Norðurland


Norðurland - 28.01.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 28.01.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 18. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Ákureyri, 28. janúar 1905. IV. ár. *^t^^^^>*^****** Kaupendum JMorðurlands og útsölumönnum pess verða, á þessum vetri, sendir reikningar yfir viðskifti þeirra við blaðið, fyrir þrjá fyrstu árganga þess, og hefir allmikið af þeim reikning- um verið sent út nú þegar. Þeir, sem eitthvað hafa að at- huga við þá, eru góðfúslega beðnir að tilkynna það ritstjóra blaðsins sem fyrst; að öðrum kosti verður litið svo á, að reikn- ingarnir séu samþyktir. Jafnframt eru þeir, sem skulda blaðinu frá fyrri árum, beðnir að borga skuldirnar sem allra fyrsf. ðalfundur Varpfélags Eyjaf jarðar verður hald- inn í Hrísey miðvikudaginn 1. febr. n. k. Sfjórnin. Skipakoíin oið Syjafjörð og forusfa sfjórnarinnar. Verkfræðingurinn á villigöfum. (Fyrri kafli.) Á öðrum stað hér í blaðinu er grein frá verkfræðingi Jóni Þorláks- syni um skipakvíarmálið við Eyja- fjörð. Nl. kemur ekki á óvart þó einhverjum lesendum þess veiti örð- ugt að vinsa úr öllum þeim mála- lengingum og útúrdúra-mælgi hið litla er við kemur grein þeirri er hann þykist vera að rita á móti. Sýnilega er hann á villigötum, hef- ir vilst út á þær í ákefðinni fyrir því, að láta sjálfs sín sem mest getið við málið. Nl. telur það því skyldu sína að vísa honum á réttu götuna. Vonandi getur það líka orðið til þess, að aðrir láti víti hans verða sér til varnaðar. Stjórnin ritar bæjarfógetanum á Akureyri 21. maí 1Q04 svohljóð- andi bréf: „Með skírskotun til bréfs stjórnar- ráðsins til yðar herra bæjarfógeti dags. 7. f. m. skal yður hér með tilkynt að stjórnarráðið hefir gert ráðstafanir til þess að Jón Þorláksson verkfræðing- ur skoði hið fyrírhugaða skipakvíarstœði við Eyjafjörð * um leið og hann fer þar um héraðið í rannsóknarferð sinni í sumar, sem að líkindum verður kring um 10. júní." F. h. r. Kl- Jðnsson. Bréf stjórnarinnar er hér prentað orðrétt, svo ekki sé hægt að villast á þeim ummælum hennar, sem Akur- * Leturbreyting gerð af Nl. Sfór fombóla. Ooodtemplarar á Akureyri halda stóra tombólu seinni hluta febrúar- mánaðar þ. á. og vilja hér með vekja athygli bæjarbúa og nærsveitamanna á því. Þeir, sem vilja styrkja tombóluna með gjöfum, eru beðnir að af- henda þær sem fyrst einhverjum af undirrituðum nefndarmönnum. Um tombóluna verður auglýst nánar síðar. Akureyri 26. janúar 1905. Guðlaugur Quðmundsson. Gísli Bjarnason. Péiur Porgrímsson. Sigurgeir Jónsson. Sigurður Hjörleifsson. Hallgrímur Pétursson. Soffía Gísladóttir. Oddur Björnsson. Fríðrik Porgrímsson. Stefanía Friðbjarnardðttir. Due Benediktsson. Lárus Thorarensen. Árni Stefánsson. Páll Friðriksson. G. Egilsdðttir. eyrarbær bygði á. Stjórnin lofaði bæn- um að verkfræðingurinn skyldi rann- saka hið fyrirhugaða skipakvíarstæði við Eyjafjörð. En hvað er þá það sem verkfræð- ingurinn segir að stjórnin hafi beðið sig að gera? Hann segir að stjórnin hafi að eins beðið sig að rannsaka Odd- eyrarbótina og ekkert annað. Með öðrum orðum: Stjórnin lofar bænum að verkfræðingurinn skuli vinna það verk, er átti að verða fullnægjandi til þess, að styrkveit- ng þingsins til skipakvíar gæti kom- ð að notum, en hún biður verkfræð- nginn að vinna það verk, er að dómi hennar sjálfrar var ófullnægjandi til þess. Hvað er það þá eiginlega sem á milli ber. Verkfræðingurinn leggur að sínu leyti fram sönnunina fyrir því sem hann þykist vera að hrekja af um- mælum Norðurlands og Nl. hefir til þess að sanna það, sem á vantar hjá verkfræðingnum, ekki ómerkara sönn- unargagn en orðrétt bréf frá stjórn- inni. NI. hefir sagt að Akureyrarbúar hafi verið gabbaðir af stjórninni í þessu máli og það vill leyfa sér að bæta því við, að gabbið nær ekki að eins til Akureyrarbúa heldur til alls héraðsins kring um Eyjafjörö. Þetta kallar verkfræðingurinn „ó- viðurkvæmilegaraðdróttanirtilstjórn- arinnar", en ekki vill Nl. láta þessi ummæli fara fram hjá sér, án þess að gera við þau dálitla athugasemd. Þetta skýrist bezt með dæmi. Hugsum oss að Nl. hefði gefið Jóni Þorlákssyni skriflegt loforð fyr- ir því að borga honum 100 krónur á ákveðnum tíma og svo hefði verið ástatt, að þessar 100 kr. voru skilyrði fyrir því að hann gæti grætt 15,000 kr. En þegar að skuldadögunum kom borgaði blaðið honum ekki nema 50 kr., og fyrir það varð hann af því að græða 15,000 kr. Hver mundi þá hafa orðið til þess að lá honum þó hann segði að nú hefði hann verið illa gabb- aður af Nl., eða telja þau ummæli „óviðurkvæmilega aðdróttun"? Hefði verkfræðingurinn hugsað sig betur um og rannsakað dálítið betur það sem hinir háu heimildarmenn hans sögðu honum, þá hefði hann vonandi komist hjá því að bera fram „óviðurkvæmilega aðdróttun" til ritstjóra Norðurlands. * Verkfræðingurinn leggur sig mjög í líma, til þess að reyna að sanna að drátturinn í skipakvíarmálinu sé ekki að kenna stjórninni; hann á að vera að kenna þinginu, verkfræðingaleysi o. s. frv. Sumir hér nyrðra hafa reynd- ar sett þenna drátt í samband við kosningaúrslitin hér nyrðra, þóttust sjá breytingu á stefnu stjórnarinnar í málinu, þegar hún frétti um úrslit kosninganna. Nl. skal að svo stöddu ekki athuga það nánar, við hver rök þetta hefir að styðjast. Hvað menn dæma um dráttinn fer að sjálfsögu töluvert eftir því hvaða kröfur menn gera til stjórnar sinnar yfir höfuð. Þingið hafðí full- komlega viðurkent að þörf væri á skipakvínni og hafði bæði veitt fé til hennar og gefið heimild til þess að lána mætti tfl hennar mikið fé. Þar sem það nú var óákveðið hvar þessi skipakví ætti að vera við Eyjafjörð, en það var gert að skil- yrði að verkfræðingur ákvæði stað- inn, virtist það liggja í augum uppi að málið mundi alt fara í mola, nema stjórnin beitti sér fyrir því, enda hefir sú orðið raunin á. Hér nyrðra var líka litið svo á að stjórninni bæri að sjá um undir- búninginn og heimilt væri að taka af þessum 15000 kr. það sem til þess þyrfti að gera hann. Það kom flatt upp á Akureyrarbúa að þeir þurftu að borga Jóni Þorlákssyni fyrir skoð- un á Oddeyrarbótinni, þó þeir ekki vildu færast undan að borga hon- um, bæði af því að ekki var um mikið fé að ræða og svo af því að þeir þá skildu svo afstöðu stjórnar- innar að málið væri nær því klapp- að og klárt og mátti þá á sama standa, hvort þeir borguðu skoð- unina úr sjóði bæjarins, eða þessi borgun var dregin frá því fé, er bærinn gerði sér von um að sér yrði veitt. Sjálfsagt er hægt að jagast um það til eilífðar, hvor skilningurinn sé réttari, sá sem stjórnin heldur fram eða sá, sem allur þorri manna hafði og hefir hér nyrðra. En sá er munurinn á þeim, að eftir skiln- ingi stjórnarinnar hlýtur málið að lognast út af, án þess að mögulegt sé að gera nokkurn hlut, hvað góð- an vilja sem menn sýna, en hefði verið farið eftir hinum skilningnum, væri málið nú að mestu Ieyti til lykta leitt og skipakvíin hefði verið gerð á næsta sumri. Sama er að segja um verkfræð- ingsleysið. Dómarnir verða misjafnir eftir kröfum þeim, sem gerðar eru til stjórnarinnar. Þó það sé tekið trúanlegt að Jón Þorláksson verk- fræðingur hafi með engu móti mátt vera að því að rannsaka skipakvíar- stæði í Hjalteyrartjörn, en á það verð- ur drepið nánar í næsta blaði, þá munu flestir líta svo á, að tíminn frá því að fjárlögin voru samþykt og þangað til á verkfræðingnum þurfti að halda, hafi verið svo lang- ur, að ráðagóðri stjórn hefði ekki orðið vandræði úr því að sjá fyrir honum, með sæmilega litlum kostn- aði, ef hún hefði hugsað fyrir því nógu snemma. Þá furðar heldur ekki á því þó alt lendi í ráðaleysi hjá þeirri stjórn, sem fylgir trúar- játning stjórnar vorrar í skipakvíar- málinu. Það var einu sinni hér á árun- um ráðsmaður, sem átti að standa fyrir búi annars manns, og átti hann að hafa á hendi allar framkvæmdir búsins. Þegar. eigandinn kom að heimsækja hann í byrjun túnaslátt- ar, furðaði hann sig stórlega á því, að alt fólkið sat inni í bæ iðjulaust, og spurði ráðsmanninn hvernig á þessu stæði. Hann var ekki seinn til svaranna og sagði: „Þú lézt mig ekki hafa neina sérstaka peninga til þess að kaupa fyrir orf, ljái og hrífur og þessvegna vantar þetta nú alt sam- an svo við getum ekkert gert." í skipakvíarmálinu virðist stjórnin hafa tekið þenna ráðsmann sér til fyrirmyndar. Hjáleigusýningin og Austri. Austri telur það mikið vanþakklæti af íslendingum, ef þeir ælti sér að sýna Dönum þá óþægð að vilja ekki láta sýna sig með Eskimóum og Blá- mönnum. Hann stendur með hattinn í hendinni og þakkar Dönum allar þeirra mörgu og miklu velgerðir við oss. »Þeg- ar vér athugum alt þetta, getur oss eigi blandast hugur um að það væri hróp- legt vanþakklæti og stórbokkaskapur að neita að taka þátt í sýningunni, enda vonum vér að engum komi það til hugar hér á landi að hafna henni,« segir blaðið. Næst má búast við því að hann hneigi sig niður að jörðu fyrir ráð- herranum og þjóðrækni hans, þegar hann fréttir að hann hafi sagt sig úr sýningarnefndinni.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.