Norðurland


Norðurland - 07.10.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 07.10.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 4. blað. Akureyri, 7. október 1905. V. ár. þjóðræðið og stjórnarblöðin. Enginn þurfti að ganga að því gruflandi, hvernig blöð stjórnarflokks- ius mundu taka þjóðræðishugsjón- inni. bau hafa við og við í sumar verið að senda þjóðræðisfélaginu tiíninn og nú eru þau farin að snúa sér að þjóðræðisstefnunni yfirleitt. Eftir þeirri stefnu á fjöldinn ætíð að vega meira, ef á milli ber, en þeir fáu menn, sem í völdunum sitja. Á þessu byggist öll sönn lýð- stjórn. Það er hvort eð er fjöldinn sem verður að borga allar fram- kvæmdirnar, bera byrðarnar og búa að því setn gert er. Eftir þjóð- tæðisstefnunni á ráðherrann að víkja fyrir tneiri hluta þingsins, en meiri hluti þingsins á einnig að víkja fyrir meiri hluta þjóðarinnar. Þetta og ekk- ert anttað gefur fulla tryggingu fyr- ir því að þjóðin fái að ráða sér sjálf. Blöð stjórnarflokksins ganga ber- lega á móti þessari stefnu. Eftir þeirra kenningum er sá þjóðarvilji að engu hafand'i sem kernur fratn annarsstaðar en á kjörfundunum. Af uáð sinni ætla þau að lofa honum að láta vita af sér á 6 ára fresti; þá á þjóðin að kjósa þingtnennina og þá á hún að kjósa þá eftir sínu höfði (að svo miklu leyti sem húti fær frið til þess fyrir kosningaæsingum), ett ætli þjóð- arviljinn að láta heyra til sín þess í milli, þá á að bæla hann niður á íllan hátl. Þjóðin á að hafa sinn á- fveðna sex ára meðgöngutíma. Fari rð bera á þjóðarviljanutn áður en timinn er útrunninn, má búast við því að einhver skaðræðis óburður sc á ferðinni og því er sjálfsagt að k/rkja hann í fæðingunna. Þetta að láta múga manns hafa atkvæði um sín eigin mál þykir satna sem að gerast „skrílþrælar lyndi meðtvenn." Stjórnarblöðin skýrðu þjóðræðisfé- lagið skrílræðisfélag. Hjá þeirn er náið nef augunum. Þjóðin og skríll- inn eru eitt og hið sama. Það kom berlega fram á þing- málafundunum síðastliðið vor hvern- ig þjóðin leit á ritsímasamning þann, sem ráðherrann hafði gert við norræna ritsímafélagið. Mjög mikill tneiri hluti þeirra tnanna er sóttu þingmálafundina lýstu óánægju sinni yfir honum og skoruðu á þingið að hafna honum. Bændafundurinn í Reykjavík áréttaði mjög greinilega og eftirminnilega þennan þjóðarvilja. En stjórnarflokkurinn virti hann að vettugi. Því er barið við að þing- málafundirnir séu engitt full sönnun fyrir áliti meiri bluta kjósendanna. þá fundi sækja auðvitað ekki svo margir menn, að ineiri hluti kjós- endanna greiði þar atkvæði utn nokkurt mál og þá má ætíð segja að allir sem ekki greiddu þar atkvæði kunni að vera á annari skoðun. Viðbára er þetta auðvitað og annað ekki, en þó er eitt ráð til þess að ónýta hana til fulls. Hún er sú að leita beint umsagnar allra eða sem flestra kjósenda að til verður náð. Séu þingmálafundirnir réttmætir, þá hlýtur sú aðferð líka að vera rétt- mæt; hún bætir uþþ þá ófullkomleg- leika, sem ætíð hljóta að loða við þingmálafundina, af því þeir eru haldnir svo óvíða og af því landið er stórt og ógreitt yfirferðar. Þessi aðferð, að leita umsagnar kjósendanna, hefir verið notuð í sumar víða um land, þó ekki hafi þess orðið kostur í öllum sveitum landsins. Skorað var á ráðherrann að ráða konunginum til þess að fresta staðfestingu á ritsímalögunum, þangað til þjóðin hefði átt kost á að láta uþþi vilja sinn nteð kosn- ingum til Alþingis og jafnframt var skorað á stjórnina að efna til ttýrra kosninga. Undir þessa áskorun rituðu að sjálfsögðu ekki aðrir en þeir, sem voru mótfallnir ritsíma- samningnum. Áskoranirnar eru til- raun til þess að fá óyggjandi vissu utn þjóðarviljann í þessu máli og jafnframt til þess að fá hann virtan og viðurkendan. Óneitanlega er það fróðlegt að sjá, hvernig stjórnarblöðin tala um þessa tilraun. Eitt blaðið líkir henni við tilraun danskra kauþtnanna, sem búsettir voru í Kauþmannahöfn, til þess að fá danska ráðgjafa til þess að sinna ekki tillögum Alþingis, t. d. tneð að gefa landinu verzlunarfrelsi. Svo langt er blaðið á veg komið í því að skilja þjóðræðishugsjónina, að því þykir frambærilegt að bera þetta sarnan. Öðru tnegin eru þó menn, sem voru að halda frani sínum hags- munutn á móti hagsmunurn þjóðar- innar, menn sem alls ekki voru réttir málsaðilar, en hinu megin er þjóðin sjálf, væntanlegur meiri liluti kjós- endanna, sem grípur til þessara ráða, af því fulltrúar hennar höfðu einskis- virt vilja þeirra. Meira þarf ekki um þetta að tala til þess að sýna af hvaða rótum slík röksemdafærsla er runnin. Annað blaðið tekur þó munninn enn þá fyllri, enda er það sjálft „málgagn sannsöglinnar". Það kallar þessa eftirleit eftir vilja kjósendanna „níðingsverk við þjóðina" og segir ennfremur: „Svo svartur blettur hefir ekki fallið á sögu íslands síðan Qissur Þorvaldsson myrti Snorra Sturluson og sveik landið undir útlent vald." Atinað eins bull og þetta er vitan- lega engra svara vert. Það dæmir sig bezt sjálft. En þó blöðin tali dálítið misjafnt og ólíkt um jrjóðræðisstefnuna, eftir því sem mennirnir eru misjafnir sem skrifa, þá skín þó satna hugsunin út úr því, sem þau eru bæði að fara með. Hún er nokkurnvegitt nákvæm- lega tekin fram í þessari vísu hans Jónasar: Hafðu, bóndi minn, hægt um þig! hver hefir skapað þig í kross? Dýrðin vor þegar sýnir sig, þér sæmir bezt að lúta oss. Á Alþinginu áður var ekki neitt nenia höfðingjar; bíddu nú við og sjáðn senn: svona á það að verða enn. v Bækur. Þyrnar. Nokkur kvæði eftir Þorstein Erlingsson Önn- ur prentun aukín. Rvík. 1905. Þá eru Þyrnar komnir út f annað sinn í fallegri útgáfu, þó tæpast standi hún að ytra áliti jafnfætis fyrri prent- uninni. Það eru að vísu ekki mörg ár síðan kvæðin voru prentuð f fyrra sinn, en ei að síður hafa þau verið útseld og ófáanleg í langan tíma. Fáum kvæða- bókum mun hafa verið tekið jafnvel og kvæðum Þorsteins, enda eru flestir sammála um það, að hann ber höfuð og herðar yfir yngri skáldin, þó ekki sé það afarmikið að vöxtunum sem hann hefir orkt. í þessari nýju útgáfu eru öll gömlu kvæðin prentuð á ný. Þau munu að öllu óbreytt, enda var svo frá þeim gengið, að höfundurinn mundi lítt hafa getað breytt þeim til batnaðar. Allur síðari hluti bókarinnar eru ný kvæði og hafa sum verið prentuð fyr í blöð- um eða tímaritum, önnur eru nú prent- uð í fyrsta sinn. Gömlu kvæðin eru svo þjóðkunn að óþarft er að fjölyrða um þau. Á nýju kvæðunum er sami listfengis- og snild- arbragurinn en þó eru fæst þeirra jafn innihalds- og veigamikil og beztu kvæðin í fyrri útgáfunni. Flest eru smærri kvæði og vísur við sérstök tækifæri. Að eins eitt kvæði er lengri heild: kvæðið „Eden« og er það nokk- urs konar æfisaga skáldsins sögð í gamni og alvöru með ýmsum meinleg- um sneiðum til réttlátra og ranglátra. Það er eins og það sé bjartara yfir þessum nýju kvæðum en var yfir flest- um fyrri ljóðmælum skáldsins. Sum eru fjörug og gamansöm t. d. kvæði til Guðm. Magnússonar læknis og Sig. Thóroddsens, svo 'er og um ýmsar lausavísur t. d. hina alkunnu vísu: Þau hafa tvímennt langa leið og laglega klofið strauminn. Biblía gamla að baki reið Beiíal hélt í tauminn. Eins og mörgum er kunnugt var tilefni vfsunnar það að á fjárlögum var þeim báðum veittur skáldstyrk- ur Valdemar Briem og Þorsteini, en Þorsteinn var þar fyrstur á blaði. Vísa þessi var orkt um þingtímann og fór um land alt sem þingfrétt, er enginn lét illa yfir, en allir brostu að og þótti Þorsteini hafa tekist upp. Eg held að skáldið hafi unnið fyrir ársstyrknum það árið með vísunni, því margan gladdi hún, íslendingar hafa ætíð kunn- að að meta smellnar lausavísur. Eflaust er það betri æfikjörum að þakka að kvæðin frá seinni árunum eirn, sem á einn eða annan hátt sýndu hluttekningu við andlát °g greptrun föður okkar elsku- lega og tengdaföður, Sigurðar skip- stjóra Sigurðssonar, vottum við inni- legar þakkir. Oddeyri, 6. okt. 1905. Margrét Sigurðardóttir. Árni Sigurðsson. Magnús Jónsson. eru bjartsýnni og gamansamari. Þ. E. átti lengi að berjast við heilsuleysi og fátækt, en úr hvortveggju hefir nokkuð ræst í seinni tfð, einkum sfðan þingið gerði það sómastrik að veita honum dálítinn ársstyrk, sem að vísu hefir verið minni en laun útkjálkaprests. Um það segir svo : Og sumir þeir guðsveg.ia greiddu mín spor þeir gátu ekki vitað eg færist úr hor og svangur í gröfina gengi, þeim fanst eins og landssagan fengi þess gjöld og frelsuðu af brjóstgæðum þjóð sína og öld í von um eg lifði ekki lengi. Erindi þetta er úr kvæði um Ge- org Brandes, snildarlega kveðið sem Óskandi væri að Brandes skildi á frummálinu, því ekki munu aðrir hafa betur um hann kveðið. I nokkur ár var Þorst. ritstjóri. Ekki lét honum sá starfi eins vel og skáldskapurinn, énda þykir honum rétt leið vandrötuð í þjóðmálunum. Um það hefir hann ort þetta dýrt kveðna erindi. I þjóðmálin steyptist eg því niður brátt og þar varð ei hleypt undan blaki, því vandhitt og skreift er að fikra svo fiátt að fjandmanna heipt ekki saki; þó flest væri gleypt sem var logið og lágt er lifandi sleipt á því taki, að finna hvað kleift var að hafa yfir hátt og hverju yrði dreift út að baki. Það er að vísu ekki stórt ljóðasafn þessi nýju kvæði Þorsteins, en of- langt yrði það hér að drepa á helm- ing þess sem snildarlega er sagt í þeim. Bókina verða menn að kaupa til þess að geta séð það og mun þess engan iðra. Sennilega er bráðum von á nýrri bók frá skáldinu, því sumt af hans beztu kvæðum er óprentað enn. Eið- urinn er t. d. ekki í þessum kvæðum og heldur ekki ágætur kvæðaflokkur um Fjalla-Eyvind sem hann hefir ort. O. H. Símaslit. Nóttina milli i. og 2. septembers þ. á. slitnuðu 6 — sex — sæsímar er liggja milli Kína og Japan. Þrjá af þessum sæsímum átti Stóra norræna ritsímafélagið. Ætli menn verði ekki stundum dá- lítið áhyggjufullir um þann eina þráð, sem á að tengja ísland við umheiminn. Að segja að ísland verði téngt með honum »traustum böndum« við umheim- inn virðist vera heldur mikill skáld- skapur. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.