Norðurland - 11.04.1906, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
31. blað.
Akureyri, 11. apríl 1906.
V. ár.
Stjórnin og æskan.
Eftir
Ouðmund Friðjónsson.
ii.
Síðari kafli.
Sá maður sem efstur er í stiga
stjómarinnar hér í landi, — hann er
meira en maður. Fyrst og fremst er
hann mikill hæfileikamaður bæði í
sjón og að málfæri og allri framkomu,
og auk þess er hann andans maður.
Hann er skáld. Ráðherrann er tvígild-
ur og til hans er því rétt að gera
tvöfaldar eða tvígildar kröfur.
Einu sinni var Hannes Hafstein œsk-
an sjálf iklædd holdi og blóði. Hann
ruddi sér til Braga-rúms með anda og
krafti æskunnar. Og hann bar hátt og
hermannlega merkið, merki trúarbragða-
frelsis, mannréttinda, einstaklingsréttar
og einurðar. Þegar hann sló á strengi
hörpu sinnar, hreif hann æskuna í
landinu og nam óðul hennar. Þegar
hann verpur sér inn á vígvöll stjórn-
málabaráttunnar, þá nýtur hann þeirr-
ar birtu, sem skáldfrægðin hafði varp-
að á hann og þess byrjar, sem hún
hafði blásið honum undir báða vængi.
Hann stendur í því ljósi fyrir hug-
sjónum þjóðarinnar og þessi bylgja
lyftir honum og bar hann fram til
sigurs í æðsta og efsta sætið, sem
þjóðin á til í eigu sinni.
Þegar þessi óskmögur þjóðarinnar
tekur stjórnartaumana í hendur sínar,
verður að gera til hans miklar kröfur
— þær kröfur a. m. k., að standa við
orð sín trá tyrri dögum — reyna það.
Þess er alls ekki að vænta, og það
er ranglátt að heimta, að hann geti
komið hugsjónunum öllum í framkvæmd
og á jarðneskar Iaggir; því að þar er
við ramman reip að draga, þegar um
það er að gera, að koma andanum í
efnið og blóðrás í steinana og lifi í
moldina.
En hitt verður að heimta miskunar-
laust, að ráðherrann sýni lit á því og
eindregna viðleitnl og vilja, að gera
hugsjónum œsku siunar hátt undir höfði
og sýna þeim hlýtt viðmót.
Og verkefnið var mikið og margs-
konar. Tökum til dæmis fyrst og fremst
kirkjumálin og trúmálin. Ráðherrann
vissi það vel, að »rotnir trúartaumar*
eru vont beisli á frelsisandann.
Kirkjumál þjóðar vorrar hafa verið
dauðans vandræðamál og í hörmulegu
horfi. Þar var, tvent að gera: koma
ytra borði kirkjunnar í hagkvæmt horf,
og að hlúa að sálum manna og sam-
vizkum og verma trúarþörfina og tryggja
einstaklingsréttinn.
Svo skipar stjórnin nefnd manna, til
að fjalla um alt þetta vandræðamál,
völundarhússins, og niðurstaða þeirrar
nefndar á að vísu að verða sú undir-
staða, sem sjálft musteri þjóðkirkjunn-
ar á að standa á framvegis, musterið
sjálft og kapellur einstaklingsréttind-
anna í trúmálum. Mikill vandi hvílir á
höndum og herðum, höfði og hjarta
þessarar nefndar og er það mála sann-
ast, að í hana mundi þurfa að velja
menn með vitsmunum og þekkingu,
sem kunnir eru að dáð og drengskap
og frjálslyndi og þori og þreki, til að
reka úr túni kirkjunnar hafurinn »gamla«
og vonda — óvin mannkynsins.
Hvernig velur stjórnin í nefndina?
Þann veg, að í henni sitja einþykkir
menn og aftu'rhaldssamir, fégjarnir og
stærilátir, og ekki eru þeir allir guðs-
menn að innræti. Guðfræðingar eru
þar í meiri hluta og eru þeir ekki
mjög líklegir til þess að endurnýja
kirkjuna. Sú stétt hefir sjaldan eða
aldrei gengist fyrir endurbótum trúar-
greinanna heldur hefir hún oft og
löngum skarað eldinn að kökunni sinni
og bregður því venju, ef út af ber
þeirri reglu í þetta sinn. Tveir rót-
grónir veraldarmenn sitja og í nefnd-
inni og er öll sú sveit ólíkleg til þess
að reka hafurinn úr túninu.
Eitt er bersýnilegt hverjum manni:
að nefndin er skipuð mestöll stjórnar-
liðum. Kosningin í nefndina er virð-
ingarstaða og vegtylla, náðarbrauð. —
Þegar svo er högum háttað, að guðs-
málin í landinu eru dregin niður í
flokksskarn, þá eru hugsjónirnar deydd-
ar og grafnar.
Þá eru kenslumálin. Þau eru, sam-
kvæmt eðli sfnu, málefni œskunnar og
hugsjónanna, náskyld þeim og nátengd
og verða ekki við þær skilin. Þegar
þau eru dregin undir pólitískan flokks-
ríg og pólitíska hefnigirni, þá er eng-
um blöðum um það að fletta, að sú
stjórn, sem það gerir, hún vinnur
skóggangssök á hendur sér, hvar sem
tveir ungir menn eru saman komnir,
eða fleiri.
Hvernig hefir stjórnin okkar komið
fram í þeim málum? Þannig, að hún
hefir syndgað — ekki einungis móti
hugsjón kristninnar, heldur og gegn
kenningu Múhameðs; því að í Kóran-
inum stendur: Hver sem veitir em-
bætti þeim manni, sem er miður hæf-
ur til þess, en annar, sem settur er
hjá, þá drýgir sá maður synd. — Og
syndin er lands og lýða tjón, segir
ritningin.
Merkisberi mentamála vorra er svert-
ur og svívirtur. Guðm. Finnbogason er
sviftur því starfi, og atvinnu, sem hann
var kjörinn til, að allsherjarmáli réttu
og alþjóðarlögum, kjörinn til að vinna
og njóta ávaxta vinnunnar.
Vegna hvers var hann settur í
skuggann ?
Vegna þess eins og einkis annars,
að hann er móthverfur stjórninni í
pólitík. Þó er mótstaða hans hrein og
flekklaus og laus við alla áreitni.
Eg get ekki orða bundist, og þó
kenni eg til innarlega, þegar eg rifja
upp þetta mál. Mér þykir svo fyrir
því, að sá maður, sem eg ann hug-
ásium fyrir skáldskap sinn og hæfi-
leika, skuli misbeita valdinu á þennan
hátt.
Mikil sæla væri það, að geta verið
ánægður með aðgerðir atburðamanns-
ins frá náttúrunnar hendi. Hart er það
að. sækja skógangssök á hendur þeim,
sem hugann laðar voðfeldum viðkynn-
ingaraugum. En þegar hann bregst
vonum og trausti, þá verður að reiða
exina að rótum trésins, þótt vænt sé
og fagurt á að líta — verður að gera.
— Fyrst eg er að lýsa löglýsing í
heyranda hljóði að lögbergi þjóðarinnar,
þá verður að sækja sakborning til
fullrar sektar að alþingismáli réttu og
allsherjarlögum.
Nú eru tvö mál talin, sem eru mik-
illar þýðingar og eru þau bæði mál-
efni æskunnar, þegar þau eru í réttri
mynd, mál, sem stjórnin hefir sýnt í
afturhald, einþykni og — hlutdrægni.
Hér verður naumast þeim lögprett-
um við komið, að eg falli á málunum,
því að eg hefi þau lög að mæla, sem
ekki verða vefengd.
Þó að Jón Þorláksson beri fram þá
vörn í »lögréttu«, að stjórnin hafi haft
æskuna í huga, þegar hún vildi veita
ioooo kr. til að halda lyrirlestra fyrir
alþýðu manna í landinu, þá bergur
það ekki sökinni.
Reyndar er hugmyndin góð, og ef
ve| væri á slíku efni haldið, þá gæti
það að gagni orðið. En þegar gætt
er að öllum veðramerkjum á pólitíska
himninum okkar, þá dregur upp svartan
hnoðra við sjóndeildarhring þessarar
fyrirlestrahugmyndar. Þegar þess er
gætt, hvernig farið var með græna
tréð, Guðm. Finnbogason, þá er hægt
að geta sér til, hvernig úthlutun fyrir-
lestrafjárins mundi hafa orðið. Fylgis-
menn stjórnarinnar mundu setið hafa
að krásinni, og um leið var það í
lófa lagið að gera alla sendisveitina
að smalamönnum hennar.
Mér er sem eg sjái þá fúlgu, sem
við Guðmundur Finnbogason hefðum
fengið úr þeim sjóði, eða aðrir þeir,
sem þann veg væru innrættir sem við
erum.
III.
Hvað finst þér nú, Grímur, »lög-
réttumaður« ? Skortir nokkuð á, að eg
standi við orð mín?
Jón Þorláksson! Sýnist yður eg hafa
tekið ofan fyrir yður hár mitt eða
höfuð?
Eruð þér nú á þeirri skoðun, að
eg kunni að afrækja minni hlutann?
Ymsir menn hafa mælt við mig á
þessa leið: Nú kemst minni hlutinn á
sínum tíma til valda. Et sú stjórn, sem
þá verður í landinu, bregzt þeim hug-
sjónum, sem bera hana fram til sigurs,
hvað segirðu þá?
Svar mitt er þetta:
Ef hún bregzt hugsjónum sínum
verulega, í verulegum greinum, þá á
að gjalda henni
rauðan belg fyrir gráan.
Ef eg svíkst þá undan merkinu, er
það skylda ceskunnar að hlaða grjóti
að höfði mínu.
Hvert það tré, sem er ávaxtalaust,
eða ber illa ávexti, skal höggva upp
og kasta í eldinn.
Eg bið mér engrar vægðar.
Eg gæt> ftert miklu fleiri rök að
því, að stjórnin okkar er móthverf
æskunni og hugsjónunum og að hún
er ekki valkvendi í háttum sínum, —
miklu fleiri rök en þau sem nú eru
talin.
Og hvers er að vænta? —
Ráðgjafar hennar, eða ráðunautar,
eru sumir —endemismenn, þó að sumir
þeirra, sem stjórninni fylgja, séu mætir
menn og merkir. —
Eg veit það vel, að eg hleð ekki
undir sjálfan mig með þessum orðum,
né tryggi framtíð barna minna, eða
stytti á þetm ómagahálsinn, þegar eg
rís móti ofureflinu í landinu og þeim,
sem völdin hafa í höndum, og afl þeirra
hluta, sem gera skal. En eg hirði ekki
um það. Sannfæringu mína segi eg,
hvað sem það kostar og hvernig sem
alt veltur. Þá væri eg minni maður
en lítill, ef eg félli til fóta þeim, sem
ræður yfir höfðatölunni. —
Birkibeinar hirtu ekki um liðsmun.
Eg hefi engan konung hylt; því að
eg er herra sjálfs mín og einvaldur í
litla ríkinu mínu — klakalandinu, urð-
inni, heimahögunum, útigangshnjótun-
um. Hvern hefi eg að hylla eða hræðast ?
Annars er vert að geta þess, að mér
þykja minni hluta mennirnir sumir hafa
verið of harðhentir stundum á stjórn-
inni okkar. En þar sem stjórnin hefir
vegtylluna, og það sem henni fylgir,
þá verður hún og að hafa vandann og
ábyrgðina.
* *
*
Enn er ótalin framkoma stjórnar-
innar í stórmálunum — ritsímamálinu
og landsréttindamálinu. í báðum þeim
málum hefir hún brugðist sjálfri sér —
sínum eigin orðum og ákvæðum — og
æskunni, — æskunni og hugsjónunum,
og er engum blöðum um það að fietta.
Annars er vert að taka það fram,
að til eru tvenns konar hugsjónir:
morgunroða hugsjónir og náttmála hug-
sjónir. Morgunroða hugsjónirnar eru
málefni æskunnar, en hinar eru »ær og
kýr« stjórnarinnar og landstjórnanna
yfir leitt. — Spor stjórnar vorrar liggja
rakleiðis norður á við til náttmála-
landsins.
Hákon jarl horfði norður, þegar
hann blótaði syni sínum þ. e. œskunni,
til þess að geta sjáifur haldið völdun-
um um stundar sakir. Saga þessi er
æfagömul og þó altaf ný. Og altaf er
hún sama tóbakið — illt og andstyggi-
legt afturhalds-tóbak.
Þetta er nú orðið langt mál og vil
eg því nema staðar. Eg þykist nú
hafa borið fram . þær ástæður fyrir
máli mínu, sem nokkurs eru verðar.
Enn þá hefi eg skjöldinn fyrir mig
að bera, ef á liggur. Og verið nú
sælir, góðir hálsar, fyrst um sinn.
\
jFrá útlöndum.
Khöfn 24. marz. 1906.
Merkasti heimsviðburður í þessum
mánuði er það, að franska ráðanéytið
Rouvier er oltið úr sessi. Menn minn-
ast víst kirkjuóspektanna, er gerðar
voru, þegar semja skyldi skýrslur um
kirknamuni og eignir. Þess var getið
I síðustu fréttum, að lögregluliðið hefði
orðið að skerast í leikinn er kristnir
spillvirkjar vildu varna embættismönn-
um ríkisins að gera skyldu sína. Sum-
staðar hefir tekist svo óheppilega til,
að menn hafa mist lífið, er þeir þótt-
ust vera að verja trú sína. Andstæð-
ingar stjórnarinnar gerðu fyrirspurn
til hennar um málið á þingi. Amæltu
þeir henni og héldu því fram, að
skjóta hefði átt á frest að skrásetja
gripi og eignir kirknanna, unz hugir
manna hefðu sefast svo, að þeir væru
teknir að fella sig við lögin um að-
skilnað ríkis og kirkju. En stjórnin
var ófáanleg til þess. En er greiða
skyldi atkvæði um rökstudda dagskrá,
þar sem þingið lýsti yfir trausti sínu
á stjórninni, þá var hún feld með 267
atkvæðum gegn 234. Ráðaneytisfor-
setinn, Rouvier, fór óðara út úr þing-
salnum og stjórnin öll fylgdi honum.
Og þegar í stað lagði ráðaneytið nið-
ur völdin.
Nýtt ráðaneyti hefir nú verið myndað.
Forseti þesss heitir Sarrien, gamall
maður og öruggur frelsisvinur. Ýmsir
frægustu og frjálslyndustu stjórnmála-
menn Frakka eiga þar sæti. Helztir
þeirra eru utanríkismálaráðherrann Leon
Bourgois og innanríkismálaráðgjafinn
George Clemencau. Kirkju- og kenslu-
málaráðgjafinn er jafnaðarmaður.
Það var og sök í falli Rouvier’s, að
hann þótti um of hneigjast til hægri
hliðar og greiddu því nokkurir frjáls-
lyndir vinstri menn og jafnaðarmenn
atkvæði mót honum. Hyggja menn
gott til þess, að hið nýja ráðaneyti
fari þvert frá því er hitt fór.
Rouvier hafði ekki setið nema eitt
ár að völdum.