Norðurland


Norðurland - 18.11.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.11.1905, Blaðsíða 2
Nl. Srundarkirkja var vígð sunnudaginn þ. 12. þ. m. eins og áformað var. Þar var saman kominn meiri mannfjöldi, en elztu menn muna að nokkurn tíma áður hafi átt sér stað hér í firðinum, 7—800 manns, og rúmaði kirkjan það alt og þótt fleira hefði verið. Auðvitað gátu ekki öll þessi hundruð fengið sæti 1' kirkjunni, en þó mikill meiri hluti. Kirkjan var al- skreytt blóm- og Iaufbogum og á hinni háu turnspíru blakti nýr fáni, er gerður er að fyrirsögn kirkjueig- andans hr. Magnúsar Sigurðssonar. Er hann með þrem láréttum litbekkj- um, grænum bekk neðst, þá hvítum og bláum efst. Eiga litir þessir að tákna gróna jörð, jökla og heiðan himinn. Héraðsprófasturinn síra Jónas Jónas- son hélt vígsluræðuna og sagðist mjög vel. Lagði hann sérstaklega út af orð- unum: »Dýrð sé guði í upphæðum*, er standa skráð skýru og fögru letri á hvelfingarboganum milli kórs og kirkju og blasa við öllum sem inn í kirkjuna koma. Þá steig síra Jakob Björnsson í stólinn og hélt langa ræðu og góða. Á eftir honum mælti síra Matthías Jochumsson nokkur vel valin orð. Voru eins og vant er góð tilþrif hjá gamla manninum. Sr. Geir Sæmundsson tónaði af venjulegri snild, en söngnum stýrði organistinn Kristján Árnason og fór vel. Sálmum þeim sem sungnir voru var útbýtt prentuðum meðal safnaðarins. í einu orði sagt var vfgsluathöfnin hin hátíðlegasta og fór að öllu leyti vel fram. Var hún úti kl. 3 síðdegis. Að henni lokinni var öllum boðið inn og veitt af hinni mestu rausn. Þurfti liðtæka menn til þess að safna fólkinu saman og sjá um að enginn yrði útundan, og þá kom ekki síður til kvenfólksins kasta að láta á engu standa og bera svo ört fram að ekk- ert þryti. Var það svo rösklega gert, að um kl. 7 hafði hver einasti maður að heita mátti borið sinn hlut frá borði. Grundarkirkja er vafalaust langfeg- ursta og veglegas'ta kirkja þessa lands þegar á alt er litið, og að lfkindum hefir aldrei verið vandað jafnmikið til nokkurrar kirkju sem hér hefir verið reist. Eigandi hennar hefir ekkert sparað til þess að gera hana sem vandaðasta að efni og smíði og sem fegursta og tjlkomumesta að framast mætti verða. Sjálfur hefir hann mestu ráðið um tilhögun og smíði á kirkjunni, en þó í samráði við þá timburmeistarana Sig- trygg Jóhannesson, sem gerði frum- teikninguna að húsinu og aðalsmiðinn Ásmund Bjarnason, sem er ágætur smiður. * * * Aðalkirkjan er 27x14 álnir, en for- kirkjan fram af henni 8x8 álnir og turninn upp af henni; er hann 35 álnir upp á stöng; neðri hluti turns- ins er ferstrendur, 15 álnir upp; þá taka við svalir á öllum 4 hliðum en smáturnar á hornunum 4 álna háir með 3 álna háum stöngum. Að ofan er turninn áttkantaður með tveimur hjálm- hvolfum. 4 súlur eru við innganginn í kirkj- una, en fram af þeim er 8 álna stein- steypufiötur ferhyrndur, en port þar fyrir framan, 8 álna breitt og 7 álna 38 hátt. Öll er kirkjan umgirt, 5 álnir frá hliðum og kórstafni og á að gróður- setja blóm innan girðingarinnar. Sjálf kirkjan er tvílyft og er vegg- hæðin 9 álnir, en hæðin frá gólfi upp í sperrutopp 14 álnir, en frá gólfi upp í hvelfingu 12 álnir. Söngloft er þvert yfir kirkjuna að framan og svo loft til beggja hliða. Á gólfi er 2V2 al. breiður gangur eftir miðri kirkju inn að kór, en álnar breiður gangur út við veggi; stólar kirkjunnar eru vandaðir og smekklegir; tvær múrpípur eru í kirkjunni og tveir kápuofnar. Kórinn er 7 álnir á lengd en tvö herbergi sitt hvoru megin við hann; er annað þeirra skrúðhús, en hitt mun vera ætlað bókasafni kirkj- unnar. Málning á kirkjunni er óvanalega smekkleg. Hvað bygginguna að öðru leyti snertir má geta þess, að utaná grind er fyrst klætt með þumlungsborðum, því næst rneð gagnsýrðum (innpreg- neret) pappa, en utan yfir honum er aftur vanaleg klæðning. Innaná grind- inni er fyrst þilveggur en þar fyrir innan ’/4 þuml. þykkur jarðbikspappi. Ljósmyndir eru ekki enn þá til af kirkjunni, en verða gerðar bráðlega. Höfum vér heyrt að ritstjóri Skírnis hafi þegar iagt drög fyrir þær myndir og fáum vér þvf væntanlega að sjá þær í því tímariti. * * * Það mun fátítt og að öllum lík- indum einsdæmi að maður hátt á sextugs aldri sem búið hefir til sveita alla sína æfi og að eins dvalið fáa mánuði erlendis hafi þann listasmekk til að bera, sem þarf til þess að reisa annað eins hús og Grundarkirkja er, að maður, sem með stökum dugnaði og ráðdeild hefir unnið sig upp úr blárri fátækt, skuli sýna þá ósérplægni að verja öðru eins stórfé til einnar kirkju með það fyrir augum að þetta dýrðlega musteri hlyti ekki að eins að gera guðsþjónustuna áhrifameiri og ineira aðlaðandi, heldur hlyti það og að glæða mjög fegurðartilfinningu manna og hvetja þá til að setja markið hátt, hærra en áður. Öll mannvirki, er skara langt fram úr því sem áður hefir tíðkast, hafa afarmikið menningargildi. Þau sýna mönnum áþreifanlega, hvað hægt sé að gera og að hverju beri að keppa. Magnús Sigurðsson hefir því ekki að eins gert héraði sínu stórsóma með kirkjubyggingu þessari, heldur hefir hann jafnframt unnið héraðsbúum ó- metanlegt gagn. í hvert sinn sem þeir nálgast Grundarkirkju áminnir hún þá alvarlega um að reyna að verða ekki, eða sem allra rninst, eftirbátar Magnúsar á Grund og þeirra hjóna í dugnaði, ráðdeild og örlæti á fé til almennings heilla og eflingar guðskristni. Magnús á því mikla þökk skiiið af Eyfirðingum og að líkindum verður þess ekki langt að bíða að Grundar- kirkja safnar meginþorra þeirra undir sínar háreistu og fagurskreyttu hvelf- ingar. Er ekki gott að leiða getur að því, hvílík áhrif það hefði á félagslíf og Iramfarir héraðsins. Ólafur G. Eyjólfsson vindlakaupmaður hér í bæ er í vetur ráðinn skólastjóri við Verzlunarskólann 1' Reykjavík og er hann þegar tekinn við þeim starfa. Fréttabréf frá Húsavi'K. 7. nóv. 1905. Það er orðið langt síðan eg man eftir því, að »NI.» hafi flutt fréttir héðan af Húsavík og því gríp eg pennann til að skrifa því. Afli er einlægt dálítill hér, þótt gæftir hafi oftast verið slæmar, nema dag og dag í bili. En nú er alveg að verða síldarlaust hér á íshúsinu, svo búast má við, að héðan af fari að styttast um feng úr sjó. Afli í sumar sem leið var hér oft talsverður, en fremur Iangsóttur. Nokkurir útvegsmanna fengu þó allgóða vertíð; einkum studdi hið háa fiskverð að því, að gera hana arðsama. Byggingar þjóta hér upp á hverju ári, eða svo finst mér í samanburði við stærð og ástæður þessa þorps. Á yfirstandandi missiri hafa verið reist 4 myndarleg í- búðarhús, af þeim tvö tvílyft, og nú er trésmíðaverkstæðið »FjaIar« að láta efna upp á stóran, tvílyftan trjáviðargeymslu- skála. Mun varla ofmikið sagt, þótt eg geti þess til, að vart muni nokkurstaðar á landinu eiga sér stað önnur meiri fram- för í byggingum, í samanburði við fólks- fjölda, en einmitt hér á Húsavík. Túnrœkt eykst að mun ár frá ári og margir starfa að henni með miklnm áhuga. Sauðkindur eiga þorpsbúar talsvert margar og hirða þær flestir undantckningarlaust hver öðrum betur. Er sauðfjárræktin hér í þorpinu mikill búbætir, þá er sjórinn bregst eða ef hann skyldi snúa við mönn- um bakinu. Mðtorbátar er talað að verði hér margir næsta ár. Væri þá óskandi, að úthald þeirra gengi betur en þess eina, sem hér hefir verið í sumar sem leið, er ekki varð nema kostnaðarauki fyrir eigandann, vegna ó- fyrirgefanlegra svika af hálfu skipasmiðs Bjarna Þorkelssonar. Þessi eini bátur sýndi þó það tvent: að hægt er sem oftast að ná hér í mikinn fisk, þó hann sé langt frá, og að vonlegt er, að geta náð í þá síld til beitu og láta á fshúsið, en það er hið mikilvægasta spor, er stigið verður hér á Húsavík í framfaraátt, að sjó- menn hafi eða geti fengið síld til beitu sem mestan hluta ársins. Bindindisfélagið heldur áfram eins og áður; hefir það félag gert mikið og ó- metanlegt gagn og gerir einlægt. Brot eiga sér þó stað, einstöku sinnum, en þau eru mjög fágæt og sjálfsagt óvanalega fá- tíð, eftir því sem gerist í bindindisfélög- um alment. Goodtemplarafélagið lifir í góðu gengi og fjölgar fremur meðlimum þess. Mun það ásamt bindindisfélaginu eiga sinn góða þátt 1' því, að hér í þorpinu er drykkjuskapur mjög lítill, þótt stökusinn- um sjáist nokkurir góðglaðir, sérstaklega þá er skipkomur eru tíðar. Fundafélagið, sem vafalaust má telja sem aðalfrömuð flestallra framfarafyrir- tækja hér, byrjaði starfsár sitt næstliðinn sunnudag. I félaginu eru flestir hinna nýt- ustu manna þorpsins, þar á meðal sýslum. Steingrímur Jónsson, sem ætíð leggur gott til ajlra félagsmála og vill ótrauður styðja allar umbætur til verulegra þjóðþrifa og almennra félagsheilla. Þorpsbúar hér eiga mikið starf fyrir höndum, samkvæmt Iögum frá síðasta þingi, að því er snertir aðskilnað þorpsins frá sveitarfélaginu. Mun að sjálfsögðu verða undinn bráður bugur að þeirri aðgreiningu og það þvi' fremur, sem fundarfélagið sótti um samskonar aðskilnað til síðasta þings og lagði mál þetta fyrir þingið, svo vel útbúið frá þess hlið, sem kostur var á. Héraðslœknir Gísli Pétursson hefir ný- lega kært yfir búðarþvotti þriggja sölu- búða hér. Höfðu sumir verzlendur hér látið nægja, að láta þvo búðir sínar annaðhvort kvöld, sumir jafnvel nokkuru sjaldnar, og einn tekið upp þá reglu, að láta þvo búðargólf hjá sér að eins viku- lega að vetrinum til. Yfir þessu kærði læknirinn fyrir lögreglustjóra og áminti hann svo þá þrjá menn, er fyrir um- kvörtuninni urðu. Er nú, eftir því sem eg veit bezt, upptekinn sá siður, að þvo gólf í sölubúðum og vinnustofum á hverju kvöldi, samkvæmt reglum stjórnarráðsins, dags. 21. júní f. á. En hvernig víkur nú þessu við á Akureyri? Hverju svara læknarnir þar? Um það væri fróðlegt að fá vitneskju ? Sagt er og jafnvel fullyrt af kunnugum mönnum, að reglum þessum sé ekki fylgt í höfúð- staðnum, og óvíst er hvort þeim er fylgt bókstaflega nokkurstaðar á landinu. Væri svo, sýnist það hart, að Iítið og fáment þorp, skuli verða að eyða tíma og pen- ingum í hreingerningu húsa, samkvæmt reglum, sem Iagðar hafa verið út úr dönsku, eingöngu fyrir þá sök, að þorpsbúar eiga yfir sér strang-samvizkusaman lækni. * »EgilU lét ekki sjá sig á austurleið og þótti mörgum hér undarlegt og hvimleitt. Er það með öllu óskiljanlegt og jafnvel ófyrirgefanlegt af skipstjóra, að gera þetta í seinustu ferð og hvenær sem hefði verið, og það því fremur sem þá daga var hér góðviðri og sjólaust með öllu. Mælist þetta tiltæki illa fyrir og mun lítt afla vinsælda þeirri gufuskips útgerð yfirleitt. >Kong 7nge< kom hér kl. að ganga 8 að kvöldi 1. þ. m. Skipið fekk hér flutning fyrir meira en 200 kr., meðfram vegna þess, að Egill hafði laumast hér hjá; skip- ið stanzaði nálægt 4 kl.st. Söngflokkur Magnúsar Einarssonar kom allur hér í land og hélt samsöng í einu hinu nýja húsi, er nú er í smíðum. AIls sungu þeir 15 lög, sum margsinnis og ekkert færra en tvisvar. Tókst söngur þeirra eftir öll- um atvikum og ástæðum mjög vel. Sum lögin er óhætt að fullyrða, að þeir sungu afbragðsvel. Alls komu inn 49 kr.; er það ofurlítill ferðapeningastyrkur fyrir þá. Er eg sannfærður um, að þeir hefðu fengið 100 kr. hér fyrir samsöng að degi til, og með ofurlitlum fyrirvara, því f þetta var ráðist algerlega undirbúningslaust og að nóttu til, enda líka margir í vinnu við skipið. Að enduðum samsöngnum talaði Friðbjörn Bjarnarson örfá þakklætisorð til flokksins, óskaði þeim hamingjusamlegrar ferðar o. s. frv. Hópurinn á mikla þökk skilið fyrir komu sfna í land, fyrir dugnað sinn og áræði að leggja út í þessa ferð — ekki sízt foringi fararinnar, — og eg er viss um, að allir þeir, er hér hlýddu á söng þeirra óska þeim góðrar ferðar og heillrar heimkomu, enda var samsöngur þeirra hér á Húsavík ein hin allra bezta skemtun, er hér hefir lengi fengist. Steinólfur kaupmaður Geirdal hefir komið hér á fót af eigin ramleik kembingarvélum, er vinna dag og nótt og sýnast leysa verk * Út af fyrirspurninni til læknanna á Akur- eyri skal það tekið fram, að hún að sjálf- sögðu getur ekki náð til annara Iækna en héraðslæknisins, en henni ber heldur ekki að beina til hans eingöngu, heldur fyrst og fremst til formanns heilbrigðis- nefndarinnar á Akureyri, sem er bæjar- fógetinn. Annars er sízt ástæða til þess fyrir Húsvíkinga að kvarta yfir því, að þeir hafi »strang-samvizkusaman« lækni; hitt væri betra að allir embættismenn lands- ins væru eins »strang-samvizkusamir« og læknir Húsvfkinga og þá fer líka réttar- meðvitundin að verða nokkuð öfug, ef menn kvarta undan því að embættis- menn fylgi fram þeim reglum sem hafa lagagildi. Lögum á að hlýða meðan þau eru lög, en séu lögin ill á að breyta l'eim- fitstj.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.