Norðurland


Norðurland - 10.03.1906, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.03.1906, Blaðsíða 2
Nl. 104 Suenson, að félagið sé ekki sambands- laust við Japan, því það eigi síma, er liggi um Futshau og Formosa og haldi sá sfmi sambandinu við á milli Kína og Japan meðan á aðgerðinni standi. Aftur segir Jón frá þvf, með tölu- verðum rembingi, að þessi sími hafi alls ekki verið notaður 1.—2. sept., því hann hafi verið skorinn í sundur. Eg skal láta það ósagt, hvor þeirra viti betur um hagi St. n. r. Jón Ó- lafsstin eða formaður félagsins, kamm- erherra Suenson, en annarhvor þeirra sýnist vera meira en lítið ruglaður í þeim fræðum. Mér finst leyfilegt að ætla — svona í bráðina — að kamm- erherrann hafi sagt satt, en Jón Ó- lafsson ósatt. Þá sýnist orðið vfst að 6 símarnir slitnuðu og miklar líkur fyrir að »Reykjavíkin« fari með rangt mál um Formosasímann. Þá er eftir að vita, hvort >Times« hefir ekki sagt frá símaslitunum. Það blað hefi eg ekki, en vonast eftir að geta fengið það síðar. Þangað til eg hefi fengið fullvissu um það, að fréttin standi þar ekkl, verð eg líka að ætla þá fullyrð- ingu blaðsins ósannindi, að eins setta þar í því skyni, að gefa hinum ósann- indunum dálítinn stuðning í bili og í þeirri von, að svo gömul eintök af heimsblaðinu séu ekki í margra hönd- um. Eg sé, að Gjallarhorn hefir prentað upp þetta »pródúkt« Jóns með stóru letri. Mér þótti það léiðinlegt, en vona að Jón Stefánsson hendi ekki slíkt aftur, því í »Norðra« má hann ekkert taka, sem ekki hefir gengið í gegnum nýju skilvinduna með 12 trekt- unum, eða hvað þær nú annars eru marSar- Porv. Davíðsson. 5» Það verður Ijverjum að list, sem hann leikur. Eftir Guðmund Fríðjónsson. I. Þorgils gjallandi ritar í blaðið Norðra um skáldastyrki og ljóðalaun. Hann leggur það til, að skáldin verði látin eiga sig hér á eftir eins og hingað til, og bjargast á eigin spýtur. Ófeigur tekur í sama strenginn í Gjallarhorni í svari sínu til þingeysku konunnar og hefir þau orð um skáldin, að »gjarnan megi þau vinna líkt og aðrir menn«. Ófeigur og Gjallandi eru báðir gáfu- menn í fyrsta flokki og báðir Braga- ættar. Þó vaða þeir báðir villu og svíma í þessu máli. Vanþekking þjóðarinnar er þó nógu mikil í þessu efni, þó að ekki sé aukið við það myrkur, þar sem þorri manna hneykslast á því, að nokkur styrkur er veittur nokkru skáldi, eins og eg hefi margsinnis heyrt almenning gera. Eftir þvf sem þjóðfélögin þroskast, að sama skapi kemst vinnuskiftingin á. í þeim löndum, sem þjóðfélags- skipunin er í bernsku, þar tíðkast það, að einn og sami maður er alt í einu og reyndar ekkert til hlítar. Hér í landi hefir það tíðkast, að bóndinn er sláttumaður, fjármaður, smiður á alt — og ekkert—vefari, barnakennari o. s. frv. Ef hann er svo skáld að auki, þá er það auðvitað til þess að dreifa kröft- unum enn þá meira. Erlendis er þessu öðru vísi háttað. Þar læra mennirnir eitt verk sérstak- lega, það sem þeir ætla að hafa fyrir atvinnu. Þar cr j>að talið alveg nauð- synlegt skilyrði fyrir því, að kunnátta fáist, að aðalkröftum mannsins sé beint að verkinu, fyrst til að læra það og svo áfram við rekstur vinnunnar. Hjaltalín skólastjóri gat þess eitt sinn við okkur í »tíma« — ef eg man rétt — að hann hefði, þegar hann var í Bretlandi, haft íslending á boðstól- um, »sem gat smíðað alla hluti«. En Jón Boli afþakkaði manninn. Hann sagðist ekkert hafa að gera með þann mann, sem svo væri gerður, því að slíkir menn kynnu ekkert til hlítar, þegar til ætti að taka. * * * Eg var að lesa fyrir stuttri stund í »Nýju öldinni* dönsku um franska skáldið Gustave Flaubert. Hann er talinn upphafsmaður realistaskáldskap- arins — minnir mig — og mesti snill- ingur. Hann ritaði skáldsögur — fimm talsins á æfinni og var fimm ár með hverja. Þó hafði hann ekkert atvinnu- starf á hendi og varð roskinn maður, en þó ekki atkastameiri. Góðir hálsar! Hvað haldið þið að þessi maður hefði ritað mikið, ef verið hefði einvirkja bóndi í landi voru f Eg þarf ekki að sækja svarið langt, því að eg veit það heima hjá mér. Hann hefði naumast fengist við skáld- sagnagerð, í þeim klípum, sem einvirkja- lífið hérna í íslandi hefir að bjóða. Hann hefði ef til vill samið örfáar smásögur. En langlíklegast er hitt, að hann hefði orðið blátt áfram hagyrðingur og — drykkjumaður með atbrigðum, eins og margir hagmæltir Mörlandar hafa verið. Það sannar lítið í þessu efni, þó að einstökum mönnum hér í landi hafi tek- ist að gera vonum meira að skáldskap, jafnframt því, sem atvinnurekstur er stundaður, eða embætti þjónað. Það sannar það eitt, að þjóðin hefir eign- ast afburðamenn.— sem hún hefir farið illa með. Hamingja þjóðarinnar hagaði því þannig, endur fyrir löngu, að Snorri Sturluson var auðmaður og Sturla Þórðarson. Þess bera bókmentir vorar menjar, meðan landið er bygt. Vegna þess að þeir gátu gefið sig við sagna- ritun og skáldskap, án þess að fátækt eða annir fyrir lffinu þrengdu að þeim — vegna þess gátu þeir orðið stórmenni á sína vísu. Klaustrunum var og lagt fé til, ríflega, og gátu því munkarnir gefið sig við ritlistinni. Þessir menn voru afkastamenn. Vegna hversf — Vegna þess, að þeir þurftu ekki að vinna líkt og aðrir menn. Nú eru ritstörf íslendinga mest nokkurs konar brotasilfur: smákvæði, sem skáldin grípa í, í örlitlum tóm- stundum sínum, og blaðagreinar, sem grípa niðri á víð og dreif, en eru heldur lausar á kostunum, og svo brotaritgerðir um söguna, sögu þjóð- arinnar. En heila sögu landsins og þjóðarinnar hefir enginn tök á að semja. Eftir því sem eg veit bezt, hafa snillingar þjóðanna sjaldan náð þroska sínum, fyr en á fertugsaldri, eða síðar. Allur fyrri hluti æfinnar gengur f undir- búning og tilraunir og æfingar. Þetta er nauðsynlegt, til þess að þeir verði leiknir í listinni. Þetta gildir jafnt um heimspekinga sem vísindamenn. Og skáldin og listamennirnir eru háð sama lögmáli — lögmáli þroskunar og æfinga, til þessa að verða fær um vandaverk. En hvernig eiga þeir menn að æfa vængi sálarinnar til hugmyndaflugsins, sem nauðbeygðir eru til að vinna erf- iðisvinnu með höndunum hvern dag æsku sinnar og fullorðinsáraf Hugsunin er jafnvel bundin við störf- in, þau sem nauðsynin heimtar að unnin séu. Og sá sem fjallar altaf um strit- vinnu og aflraunatök, hann verður ó- hæfur til þess að gera fína drætti, bæði með höhdum og huga. Holdið og andinn eru í raun og sannleika altaf gagnstæð hvort öðru, eins og guðfræðin kennir og veitir því þeirra betur í það og það sinn, sem betur er stutt og betri aðhlynn- ingu verður aðnjótandi. Margur maður heldur, að listamenn og skáld megi erfiða með höndum og fótum, og að sálin geti flogið alt að einu fyrir því út um alla heima og geima. En það getur hún einmitt ekki. Hver og einn dregur dám af sínum sessu- naut, segir máltækið. Þegar líkaminn er sokkinn niður í mold og matarleit, þá getur sálin ekki annað gert en standa á höfðinu hjá honum. Vængir hennar verða eins og á hænu — ónýtir til verulegs flugs, þótt flögra megi á þeim, lítilsháttar. Til þess að listamenn geti notið sfn, þarf sálin að ná þeim þroska, að hún hafi yfirráð yfir líkamanum, að hún sé herrann, húsbóndinn. Hann á að hafa konuríki. Vér vitum hvernig þrælarnir hafa farið á erfiðinu. Sál þeirra hefir orðið að kryplingi. Þorgils vitnar til Arnóts jarlaskálds, að hann hafi bikað skip sitt og verið þó skáld alt að einu. — Já, það sak- aði hann ekki. En ef hann hefði verið nauðbeygður til að bika skip hvern dag og haft þá sýslu að lífsstarfi til fram- færslu sér, þá hefði hann ekki getað orðið jarlaskáld. Með þessu er eg ekki að formæla starfinu, eða iðjuseminni og vinnu- brögðunum, þegar þau eru 1' hófi höfð. Eg veit vel, að vinnan gerir einstakl- inginn að manni. En eg veit hitt eins vel: að hún gerir ekki einstaklinginn að listamanni — vinnan fyrir lífinu. * * * »Hann vill helzt ekki annað gera«. Svo er vanalega sagt um þann, sem er gefinn fyrir eitthvað sérstakt. Svo er t. d. um smiði. Ef þeir eru bænd- ur, vilja þeir helzt ekkert við fjár- mensku fást. Sjómaðurinn sem er sjó- maður með afbrigðum, vill ekki hand- arvik á landi taka. Fjármaðurinn vill altaf hjá kindum vera og bókamaður- inn liggja í bókum. Lengi hefir það þótt loða við skáld- in, að þau væru tómlát til verkanna og lítt fallin til búsýslu. Saga þjóð- arinnar og reynsla ber vitni um það. Þetta alt bendir til þess, að nátt- úran vilji ekki hafa það, að einstak- lingurinn gefi sig við öðru en því, sem honum er bezt gefið, þ. e. hafi það að aðalstarfi. / rh' % Pöntunarfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn 3. þ. m. á Öngul- stöðum. Fundur þessi er að því leyti stór- merkilegur að á honum var gerð gagn- gerð breyting á lögum og fyrirkomu- lagi félagsins og það sniðið eftir er- lendum kaupfélögum, ekki sízt hinum dönsku. Norðurland flutti fyrir nálægt tveim árum síðan ítarlega lýsingu á því fyrirkomulagi og þykir oss því ekki vert að endurtaka það hér. Að eins viljum vér benda á að fé- lagið hefir aðhylst þá reglu að heimta borgun hvenær sem það lætur ein- hverja vöru af hendi. Ætlar það að byrja verzlun hér á Akureyri á næsta sumri og selja með líku verði og hér tíðkast í búðum, en allur ágóðinn á að verða eign félagsmanna. Fá þeir útborgaðan helming af ágóðanum við árslok, en hinn helmingurinn verður lagður í stofnsjóð félagsins og ávaxt- aður þar. Félagið mun vera fyrsta kaupfélagið hér á landi, sem tekið hefir upp þessa reglu og er líklegt að það verði talið merkisatburður í sögu íslenzkra kaup- félaga. Alla aðalforgönguna fyrir brey tingunni hefir haft formaður félagsins Hallgrím- ur bóndi Kristinnsson á Reykhúsum. Er hann þessum málum kunnugri cn líklega allir menn hér á landi, enda hefir hann dvalið erlendis sérstaklega í þeim erindum að kynna sér þau. Formaður félagsins var endurkosinn með öllum atkvæðum, en auk hans eru þessir 4 í stjórninni; Júlíus Ólafs- son bóndi í Hólshúsum, Stefán Jóns- son bóndi á Munkaþverá, Kristján Benjamínsson bóndi á Tjörnum og Einar Arnason bóndi á Eyrarlandi. Breytt var um nafn félagsins og heitir það nú »KaupféIag Eyfirðinga«. \ 2>ændaglíma var synd hér 6. þ. m. í leikhúsi bæj- arins. Glfmdu þar 32 menn, 16 af hvorum flokki. í öðrum flokkinum voru menn úr »UngmennaféIagi Akureyrar«, en úr hinum menn úr glímufélaginu »Valurinn«. Voru þeir í blám peysum með valsmynd á ljósbláum grunni, en f hvítum buxum, en hinir voru hvít- klæddir. Tóku glímumennirnir sig vel út á leiksviðinu. Bændur voru þeir Jóhannes Jósefs- son verzlunarstjóri, sá sem vann veð- glímuna í vctur. Var hann fyrir flokk- inum úr »UngmennaféIaginu«. En Guð- laugur Pálsson, snikkari stýrði hinum flokknum. Leikur þeirra fór einkar kurteislega fram. Mótstöðumennirnir heilsuðust með handabandi áður en þeir tóku saman og svo gerðu þeir áður en þeir skildu. Það var í lögum þeirra að allir þeir er við áttust skyldu glíma saman 2 glímur. Félli þá annar báðar þær glfm- ur, skyldi hann teljast fallinn, en féllu þeir á vfxl, skyldi glíma hina þriðju. Margir glímumennirnir glímdu vel og fimlega og af töluverðri list, en aftur aðrir nokkuru lakar. Að sjálf- sögðu vantar báða flokkana nokkuð á enn að vera svo æfðir og leiknir sem bezt mætti vera, en þó var þetta á- gæt skemtun, enda fylgdu áhorfend- urnir henni með óvanalega miklu at- hygli. Var ekki laust við að kappið væri fullmikið milli Akureyrar- og Odd- eyrarbúa, en Ungmennaflokkurinn var að mestu af Oddeyri en hinn af Akur- eyri. Eflaust venjast menn þó við að líta minna á slíkt, en meta hitt að eins sem vel er gert og vasklega, hver sem í hlut á. Einna mest var fylgið, þegar þeir gengu saman Jóhannes Jósefsson og Karl Sigurjónsson, Mývetningur. Glímdu þeir báðir mjög vasklega. Varð bræðra- bylta í fyrsta skifti, en síðan feldi Karl Jóhannes í tveim glímum. Eftir það feldi Karl tvo af köppunum úr liði Ungmennafélagsins, en féll loks fyrir Ólafi V. Davíðsson, þeim sem glímdi í vetur við Jóhannes Jósefsson. Hafði Karl áður meitt sig nokkuð í fæti. Fóru svo leikar að Ólafur stóð uppi við annan mann þegar allir voru fallnir í valinn úr hinum flokknum. Eiga báðir flokkarnir þökk skilið fyrir góða skemtun og er vonandi að ekki líði á löngu að bæjarbúar eigi kost á henni aftur. Bréfkafli úr Skagafiröi. »Tíðin óstöðug og víða jarðlítið. Hross því komin á gjöf með iangfiesta móti. Héraðsvötnin ólga nú yfir næstum allan Hólminn og er hann því allur að heita má kominn í svell. Vonandi er samt að þau komist í farveg sinn, en ekki sýnast þau reyndar eiga mikið eftir að komast út rfieð Vindheimabrekkum. Komist þau það, mundi af því leiða afarmikið tjón.«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.