Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 3
135 Nl. Ritgerð þessi er aðallega samin til þess, að hrinda skoðun þeirri á Njálu, er tveir þýzkir fræðimenn héldu fram í bók, er þeir rituðu um hana fyrir 20 árum. Svo er að sjá, sem flest af því, sem þeir héldu fram um stór- vitleysur í öllum dómasögum Njálu sé hér rekið með rökum, og gildi sögunnar sé borgið. Ritgerðin er samin af miklum lærdómi og skarpleika. * * * Landi vor, Jón Sveinsson, katólskur prestur í Charlottenlund í Danmörk, hefir samið mjög laglega ritgerð um bókmentir vorar hinar fornu, í i.—3. hefti af katólsku mánaðarriti, er kemur út í Danmörku, og nefnist »Varden«. Svo sem eðlilegt er, byggist hún ekki á sjálfstæðri rannsókn, heldur mest á bókmentasögu próf. Finns Jónssonar, og bók Baumgartners um Island; en hún er rituð með svo miklum anda og fjöri, og svo vel dreginn saman kjarni alls þessa mikla efnis í stuttu máli, að hún hefir vakið mikla eftir- tekt víðsvegar um Iönd, og danskir vísindamenn hafa lokið lofsorði á hana. Von er á, að herra Jón Sveinsson riti smásaman fleiri ritgerðir um þetta efni og fleira frá íslandi, og er gleðilegt að vita til þess. Það er ekki svo margt né mikið, sem Danir vita um ísland samt, að það veitir ekki af því. Slíkt breiðist helst út í tímaritum. Bækur um það efni eru lítið keyftar út um landið. í fyrra þekti eða hafði engin maður af fullum 200 námsmönnum á Askov-iýðháskóla bók dr. Valtýs um íslands Kultur nema íslenzku piltarnir, og líklega kennararnir. Þessu þarf að kippa í lag, og ritgerðir, sem eru jafnvel ritnar og þessi, eru vel Iagað- ar til þess. i. X Ji/ririesfra kuöic/in. Tvö kvöldin síðustu í næstliðinni viku hélt héraðslæknir Guðm. Hann- esson fyrirlestra um íslenzk stjórnmál í leikhúsinu og bauð til þess kjósend- um bæjarins og auk þess ýmsum öðr- um, eftir því sem húsrúm leyfði. Hús- fyllir var bæði kvöldin og svo var mikið kapp um aðgöngumiða síðara kvöldið, að þeir gengu kaupum og sölum. Fyrri fyrirlesturinn hefir þegar ver- ið prentaður í síðasta Nl., en hér í blaðinu birtist upphafið að hinum síð- ara. Vér leyfum oss að brýna fyrir mönnum að lesa fyrirlestra þessa vand- lega, enda mun engan iðra þess, því þeir hafa óvenjumikinn fróðleiksforða að geyma. Bæjarbúar hafa líka sýnt það á margan hátt, hve mikið þeim hefir þótt til þeirra koma; jafnvel þeir sem óðfúsastir hafa verið til þess að spilla fyrir kosningu G. H. hafa orðið að viðurkenna, að þeir hafi sjálfir mikið af þeim lært og þakkað fyrir fræðsluna. Umræður voru eftir fyrirlestrana í bæði skiftin. Af umræðuefnum er helzt að geta undirskriftarmálsins og ritsíma- málsins. í undirskriltarmálinu var sam- þykt svohljóðandi tillaga: Fundurinn lítur svo á að und- irskrift forsætisráðherrans danska, undir skipun ráðherra vors, geti haft ískyggilegar afleiðingar fyrir sérstöðu hans og sjálfstæði vort, enda kemur hún algerlega í bága við yfirlýstan vilja og skoðun síðasta alpingis, sem gekk að pví sem sjálfsögðu að hann (0: ráðherrann) yrði skipaður af ráð- herra íslands og sampykti stjórn- arskrárbreytinguna í fullu trausti til pess að svo yrði gert. Af pessum ástæðum skorar fundurinn á alping, að pað taki mái petta til ýtarlegrar athugun- ar og sampykki um pað pá á- lyktun, er verði til pess að veita fulla tryggingu fyrir pví að rétti og sjálfstæði landsins sé fram- vegis að fullu borgið. Nokkrir af fylgismönnum M. K. reyndu til þess að spilla fyrir því að tillaga þessi væri borin upp, vildu fá að átta sig á málinu til þingmálafund- ar, eða þá, heldur en ekkert, til næsta kvölds, rétt eíns og þeim mundi vaxa einhver ný vizka á einum sólarhring í því máli, er þeir hafa ekki getað skil- ið í heilt ár. Þingmannsefnið M. K. studdi þá að þessu og vildi neyða furdarstjóra til þess að hafa nafnakall um málið. Er það dálítið einkennilegt þegar verið er að undirbúa leynilegar kosningar, að heimta þá nafnakall um hin þýðingarmestu málin. Tillagan var samþykt með 36 kjós- enda atkvæðum gegn einu, en á eftir gáfu sig fram 15 kjósendur, er kváð- ust greiða atkvæði móti tillögunni, af því þeir hefðu ekki fengið henni frest- að til næsta kvölds. X Úr Mývatnssveit. í 11. tölubl. »Gjallarhorns" stendur grein eftir Þorgils, þar sem hann er að dæma uni blöðin „Norðurland" og „Gjallarhorn" og gera upp á milli ýmsra manna. „Þannig koma þessi blöð mér fyrir sjón- ir, og á þessa leið er almenningsálitið urn þau he'rna", Vitaskuld er Þorgils frjálst að segja sína skoðun, á málurn og mönnum. En hann ætti ekki að vera að sigla með almennings- álitlð hérna undir fölsku flaggi. Oss er kunnugt um, að skoðun almenn- ings hér, er ekki í samræmi við skoðun höf., að því er snertir ýmsa umsögn hans, um blöðin og menn þá er hann nefnir. Enda hefir „Gjh." verið svo fáséð hér um slóðir, að almenniugur gat ekkert um það dæmt; hefir þó ekki framboð vantað á blaði því. — Þar á móti er „Norðurl." fjölkeyptasta blaðið hér. — Rangt er það hjá Þorgils, að Sk. Thor- oddsen, hafi ekki hrakið neitt af því sem stóð um hann, í svörtu greinni í „Gjh." Hann hefir hrakið það, sem svaravert var í grein- inni. Ófyrirgefanlegur strákskapur virðist oss það af „Gjh." að brúka þann munnsðfnuð, sem það iðulega gerir, um slíkan nrann, sem Guðm. læknir Hannesson er. — Og glðggan mun þykjumst ve'r sjá á þeirri deilu, þótt Þorgils vilji leggja slíkt að jöfnu. Fyrst annars að Þorgils minnist Guðm. Hannes- sonar, þá er oss raunar skylt að gera það líka. Guðmundur læknir Hannesson er óefað frægasti maðurinn í slnu fagi, sem Norð- lendingar hafa nokkuru sinni átt. Það má víst heita svo, að hann hafi fleirum sinnum gert „kraftaverk" á ýmsum mönnum; hann hefir bjargað svo fjöldamörgum af grafar- barminum, - sem ekki voru annara með- færi - og skilað þeim aftur heilum á hófi, heim til vina og vandamanna, sem nokk- uru áður höfðu kvatt vini sína, sem Iátna, í hinsta sinni. Að öðru leyti er Guðm. Hannesson einn- ig merkur og mikilhæfur maður, sem kunn- ugt er. - Hvernig þakkar svo, virðir og metur „Gjh." þennan mann.? Það sést bezt í blaðinu. Og undarlega virðist Þorgils anda í þessa átt. Hafi Guðm. Hannesson átt mestan þátt í þvt, að Akureyrarbúar sýndu amtm. P. Br. að skilnaði, þann verðskuldaða sóma, að kjósa hann á þing, — þá átti Guðm. Hannesson sannarlega þakkir fyrir það; og þá hefir hann gert þar sitt til, að bera blak af Aknreyrarbæ. Þorgils segir í grein sinni. „Við stöndum utan við flokkana á Akureyri." Því er hann þá fyrstur manna „hérna" að blanda sér inn í þessa deilu í blaði og leiða almenningsálitið hérna inn í það.? Að síðustu gefum vér ritstjóra „Gjh." þau heilræði, að hann segi sig sem fljótast frá blaðinu. Óskum vér og vonum, að hann geti fengið sér miklu hollari og betri stöðu til lífsuppeldis.— Nokkurir nágrannar Þorgils. X Fréttir af Austfjörðum. Sýslunefndarmál í N.-Múlasýslu. Sýslufundur var haldinn á Seyðisfirði 17-—19- f- m. Meðal annars samþykti fund- urinn áskorun tii þingsins um að neyða ekki Austfirðinga til þess, að Ieggja niður Eiðaskólann, >þessa einu mentastofnun í Austfirðingafjórðungi, heldur styrkja hann til áframhalds og nauðsynlegrar byggingar, með því fyrirkomulagi, er síðar yrði á- kveðið.< Þá samþykti sýslunefndin að styðja Bún- aðarsamband Austurlands á ýmsan hátt, veita því fé til búfjársýninga, kynbótabús- stofnunar o. fl., ennfremur að láta því í té 20 dagsláttur af óræktuðu landi á Eið- um undir tilraunastöð, er það ætlar að koma á fót. — Menn vænta hins bezta af þessu búnaðarfélagi, sem er stjórnað af áhugamiklum framfaramönnum. Ræktunarfélag er nýstofnað á Vopna- firði, er ætlar að taka alt að 16 dagslátt- ur af Leiðarhafnarlandi á erfðafestu til ræktunar. — Sýslunefndin heimilaði Vopna- fjarðarhreppi að ábyrgjast 1500 króna lán handa þessu félagi, gegn veði í erfða- festulandinu. Sýslunefndin veitti sín beztu meðmæli með því, að þeir Erlingur bóndi Filippus- son í Brúnavík, Baldvin hreppstjóri Jóhann- esson í Stakkahlíð og Gísli bóndi Sigfús- son í Meðalnesi fái verðlaun úr Ræktunar- sjóði fyrir unnar jarðabætur. Motorbátsfélaginu »Lagarfljótsormurinn« var veittar 150 kr. styrkur úr sýslusjóði til motorbátsferða og flutninga á Lagar- fljóti, og á þá báturinn að fara um fljótið — að minsta kosti að nokkuru leyti — eftir fyrirfram auglýstri ákveðinni ferðaáætlun. Til sjúkraskýlis á Vopnafirði — sem er nokkuð komið á veg með að stofna — veitti sýslan 200 kr. styrk. Jökuldalshreppi heimilað að verja 500 kr. til brúa á Hnefilsdalsá og Teigará og 200 kr. veittar úr sýslusjóði tii hinnar fyr- nefndu. Sömuleiðis veittar (úr sýslusjóði) 350 kr. til brúar á Kaldá eða Böðvarsdalsá. Að öðru leyti var vegafénu, rúmum 1100 kr. skift niður milli Tungu-, Hjaltastaða- og Borgarfjarðarhreppa til aðgjörða á veg- um þar, gegn tillagi frá hreppunum. Til sundkenslu veitti sýslan: 25 kr. til Eiðaskólans og 25 kr. til »Félags ungra manna á Vopnafirði«. Sigbirni bónda Björnssyni á Ekkjufelli í Fljótsdalshéraði (næsta bæ við Lagar- fljótsbrúna), veitti sýslunefndin meðmæli til sveitaverzlunarleyfis. Björn gagnfræðingur Hallsson á Rangá tilnefndur hreppstjóri í Tunguhreppi í stað Eiríks sál. Einarssonar i Bót; og stað Árna Steinssonar, hreppstjóra Borgfirðinga, er sagt hefði af sér hreppstjórn, var tilnefnd- ur Hannes bóndi Sigurðsson i Gilsárvalla- hjáleigu. Mælt með sérstökum þingstað fyrir Tungu- hrepp á Kirkjubæ, og að þingstaður Hlíðar- hrepps verði fluttur frá FossvöIIum að Sleð- brjót. Borgfirðingum er heimiluð 800 kr. lán- taka, til þess að stækka barnaskólahús þeirra. Bindindisfélag Seyðisfjarðar hafði farið þess á leit, að sýslunefndin styddi að því, að áfengisveitingaleyfi hótelvertsins á Seyðis- firði yrði ekki endurnýjað (en leyfistími hans er útrunninn í sumar), meðal annars með því, að nefndin léti í ljós ósk í þá átt til bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstað- ar og samþykti að veita úr sýslusjóði hæfi- legan styrk til gistihúss á Seyðisfirði án áfengisveitinga. Þessum óskum bindindis- félagsins synjaði sýslunefndin — að við- höfðu nafnakalli — með sex atkv. gegn 5. Bindindisfélagið hafði og ieitað þessu máli fylgis hjá öllum hreppsnefndum í sýslunni, og víða fengið góðar undirtektir; meðal annars höfðu tveir sýslunefndar menn þeir, er atkvæði greiddu á móti málinu, fengið áskoranir frá hreppsnefnd- um sinna hreppa, um að vera því fylgjandi (Skeggjast.hr. og Loðmfj.hr.). X Hákarlaskipin komu hingaðöumnæstsíðustu helgimeð góðan afla: Eiríkur (Gudm. Efterf.) hafði 181 tn. lifrar, Aage (Höepfners verzl- un) 180 tn., Anna (Höepfners) 100 tn., Henning (Havsteen) 95 tn., Vfkingur (Gudm. Efterf.) 104 tn. og Hríseyjan (Höepfner) 73 tn. Flink og 3 skip af Siglufirði fóru þangað og lögðu þar upp. Hötðu öll góðan afla. Mannaláf. Nýlega er dáinn Þorsteinn Thorla- cius bóndi á Öxnafelli í Eyjafirði, faðir Jóns bónda Thorlaciusar í Öxnafelíi og sfra Einars Thorlaciusar á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var lengi hreppstjóri í Saurbæjarhreppi og tal- inn með beztu bændum þar í sveit. Vel fiskvarf hafði orðið í Hrfsey á handfæri nú um síðustu helgi. Um 18 fiskar höfðu fengist á þann bátinn, er mest fekk, en flest smátt. Skipkomur. Hinn 6. þ. m. komu hingað »Rósa«, skip Gránufélagsins, með timbur til fé- lagsins og »Samson«, fiskiskip Kol- beins og Asgeirs, með 22 þúsund fiskjar. Síra Ásmundur Gíslasop, á Hálsi kom í dag vestan úr Húna- vatnssýslu; sagði ekki ný tíðindi. X Tvo þingmálafundi hefir 2. þingmaður Eyfirðinga Stefán Stef- ánsson í Fagraskógi haldið, annan í Saurbæ 26. f. m. en hinn að Ytri-Tjörnum 28. f. m. í Saurbæ voru þessi mál rædd: 1. Samgöngumál. a. Akbraut fram Eyjafjörð. Samþykt var með öllum samhljóða atkvæðum þessi til- laga: Funduriun skorar á alþingi, að veita til akbrautar fram Eyjafjörð svo mikið fé, að hún komist á næsta fjárhagstímabili að minsta kosti fram í Saurbæ. b. Samgöngur við útlönd. Þetta samþykt: Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir samn- ingum þeim, sem verið hafa við hið sam- einaða gufuskipafélag og skorar á þingið að komast að kostnaðarminni samningum og hagfeldari, sérstaklega hvað snertir við- komustaði skipanna í útlöndum. Búnaðarmál. a. Bœndaskólinn. Fundurinn álítur rétt að frumvarp milliþinganefndarinnar í land- búnaðarmálinu um bændaskóla verði sam- þykt af þinginu og leggur sérstaka áherzlu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.