Norðurland


Norðurland - 25.03.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.03.1905, Blaðsíða 2
Nl. 106 vita hversu farið hefði ef henni hefði ekki notið við. Þetta er í fyrsta sinni sem mér hefir verið fundið það til foráttu að eg geri oflítið úr löndum mínum. Oft hef eg heyrt hið gagnstæða og ekki mun Fr. Kr. hafa oftar tekið svari þeirra en eg, hvorki utanlands eða innan. Nú er það ekki fyrirlesturinn sem verður honum hneyxlunarhella, heldur þessi orð sem eg tilfærði úr bréfi sjúklingsins: »Einmitt nú og aldrei framar þurf- um vér að eiga mann, sem ekki talar eins og eyrun klæja«. Ótrúlegt er að nokkur geti misskil- ið þessa einföldu setningu. Fr. Kr. trúir því varla að eg fari rétt með og leggur hana út á þessa leið:* Að eins nú og aldrei síðar þurfum vér að eiga einn einasta mann sem ekki talar eins og eyrun klæja. Guðm. Hannesson heldur að hann sé kallað- ur til þessa. Eg þakka Fr. Kr. fyrir traustið, að honum dettur í hug að setja mig í samband við þetta, en eg á það ekki skilið og hefir aldrei komið það til hugar. Eg er ekki vel fallinn til þess að verða »hirtingarvöndur syndugs rnanns* á þessu landi. Annars er fleira smávegis athuga- vert við skýringar Fr. Kr. »Einmitt« er ekki sama sem »að eins«. »Fram- ar« hefir fleiri merkingar en eina (sjá t. d. orðabók Fritzners). Sé sagt að grautnr sé jetinn með skeið, þá er ekki sagt að skeiðin sé vefjarskeið, þó sú merking sé til í orðinu. Eg þarf annars ekki að útlista þetta frekar því öllum munu orðin Ijós og Fr. líka, þó hann láti svona ólíkinda- lega. Fr. minnist á að sér sé fullkunnugt um, að kjörfylgi mitt sé svo lítið, að af því stafi engin hætta. Mér er full- kunnugt um, að honum og öðrum fylg- ismönnum hans stendur þó nokkur stuggur af því, hversu lítið sem það kann að vera og eru þessar ritsmíðar Fr. sjálfs bezta sönnunin fyrir því. Eg efast nefnilega ekki um, að þær séu sprottnar af kosningahvötum, hvað svo sem hann segir um það. En »aldrei framar« ætti hann að kenna þeim mönnum íslenzku, sem betur vita í því efni en hann sjálfur. Aftur væri það ekki fjærri að nota tímann til þess að »vernda vilja kjós- endanna*, því ekki er þó víst nema fylgi mitt sé meira en Fr. Kr. hyggur. Ouðm. Hannesson. X »Kong Inge« kom af vesturhöfnunum 22. þ. m. Með skipinu kom verzlunarmaður Sig- tryggur Benediktsson frá Blönduós al- fluttur hingað og Agúst Thorsteinsson af Siglufirði, ennfremur Jón í Múla á leið til Austfjarða. — Skipið fór sam- dægurs aftur áleiðis til útlands. Með því fóru frú Elísabet Ólafsdóttir til Húsavíkur og þeir Vestur-íslendingarn- ir, Sveinn Brynjólfsson og Sveinn Sveins- son, en til útlanda síra Matthías Joch- umsson, Halldór Gunnlaugsson læknir og Þorvaldur Davíðsson útbússtjóri Islands banka. * Fr. er velkomið að sjá bréfið og fá vind- il um leið. Ný gufuvél. Fæsta mun hafa grunað það fyrir nokkurum árum síðan, að gufuvélin, sem nú hefir verið notuð í langan tíma um allan heim, mundi taka mikl- um eða gagngerðum breytingum frá því sem komið var. Vélarnár sýndust hafa náð svo mikilli fullkomnun að allri gerð, að þær gætu tæpast tckið miklum breytingum til bóta. Þó eru allar horfur á, að ný gufuvél, hin svo nefnda gufumylla (Turbine) ætli að verða hættulegur keppinautur gömlu gufuvélanna. Gufumyllan er æfagömul hugvits- smíði, en það var þó fyrst fyrir tæp- um 20 árum að hugvitsmenn fóru að gera sér ljóst, að hverju gagni hún mætti koma og smíða vélar með þeirri gerð. Gufumyllan er mjög einföld vél. Aðalhlutar hennar eru gufuketillinn, sem vatnið sýður í, svo það breytist í gufu, pípa sem liggur úr honum og nokkurskonar mylluhjól við enda píp- unnar. Þegar vatnið sýður f katlinum brýzt gufan út í gegnum pípuna og blæs á hjólvængina, svo hjólið hreyf- ist, á sama hátt og vindurinn hreyfir vængi á vindmyllu. Þetta sýnist ofur- einfalt og ólíku einfaldara en hinar margbreyttu gufuvélar með gamla lag- inu, en með haganlegri gerð hafá þó vélar þessar reynst fyllilega eins nota- drjúgar og hinar — en þann kost hata þær fram yfir gömlu vélarnar, að slit á þeim er nærfelt ekkert og snúnings- hraðann má auka afskaplega, svo að hjólið snúist um 7000—30,000 sinn- um á hverri mlnútu, og er það miklu meira en nokkurar aðrar gufuvélar geta af hendi leyst án þess að skemmast. Vélar þessar hafa nú verið reyndar í allmörgum gufuskipum og eru þau miklu hraðskreiðari en öll önnur skip, sem bygð hafa verið að þessu. Nýj- ustu flutningaskipin, sem fara milli Evrópu og Amerlku eru með gufu- myllum og eru allar líkur til þess að þær útrými gömlu gufuvélunum, að minsta kosti á öllum hraðskreiðum skipum. — Mundi slfkt skip vera 9—10 tíma frá Akureyri til Reykjavíkur. X Nýr hljóðriti. Þegar fónograf Edisons hljóp af stokkunum fyrir nokkurum árum, gátu flest íslenzk blöð um þessa merku uppgötvun og sögðu ýmsar kynjasög- ur af henni. Því miður reyndist verk- færið miklu lakar en menn höfðu gert sér vonir um. Það breytti hljóðinu stór- um, svo fagur söngur varð oft að á- mátlegu ýskri, sem naumast gaf nokk- ura rétta hugmynd um hið upprunalega hljóð. Þetta stafaði af því að hljóðið myndaðist við það að stáloddur straukst eftir ójöfnu yfirborði og urgið frá oddin- um blandaðist saman við hið uppruna- lega hljóð. Fónograf Edisons var breytt á ótal vegu (grammofón o. fl.) en öllum vélunum fylgdu sömu ókostirnir. Fyrir fáum árum fann danskur verk- fræðingur, Valdemar Poulsen að nafni, upp nýjan fónograf, sem hann nefnir telegrafofón. Allar líkur eru til þess, að þar sé um stórvægilega uppgötvun að ræða, sem taki langt fram gamla fónografinum, þó lítið hafi hennar verið getið fyr en síðasta ár. Vélin hefir ekki verið til sölu til skamms tíma, þvf smið- urinn hefir sífelt unnið að endurbótum á henni. Nú fæst hún keypt og verðið er um 300 kr. Telegrafofóninn er mjög frábrugðinn fónograf Edisons, en ekki er hér auðið að lýsa vélinni nánar. Hljóðið er ritað á stálbönd eða stálplötur og sjást þó engin sýnileg merki þess. Plata, sem ritað er á, er algerlega eins útlits og sú sem ekkert er á. Breytingin er innifalin I því einu að hljóðplatan er orðin einkennilega segulmögnuð og segulmagn þetta í sambandi við raf- magnsstraum framleiðir síðan hljóðið, án þess að nokkur oddur eða þvílíkt snerti plötuna. Öll vélin gengur hljóð- laust og urglaust, svo enginn aukahreim- ur fylgir hinu upprunalega hljóði; auk þess er það miklu hreinna og gleggra en í fónograf Edisons. Ef áhald þetta reynist eins vel og af því er látið, er sennilegt að það útbreiðist um alt og hafi hina mestu þýðingu. Stálplöturnar slitna ekkert hve oft sem þær eru brúkaðar. Þær má senda í venjulegu umslagi eins og hvert annað bréf með póstinum og sé ekki áríðandi að geyma plöt- una má fyrirhafnarlaust þurka skriftina út og nota plötuna á ný. •— Alls konar sönglist getur flutst inn á heimili, sem annars yrðu að fara hennar á mis. Ræður mælskumanna geta geymst öldum sam- an eftirkomendunum til lærdóms og að- dáunar. Kensla í málum verður miklu auðveldari en ella, því réttan framburð má læra af vélinni. Þetta er nefnt að eins sem dæmi þess hverja þýðingu áhaldið getur haft og yæri óskandi að það reyndist eins vel og af því er látið. Það hefir verið sýnt fjölda hug- vitsmanna (Edison, Marconi, Tesla o. fl.) og hafa allir lokið á það mesta lofsorði og dáðst að höfundi þess. — Fyrir skömmu var Játvarði Englakonungi sýnt það og undraðist hann stórum yfir þessari dvergasmíði. Vélin er mjög einföld og auðveld meðferðar. Þann galla hefir hún að ekki geta fleiri en einn hlustað í senn. X Sýslusýningin. í gær hélt nefnd sú er sýslunefnd- in kaus til þess að standa fyrir bú- penings sýningu hér á Akureyri fund með sér. Var þar ákveðið: r. Sýning yrði haldinn 26. maí n. k., daginn eftir að aðalfundur Ræktun- arfélagsins hefst, en búist er við að hann standi að minsta kosti 3 daga. 2. Fé því sem væntanlega verður veitt til sýningarinnar yrði skift svo að 120 kr. gangi til verðlauna fyrir nautgripi, kýr og naut ársgömul og eldri, 80 kr. til verðlauna fyrir undaneldishross, hesta 2 vetra og hryssur 3 vetra og eldri, og 50 kr. til verðlauna fyrir sauðfé, hrúta veturgamla og eldri og ær. Til annars kostnaðar við sýninguna voru áætlaðar 50. kr. 3. Verðlaun skyldu þrenn fyrir hverja tegund búfjár. Naut: 1. verðlaun 15 kr., 2. 10 og 3. 5 kr., kýr: 1. vl. 12 kr., 2. 8 kr., 3. 4 kr., hross: I. vl. 12 kr., 2. 8. 3. 4 kr., hrútar: 1. vl. 6 kr., 2. 4 kr., 3. 2 kr., ær: 1. vl. 5 kr. 2. 3.50 3. 2 kr. 4. Þeir, er sýna ætla búfé, tilkynni það sýningarnefndinni fyrir 14. maí og láti þess getið, hve margt það sé og hverrar tegundar. f sýningarnefnd voru þeir kosnir: Eggert Davíðsson á Krossanesi, Krist- ján Benjamínsson á Tjörnum og Ste- fán Stefánsson á Möðruvöllum. í verðlaunanefnd voru kosnir: Sig- urður Sigurðsson skólastjóri, Guðm. Guðmundsson á Þúfnavöllum, Hallgrím- ur Hallgrímsson á Rifkelsstöðum, Sig- urgeir Sigurðsson Öngulsstöðum, Ste- fán Stefánsson í Fagraskógi. X Plægingarkensla. Eins og auglýst er hér í blaðinu ætlar herra Stefán Marzson, sem lært hefir jarðyrkjustörf í Danmörku með styrk frá Landsbúnaðarfélaginu, að kenna plægingar í sumar um 12 vikna tíma. Hafa nokkurir bændur í Möðru- vallasókn gengið í félag með honum, til þess að styðja hann til að halda uppi kenslunni. Kaupir félagið verk- færin og leggur til verkefni og hesta eftir þörfum. Ræktunarfélagið mun hafa heitið félaginu styrk og vænt- anlega styrkir Búnaðarfélag íslands eitthvað þessa kenslu. Kjör þau, sem nemendum eru boðin, eru svo góð að telja má víst, að fleiri sæki um þessa kenslu en komist geta að. Er- lendis er algengt að jarðyrkjunemar verða að vinna kauplaust og gefa með sér. Kunnáttuleysi í öllu verk- legu hefir lengi staðið atvinnuvegum vorum fyrir þrifum, ekki síst land- búnaðinum og er því vonandi að menn noti hvert tækifæri, sem býðst til þess að bæta úr því. Búnaðarskólarnir. Fullyrt er að landbúnaðarnefndin leggi til að að eins tveir búnaðarskól- ar skuli vera hér í landi, annar syðra en hinn hér nyrðra Skólann á Eiðum skuli leggja niður, en Ólafsdalsskóla þegar Torfi Bjarnarson lætur af skóla- stjórn. Skólann á Norðurlandi vill nefndin setja í nánd við aðaltilraunastöð Rækt- unarfélags Norðurlands, enda hefir stjórnin þegar gert ráðstafanir til þess að hægt væri að fá fyrir skólajörð jörðina Kjarna í Hrafnagilshreppi, með litlum fyrirvara. Síra ^flaffhías Jochumsson bjóst við að dvelja í Kaupmannahöfn í nokkura mánuði. Ferðinni meðfram heitið til bókmentastarfa, en sumpart til þess að finna börn sín, enda eru fjögur af þeim nú í Kaupmannahöfn. Halldór Gunnlaugsson læknir er alfarinn héðan af Akur- eyri; hefir reynst duglegur læknir og eignast marga góða kunningja í bænum. Ráðgerir hann að sækja um Horna- fjarðarhérað. I Skóáburður. • Feitiáburður lh fl. 1.00 cd u Degra í dósum O.30— 0.35 3 cð Sjálfblankandi glasið 1.00 10 The »Nagget« 0.45 »Nubian« Powder 0.45 c »Cream« 0-35 '3 TJ »Regalia« 0.18 c 0 »DaIes« 0.15 Dramouel oil 0.04 og margar fleiri tegundir selur Jakob Gíslason.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.