Norðurland - 07.10.1905, Side 2
Nl.
14
Horfurnar í ísl. skáldskap.
Sumarhefti Eimreiðinnar 1905 flyt-
ur ritgerð með þessari yfirskrift, eftir
Gfsla Sveinsson. Hann er lögfræðis-
nemi við Kaupmannahafnarháskóla og er
Öiæfingur að uppruna, ef eg er ekki
villur vegarins, sonur Sveins prests að
Sandfelli, þess er eittsinn var á al-
þingi, og er þetta sagt fremur til fróð-
leiks og gamans, heldur en hitt sé,
að ætterni manna hafi þýðingu fyrir
allsherjarmál.
Höfundur þessarar ritsmíðar átelur
ljóðskáldin okkar fyrir kvæðagerðina;
hann telur ljóðin lítilsverð og »vill
fyrir sitt leyti gefa tvo þriðju rímar-
anna okkar fyrir einn skáldsagnahöf-
und« slíkan, sem norska skáldið Alex-
ander Kieland — svo að eg nefni þó
ekki neinn af hinum allra stærstu,
segir hann.
Þetta er kjarni málsins.
Svo er að sjá, sem höfundurinn
kalli skáldin ísl. öll saman í einu lagi
rímara. Þetta orð gefur hugmynd um
andann og tóninn höfundarins. Öllu
er snúið í átt lítijsvirðingar, þvf sem
til ísl. ljóða kemur, og er það að vísu
einkenni æskunnar að gera mikið um
sig og hefir það fieiri hent en Gísla
þann, sem fór með malsekkinn forð-
um daga undir Fagraskógarfjalli —
neðan við Grettisbæli.
Eg skal ekki fást við að jafnkýta
höfundinum í þessu efni, að ljóðagerð
skálda vorra sé svo lítils virði, sem
hann iætur. Ef mér þætti nauðsynlegt
að reka hann á stampinn, mundi eg
þylja honum orð Drachmanns og Brand-
esar, sem þeir hafa um þýzkar og
danskar þýðingar íslenzkra kvæða og
eru þeir engir hégóma gortarar, þar
sem þeir eru höfuðgarpar danskra
skáldmenta og báðir heimsfrægir.
Hitt er annað mál, að rétt er að
óska þess og hvetja til þess að meiri
stund sé lögð á skáldsagnagerðina í
landi voru, heldur en gert er. En
því þurfti ekki endiiega að vera sam-
ferða sú kenning, að Ijóðagerð sé að
eðli sínu lítilmótlegri en sagnaskáld-
skapur, né hitt, að íslenzku Ijóðskáldin
séu busar, eða rtmarar einir þ. e.
andlitlir hendingasmiðir.
Þessi kenning, að vér ættum að
rita sögur, fremur en yrkja (smá-)kvæði
er annars alls ekki ný, eða ókend með-
al þeirra manna, sem hafa séð þetta
litla, sem ritað er og prentað á ís-
lenzku. Friðrik J. Bergmann hefir ver-
ið að ala á þessu árum saman, svo
að eg nefni þann manninn, sem næst-
ur er hendinni og mest hefir að segja.
En báðir þessir menn og allir þeirra
sammerkingar eru reyndar yfirborðs-
menn í þessum efnum en engir kafar-
ar né djúpsævismenn, sem leiti eftir
sjálfri sannleiksperlunni.
Það skal eg nú sýna og sanna. Og
eru þessar línur ritaðar í þeim vænd-
um.
* *
*
Einar Hjörleifsson mælti á þá leið
í Norðurlandi fyrir tveim árum, að
ekki sé sanngjarnt að amast við smá-
s'káldunum íslenzku, þegar þess sé gætt,
hvílíkum afarörðugleikum það er bund-
ið, að verða, þó ekki sé nema smá-
skáld hér í Iandi.
Honum fanst það vera frjórra um-
ræðu efni, að skýra fyrir þjóðinni,
bvaða kröfur hún yrði að gera til sín,
til þess að hún gæti eignast meiri
skáld en hún hefir hlotið.
Hvar mundi hnúturinn vera þessa
máls, ef eigi þarna ?
Og krafan, sern gera verður til þjóð-
arínnar í þessu efni, er sú að hún fari
þannig með skáld sín, að þau ge.ti not-
ið sín.
Hefir þjóðin gert þetta?
Það hefir hún ógert látið og mun
eg víkja að því síðar í þessari grein.
En fyrst er að gera þeim mönnum
ofurlítil skil, sem vakið hafa þessa
orðræðu.
Líklega eru þeir menn, sem rausa
um ljóðaskáldskaparóþarfann svo ó-
kunnir málavöxtum, að þeir vita ekki,
að miklu meiri tíma þarf til þess að
semja skáldsögur, en yrkja kvæði, að
meira næði þarf til þess að vera sagna-
skáld, samfeldari tómstundir, meiri
rannsókn á félagslífi og mannlífi og
sálarlífi o. s. frv.
Skáldsagnahöfundurinn þarf að gera
starf sitt að lífsstarfi sínu, enn þá
frekar, heldur en ljóðskáldið ljóða-
gerðina.
Því að kvæði eru oft og tíðum
gerð í augnablikshita þeirra eldinga,
sem kalla má að komi af himnum
ofan. Kvæðið er að eðli sínu rödd
tilfinninganna og bergmál áhrifanna.
En skáldsögur eru á Iíkan hátt gerðar
sem vefur er tættur, táinn, kembdur,
spunninn, rakinn, undinn og ofinn.
Skáldsagnahöfundar semja oft eina sögu
á ári, þá sem nemur 200—300 bls.
Þau gera ekki annað og lifa á Iaun-
um sínum, sem útgefendur bókanna
greiða þeim og ríkisstjórnirnar stund-
um.
Þessu æfistarfi sínu geta þau skáld
helgað líf sitt, og krafta sína, sem
vaxin eru meðal stórra og fjölmennra
þjóða. Þar er hægt að fást við þau
efni, sem krefja óskiftra krafta og
rækilegrar rannsóknar langrar lífs-
leiðar.
Þar en ekki hér.
Eða hvernig eiga íslendingar að fást
við slíkt?
Er hægt að heimta meira með sann-
girni, af ísl. skáldum, heldur en það,
sem þau hafa gert ótilkvödd og jafn-
vel í óþökk ? Er þess að vænta, að
þau geti tekið sér stærri viðfangsefni,
en þau, að yrkja (smá-)kvæði í tóm-
stundum og andvökum sínum.
Svo langt sem augað eigir, eru
skáld vor önnum kafin og bundin við
störf, sem óskyld eru og gagnólík fag-
urfræðilegum efnum. Fyrrum vóru þau
beykirar og bændur, amtmenn og alt
mögulegt. Nú eru þau alt sem nöfn-
um tjáir að nefna frá ráðherra og
niður í fjósamenn og smala.
Og yfir þeim öllum saman stendur
lífsbaráttan með reidda öxí, og rífur
þau með klóm og kjafti, ef þau afla
ekki í matinn handa sér og sínum
þrisvar á dag, dag eftir dag, viku eft-
ir viku, ár eftir ár.
Þetta er svo þjóðkunnugt og al-
kunnugt, að augljóst ætti að vera
hverjum meðalgreindum manni utan
lands og innan þeim sem hefir íslenzk
skilningarvit.
Flér hafa engar vífilengjur neitt að
þýða; því að reynslan ber á þá kvið-
inn, sem á móti mæla, og dæmin eru
svo að þreifa má á þeim með hönd-
unum — innan í tvennum belgvetling-
um jafnvel.
Það er mögulegt, þótt erfitt sé, að
yrkja kvæði á stangli, ásamt því, að
óskyld störf eru rekin og rækt. Það
sýnir reynsla vor. En hitt sýnir hún
einnig að sögur verða ekki samdar til
muna í þeim annríkisklípum.
Mundi t. d. Einar Hjörleifsson hafa
orðið minni sagnahöfundur en ýmsir
útlendir meistarar, ef hann hefði Ieikið
lausum hala í lífinu? Hvar eru þess
dæmi í víðri veröld, að þeir menn,
sem vinna verða fyrir sér við blaða-
menskuverði sagnaskáld til muna?Vér
könnumst viðKorolenko, rússneska snill-
inginn, sem Oddur Björnsson lét þýða
eftir þrjár snildar sögur í Bókasafni sínu.
Eftir er hann gerðist tímaritsstjóri lagði
hann skáldskapargáfuna í handraðann
og er þó ólíku saman að jafna, hve
tíminn brytjast minna sundur fyrir
ritstjórum timarita, heldur en ritstj.
dagblaðs.
Hvar í heimi, nema í landi voru,
eru skáld eins og Gestur Pálsson
reirð niður við stólbrúðir embættis-
skriffinsku? Mundi Þorgils gjallanda
hafa orðið sá einn kostur til lífs, að
halda á orfi og reku meðan giktin
gefur eftir fótaferð, í öðrum löndum
en voru landi?
Svona er farið að því að drepa sál-
irnar hérna hjá okkur. Þetta er nú
einkum um þá mennina sagt, sem lagt
hafa fyrir sig, lítilsháttar, að semja
sögukorn, en alveg sama sagan er
um hina, sem í tómstundum sínum og
í svefntíma annara manna fjalla um
ljóðstafi og kenningar.
* *
*
Eg mæli ekki þessum orðum fyrir
þá sök, að eg sé að kveina fyrir þá
menn, sem hér eru nefndir og því síður
gef eg hljóð frá mér fyrir þá skuld,
að bein þessara manna komi á mig.
En fyrst allir aðrir þegja, þá vildi eg
ekki láta málið falla niður alveg dautt,
af því það er orða vert og athugunar.
Skáldið skilst bezt í föðurlandi sínu,
segir gamalt máltæki; það er að segja
það skilst bezt í sambandi við stöðu
þess í lífinu og aliar kringumstæður.
Enginn maður þarf að ætla, að það
sé tilviljun ein eða dutlungar beiti-
lyngsins, að það er lávaxnara og lítil-
mótlegra heldur en burknar og jafnar
frumaldanna, sem vaxnir vóru við hita
og raka forsæluhitans í frumskógunum.
Vér hérna heima í sveitunum hlægj-
um að löndum vorum, sem hrópa upp,
þegar þeir eru komnir út yfir lands-
steinana, yfir gróðrinum okkar, sem
lifir undir snjó og í klettaskorum: Nei
sko litla angann, sjáið stutta stöng-
ulinn!
Gróðrarríki hvers lands er eðlilegur
ávöxtur þeirrar náttúru, sem hann fæð-
ist við og lifir.
Og eins er um bókmentir þjóðanna.
Þær hljóta að vera í samræmi við
þjóðmenninguna að meira eða minna
leyti. Það sem hver þjóðin sáir í því
efni, það mun hún uppskera. Margpínd
jörð gefur af sér gisinn off litinn gróð-
ur, þótt stráin kunni að vera kjarn-
góð á víð og dreif.
Öðru máli er að gegna um ræktaða
jörð. Til hennar er hægt að gera
kröfur, ákveðnar og töluvert harðar
kröfur.
En okkar jörð er ekki akurlendi,
heldur er hér mest um grjótagróður og
heiðahaga — bæði í eiginlegri þýðingu
og líkingum talað.
Eg vil að endingu minna á orð nú-
verandi ráðherra vors, Hannesar skálds
Hafsteins, sem hann mælir í formála
fyrir Kvæðum og kviðlingum Bólu-
Hjálmars, og eru þau þessi:
»Því að sagan af Bólu-Hjálmari væri
að mikiu leyti sagan um basl og stíma-
brak, sult og seyru, þrældóm og þving-
un meðfæddra krafta og algerðan skort
á öllu, sem þarf til þess að fullnægja
frekum og stórstigum anda. Hún mundi
ekki að eins sýna hvernig þau kjör
eru, sem hver óvalinn auminginn . . .
á að baslast við ... — en hún birti
sérstaklega, hvernig slík kjör eru á
bragðið fyrir ríkan og fjölgáfaðan anda,
og hver áhrif þau hafa á öflugan geðs-
hræringamann með óstýrilátu og lítt
auðmjúku upplagi, sem hefir þann djöf-
ul að draga að þurfa að eta og drekka,
og það mikið, heldur hungrar líka og
þyrstir eftir andlegri fæðu og andleg-
um nautnum, finnur í sér kraftinn, en
hefir ekki annað en klakan einan að
krafsa í hvorutvegga tilliti.«
Eg tek þetta upp meðfram vegna
þess, að hér er talað af viti og þekk-
ingu og tilfinningu og andagift, og
meðfram vegna hins, að vel má minna
höfund þessara orða á ummæli sín, af
því að nú hefir hann beinin í' hönd-
unum, til þess að skjóta skammeli
undir þá, sem látt eru settir, að óverð-
ugu, og til að lækka drambsemina, sem
er hátt hafin.
Reyndar hafa kjör alþýðuskálda vorra
batnað síðan á dögum Bólu-Hjálmars,
að því leyti, að minsta kosti, að nú er
hægra sð afla sér fræðslu og fylgja
tímanum. En að hinu leytinu er bar-
áttan fyrir lífinu fult eins hörð nú sem
fyrrum og sami klakinn undir, þegar
um það er að gera að krafsa ofan af
fyrir sér og sínum.
Alveg sami klakinn!
Og útigangsfolarnir segja æfinlep
til sfn, þegar reynt er á þolrifin, enc-
ingu og úthald, þó að þeir taki spreit-
inn á við hina.
Vafalaust mun það liggja í laidi
hér enn um langt skeið, að skálda- og
listamannaefni láta eftir sér minni sv^fn,
heldur en aðrir menn, en verða að
vinna jafna vinnu þar að auki, cg í
ofanálag mega þessir menn búast við
verri sendingum með pósti, heldu' en
flestir aðrir, og ætla eg að svo til
muni ganga, hvort sem niðjar Ragiars
loðbrókar sitja í valdastólnum, eða af-
springar Ögmundar löðurkúfs og Helgu
beinrófu.
»011 er sú kaldrifjuð kind«, — þegai
kemur upp á »jökultind hefðarinnar«.
10. sept. 1905.
Guðmundur Friðjónsson.
Skólarnir.
Gagnfræðaskólinn var settur 2. þ. m.
af skólastjóra Jóni Hjaltalín og kvenna-
skólinn sömuleiðis af formanni skóla-
nefndarinnar bæjarfógeta Guðlaugi Guð-
mundssyni. Við gagnfræðaskólann verS-
ur síra Jónas prófastur á Hrafnagili
tímakennari í vetur. Auk þess kennir
Karl Finnbogason leikfimi en Sigurgeir
Jónsson söng. — A kvennaskólanum
kenna auk hinna föstu kennara, for-
stöðukonunnar frk. Lundfríður Hjartar-
dóttur og Karls Finnbogasonar, þær
frk. Margrét Jónsdóttir klæðasaum og
frk. Guðlaug Guðlaugsdóttir matreiðslu.
Utlit er fyrir að báðir skólarnir
verði vel sóttir, en ennþá eru ekki
allir þeir nemendur komnir sem von
er á.