Norðurland - 11.04.1906, Qupperneq 2
124
Nt.
Á Marokkófundinum er alt í sama
farinu. Þjóðverjar eru þar einir sér
og ekkert ríki styður þá. Englend-
ingar fylgja Frökkum fastlega að máli.
* *
*
Kviknað hefir í kolanámum í Frakk-
landi. Um 11 hundruð manns biðu
bana. Er námueigendum borið á brýn,
að þetta sé að nokkuru leyti skeyt-
ingarleysi þeirra að kenna. Þeir hafi
látið verkamenn fara niður í námu-
göngin, þótt þeir vissu, að eldur væri
í námunum — ekki viljað bíða þess,
að hann væri að fullu slöktur.
* *
*
Enskar konur sækja það fast að
ná kosningarrétti. 30 konur fóru á
fund Campbell Bannermans. Voru þær
fulltrúar fjölda kvenfélaga á Englandii
er stofnuð eru í því skyni að vinna
að kosningarrétti kvenna. Þær báðu
áheyrnar en var neitað, af því að þær
höfðu ekki sótt um það áður. Þá
urðu þær svo reiðar, að þær stein-
gleymdu að gæta kvenlegrar kurteysi
og háttprýði. Létu þær öllum illum
látum, grenjuðu og görguðu og hróp-
uðu: »Niður með Campbell Banner-
man.« Varð lögregluliðið að fara með
þeim á lögreglustöðina. Samkvæmt
ósk C. B. hefir samt ekki verið gerð
nein rekistefna út af þessu. Annars
ætla brezkar konur nú að snúa sér
til Alexöndru Englandsdrottningar og
biðja hana að styðja að því, að máli
þeirra verði framgengt.
* * *
Eugen Richter, frægur þýzkur stjórn-
málamaður, er dáinn.
* *
*
Dáinn er og danski fiskfræðingur-
inn Arthur Feddersen, er margir ís-
lendingar munu kannast við.
VOR.
Unga vouö komið, komið!
Klappar á dyr,
vekur lifsins vonir allar —
vakti þœr fyr.
Blakar Ijóssins björtu vœngjurn
— bjarmi’ er á kinn —
hoppar kringum hreysin lágu,
hleypum því inn!
Öllum vill það gleði gefa
gleðinnar barn.
Klökkvar yndi unga vorsins
allskonar hjarn. —
Ferðu ei hafa fataskiffi,
fóstra mín væn?
Ferðu ekki að fara í sumar-
fötin þín grœn?
Manstu ekki að Ægi geðjast
algrœnt og nýtt,
þó að heiði himinbláminn
haldi' upp á hvítt?
Þó þú réttir himni höfuð
hjúpað í mjöll,
láttu geisla-gulltð hrynja' á
glitklœðin öll.
Fínt þð sé í serk þinn ofið
silfurglit vœnt,
fegra en í flúri rðsa
flauelið grœnt.
Blakti hœgt í hlýja blœnum
hásumar-skrúð,
sittu’ á mjúkum Ægis armi
ungleg og prúð!
— Ó. -
*Mjölnir«
kom hingað á mánudaginn og fór aftur
til útlanda að kvöldi.
Kvennaskóli Eyfirðinga.
1.
Fyrir skömum tíma birtust í einu og
sama blaði Norðra, 2 ritgerðir um kvenna-
skólamálið. f ritgerðum þessum koma fram
svo ólíkar skoðanir, að eg undrast mikil-
lega yfir því, að ritstjórinn skyldi taka þær
báðar, án þess að gera nokkura athuga-
semd við aðra hvora þeirra. Karl Finnboga-
son vill fyrir hvern mun láta kvennaskóla
Eyfirðinga halda áfram og hann vill ekki
einungis halda honum áfram, hann vill líka
breyta honum og endurbæta frá því sem ver-
ið hefir til þessa tíma. Ritgerð þessi hefir
margar góðar bendingar að geyma og eg
er sannfærður um, að undir hana geta skrif-
að flestir þeir, er nokkura rækt hafa til
kvennaskóla Eyfirðinga. Hvað ritgerð Guð-
mundar Guðmundssonar, áhrærir, þá fer
hún allmikið f aðra átt. Reyndar verður
þó ekki annað séð en að höf. sé hlynntur
kvennaskólanum, en kostnaðarins vegna
þykir honum naumast gjörlegt að Eyfirð-
ingar ráðist í að halda honum áfram, án
nokkurrar vissu um styrk úr landssjóði og
leggur hann því til, að Eyfirðingar og Hún-
vetningar sameini sig um einn kvennaskóla;
með því móti geta Eyfirðingar »skilist við
þetta kvennaskólamál með fullri sæmd.«
Þeim sem ekki eru kunnugir sögu kvenna-
skólamálsins í • þessum 2 sýslum og ekki
eru því kunnugir hvílíkt kapp Húnvetn-
ingar hafa lagt á að koma upp hjá sér
kvennaskóla og hvað fráleitt það muni
vera hugsunarhætti þeirra að leggja skól-
ann niður eða sameina har.n kvennaskóla
í öðru héraði, þeir munu líta svo á, sem
það geti alt eins verið meining hins heiðr-
aða höf. að Blönduósskólinn sé lagður
niður og hér bygður sameiginlegur kvenna-
skóti fyrir Húnvetninga og Eyfirðinga. En
Eyfirðingar vita það ofur vel og höf. einnig,
að í því að leggja það til, að skólarnir séu
sameinaðir, felst sú tillaga að kvennaskóli
Eyfirðinga sé lagður niður og sameinaður
kvennaskólaHúnvetninga. Og vegna hvers?
Einmitt vegna þess að engar minstu líkur
eru til að Húnvetningar gangi inn á það,
í næstu framtíð, að leggja sinn skóla nið-
ur, eða flytja hann í burtu; verður þeim
og alls ekki með nokkurri sanngirni láð
það, þó þeir ekki vilji afsala sér eða láta
svifta sig þeirri einu mentastofnun, sem þeir
hafa komið upp með súrum sveita og sem
kallast má hold af þeirra holdi og blóð af
þeirra blóði. En Eyfirðingar! hvað segja
þeir? Þeir sem kunnugir eru því hvernig
kvennaskóli Eyfirðinga er orðinn til, þeir
sem muna eða vita þann áhuga, er þá
lýsti sér í því að stofna skólann, þeir
munu bezt geta því nærri hvernig öllum
þeim mörgu, bæði körlum og konum, er
mest og bezt börðust fyrir stofnun skól-
ans, væri innanbrjósts, ef þeir nú væru á
lífi og heyrðu raddir um að svifta Eyfirð-
inga kvennaskólanum eða flytja hann í
burtu, eftir það að hafa stutt hann drengi-
lega, héraðinu til gagns og sóma í nær-
felt 30 ár. En sem betur fór gein ekki
sýslunefnd Eyfirðinga við flugu þeirri er
vinur minn Guðm. Guðmundsson vildi koma
í munn henni. Að dómi allra þeirra sem
unna kvennaskóla Eyfirðinga og kvenna-
mentuninni yfirleitt, skildist sýslunefnd
Eyfirðinga, á síðasta fundi sínum, við mál
þetta »með fullri sæmd«.
Fyrst eg annars fór að minnast á kvenna-
skólamálið, finst mér ekki eiga illa við að
rifja upp fyrir mér og þeim sem uú eru
komnir á efri árin hver voru hin fyrstu
tildrög kvennaskólans, hvern byr málið
hafði og hvenær hann fyrst tók til starfa.
En til þess þó að skýra tildrögin sem
bezt, verður að geta um fleira en það
sem einungis snertir kvennaskólamálið.
D. K.
Hólamannafélagið.
Síðla vetrar 1904, stofnuðu nemendur
Hólaskóla félag, sem þeir nefndu Hóla-
mannafélag. Félagsmenn geta þeir orðið,
sem gengið hafa á Hólaskóla og aðrir bú-
fræðingar á Norðurlandi. Árstillág er 2 kr.
fyrir hvern félagsmann.
Þessi félagsstofnun er runnin af þeim
rótum, að nemendur skólans fundu til þess,
að þeir hötðu skyldum að gegna í þjóð-
félaginu, þegar þeir hafa lokið búnaðarnámi
sínu. Skólaveran hefir þroskað hjá þeim
þá skoðun, að þeim beri sérstök skylda,
til að verða sem atlra nýtastir menn, bæði
fyrir sjálfa sig og þjóðfélagið. Margir þeirra
hverfa líka frá skólabekkjunum, heim til
sveitanna sinna, með einlægum ásetningi
og brennandi löngun, til að breyta ýmsu,
og hrinda í lag, er þeir nú hafa fengið
opið auga fyrir, að mætti á annan veg
betur fara. Einnig hefir þeim orðið Ijóst
að almenningur gerir til þeirra þær kröfur,
að þeir borgi landinu með sýnilegum á-
vexti, orða og verka, fé það, sem varið
er til mentunar þeirra.
En hvað er það þá, sem einkum hefir
hindrað framkvæmdir þeirra í þessu efni?
Fyrst og fremst sundurdreifing kraftanna.
í öðru lagi það, að einangrunin hefir deyft
áhugann og þarmeð dregið úr framkvæmd-
kvæmdinni. Og í þriðja lagi krefst búskap-
urinn, ef hann er skynsamlega rekinn, og
búnaðarmálefnin yfir höfuð, víðtækari og
meiri þekkingar, heldur en flestum mönn-
um er hægt að afla sér á búnaðarskólun-
um, svo undirbúningslitlir, sem nemendur
eru oft og tíðum, þegar þeir koma þangað.
Hólamannafélagið vill reyna að bæta úr
þessu, jafnframt því, sem það vill rétta
landbúnaðinum beinlínis hjálparhönd. Það
vill glæða áhuga félaga sinna pg allra, sem
það nær til á einhvern hátt, glæða þekk-
inguna og efla atorkuna og kraftana.
Starfsemi félagsins hefir verið fremur
lítil hingað til; en nú hélt það aðalfund sinn
á Hólum í Hjaltadal dagana 12—18 marz.
Voru þar rúml. 40 félagsmenn auk nokk-
urra utanfélagsmanna, er fengu leyfi, til að
vera á fundinum. 15 fyrirlestrar voru
haldnir.
Á fundinum voru gerðar þessar ákvarð-
anir:
Samþyktur reikningur félagsins frá fyrra
ári og samþ. fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Gerð var ákvörðun um að reyna að
koma á fót undirbúningskenslu handa
þeim mönnum, sem ganga vilja á Hólaskól-
ann, á tveim stöðum; skyldi önnur vera
fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, en
hin fyrir Eyjafj.- og Þingeyjarsýslu. —
Námskeiðið sé 4—6 vikur. Tilsögn fari
fram í íslenzku, dönsku, landafræði og
reikningi, og að nokkur atriði í sögu og
náttúrufræði séu gerð að umræðuefni i
fyrirlestrum. Allir voru sammála um, að
námsskeið þessi mættu ekki styttri vera.
En þetta var talið til bóta, einkum ef
námsskeiðin væru haldin fyrri hluta vetr-
ar, svo að nemendum væri í lófa lagið að
bæta við sig seinni hluta vetrarins.
Samþykt var að veita 60 kr. verðlaun
fyrir beztu ritgerð um túnrækt, eftir félags-
mann, enda væri hún ekki stærri en á tvær
arkir. Skyldi hún vera komin til félags-
stjórnar fyrir 25. des. þ. á.; verður hún
eign félagsins eftir að verðlaunin eru veitt.
Félagsmönnum var falið á hendur að
kynna sér eiginleika búfjár, hver í sinni
sveit, og senda skýrslur sínar um þá
rannsókn félagsstjórninni. Á þann hátt
ætlar hún sér að fá yfirlit yfir kynstofn-
ana og er ætlast til, að á þann hátt fáist
grundvöllur, sem væntanlegar kynbætur
gætu orðið bygðar á síðar.
Samið var á fundinum um form, og því
útbýtt meðal félagsmanna, sem þeir skyldu
hafa fyrir skýrslur sínar, en í þær eiga þeir
að færa störf sín og framkvæmdir málefn-
anna. — Félagið ætlar að veita viðurkenn-
ingu með verðlaunum, þeim mönnum sem
fram úr skara, þegar reynsla er fengin
fyrir framkvæmdum þeirra og dug.
Fundurinn beindi þeirri ósk til félags-
manna sinna, að þeir legðu eindregna á-
herslu á, að kynna sér verzlunarmálefni
landsins, einkum kaupfélagsskap, í því
horfi, sem hann er í meðal Dana, þar sem
sameignarkaupskapurinn er með því mark-
miði að fækka milliliðum og efla vöruvöndun
og afnema skuldaverzlunina.
Yfirleitt var fundurinn fjörugur ogskemti-
legur og lýsti hann áhuga og framfaravonum
ungu mannanna á Hólum.
Fundarmaður.
. \
Önnur bændagjlíma
var háð hér í leikhúsinu s. 1. sunnudags-
kvöld. uUngmennafélag Akureyrar" og „Val-
urinn" gengust þar að, 16 menn hvoru
megin. Aðgangurinn var seldur 75 au. og
var húsið troðfult af áhorfendum. Glímu-
bóndi Ungmennafélagsins var Ólafur Davíðs-
son, en Guðlaugur Pálsson fyrir hinum.
Norðurland 26. bl., flutti frásögn um
fyrri bændaglímuna og þarf ekki að taka
það upp, sem þar var sagt um flokkana,
því að enn þá gilda þau ummæli, sem þá
voru sögð, um búning, kurteisi o. fl.
Þessir glímdu bezt í Ungmennafélaginu:
Þórhallur Bjarnason prentari, Páll Gutt-
ormsson skólapiltur frá Geitagerði og Þór-
hallur Gunnlaugsson verzlunarmaður. Hann
hefi eg séð fimastan mann að koma fyrir
sig fóturn og höndum, þegar honum var
brugðið til falls, og féll hann þó að lokum
til fulls fyrir Karli Mývetningi.
Þessir Valir glítndu bezt: .Sigurður Bald-
vinsson frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði,
Guðlaugur „bóndi" og Karl Sigurjónsson
Mývetningur. Hann glímir fegurst allra
þessara manna og var mikil nautn að horfa
á hann á glímuvellinum. Hreifingar hans
allar og brögð voru svo hnitmiðuð eins og
hann hefði mannsvit í fótunum. — Fleiri
glímdu vel, en þessir sem nafngreindir eru
og er ekki rúin til að fjölyrða um þá.
Áður en heitið gæti, að til stáls syrfi
með flokkunum, vildi það óhapp til, að
þrír beztu glímumenn Valsins meiddust
fyrir einum og sama manni Ungmennafé-
lagsins og liggja þeir nú, tveir a. m. k. í
sárum. En áður en þau slis urðu, horfði
betur fyrir Völunum en hinum, enda glímdu
Valirnir betur yfirleitt.
Félög þessi eiga þökk og heiður skilið
fyrir að hafa sýnt þessa þjóðlegu íþrótt
vora á leiksviði, og ef vel yrði á haldið.
þá gæti þessi list orðið landinu til frægðar.
Hugsum oss að úrvalsmenn þjóðarinn í
þessu efni færu utan og sýndu í leikhúsunt
listfengar glímnr. Það mundi vekja mikla
athygli. Fyrst er þó að auglýsa sig innan-
lands og það ættu glímumenn vorir að
gera. Þingeyingar ættu að hugsa um þetta,
þvi að þar munu vera beztir glímumenn í
landinu. Ef þeir vildu koma hingað, æfðir
saman og undirbúnir, og glíma hér á leik-
sviðinu, þá mundi ekki skorta aðsókn og
athygli. Þegar fengin væri góð reynsla fyrir
góðum glímum innanlands, væri á hitt að
líta, að fara utan til aukinnar frægðar.