Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 4
Nl. /<fó tilraun til að sverta G. H. í augum kjósenda nú rétt fyrir kosningarnar. í sömu grein er skýrt frá því, að Magnús kaupm. Kristjánsson sé »á- kveðnasti heimastjórnarmaður«. Þar með er sagt, að allar yfirlýsingar þessa manns, um að hann sé alger- lega óháður öllum pólitískum flokkum í landinu, séu á engu bygðar. Ófimlega að verið af þeim »gamla«. Meöl. fél. »ísland«. % Leiöréfting. í síðasta NI. stendur í neðanmálsgrein á öftustu síðu að landsíminn verði ódýrari en nokkuru sinni hefði verið búist við áður. Fyrir ódýrarí átti vilanlega að standa dýrarí. \ Úr bréfi af Ausfurlandi. Sýningarmálið. Verzlunarmannafél. Seyð- isfjarðar samdi nýlega og samþykti yfir- Iýsingu og áskorun út af nýlendusýning- unni dönsku og sendi Austra til birtingar. Er hún prentuð í Austra, ásamt athuga- semdum ritstjórnarinnar, sem eru einkar eftirtektarverðar. — Það þýðir ekki að and- mæla því, að þessi yfirlýsing og áskorun félagsins er í fullu samræmi við einbeittan og almennan vilja manna hér í því máli, og það, að hér hafa ekki fyr verið borin fram andmæli gegn sýningunni, sannar ekki annað en það, að við höfum hér ekki mál- gagn, er beitist fyrir almennum áhugamál- um okkar eða fylgi þeim fram til sigurs. Það mundi þannig verða vandfundinn sá maður hér, er styðja vildi að því með Austra, að sýning verði haldin fyrir ísland, að landsmönnum nauðugum- Sannsögli „Vestra.“ Af tilviljun sá eg í dag 19. blað »Vestra«. í því blaði er bréfkafli úr Skagafirði, en sem eg gæti bezt trúað, að einhver ó- vandaður utanhéraðsmannræfill hefði skrif- að »í blóra við« Skagfirðinga, því engan Skagfirðing þekki eg svo Týginn, að eg geti ætlað að hann sé höfundur bréfsins. Þar er sagt, að Vestri sé hér keyptur mest allra blaða, þá Þjóðólfur, Gjallarhorn, Reykjavík og Norðurland, sem hafi gctað »smeygt sér inn á tvo bæi«, og þar með gefið í skyn, að Norðurland hafi hér að eins tvo kaupendur, en önnur blöð Iands- ins einn eða engan. En sannleikurinn mun vera, að Norðurland hefir hér flesta kaup- endur, þarnæst ísafold, Fjallkonan og Þjóð- ólfur. En þess má geta, hvað Þjóðólf snert- ir, að hann var útbreiddasta blaðið hér, er núverandi ritstjóri hans tók við honum, en síðan mun kaupendum hans hafa fækk- að talsvert, þó minna sé en vera ætti og eftir maklegleikum. Aftur á móti er Vestri keyptur lang minst allra blaðanna, enn minna en Gjallarhorn og Reykjavíkin, og hafa þau blöð þó sárfáa kaupendur hér í firðinum. Tel eg þetta okkur til gildis Skagfirðingum. Vill Norðurland flytja þessar línur fyrir gamlan Skagfirðing. Vegna þingaferða verður skrifstofa bæjarfógetans lokuð frá 16. p. m. til maíloka. Akureyri 12. maí 1Q05. Suðl. Suðmundsson. Jllja-JIaoal-skiluinduolía er bezta og ódýrasta olían. Jakob Gíslason. Nýlegt og vandað íbúðar- hús er til sölu á Siglu- firði. Húsið er 11x9 al. með áföstum skúr9x3>/2 Lysthafendur snúi sér með nánari upplýsingar til undirritaðs. Siglufirði % 1905. Ágúst Thorsteinsson. Eldstóiij Geysir jSíý'tt mót. Getur staðið laust frá öllu, er látin af hendi algerlega fullsmíðuð til brúk- unar. Eldstóin hefir eldtraust, uppmúr- að eldstæði, steyptar vindsmugur, stór suðuhol, emailleraðan vatnsketil, steik- ar- og bakaraofn, sem hægt er að stilla hita í og magasín eldstæði, líka með stillifærum og er því bæði eldiviðar- drjúg og hitar upp eins og ofn. Allir geta hreinsað eldstóna á 5 mínútum. Verðið er hjá mér aðeins helmingur þess sem aðrir taka fyrir fríttstand- andi eldstór. Eldstóin Qeysir er merkt með mínu nafni Og er aðeins hægt að fá hana hjá mér, eða hjá útsölumönn- um mínum á íslandi. Séu engir útsölu- menn í grendinni, verður að snúa sér beint til mín. Biðjið um að yður sé send verðskrá yfir eldstóna. Jens jCansen. Vestergade 15 Kjöbenhavn. Ágæti Kína lífs elixirsins; sést bezt á eftirfarandi smáklippingum: Sinadráttur í krf(ppnura um 20 á r. Eg hefi brúkað elixírinn eitt ár og er nú sama sem lans orðinn við þá plágu og finst eg vera sem endurborinn. Eg brúka bitterinn að staðaldri og kann yður beztu þakkir fyrir, hvað eg hefi haft gott af honum. Norre Ed, Sví- þjóð. Carl J. Anderson. Taugaveiki, svefnleysi og' lystarleysi. Hefi leitað margra iækna, en árangurslaust. Fór því að reyna ekta Kína lífs elixír Valdemars Petersens og fór að batna til muna, er eg hafði tekið inn úr 2 flöskum. Smiðjustíg j. Reykjavík, júní 1903. Guðný Aradóttir. Máttleýsi. Eg sem er 76 ára, hefi 1 V2 ár hvorki getað gengið né not- að hendurnar, en hefir nú batnað það af elixírnum, að eg get gengið til skóg- arvinnu. Rye Mark, Hróarskeldu, marz 1903. P. Isaksen. Frá því er eg var 17 ára, hefi eg þjáðst af blóðleysi og magaslæmsku. Eg hefi leitað ýmsra lækna og notað ýms ráð, en árangurslaust. Eg fór þá að nota ekta Kína lífs elixír frá Wa I di - mar Petersen og líður nú betur en nokkur tfma áður og vona að mér batni til fulls af bitternum. Hotel Stevns, st. Hedinge 29. nóv. 1903. Arne Christensen (26 ára). Biðjið berum orðum um Waldemars Petersens ekta Kína lífs elixír. FÆST ALSTAÐAR Á 2 KR. FLASKAN. — Varið yður á eftirstælingum. Tombóla Kvenfélagsins á Akureyri verður haldin 25. þ. m. (fimtudag). 1«“ fiar má já marga góða muni jyrir litið oerð. ~m Þeir sem vilja styrkja félagið með því að gefa til tombólunnar geri svo vel að senda gjafirnar innan 20. p. m. til einhverrar af oss undirrituðum. Minnist pess að starfsemi fe'lagsins er aðallega að hjálpa fá- tœkam börnam. Virðingarfylst Dómhildur Jóliannesdóttir. Guðrún Runó/fsdóttir. Hal/dóra Blöndal. Jakobína Kristjánsson. Lovísa Loftsdóttir. eð skonnert »Rósa“ er nýkomið til Qránufélag’sverzlunar á Oddeyri fiestar sortir af -s* trjávið, unnum og óunnum. Viðurinn er allur sérlega góður og vel þur. — Enn- fremur hefir verzlunin fengið hinar alþektu og ágætu mjólkurskilvindur frá wAlfa Laval", sem seljast með verksmiðjuverði. Oddeyri 10. maí 1905. Ragnar Ólafsson. Alfa-Laval. Tilraunir þær og rannsóknir, er gerðar voru árið 1904 með ýinsar skil- vindur á tilraunastofnun hins konunglega sænska landbúnaðarskóla við Alnarp sýna, samkvæmt skýrslum, er nýlega hafa verið gefnar út af land- búnaðarstjórninni, að ýUfa-Viola-skilvindai) tekur öllum skilvindum fram í því að ná rjómanum úr mjólkinni, með því hún skilur ekki eftir af honum meira en 0.09% (bls. 81 og 82). Hvaða þýðingu þetta hafi geta menn bezt séð af því, að sá, sem brúkar Phönix- skilvinduna, sem samkvæmt þessum sömu skýrslum skilur mjólkina verst, skilur eftir 0.28 % og 0.31 % (sjá bls. 81 og 85) tapar daglega að minsta kosti c. 1 pundi af smjöri þó mjólkin sé ekki nema 500 pund á dag, eða 365 pundum aj smföri á hoerju ári. „Perfect" vildi ekki ganga undir neina rannsókn. Það ætti því ekki að vera örðugt að ráða við sig hvaða skilvindu menn vilja kaupa, því hver er sá er daglega vill jleygja burt einu smjörpundi? Alfa-Viola-skilvinda fæst á á Akureyri hjá Stefáni Sigurðssyni & Einari Qunnarsyni, á Blönduósi hjá Carl Höepfners verzlun, á Hólum hjá Flóvent Jóhannssyni, á Skagaströnd hjá Carl Höepfners verzlun, í Ólafsfirði hjá Páli Bergssyni og á Vopnafirði hjá Örum & Wulffs verzlun. ^ktiebolaget Separators Depot „ýtLFA-LAVAL“ Vestergade 10, Köbenhavn K. Galoschur handa konum og körlum fást í skó- verzlun Guðmundar Vigfússonar. Islenzk frímerki, sérstakarmisprentanir, afbrigði o. s. frv., eru keypt af H. Ruben, Istedgade 30 Kjöbenhavn. Verð óskast gefið upp. Góður, danskur JVIejeriosfur fæst í Gud/nanns Efterfl. verzlun. .•NorOurland'* kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, U/2 dollar í Vesturheimi. Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.