Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 29.09.1906, Qupperneq 2

Norðurland - 29.09.1906, Qupperneq 2
Ritsíminn var opnaður í dag kl. 4. Um leið sendi bæjarstjórnin konungi og ráðherra hraðskeyti. Nl. 14 Fréttin um loftskeytastöðina og J^íoröri. Norðurland skýrði frá því í síðasta blaði, að þau tíðindi hafi frézt með talsímanum frá Reykjavík, að full vissa sé nú orðin fyrir því, að samningar takist með Marconifélaginu og stjórn- inni um loftskeytastöð hér á landi. Með venjulegri kurteisi og góð- girni ræðst Norðri á blaðið út af fregn þessari, en fer þar reyndar rangt með, eins og vant er. Vér sögð- um að fregnin hafi átt að koma með talsímanum, og liggur í hlutarins eðli, að svo framarlega sem þar hafi verið skýrt rangt frá, getur Norðurland enga ábyrgð borið á fregninni, en Norðri lætur Nl. segja þetta sem fulla vissu frá sjálfu sér. Annaðhvort er hér að ræða um frábæra heimsku, eða vísvitandi tilraun til blekkinga og gæti víst hvorttveggja verið jafn- líklegt. Vitanlega getur Nl. ekki þótt neitt að því þó þessi afsprengur Gjallar- horns sé að lýsa yfir því að Norður- land fari með ósannindi og uppspuna. Slíkar yfirlýsingar teljum vér mikinn stuðning fyrir því að rétt sé frá sagt. Vér skulum þó skýra frá því hér, að fregn þessi var sögð ritstjóra Norðurlands af fjórum mönnum hér í bæ áður en hún kom út í Nl. og vissi enginn þeirra af hinum. Tveir af þeim báru bæjarfógeta Guðlaug Guðmundsson fyrir henni og að minsta kosti tveir af þeim töldu víst að hún væri komin með talsímanum. Enannars sýnist ekki gera mikið til hvernig fréttin kemur, ef hún er sönn. En því til staðfestu að vér höfð- um fulla ástæðu til þess að segja frá fregninni, skulum vér setja hér yfirlýsingu frá tveimur bæjarfulltrú- unum hér í bæ, þeim konsúl Otto Tulinius og prentsmiðjueiganda Oddi Björnssyni; er hún á þessa leið: Samkvœmt ósk ritstjóra Norðurlands vottum við undirritaðir að herra bœjarfó- geti og sýslumaður Guðlaugur Guðmunds- son sagði frá því í fréttaskyni i áheyrn okkar á þriðjudaginn 24. þ. m. að telja mcetti afráðið að ný Marconiskeytastöð yrði sett á stofn hér á landi, sem yrði mið- stöð milli Evrópu og Ameríku. Akureyri 29. sept. 1906. Otto Tultnius. Oddur Björnsson. Þykir mönnum ekki eitthvað ein- kennilegt við það, að Norðri sé að lýsa þá fregn ósannindi og uppspuna, sem höfð er eftir einum af aðalútgef- endum blaðsins, manni sem er blaðinu svo nákominn, að hann hefir tekið að sér að líta eftir því sem í blaðið kemur og lýst yfir því fyrir þjóðinni að hann geri það? Eða er hús Norðra sjálfu sér svo sundurþykt að þeir sem f því búa lýsi hver annan ósannindamann? Eða er eftirlitið svo slælegt að sið- fræðislega ábyrgðarlausum aulum sé leyft að vega þar að mönnum og málefn- um, í því trausti >að eitthvað loði við« af lyginni, gera þetta í skjóli ritnefnd- arinnar, sem öll þjóðin hlýtur að telja að beri ábyrgð á því sem í blaðinu stendur ? Vill ekki ritnefnd Norðra svara þess- um spurningum? Ungmennafélögin. Porvaldur Davíðsson bankastjóri. Lézi i Danmörku vorið 1906. Eg gleymi því seint, hvernig eljan min öll til ónýtis fór þetta vorið. Og aldrei það fyrnist, hve orpið var snœ hvert einasta þunglama sporið. Hvert einasta, erþjóðinmínstormbarin steig frá stórsjó er skipinu hvol’di og inst inn i dalinn, sem elur það líf, sem ótaldar hörmungar þoldi. Sú minningin rennur til rifjanna djúpt og reisir upp máttvana hárin; i þjóðrœkna brjóstinu titrar hver taug, og tekur í hálfgrónu sárin. Og landa vorn, jafnvel, er sunnan við svell í sólgeisla landinu dvelur við fréttina þá, sem að heiman er hermd í hrimlenzku nöglina kelur. Afdraum sínum veithann, erdagsbrúnin rís, að dimt er í œttjarðar högum,— Til skyldunnarrennurþað blóð, sem er bezt, og blandað að þjóðernis lögum. Og þótt ’ann sé hraustur, ’ann hrífst eins og strá er hamfara stormsveipur kemur. En ef hann er sjúkur, er tvöfalt það tak, sem tilfinning heimfúsa nemur. Svo mögnuðum krafti er fregnin sú fylt, sem farmanni heiman er borin; því aldrei er sálin hans innþornuð grein né alveg af stofninum skorin. I fegurðarhilling er fósturlands skraut, sem fjarlœgðin ber upp i daginn; á hinn bóginn virðist og þreföld sú þraut sem þjóðinni l mannraun er lagin. * * * Þau börnin sem reynast þér, Mjallkonan mest og muna þig jafnan — í trygðum —þeim fjölgar nú stöðugt og felast ei sýn þó fjarlœg þau séu að bygðum. En sumum, sem elska þig einhuga ogmest, er aftrað á framsóknar vegi og þeir era teknir og bornir á burt — í bjarmann af ókomnum degi. Og það er þó sigurför sérhverjum þeim, er sótt hefir fram eins og skyldi. Byltingin í Rússlandi. Mikill ófriður og uppnám er þar enn f landi og er skemst frá því að segja að morð eru þar framin daglega á valdsmönnum stjórnarinnar. Er sagt að miðnefnd byltingamanna hafi gert heyrum kunnugt, að embættismenn stjórnarinnar verði vegnir hundruðum saman, ef stjórnin breyti ekki þegar í stað stefnu sinni. Auk þess hafa verk- mannaflokks-þingmenn gefið út annað ávarp til herliðsins. Segir þar að her- menn hafi ekki einungis unnið keisar- anum hollustueið heldur líka fóstur- jörðunni, en hana hafi keisarinn svikið. Fyrir því skora þeir á þá að halda eið sinn við hana og berjast fyrir þjóðræði. í Póllandi eru sífeldar róstur, sem víða annarstaðar í Rússlandi. í Sidel- ece þar f landi höfðu byltingamenn ráðist á Iögreglumenn og hermenn. Hermennirnir tryldust og veittu Gyð- ingum aðgöngu. Þrjú stræti sögð gjör- eydd. ioo menn höfðu beðið bana og um 300 orðið sárir. Loks kom sú frétt nú með norska skipinu »Skreien« í fyrrakvöld að Trepoff hershöfðingi, hinn illræmdi grimdarseggur f Pétursborg og aðal- Úr velfyltu rúmi var Þorvaldi þrengt á þennan hátt—fyr en eg vildi. * * * Eg veit það, að manndáðin hljóðar ei hátt né hopar frá síðustu vörnum.— En eitt er þó drengskapnum dapurlegt, sárt, að deyja frá konu og börnum. Eg rœð í þau skeyti, er sendi þín sál, þó sagnirnar þœr vœru hljóðar, frá banasœng þinni til barnanna heim og brúðar og frœnda og þjóðar. Þau viðkvœmu hug-skeyti voru þér töm, sem veikindin náðu ekki að buga. Frá banasœng þinni þau beindu sér teið i brennigler elskandi huga. Um langsótta vegi þau leituðu heim í ijósinu, er hugnœmið veldur. i svefni og vö'ku, frá landi til lands hann leynist sá heilagi eldur. í hvert sinn er dagroðinn eldingum eys að austan frá bjarmalands ströndum hann minnir á Ijómann, sem lékþér um brár, og tjósið í anda þins höndum. * * * Hve langdrœga sjúkleika sverðið þig beit þvi sári, er til dauða þig leiddi!— En ástúðleg reyndist þó átgyðjan þér og yfir þig guðvef sinn breiddi. Það skiftir ei’ miklu, hvar lik eru leidd — að lotið sé afgömlum vana. En samt er mér það ekki sársaukalaust: að sefurðu i flatneskju Dana. Um vígsbcetur eftir þig vek eg ei’ mál né veit eg hve þín mœtti hefna, því aðili sakar er ábyrgðarlaus og engum til Lögbergs að stefna. Til sigurs í málinu sé eg ei’ veg þótt sökinni kynni eg að lýsa: í aðilann mikla er ókleift að ná og óstœtt að Lögbergi þvísa. En eitt er að heimta hvern einasta dag: að æskan á gröfunum vaki og jarðaða föðursins áhuga-eld í erfðahlut sonurinn taki. G. F. • ♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦•♦•♦♦•♦•♦♦••♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦• ♦ ♦♦•♦•• ••••♦ ráðgjafi Rússakeisara í mörg ár, er stofnað var til stórræða af hálfu Rússa- stjórnar til útrýmingar byltingamönn- um, sé nú af dögum ráðinn. Hafði hann dáið snögglega og talið víst að honum hafi verið gefið eitur. Her- bergisþjónar hans og matsveinar höfðu verið teknir fastir. Hótun hafði hann fengið áður frá byltingamönnum að hann skyldi drepinn og fyrir skömmu var annar hershöfðingi, er líktist honum í sjón, myrtur í Pétursborg. Var talið víst að sá maður hafi verið tekinn f misgripum fyrir Trepoff. Á Askov háskóla fóru nú með Kong Inge 3 ungir menn úr Skagafirði: Jón Sigurðsson frá Reynistað, Jóhannes Björnsson frá Hofstöðum og Jakob Líndal frá Hrólfs- stöðum. Möðruvallaprestakall veitti ráðgjafinn 18. f. m. síra Jóni Þorsteinssyni á Skeggjastöðum. Jóhann Sigurjónsson skáld, sem dvalið hefir hér í sumar fór í með „Kong Inge" til Kaupmannahafnar. Halldór Briem kennari kom hingað til bæjarins frá Reykja- vík í fyrradag. I. Lítt mun mönnum út um landið kunnugt um það, að hér á Akureyri var síðastliðinn vetur stofnað félag nokkurt, sem nefnt var >Ungmannafélag Akureyrar.* Félag þetta var stofnað á nýjársdag 1. janúar 1906, og voru stofnendur þess ungir menn, aðeins 11 að tölu, en brátt bættust fleiri við, svo að félagatala um tíma varð yfir 60. Tilgangur þessa félags er að reyna, að safna æskulýð þessa Iands undir eitt merki, þar sem þeir geti barist sem einn maður með einkunnarorðunum: »Sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu,« og í sameiningu og samhuga aflað sér líkamlegs og andlegs þroska. Vér viljum reyna að vekja æsku- lýðinn af hinum þunga svefni hugsunarleysis og sljóleika fyrir sjálfum sér og fósturjörðu sinni, til einingar og framsóknar, landi sínu - og þjóð til blessunar, vekja lifandi og starf- andi ættjarðarást í brjóstum hinna íslenzku ungmenna, en eyða flokkahatri og »póli- tískum« flokkadrætti. Eflaust munu margir góðir menn játa að slíks sé eigi vanþörf, því lítt finst oss vér ungu mennirnir sýna það nú á dögum, að vér séum afkomendur okkar göfugu forfeðra. Félag vort var stofnað með hliðsjón af norsku æskulýðsfélögunum, þótt vér reynd- ar settum lög vor öllu harðari og gengjum lengra í ýmsum greinum, t. d. höfum við fram yfir þau, bæði bindindisheit og líkams- æfingar, sem félagið hefir lagt töluverða stund á, einkum hina íslenzku glímuíþrótt. Aðaltilgangur hinna norsku æskulýðs- félaga er það, sem Norðmenn kalla >MaaIstræv,« og er í því fólgið, að full- komna og fá viðtekið um allan Noreg mál það er ívar Aasen myndaði með fleirum og margir af Noregs bezt mönnum hafa síðan barist fyrir, Árni Garborg, Per Sivle o. fl. Mál þetta er nefnt nýnorska. Æsku- lýðsfélögin norsku berjast drengilega móti dansk-norskunni, eða ríkismálinu, sem þeir kalla svo, en allharðlega og með góðum árangri fyrir því að allir Norðmenn mæli á einni tungu, nýnorskunni. Þetta er aðal- markmið æskulýðsfélaganna þar, þeirra sem kallast »frjálslynd«, en þau starfa einnig kappsamlega á móti allri óreglu, rudda- skap og ósamlyndi, að því að hefja upp, göfga og bæta hugsunarhátt og framferði hinna norsku ungmenna; einnig gefa þau út ýms smárit, auðvitað öll á nýnorsku, rit sem eru mjög góð fyrir æskulýðinn og sem eru svo ódýr, að hver maður getur keypt þau; kosta þau flest frá 10 til 30 aura; ennfremur hafa félög þessi komið á fót kaffihúsum fyrir bændaæskulýðsfélögin í helztu bæjunum í Noregi. Á kaffihúsum þessum koma félagsmenn saman á hverj- um degi og ræða mál sín; eru þau stæld sem mest eftir því hvernig álitið er að bændastofur hafi verið í fyrri daga, en fólk það sem gengur um beina, er eingöngu konur, giftar eða ógiftar og eru klæddar norskum þjóðbúningi. Ekki eru samt fé- lögin enn þá allskostar ánægð með bygg- inguna og fyrirkomulag á þessum kaffi- húsum, en gera sér góða von um að geta fullkomnað það með tímanum. Nærri má geta að slíkt fyrirkomulag sem það, að geta komið saman á hverjum degi, muni stuðla eigi alllftið til þess að efla viðgang félaganna, og allundarlegt virðist oss það, að ekkert íslenzkt blað hefir, (oss vitan- lega) getiðþess, að Norðmenn þykjast mega þakka þessum félögum, að miklu Ieyti það hvað hin nýafstaðna frelsisbarátta þeirra gekk fljótt og vel, því þessi félög voru búin að undirbúa fólkið svo, að ekki ein- ungis tungan, heldur líka hjartað var full-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.