Norðurland


Norðurland - 18.11.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.11.1905, Blaðsíða 3
39 Nl. Moskusnaufin fáum við líklega bráðlega hingað til landsins frá Grænlandi. Síðasta Alþingi hét norskum skipstjóra Ole Nessö að nafni, 10,000 kr. láni gegn því að hann settist að á Islandi, ræki héðan íshafsveið- ar og ffytti hingað moskusnaut og mosk- uskvígur og seldi hverja skepnu fyrir ekki meira en 1,000 kr. — Nessö þessi kom nýlega til Reykjavíkur, til þess að undirbúa lántökuna og búferlaflutninginn. Skarlafssóff kom hér upp í húsi kaupmanns Jóns Norðmanns; mjög vægt tilfelli; er nú að mestu um garð gengið. Jakob Gíslason, kaupmaður, hefir legið þessa viku og hefir legið þungt, en er nú eitt- hvað betur haldinn. ýlegt vasaúr tapaðist á Akur- eyrargötum við síðustu Skál- holts ferð. Finnandi er vinsamlega beð- inn að skila úrinu til Ólafs Arnórssonar á »Hótel Akureyri«, gegn ríflegum fundarlaunum. Smá-úrklippur sitt ve! af höndum. Hefir Steinólfur einn ráðið, unnið að og sagt fyrir niðursetningu volanna, húsbyggingu þar að lútandi o.s.frv. Erþað alveg einstakt áræði og þrautseigja, srm sá maður hefir sýnt í þéssu máli, og næstum einstakt í sinni grein, ef hann kcmur fyrirtæki þessu vel á veg af sjálfs- dáðum. Verzlunum hefir fjölgað hér mikið á þessu ári, og samkepni vex því að mun. Má því segja, að verzlunarfýknin sé í mjög svip- ucu hlutfalli hér og á Akureyri. Ný vöru- tegund er hér innleidd, sem eg veit ekki hvort er algeng á Akureyri; það er »súr saft«. Áfengi er víst ekki talið í henni og tolllaus mun hún vera, en alhægt segja nákunnugir menn sé, að drekka sig blind- fufla af henni, sé hún tekin inn i stór- skömtum. Eru dæmin deginum ljósari í þessu efni. — Heyrt hefi eg þó ærlega drykkjumenn segja, að »saftin« færi illa með menn og væri óholl, hvað sem satt er i því. Nýlega orsakaði þessi svokallaða »súra saft« næstum því hjónaskilnað, hálf- gert uppnám og réttarhöld, en þó lægðist sá bylur aftur von bráðar, sem betur fór. Kirkjulíf er hér dauft, enda kirkjan lítil, ljót og leiðinleg og frámunalega illa sótt. Kirkjusöngurinn er vanalega daufur, og sönglegt líf er hér í daufasta lagi, þótt kraftar séu mikið góðir. Barnaskólinn var settur hér i. þ. m. I honum eru um 20 öörn. Kennari sá sami og í fyrra: Valdemar Valvesson. Neðri deild, sem hér var í fyrra, er engin enn, hvað sem verður. X Járðskjálfti. — Eldgos? Á miðvikudagsnóttina var vöknuðu mcnn hér í bænum við allsnarpa jarð- skjálftakippi. « Fyrsti kippurinn kom um kl. 1 , annar um kl. 3. Varð þá enn hlé um stund. Um kl. 5 byrjuðu kippirnir aflur með litlum millibilum. Var sá kippurinn langsnarpastur sem kom kl. 5,10’. Á miðvikudagskvöldið sást roði á suðausturlofti um dagsetursleytið í stcfnu af Vatnajökli eða Öskju, en ekkert hefir enn frést um eldgos. Vonandi að ekki verði mikil brögð að því. X Heiðurssamsæfið fyrir síra Matthíasi Jochumssyni fór fram 11. þ. m. og tók fjöldi manna þátt í því. Dauðsfall það sem hér bar að höndum rétt áður en samsætið átti að fara fram dró nokkuð úr fjölmenninu, sem annars hefði orðið svo mikið að salurinn hefði varla rúmað það. Ræðuna fyrir síra Matthíasi hélt héraðslæknir Guðmundur Hannesson, en Eggert Laxdal kaupmaður talaði fyrir frú hans. Auk þess héldu ýms- ir aðrir ræður. Auk kvæðisins, sem prent- að var í síðasta blaði, var honum og flutt annað kvæði mjög snoturt eftir J. N. Yfir sæti skáldsins var veggurinn skreytt- ur mjög haglega með fangamarki skálds- ins úr blómum og hörpu fyrir ofan og pálmagreinum í kring. í samsætinu flutti skáldið kvæði það sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Innlendur bofnvörpungur, eign nokkurra Reykvíkinga, var nýlega sektaður fyrir brot á landhelgislögunum. Fckk 1100 kr. sekt, auk málskostnaðar ailamissis og veiðarfæra. 2 heiðurssamsæfi hafa nýlega verið haldin syðra tveim- ur merkismönnum þjóðar vorrar. Annað héldu Reykvíkingar 18. f. m. bankastjóra Tryggva Gunnarssyni, er þá varð 70 ára, en hitt héldu Vest- manneyingar héraðslækni ÞorsteiniJóns- syni í mínningu þess að hann hafði þjón- að þar læknisembætti í 40 ár. I báðum þessum samsætum voru nokkuð á 2. hundrað manna. Gull fyrir vafn. Nú þykir að sögn fullreynt með vatns- gröftinn í höfuðstaðnum. Hafa 2 holur verið boraðar hvor um sig á 2 hundrað fet á dýpt. Hefir þetta kostað bæinn um 8,000 kr. en vatn ekki fengist. Aftur hafa boranir þessar Ieitt til þess að fundist hefir gull og fleiri málmar, þó óvíst sé ennþá að hvaða gagni verður. Fiskafli. Hallgrímur Kráksson póstur kom á mið- vikudaginn vestan úr Hofsós. Segir hann að afli hafi þar þá verið föluverður, um 50 í hlut, mest af hálfísu, á saltaða síld. Eftir mánaðamótin síðustu hafði Sveinn Árnason óðalsbóndi í Felli í Sléttuhlíð róið til fiskjar og hlaðið bátinn af vænum fiski, hafði bæði þurft að afhausa og afgogga. Yfirgangur bofnvörpunga. Isalold frá 26. f. m. skýrir frá mjög vasklegri framkomu Vestmannaeyinga og þá ekki sízt sýslumanns þeirra, til þess að reyna að hafa hendur í hári hinna útlendu yfirgangsmanna þar við eyjarnar. Hefir þessi yfirgangur magnast ákaflega síðan botnvörpungar sáu að ekkert var að ótt- ast af hinum nýja yfirmanni varðskipsins. Þeir sýslumaður lögðu að skipum botn- vörpunganna á vélarbátum og reyndu til þess að ná uppgöngu í nafni Iaganna en skipverjar bjuggust til varnar með barefl- um, krókstjökum, stöngum og kolastykkj- um. Tókst þeim ekki að ná uppgöngu á skipin, en tiúmeri allra skipanna gátu þeir náð og gæti það ef til vill orðið að ein- hverju liði síðar. Skipkomur. »Perwie< kom hingað 12. þ. m. sunnan og vestan um land, flutti hingað póst frá Reykjavík til loka síðasta mánaðar. Hafði mjög stutta viðdvöl og hélt áfram austur með landi á útleið. »Adolph Andersen* stauraflutningaskip Sameinaða gufuskipafélagsins kom hér 15. þ. m. með nokkuð af símastaurum sem hér var skipað upp. X Veðurathu5?anir Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorstcinsson. 1905. Okt. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C)ásólar- hringnum. Loftvog (þuml.) Hiti (C.) ti n ro ro W <D > Skýmagn Úrkoma 1 Sd. 1. 76.3 1.4 NW 1 10 í.i Md. 2. 76.3 3.3 0 8 — 4.2 Þd. 3. 74.i 2.6 0 10 RS - 1.2 Md. 4. 76.i 4.1 NAU 1 10 - 0.2 Fd. 5. 76.9 0.4 0 10 - 2.8 Fd. 6. 76.3 6.1 0 10 - 3.1 Ld. 7. 75.3 10.4 0 10 R 0.5 Sd. 8. 75.7 9.9 wsw 2 7 5.o Md. 9. 75.4 14.4 S 3 8 4.i Þd.10. 76.5 1.1 N 1 10 S - 0.9 Md.ll. 76.3 1.9 wsw 0 10 - 4.2 Fd. 12. 77.4 — 1.7 SW 1 7 - 5.4 Fd. 13. 76.8 0.8 NAU 2 8 - 9.9 Ld. 14. 76.7 -f-1.6 1 10 S - 6.9 Sd. 15. 76.5 -PO.i NW 0 2 - 6.4 Md.16. 76.4 -^2.7 2 2 -f-13.i Þd. 17. 76.7 -f-5.o SW 0 0 -11.0 Md.18. 76.6 2.5 SW 1 2 -12.o Fd. 19. 76.8 5.o 1 6 - 0.5 Fd. 20. 76.8 7.9 0 0 2.o Ld. 21. 76.9 1.5 0 0 - 3.8 Sd. 22. 76.9 2.o 0 0 - 6.9 Md.23. 77.0 4.5 SW 0 3 - 5.5 Þd. 24. 76.i 7.7 SSW 1 10 - 1.0 Md.25. 73.7 9.3 NW 2 7 1.2 Fd. 26. 74.4 -f-4.o 2 10 s 0.8 Fd.27. 76.3 -t-4.o 0 0 7.9 Ld. 28. 75.8 0.2 0 8 - 9.9 Sd. 29. 76.o -f-1.0 0 10 - 7.1 Md.30. 76.o -f-4.o 0 2 - 9.0 Þd. 31. 76.i -H5.o 0 4 -11.0 X Úr ýmsum áttum. Fjárhagm Dana. Skuldir ríkisins eru nú um 241V2 miljón króna. Það mun því láta nærri að 100 kr. skuld komi á hvert mannsbarn í landinu og mundi það ekki þykja álitlegur búskapur hér á íslandi, að minsta kosti mundi Þjóðólfi ekki lítast á það (sbr. greinina »Þjóðólfur« í næst síðasta blaði Nls.). En Danir eiga þá Iíka fyrir skuld- unum, því eignir ríkisins eru um 323 Ví miljón kr. en af því fé er talið að þeir eigi um 200 miljónir í járnbrautum (nærri því eins og hjá oss) og eru eignir rlkisins því um 82 miljónir kr. umfram skuldir. Vín og tóbak eiga marga mótstöðumenn í Bandaríkj- unum. í sumum rfkjunum er vínið gert landrækt, og í heilum borgum sést cngin drykkjustofa. Þannig er hvergi veitt vín í Cambridge, en þar er einhver bezti og merkasti háskóli landsins. í Exeter, litl- um bæ með merkum skóla, er hvergi veitt vín og enginn má sjást reykjandi á göt- um úti eða á almannafæri. Þetta er lítið sýnishorn af hugsunar- hættinum hjá einhverri helztu mentaþjóð heimsins. Sennilega þætti sumum íslend- ingum ófrjálslegt að búa undir slíkum Iögum, en þó lætur heimsins stjórnfrjáls- asta þjóð sér þetta vel Iynda. Það týna líka efalaust færri synir hennar tölunni fyrir drykkjuskap. en hjá oss, sízt af þeim hlutanum sem til menta er settur. X ... ...............................»... úr viðurkenningarbréfum um hina miklu yfirburði, sem Kína Lífs Elixír frá Waldemar Petersen, Frederikshöfn, Kaupmannahöfn, hefir. Hið bætta seiði Hér með vott- ast, að sá Elixír, sem nú er farið að búa til, er töluvert sterkari, og þó að eg væri vel ánægður með hina fyrri vöru yðar, vildi eg samt heldur borga hina nýju tvöföldu verði, með því að lækningakraftur hennar hefir langtum fljótari áhrif og eg var eftir fáa daga eins og nýr maður. Svenstrup Skáni. V. Eggertsson. Meltingarörðugleikar. þó að eg hafi ávalt verið sérstaklega ánægður með yðar alkunna Elixír, verð eg að kunngera yður, að eg tek hið bætta seyði fram yfir, með því að það hefir mikið fljótari áhrif við meltingarörðug- leika og virðist langtum nytsamara. Eg hefi reynt margskonar bittera og lyf við magaveiki, en þekki ekkert meðal, sem hefir jafn-mikil áhrif og þægileg og kann þvi þeim, sem hefir fundið það upp, mínar beztu þakkir. Fodby skóla. Virðingarfyllst kennari J. J e n s e n. EGTA KÍNA LÍFS ELIXÍR Á einkunar- miðanum standi vöru merkið : Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueig- andans: Waldemar Petersens Frederiks- havn —Kobenhavn og sömuleiðis inn- siglið í grænu lakki á flösku- stútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina, bæði innan og utan heimilis. Fást hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. I verzlui) undirritaðra eru nýkomnar ýmsar vörur svo sem: Mikið úrval af skófatnaði, Karlmanna-nærfatnaður mjög billegur, Kvenmanns- og barnanærfatnaður ýmiskonar, Millipils, ýmsar sortir og klukkur, Barnakjólar: prjónaðir flauels- og taukjólar, Kventreflar og hettur, Jersey hanskar handa kvenmönnum og börnum, Skinn hanskar handa konum og körlum, Waterproofskápur handa kvenmönnum, Sokkar handa kvenmönnum, Flauel, rautt, blátt, grænt, svart, og hvítt, Tvisttau margskonar og Dowlas, Kjólatau og karlmannafatatau, ísgarnsklútar og ullarklútar, Nátttreyjutau, handklæði, Karlmannahúfur mikið úrval, barnahattar, Handsápur margar sortir, albúm, Peningabuddur, kampungar, hárgreiður, Skæri, vasahnífar og m. fl. Suðl. Sigurðsson & V. Sunnlaugsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.