Norðurland


Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 13.05.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 35. blað. Ákureyri, 13. maí 1905. IV. ár. Aðaifundur Gránufélags fyrir yfirstandandi ár 1905 verður haldinn á Vestdalseyri við Seyðisfjörð mánudaginn þann 21. ágúst næstkomandi, og byrjar kl. 12 á hádegi á þeim stað á eyrinni, sem þar og þá verður nánar tiltekið. Þetta tilkynn- ist hér með hinum kjörnu aðalfundarfulltrúum og þeim öðrum, sem þann fund eiga að sækja. Oddeyri 10. maí 1905. í stjórnaruefnd Gránufélagsins 3)auíð jSuðmundsson. 2rb. Steinsson. 2jörn Jónsson. Ollum þeim, sem heiðruðu jarð- arför Valdimars sáluga Gunn- laugssonar með nærveru sinni eða á annan hátt styrktu okk- ur við það tækifæri, þökkum við inni- lega fyrir; sérstaklega þökkum við Goodtemplara stúkunni »Brynju« fyrir þá virðingu og hlutdeild er hún sýndi við það tækitæri. Kristín Gunnlaugsdðttir. Jakobína Gunnlaugsdóttir. Ounnl. Gunnlaugsson. Júlíus Gunnlaugsson. Petrína Þ. Sigurðardóttir. Guðl. Sigurðsson. Ollum þeim, sem heiðruðu jarð- arför Jóns sáluga Jónssonar bónda á Munkaþverá með nærveru sinni, eða á annan hátt, vottast hér með hjartanlegt þakk- læti frá ekkju hans og börnum. Kosningin. Ekki er nema einn dagur rúmur til þess er Akureyrarbúar eiga að ganga til kosninga til alþingis og er það í annað skifti eftir að þeir áttu einir að ráða þingmann sinn. Síðan kosningar fóru hér fram síðast eru ekki nema liðlega 8 mán- uðir. Akureyrarbær var þá sá stað- urinn í landinu, sem þjóðin veitti mesta athygli. Hér var þá í boði sá maðurinn, sem fróðastur var í lands- málum, maður með brennandi fram- farahug og ættjarðarást, hugsjóna- maður, sem þó jafnframt var allra manna líklegastur til þess að fá vilja sínum framgengt. Á móti honum bauð sig þá fram Magnús kaupmaður Krístjánsson, mað- urinn sem nú hefir verið að spyrja Ouðmund Hannesson að því, því hann sé að bjóða sig fram til þings, eins og hann væri sjálfur sá stjórn- málavitringur, að það ætti að teljast einhver goðgá að bjóða sig fram á móti honum. Sá maðurinn sem veitti Páli Briem beztan og mestan stuðninginn við síðustu kosningar var Guðmundur Hannesson. Nú eru þessir tveir menn Guðmundur og Magnús þingmanns- efni þessa bæjar. Öllum er kunnugt um hvernig Nl. leit á kosninguna í fyrra, hvort þingmannsefnið það þá réði kjós- endunum til þess að velja. Blaðið gerði það af heilum hug, með þeirri föstu sannfæringu að það yrði bæn- um og landinu fyrir beztu. Þó svo sorglega vildi til að sú kosning varð ekki að tilætluðum notum, vegnu fráfalls Páls Briems, er það þó blaðinu gleðiefni að geta sagt að kosningin í fyrra varð bæn- um til sæmdar. Hvervetna í landinu mæltist einkar vel fyrir þeirri kosn- ingu, landið fyltist hlýjurn hug til Akureyrarbæjar fyrir hana. Jafnvel ýmsir þeir menn, er voru andstæð- ingar Páls Briems í stjórnmálum, glöddust yfir henni og töldu hana vegsauka fyrir bæinn. Nú eiga kjósendur að ganga til kosninga í annað skifti. Norðurland ræður bæjarbúum til þess að kjósa Guðmund Hannesson. Óþarfi er að lýsa honum fyrir kjós- endum hér, þeir þekkja hann svo vel, vita að hann er afburðamaður að vitsmunum með víðtækri þekk- ing, sanngjarn í öllum flokkamálum samvizkusamur maður og góður drengur. Fulla sannfæring höfum vér fyrir því, að mælast mundi fyr- ir kosningu hans nú álíka vel og fyrir kosningu Páls Briems í fyrra; landið þarf á þekkingunni að halda, þeim mönnunum sem Iíklegastir eru til þess, að geta aflað sér hennar og gert hana landinu arðsama. Með fyrirJestrum þeim, er G. H. hefir haldið hér fyrir skömmu, hefir hann sýnt glögglega, ekki að eins hve létt honum veitir að afla sér þekkingar og búa hana í þann búning, er öllum verði skiljanlegt, heldur líka ekki síður hitt, hve skýr- an skilning hann hefir á málum þjóð- ar vorrar og fátítt er það fyrir þjóð vora, að fá svo fróðlega og kjarngóða yfirlitsgrein yfirhelztu mál þjóðarinn- ar. Glöggari grein fyrir sambandi voru við aðrar þjóðir, hefir aldrei verið gerð á voru máli. Coeir fyririesirar um íslenzk stjórnmál eftir Guðmund Hannesson. Frh. IT- Eg skal þá snúa mér að því sem eg fyr hefi sagt að mundi verða og ætti að vera aðalstarf næstu þinga, nefnilega baráttan gegn fátæktinni og fáfræðinni eða með öðrum orðum: at- vinnuvegir og mentamál. í atvinnumálurn vil eg fyrst telja það sem fæstir minnast á, nefnilega iðnað. Hátt kaup. Ef vér spyrjum sveitabónd- ann, sjávarbóndann eða útvegsmanninn, hvað sé honurn mestur þrándur í götu, þá er sífelt sama viðkvæðið: vöntun á kaup- lágu verkafólki. Þeir segja að kaup- gjaldið sé nú orðið svo hátt að bú- skapurinn eða útgerðin beri það ekki. Kaupið er og all-hátt yfir nokkurn hluta ársins, en sé miðað við alt ár- ið, er það 'iálfu Iægra en víðast í heim- inum. I raun og veru er því kaup vinnulýðs hér á landi mjög lágt, jafn- vel óhæfilega lágt. % ársins Að ástandið er þannig stafar arölausir. af þvl> að tveir þriðjungar ársins eru hér arðlaus eða arðlítill tími, fyrir allan þorra landsmanna. Yfir arðsama tímánn er kaupgjaldið svo gott, að vel má við það una. Svo má heita, að allar tillögur um endurbót atvinnuveganna lúti að því einu, hvernig gera megi arðsama tímann enn þá arðsamari. Eflaust má mikið vinna á þann hátt, en eg er sannfærður um, að vér ætlumst til of mikils af landi voru og atvinnuvegum þess, ef þess er krafist, að þriðjungur ársins færi oss allar nauðsynjar í ríkulegum mæli, svo að flestir geti setið auðum höndum tvo þriðju hluta ársins. Arðsamur Eg er þess fullviss að eitt vetur. i+ af vorum mestu lífsspurs- málum er það, hvernig vér getum gert oss veturinn arðsaman. Mér er næstum óskiljanlegt hversvegna allir ganga fram hjá þessari þýðingarmiklu spurningu. Heitnilis- An þess að fara frekar út iðnaður. { það mál) t(mans vegnaj vil eg að eins geta þess, að vetrar- vinnan hlýtur að vera iðnaður, og til þess að hann geti orðið almenningi að notum, verður aðallega að tala um heimilisiðnað. Þó verksmiðjuiðn- aður kæmist hér á fót, mundi hann tæplega auka vetrarvinnu almennings. Þetta eru sömu úrræðin og reynslan hefir kent oss frá því landið bygðist og til skamms tíma. Forfeður vorir gerðu sér allan veturinn arðsaman með iðnaði, svo að landið var að mestu leyti sjálfbjarga til skamms tíma, hvað þær iðnaðarvörur snertir að minsta kosti, sem efni var til í í landinu. Gildi gamla iðnaðarins sést bezt á því, að »alin« vaðmála var gerð að verðmæli. Það er á síðasta mannsaldrinum, sem hinn gamli heimil- 'siðnaður vor hefir að miklu leyti oltið um koll og orðið undir í samkepninni við erlendan verksmiðjuvarning. Endurreisn heitn- Eflaust eru litlar von- ilisiðnaðar.s+s+ ir ti; að endurreisa gamla heimilisiðnaðinn í því formi, sem hann var. Hann er nú orðinn úrekur. En því fer fjarri, að þarmeð sé öllum sundum lokað fyrir framtíð vetrariðnaðar á heimilum manna hér. Vér verðum að eins að fylgjast með tímanum og koma upp þeim heimilis- iðnaði, sem hentar vorum tímum og þolir samkepnina. Fjöldi af iðnaðar- vcrum eru með því marki brendar, að vélar geta ekki unnið þær, nema að nokkuru leyti, eða þá að vélarnar eru ekki dýrari en svo, að almenn- ingi er ekki ofvaxið að eignast þær. Sem dæmi þessa eru fatasaumur og prjónles, ýmislegt smíði o. fl. Flestur slíkur iðnaður getur orðið heimilisiðn- aður. Því fer fjarri að heimilisiðnaðurinn sé útdauður í iðnaðarlöndunum og að verksmiðjur hafi útrymt honum. í ótal greinum getur hann kept við verk- smiðjurnar, jafnvel þar, sem verksmiðju- iðnaður hefir náð mikilli fullkomnun. I Þýzkalandi lifir þannig um hálf miljón manna af heimilisiðnaði, í Frakklandi ein miljón. I Sviss eru i9°/o af öllum iðnaðarvörum heimilisiðnaður, í Austur- ríki 34°/o í Noregi 25%*. Að heim- ilisiðnaði vorum hrakar svo stórlega orsakast að eins af því að hann er úreltur og fylgist ekki með tímanum. Að vísu stendur það að litlu leyti f valdi þingsins að hrinda máli þessu áleiðis. Byrjunin verður að gerast af einstaklingum eða félögum, en skyn- samlegar tilraunir í þessa átt ættu skil- ið að styrkjast af landsfé, ef greiða mætti fyrir þeim á þann hátt, sem eg efa ekki. Það koma þeir tímar þegar öllum er ljóst hve mikla þýðingu hinn langi vetur vor hefir og hvert stór- mál það er að geta gert sér fé úr honum. Þýðing fiski- Þá vil eg stuttlega minn- veiða. s* $+ ast á sjávarútveg og fiski- veiðar, þetta olnbogabarn undanfarandi þinga, en sem vonandi verður oss sí- vaxandi auðs- og atvinnuuppspretta. Öll þau ár, sem eg hefi verið læknir, hefi eg búið á sjávarbakkanum, og með hverju ári hefi eg betur og betur séð, að það eru einmitt fiskiveiðar, sem framtíð vor hlýtur að mjög miklu leyti að byggjast á. Sveitaafurðir vorar standa í óhæfilega lágu verði og hafaótal keppi- nauta, en miklar líkur eru til þess að fiskur og fiskivarningur verði lengst af eftirsótt og útgengileg vara erlendis, þó verðið að sjálfsögðu hljóti að vera breytingum undirorpið. Os.s er lífs- skilyrði að hafa einhverja nokkurn veg- inn óbrigðula útflutningsvöru til þess að geta borgað útlöndum kornmat vorn * Aschehoug: Socialökenomik II. 456,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.