Norðurland


Norðurland - 10.03.1906, Page 3

Norðurland - 10.03.1906, Page 3
105 Nl. Til Sigurðar læknis Páissonar. Það má naumast minna vera en að eg sendi þér kvittun fyrir vinsamlegt ávarp í 7 tölubl. Norðra hins óháða. Þú segir ósannindi að fundur hafi verið haldinn í tilefni af undirskriftamálinu Hvað kallar þú fund? Hvort það eitt, er menn konia saman eftir skriflegu og margauglýstu fundarboði? Kallir þú það eitt fund þá hefir þú nokkuð til þíns máls. En eg hefi heyrt það orðtak „að skjóta á fundi", þegar menn finnast af tilviljun og vilja þá ræða eitthvert málefni. Og það var það, sem þið gerðuð. Mergurinn málssins er að þið komuð sam- au til skrafs og ráðagerða, og að svo var, því er ekki til neins fyrir þig að neita, hve stór orð sem þú við hefir, og hve stórt letur sem þú notar. Þá hefir þér runníð blóðið til skyldunnar svo að þú ferð að bera hönd fyrir höfuð Þjóðólfs bréfritaranna. Er nokkur skyldleiki milli þin og þeirra? Hingað til hefir þú ekki viljað láta svo heita. Þykist þú fá ær- inn höggstað á mér, af því eg sagði í grein minni í Norðurlandi, að þeir væru ódreng- ir, sem með nafnlausum blaðagreinum reyndu að svívirða fjölda manna. Þetta þykir þér mótsögn af mér, þar sem eg setti ekki mitt fulla nafn undir nefnda grein. En er hér líku saman að jafna? í Þjóðólfi ráðast „nokk- urir Skagfirðingar" á mikinn fjölda kjósenda í Skagafirði með svívirðilegustu orðum og aðdróttunum. Þessum nafnleysingjum svara eg svo nokkurum orðum, án þess að við- hafa nokkura persónulega áreitni. - Ef þú vildir rétt herma, þá mundir þú segja að hér væri ólíku saman að jafna, og svo máttir þú vel gæta þess að eg dró enga dul á hér í héraði, að eg hefði skrifað grein þessa, heldur sagði það bæði þér og öðrum. En hetjurnar, sem Þjóðólfsgreinina skrifuðu, hafa ekki enn þá viljað við það kannast. Vel má það vera, læknir minn, að þú sýnir flestum meiri drengskap í pólitisku deilunum. En spyrja vil eg þig, hver það var, sem vísvitandi skrökvaði því, að eg hefði að eins látið menn af andstæðingaflokki stjórnarinnar fá ritsímanefndarálitið, sem eg var beðinn að útbýta. Annars er mér ekki vel ljóst hvernig á því stendur að þú skulir vonskast út af því, að þú ert nefndur embættismaður stjórnar- innar. Mér finst þetta réttnefni, þar sem þú ekki að eins ert konunglegur embættismað- ur, heldur hefir það starf á hendi að út- býta flugritum stjórnarinnar. Og sé stjórnin eins góð og gagnleg og þú segir, þá er þér heiður að styðja hana að nytsemdarverkun- um, og því meira sem á þér ber í barátt- unni, því fyr fær þú launin, kemst máske í innbyrðis „Lífsábyrgðarfélagið" ásamt Her- manni, Árna í Höfðahólum o. fl. o. fl. Með vinsemd. Pétur Pétursson. X „Heiðvirð blaðamenska“. Nl. hafa borist þessar línur úr Skagafirði til birtingar. Sannleiksvitnið, óháðablaðið »Norðri« er í 7. tbl. að fást um að hann sé á undan tímanum Skagfirðingurinn sem skrifaði 25. jan. fáein orð um syst- kinin Lögréttu og Norðra og sendi Norðurl. — En sannleiksvitninu hefir þarna sézt yfir sannleikann. Annars hefði það getið þess að skagfirskur bóndi, Jónas á Brekkum, var beðinn fyrir heilann bunka af fyrsta tölublaði Norðra og kom með það hingað vest- ur 11. jan. Hefði blaðinu verið mjög ant um sannleikann, þá hefði það get- ið þessa, í stað þess að gefa í skyn að greinin væri ekki þaðan sem hún er sögð. Norðri má reiða sig á að greinin er eftir Skagfirðing, sem segir til nafns síns ef þörf gerist og hann má líka reiða sig á að fjöldi Skag- firðinga er sömu skoðunar og greinar- höfundurinn í því efni, að ilt sé að sigla undir fölsku flaggi. Fyrirlesfur heídur Guðm. skáld Friðjónsson á hótel Oddeyri kl. 4V2 á sunnudaginn kemur. Vér göngum að því vísu, að bæjarbúar fjöl- menni, því Guðmundur er hér sjaldséður gestur, vitur maður og vel máli farinn. Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að iela Sæmundsen verzlunarstjóra á Blönduós sölu á 150 hrossum á næsta sumri og er talið Hklegt að hann fái ann- að eins annarstaðar úr sýslunni. »Bera menn hér bezta traust til hans eftir tals- verð viðskifti næstliðið sumar,« er oss skrifað úr Skagafirði. Samband kaupfélaganna. Mikill áhugi sýnist nú á því víða og jafnvel sambandi við dönsku kaupfélögin. Skagfirðingar hafa kosið Ólaf Briem al- þingismann til að mæta á væntanlegum fundi á Akureyri næsta sumar til að ræða það mál. Pósfur varð úfi í lok janúarm. vestur á Snæfjalla- strönd. Hét Maris Guðmundsson. Fylgdarmaður hans var Eriendur bóndi Erlendsson frá Hjarðarfelli. Hríð var á með snjóburði og ófærð. Fundust þeir báðir örendir nokkurum dögum eftir að þeir lögðu upp. í þessu veðri varð og maður úti I Helgaíellssveit, Guðjón Þorbergsson frá Saurum. í sama veðri fenti sex hesta til dauðs á Kjalarnesi. (Eftir Ingólfi). Leiörétting. í síðasta blaði er rangt skýrt frá faðerni Póru heitinnar á Þverá í Eyja- firði. Hún var Vigfúsdóttir alsystir Þorsteins Vigfússonar á Rauðavík og þeirra systkina. Fyrri maður hennar var Magnús Flóentsson frá Kálfskinni og dóttir þeirra er Anna Magnúsdóttir kona Jóns bónda Arasonar á Þverá. Veðurathusranir 1905. Nóv. Des. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h.j (C) á sólar-j hringnum.! Loftvog (þwml.) | Hiti (C.) *p § >•* Skýmagn Úrkoma | Þd.28 74.4 -4 8.5 0 9 -417.5 Md.29 73.7 1.0 0 10 4- 2.5 Fd. 30 72.5 2.0 vsv 2 5 -4 7.0 Fd. 1 72.3 0.5 0 10 s 4- 6.8 Ld. 2 73.4 -f- 2.o vsv 2 10 s 4- 9.0 Sd. 3 74.3 -f- 1.2 0 10 -f- 6.0 Md. 4 75.9 1.0 0 8 4- 6.9 Þd. 5 73.5 O.o NAU 1 10 -f* 5.o Md. 6 73.1 ~ 3.5 0 10 4- 7.3 Fd. 7 73.1 -f- 2.0 0 10 -4 6.9 Fd. 8 73.1 — 5.0 0 10 -4 9.0 Ld. 9 74.5 -f- 1.5 VSV 2 10 s 4- 8.5 Sd. 10 72.7 lO.o SV 3 10 -7- 4.8 Md.ll 74.4 -f- 3.0 V 3 10 s -í- 4.o Þd. 12 75.7 6.4 VSV 4 10 R -7- 4.o Md.13 75.5 5.5 SV 2 5 -f- 0.5 Fd. 14 75.2 -f- 2.5 VSV 2 10 S -4-3.0 Fd. 15 76.3 -4- 5.6 NV 1 10 -f- 6.3 Ld. 16 76.o -f- 7.0 0 10 S 4- 9.8 Sd. 17 74.2 4.4 0 10 -4 8.5 Md.18 74.0 O.o 0 10 -f- l.o Þd. 19 73.6 -f- l.i vsv 2 8 -4 4.5 Md.20 73.3 1.5 0 10 4- 6.5 Fd. 21 74.6 -t-1.5 vsv 2 3 -f- 4.0 Fd. 22 74.7 O.o 0 9 4- 6.4 Ld. 23 73.7 4.4 sv 1 6 4- 2.2 Sd.24 74.3 4- l.o 0 2 -4 6.1 Md.25 75.5 0.2 sv 1 0 4- 7.0 Þd.26 75.9 -7- 6.0 0 10 4 7.0 Md.27 75.8 0.4 0 10 - 8.5 Fd. 28 75.5 4- 5.0 0 0 — 6.7 Fd.29 76.o -4 8.2 0 0 — lO.o Ld. 30 76.i 4- 8.7 0 0 -11.0 Sd. 31 75.2 4- 4.9 0 7 -10.9 Embæffispróf. Eiríkur Kerúlf hefir lokið prófi f læknisfræði í Rvík með 1. einkunn, en fyrri hluta læknisprófs hafa þeir tekið Halldór Stefánsson með 1. einkunn og Sigurmundur Sigurðsson með 2. eink- unn. Þá hefir Jón Hj. Sigurðsson tekið læknispróf í K.höfn með' 1. einkunn og Páll Egilsson fyrri hluta sama prófs með 1. einkunn, en fyrri hluta lagaprófs þeir Gísli Sveinsson með 1. einkunn, en Kristján Linnet og Sigurjón Markús- son með 2. einkunn. „Kong Inge“ rakst á grunn við Arnarnes vestra er hann ætlaði inn á Skutulsfjörð og laskaðist til muna. Með bráðabirgðarviðgerðum tókst þó að korna skipinu alla leið til Khafnar. Flutti loftskeyti fregn um það til Rvíkur. Guðmundur Björnsson, héraðslæknir, er væntanlegur til Rvíkur í þessum mánuði. Eldur er að sögn uppi í Vatnajökli. Bjarminn hefir sézt úr Skaftafellssýslu. Ráðgjafinn fór utan 3. f. m. til að vera við greftrun konungs. Brá strax við þegar loftskeyta- fréttin kom. Nú þykir þeim óhætt að trúa því stjórnspekingum vorum, að fréttirnar séu ekki »utan úr flóa«. Til sölu er býlið Nýibær við Akureyri með mjög aðgengi- legum kjörum. Semja má við Odd Björnsson bóksala á Akureyri. Ifjarveru manns míns, sem stundar fiski- veiðar vestur á fjörðum, leyfi eg mér að votta með hrærðu hjarta þakkir beggja okkar hjóna fyrir fijóta og stórmannlega hjálp við mig, þegar eg stóð nálega nakin með fjögur ung börn — eitt fárra vikna — úti á gaddinum eítir hinn skydilega hús- bruna á Oddeyri aðfaranóttina 1. marz. Gjöf hins heiðraða Kyenfélag hér á Akureyri út af fyrir sig, veitti mér svo nota.lega og rausnarlega hjáp að hún meir en bætti úr bráðustu þörf minni og barnanna. Slík og þvílík kærleiksverk eru þess kyns að hvorki gleymast né metast. Sigríður Sigurðardóttir. Iumburðarbréfi nokkuru með yfirskrift „Specielt for ísland" og und- irskrifað er með íirmanafni, „Kjöbenhavns Varehus" sem eg undir- skrifaður Johannes Ubbesen nota, — og hefir téð bréf verið sent kaupmönnum á íslandi — hefi eg borið fram: „Á síðasta ári hafa nokkurir hinna íslenzku viðskiftamanna vorra sent oss pantanir fyrir milligöngu Jörgen Hansens, Jakobs Gunnlögssonar og annara. Þessir herrar hafa svo einungis fyrir þá lítilfjörlegu fyrirhöfn að færa oss pöntunarlistann, heimtað uppbót sem var fjórfalt meiri en verzlunarhagur vor á vörunum. Með því vér hvorki viljum né getum gefið umboðsmanninum nokkura uppbót á hinum lágu prísum sem vér bjóðum viðskiftamönnum vorum, hefir afleiðingin orðið 30°/» verðhækkun fyrir kaupandann, án nokkurs gagns. Með því að senda pöntun og borgun beint til vor sparar hinn íslenzki kaupandi meir en þá 30 af hundraði, sem umboðsmennirnir reikna sér, með því þeir yfirleitt geta ekki sjálfir keypt hér í Kaupmannahöfn fyrir svo lágt verð sem vér hérmeð bjóðum." í tilefni af þessu verð eg að lýsa því yfir, að téður framburður minn um herra Hansen og Gunnlögsson er alveg rangur, með því að herra Gunnlögsson hefir borgað mína stórsöluprísa án þess að krefjast eða taka á móti nokkurum afslætti eða uppbót á þeim, og herra Jörgen Hansen, sem keypti inn eftir smásöluprísum mínum, heimtaði og fekk 30°/o afslátt og hefir fært mér sannanir fyrir að téður afsláttur hafi komið til inntektar viðskiftamönnum hans. Viðskiitamenn beggja hinna nefndu herra hafa þannig fengið þessar vörur með sama verði eins og ef þær hefðu verið keyptar beina leið frá mér. Þessa yfirlýsing hafa herrarnir Hansen og Gunnlögsson rétt til að setja í íslenzk blöð og senda prentaða um ísland og hefi eg borgað þeim kostnaðinn við það með 150 krónum, sömuleiðis hefi eg fyrir hinn ósanna, ærumeiðandi framburð minn borgað 300 krónur í sekt til félagsins „Fængselshjælpen" og í málskostnað 100 krónur. Kaupmannahöfn, 10. febr. 1906. Joh. Ubbesen. Vitundarvottar: O. M. Rée. H. Casse. Biðjið ætíð um Offo Mönsfeds danska smjörlíki. Sérstaklega má mæla með merkjunum „Elefánt“ og ,Fineste“ sem óviðjafnanlegum. Reynið og dœmið.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.