstaklega í vefnaði, og hefir á hverju ári veitt 2 — 3 íslenzkum stúlk- um hlutdeild í þessari kenslu og kostað að öllu dvöl þeirra í Kaupmannahöfn í 4 mánuði og annast um ferð þeirra fram og aftur. Agóðinn af sýningunni, ef nokkur verður, á að ganga til þessar- ar kenslu. Nefnd hefir myndast í Kaup- mannahöfn til að standa fyrir sýningunni, og er f henni mikið mannval bæði af körlum og konum, dönskum og fslenzk- um. Sýningin stendur undir vernd henn- ar konunglegu tignarkrónprinsessunnar. Eftir ósk frá nefndinni í Kaupmanna- höfn höfum vér, sem hér ritum nöfn vor, gengið í nefnd til að starfa að því, að íslenzka sýningin megi verða sem full- komnust. Til er ætlast, að íslenzka sýningin gefi sem greinilegasta hugmynd um alt líf og menning hinnar íslenzku þjóðar, bæði að fornu og nýju. Á þar meðal annars að vera eftirlíking af laglegUm sveitabæ með öllu tilheyr- andi, hestar á beit o. fl. íslenzkar stúlk- ur í þjóðbúningi eiga að sjá um sýn- inguna o. s. frv. íslendingum væri það hinn mesti sómi að sýning þessi gæti tekist sem bezt og verði svo, getur hún orðið landi voru til mikils gagns. Vér vonum því að allir góðir ís- lendingar, bæði karlar og konur, legg- ist á eitt með oss að reyna að gera sýningu þessa sem bezt úr garði, svo sem með því að senda til hcnnar ís- lenzkar afurðir, muni forna og nýja, smíðisgripi, tóvinnu, hannyrðir o. fl., er þeir kunna að vilja selja, og með því að lána til hennar einkennilega sýningarmuni, forna eða nýja, þó að þeir vilji ekki selja þá. Vér sjáum að sjálfsögðu algerlega um gripi þá og muni, sem oss eru sendir í þessu skyni, kostum flutning þeirra fram og aítur og kaupum ábyrgð á þeim. Alla þá, er þessu vilja sinna, biðj- um vér að snúa sér sem fyrst til einhvers af oss undirskrifuðum. Reykjavík 28. nóv. 1904. Margrethe Havsteen. Pórunn Jónassen. Ágúr,ta Sigfúsdóttir. Bryndís Zo'éga. Þórhallur Bjarnarson. Jón Jakobsson. Erlendur Magnússon. Björn M. Ólsen. Páimi Pálsson. \ Höfðavatr). Næstliðið vor var óvanalega mikill vöxtur í Höfðavatni á Höfðaströnd, svo að það flóði yfir engjar á tveimur bæjum, Bæ og Höfða; ábúendur þessara jarða gerðu því tilraun með að grynna vatnið þannig, að mokað var ræsi í svokallaða Bæjarmöl innanvert við Þórð- arhöfða, þar til rensli var komið eins og stór lækur. Þetta rensli smáóx svo að eftir 2—3 daga reif vatnið sig al- gerlega fram, með ógurlegum krafti og gerði grfðarstóran ós í mölina; — sem næst 45 faðma breiðan og tals- vert djúpan; — þetta hafði þau áhrif að vatnið lækkaði um hér um bil 3 álnir; engjarnar þornuðu; t. d. engj- arnar í Bæ, sem æfinlega áður voru ákaflega blautar, voru nú alveg velti þurrar. Þegar vatnið minkaði kom upp á Höfða grfðarmikið landflæmi, sem nú er sandur, en hugsanlegt er að grói upp með tímanum, líka kom upp dá- lítið Iand í Bæ, en langtum miflna en á Höfða. Nú er flóð og fjara í vatninu því sjór fellur í það með hverju aðfalli. í sumar var ósinn mældur og reynd- ist hann þá að vera nál. 45 faðma breið- ur og 7 fet á dýpt þar sem grynst var rneð fjöru. Nú hefir ósinn verið kannaður aftur, eftir öll þau suðvestanrok og norðan- brim, er gengið hafa í haust, og er hann nú mjög svipaður því sem hann var í sumar, einungis heldur mjórri, — 25 — 30 faðmar — hafði borið upp með hliðunum og einnig hrunið úr kömpun- um; ósinn sjálfur er nú 10—12 fet á dýpt, en fram úr honum er grynst 7 fet (nú þegar mælt var, var einnig fjara, svo gera má ráð fyrir 2—3 feta hækkun með flóði). Innanvert við ósinn er 10—18 feta dýpi og á stór- um parti þar á vatninu er skjól fyrir öllum norðanstormum og sunnanrok eru heldur ekki mikil þareð þetta er tiltölulega stutt frá mölinni. Er nú ekki hugsanlegt að náttúran hafi búið hér til vetrarlögn fyrir skip; í öllu falli álít eg það þeis vert, að það sé skoðað af einhverjum þeim, sem gott vit hefir á; en eitthvað getur komið fram við nánari athugun, sem kastar skugga á þetta. j K \ Á 70. afmælinu. Kvel mig ei með kararsótt, kerling Hel, þó blóð mitt þorni; seg ei við mig: »væra nóttD en vektu mig með góðum morgni! Matth. J. JJýr plógur. í fyrra vetur gerði Sigurður járn- smiður Sigurðsson tilraun til að smíða plóga. Hafði hann þá sértil fyrirmyndar norska plóginn, »Aadals Brug«, sem Ræktunarfélagið hefir notað einna mest, og var plógur Sigurðar eins að laginu til eins og »Aadals Brug«, að eins minni og léttari. í vor þegar farið var að reyna þennan plóg reyndist hann of veiga- lítill og gerði ekki vel gott verk, enda hafði Sigurður ófullkomið efni til að smíða úr. En Sigurður járnsmiður lét ekki hér staðar numið, heldur pantaði hann í haust gott og hentugt efni til plóg- smíði, og er nú þegar búinn að full- smíða einn plóg. Við smíðið á þessum nýja plóg hefir Sigurður ekki haft neinn sérstakan plóg sér til fyrirmyndar, heldur hefir hann — í samráði við mig — smfðað hann með sérstöku lagi og með því mark- miði fyrir augum að hann inni sem léttast og bezt verk, sérstaklega sem brotplógur. Þessu markmiði sýnist mér að Sig- urður hafi náð mjög vel. Plógurinn er laglegur og er um 68 pd. að þyngd. Hann er vel smíðaður og úr bezta efni. Plógásinn, skerarnir og moldverpið er alt úr bezta stáli. Einna mestur vandi hefir verið að smíða moldverpið. Til þess að fá það með réttu lagi og laglegt, varð Sig- urður fyrst að búa sér til mót, til þess að pressa moldverpið f, alveg eins og gert er á útlendum verksmiðjum. Eg hefi getið um þenna plóg nú strax, þó hann sé óreyndur, vegna þess, að mér lízt svo á hann sem hann muni verða góður og vel við okkar hæfi, og reynist hann svo, sem eg vona, þá er minni ástæða til að panta út- lenda plóga. jóf} p Kristjánsson_ \ Húnavatnssýslu 10. des. 1904. Þó ekki hafi verið snjóalög eða harðinda- tíð, hefir samt veðráttan verið framúrskar- andi óstöðug í alt haust. Haustið er því illur undirbúningur, ef hörðum vetri yrði að mæta. Hrossafjöldinn er gífurlegur, og getur það komið mörgum á kaldan klaka. Haustvertíð á Skagaströnd hefir alveg brugðist, fremur sökum gæftaleysis en fiskileysis. Fiskafli brást einnig alveg í sumar á Húnaflóa, svo að þetta er ómunalega ilt ár, hvað sjávarútveg snertir. Fjártaka var allmikil í haust, langmest á Blönduósi, um 1000 tunnur útfluttar af kjöti, og aðrar vörur að sama skapi. Hvammstangi er í miklum uppgangi sem kauptún. Þaðan voru fluttar um 600 tunn- ur af kjöti, en af Skagaströnd 170. Aðalverziunarmagn sýslunnar er eðlilega á Blönduós og Hvammstanga, og cr það því undarlegt hvað i!!a gengur að fá guíu- skipsferðir á þessa staði, eins og þörfin krefur. Kaupfélagið ætlaði að flytja út sauði í haust, en fekk fyrst að vita um fjárflutn- ingsskipið, er það var að fara af Sauðár- krók. Var þetta töluverður hnekkur fyrir félagið. Á kvennaskólanum á Blönduósi eru námsmeyjarnar 20 éða rúmlega það, en eftir nýár bætist svo við, að þær verða yfir 30. Forstöðúkona skólans ungfrú Guðr. Sig- urðardóttir frá Lækjamóti getur sér hinn bezta orðstír. Einnig er hið bezta látið af hinum nýju kenslukonum við skólann, ung- frú G. Björnsdóttir frá Kornsá, og ungfrú G. Guðmundsdóttir úr Rvík. Um þessar mundir er verið að ræða um stofnun rjómabús í Torfalækjarhreppi, og fullyrt að það mát muni framgang fá. Rjóma- bú Vatnsdæla hefir nýlega fengið rúm 4 þús. kr. í peningum frá umboðsmanni sín- um erlendis, og er það lagleg upphæð fyrir eina sveit. Það er líka talandi dæmi, sem hefir hvetjandi þýðingu fyrir aðra sýslubúa, og eiga Vatnsdælir þakkir skildar fyrir röggsemi sína og dugnað í því máli. Ann- ar3 eru vegleysur og óbrúuð vatnsföll slæm- ur þröskuldur, þegar um stofnun rjóma- búa er að ræða hér í sýslu. Af öðrum nytsemdarfyrirtækjum er fátt að segja. Hrossakynbótafélag, sem hér hefir ver- ið stofnað, á fremur örðugt uppdráttar. Hefir þó forgöngumenn öfluga. Gísli sýslu- maður er formaður félagsins. Hann er fram- faramaður, og fús á að styðja það, sem til nytsemdar horfir. Dalasýslu 7. des. 1904. Tfðin í sumar var hin ákjósanlegasta en haustið hefir verið illviðrasamt, þótt nú sé dágóð tíð. — Um stjórnmál er lítið hugsað og talað hérna núna en það vakn- ar vonandi með vorinu. — Heilsufar manna er ágætt og vegnun fólks yfir höfuð góð, enda má telja að hagur manna sé hér all- ur í heldur góðu lagi og fari fremur batn- andi. Framfarir eru hér miklar 1' jarðabót- um og húsagjörð og enginn Ameríkuhug- ur í fólkinu. — Nú er nýreist mjög vandað smjörgerðarhús hjá Stóra-Skógi í Miðdöl- um og er ætlast til að rjómabúið taki til starfa með vorinu og haldi svo áfram árið um í kring. Baðanir standa hér nú sem hæzt yfir og eru reknar með dugnaði og samvizkusemi; hlynna bændur alment vel að'því verki og skilja glögt að það er stórt nauðsynjamál að útrýma fjárkláðanum, sem að vísu er mjög lítill hér í Daiasýslu, en þó auðvitað nokkur og kom hingað, eftir sögn, að norðan fyrir nokkurum árum. Skepnuhöld eru ágæt og verð á íslenzk- um vörum fremur hátt í kaupstöðunum. Það vantar að eins hér sem víðar að vöru- skiftaverzlunin hætti, en í stað hennar komi skuldlaus peningaverzlun. Það er ótalmargt sem lagast mundi í landinu við það. Mál það, ásamt með innlendri búsetu kaup- mannanna, þyrfti næsta alþingi að taka til meðferðar að svo miklu leyti sem löggjaf- arvaldinu er unt. í fyrra fór maður úr Mið- dölunum til Englands og keypti vörur fyrir bændur og varð mjög lágt verð á þeira. Hann heitir Finnur og er sonur Ólafs hreppstjóra á Fellsenda. Nú er í ráði að hann fari aftur og kaupi vörur fyrir fleiri sveitir og í stærra stíl. Vegir á landi eru hér víða orðnir mjög góðir, en enn þá vantar að gufubátur gangi stöðugt um Breiðaflóa og firðina inn úr honum. Það verður vonandi bráðum. Yfirleitt mega þessar sveitir teljast góðar til landbúnaðar, einkum þá þegar samgöng- urnar batna, og mentunin eykst. Komi; fréttaþráður frá Akureyri til Reykjavíkur vonast menn hér vestra eftir að álma út úr honum verði lögð yfir Dalasýslu til Stykkis- hólms, sem er höfuðkauptúnið og bezta höfnin við Breiðafjörð. \ Nemendur búnaöarskólans á Hólum veturinn 1904 —'05. I. BEKKUR. 1. Árni Sigurðsson frá Stóru-T'ungu 2. Björn Benjamínsson frá Ingveldsrr- stöðum S. 3. Eiður Guðmundsson frá Þúfnavöll- um E. 4- Gunnar Jónsson frá Valagerði S. 5. Gísli Sigurðsson frá Víðivöllum S. 6. Guðmundur Benjamínsson frá Ing- veldarstöðum S. 7. Jónas Björnsson frá Ósi E. 8. Jón Guðlaugsson frá Hvammi E. 9. Jón P. Sophusson Trampe frá Akureyri E.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.