Norðurland - 03.11.1906, Síða 3
37
NI.
Nýr eldsvoði.
1 nótt komst alt í fum og fát
felmtur barst að eyra;
fjárhúskofa eldurinn át
og œtlaði að gleypa meira.
Menn ei furða mundi á þvi
meir þótt hefði étið,
fjórtán daga föstu i
fanturinn hafði setið.
Reyna œtti ráðið það,
rétt hans þarfir meta,
en ekkí láta hann óskamtað
upp frá þessu éta.
Akureyri 1. nðv. 1906. j
X
Biörn Jónsson,
ritstjóri ísafoldar varð sextugur 8.
þ. m. Þann dag sendu nokkrir bændur
í Árness- og Rangárvallasýslu honum
dýrindis litmynd eftir Ásgrím Jónsson
málara. Er myndin af Heklu og fjöll-
unum þar í kring en f násýn nokkur
hluti af Eystrahrepp í Árnessýslu.
Myndin er 2 álnir á lengd og x alin
á hæð innan umgjörðar, en á henni
er silfurskjöldur og á hann letrað:
BJÖRN JÓNSSON. Með þakklœti
Jyrir alúðarstarf í þarfir þióðarinnar.
Frá nokkurum bœndum.
Kvæði var honum og flutt og er
það prentað f Fjallkonunni io. þ. m.
Qröndals-afmæliO.
Sama daginn sem G. varð áttræð-
ur, gaf Sigurður Kristjánsson bók-
sali út minningarrit um skáldið. Höf-
undar þess eru: Sig. Kristjánsson
(kveðja í ljóðum), Jón Jónsson sagn-
fræðingur, Guðm. Finnbogason, Finnur
Jónsson, Helgi Jónsson og Þorsteinn
Erlingsson. 5 myndir af Gröndal eru
í bókinni.
Qairnfræðaskólarnir.
í skólanum hér á Akureyri ern 6i
nemandi og tveir að auki, sem að eins
njóta kenslu í einstökum námsgreinum.
Kennarar eru, auk hinna föstu kenn-
ara, sra Jónas Jónasson, Stefán Björns-
son kennari í dráttlist og handavinnu,
Magnús Einarsson kennari f söng og
Lárus Rist kennari í leikfimi. — Heima-
vist hafa 36. Af þeim hafa 30 sam-
eiginlegt mötuneyti.
Nemendur Flensborgarskólans eru
76; af þeim eru 13 í kennaradeild.
Skólinn hefir fengið nýtt hús 30x15
álnir. Hefir það verið smíðað í Noregi.
Nýia -farlO.
Lftið er talað um tfðarfarið, því það
er frábærlega gott og heldur ekki um
heilsufarið, því það er að kalla við-
unandi. Helzt tala menn því um nýja
-farið eða símafarið, því það er ein-
lægt f ólægi.
Varla kemur svo fyrir nokkur dagur
að síminn ekki slitni og suma dag-
ana eru mjög mikil brögð að því. Þó
hafa báðir þræðirnir sjaldan verið slitnir
í einu, en fyrir hefir það komið samt.
Haldi þessu áfram verður auðsjáan-
lega afarmikill kostnaðarauki að því,
að þurfa í sífellu að senda út menn
til þess að bæta símann og hefði víst
verið ráðlegra að kaupa heldur vand-
aðri þráð, þó það vitanlega hefði orðið
til þess að kostnaðurinn hefði farið
enn þá meira fram úr áætlun stjórn-
arinnar og meirihluta ritsímanefndar-
innar.
Einn bruninn enn.
Aðfaranótt 1. þ. m., brann fjárhús-
kofi á Eyrarlandi, hér f landareign
kaupstaðarins; voru þar inni 8 kindur,
sem allar brunnu inni. Eldurinn læsti
sig í hey, (nál. 5® hesta) sem stóð
áfast við kofann og ónýttist nálega
helmingur þess.
Helmsókn konunsrs.
Von er á honum að sögn til Reykja-
víkur um lok júlímánaðar næsta sumar.
Lióta lýsinsru
Flytur Fjallkonan 10 þ. m. eftir
dönsku blaði á meðferð á íslenzkum
hestum, sem komið var með til Ála-
borgar þá fyrir skömmu á norska
skipinu »Echo«. Á leiðinni hafði 31
hestur skolast útbyrðis. Og hinir sem
komu lifandi voru hræðilega útleiknir,
sumir fótbrotnir, aðrir særðir illum
sárum á höfði og fótum og víðar,
skinnið flegið af fótleggjum sumra svo
að skein í beinin o. s. frv. Fáeinir
voru drepnir þegar þeir komu á land.
Þlnarmannaförln
kostaði ríkissjóð Dana 85,000 kr.
Tvð skip
ný hefir Sameinaða gufuskipafélagið
í smíðum, til íslandsferðanna, bæði með
kæliklefum.
Ódýrt rafmagrnsliós.
»Lögrétta« segir frá tilraunum er
gerðar hafi verið í 'Kaupmannahöfn með
nýjan rafmagnslampa og hafi það á-
unnist, að nú megi framleiða rafmagns-
ljós 2/3 ódýrara en áður. Er sagt að
sparnaðurinn sé í því fólginn að tekist
hafi að gera lýsiþráðinn í lömpunum
úr því efni, er að eins þarf '/3 straums
á móts við þann er áður þurfti til þess
að gera þráðinn glóandi. Lampinn er
væntanlegur á markaðinn um miðjan
vetur og á rafmagnsljósið þá að verða
ódýrasta ljósið er menn þekkja.
Skyldi þá ekki verða hugsandi til
þess fyrir Akureyringa að fara að raf-
Iýsa?
Elfs Jónsson
verzlunarmaður á Vopnafirði verður verzl-
unarstjóri þar fyrir Zöllners verzlun í stað
Sig. Johansens, sem verður umboðsmaður
Z. í Kaupmannahöfn.
Ásarelr Blöndal
héraðslæknir, sem dvelur á heilsuhælinu
í Silkiborg, er sagður á góðum batavegi.
fslenzkar glímur í Höfn.
Komið hefir til orða að flokkur glímu-
manna úr Ungmennafélaginu hér sýni í vetur
glímur f Circus í Höfn.
Skipaferölr.
>Gambetta< eimskip til Edinborgarverzl-
unar kom 28. f. m. Flutti vörur til verzl-
unarinnar og tekur aftur fisk.
>Ceres< kom og 28. þ. m.; með henni
voru meðal annara farþega Jón Sigurðs-
son frá Hellulandi í Skagafirði á leið til
útlanda til þess að kynna sér nýjustu
getð mótorbáta einkum á Þýzkalandí og
Brynjólfur Bjarnarson í Þverárdal. — Skip-
ið fór aftur 29. þ. m. Til Vopnafjarðar
fór með því héraðslæknir Ingólfur Gísla-
son, með frú sinni og börnum, til þess
að taka þar við læknisembættinu. Til Askov-
háskóla fóru þeir Jónas Jónsson í Hriflu
og Konráð Erlendsson frá Þóroddsstað
°g Björn Jónasson frá Narfastöðum til
þess að kynna sér verzlunarstörf ytra.
»Vesta* kom 29. f. m. Með henni var
Jón Jónsson héraðslæknir frá Vopnafirði
á leið til embættis síns á Blönduós. Enn-
fremur Baldur Sveinsson verzlunarmaður
frá Húsavík til Reykjavíkur. Ari Jochums-
son á Húsavík, Sigurjón Jóhannesson frá
Laxamýri, Sigtryggur Jóhannesson kaup-
maður, Halldór Friðjónsson o. fl.
Héðan tók sér far til útlanda verzlunar-
maður Ólafur Davíðsson.
>Prospero< kom aðfaranótt 1. þ. m. Með
skipinu var hingað Hálfdán Jakobsson á
Héðinshöfða
Missögn er það sem stóð í Nl. fyrir nokk-
uru, að skarlatssótt væri á Hallgilsstöðum í
Möðruvallasókn. Átti að vera Þrastarhóli í
sömu sveit.
X
Veöurathusanir
Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson.
1906. Sept. Okt. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h.j (C) á sólar-] hringnum.j
Loftvog (þuml.) Hiti (C.)| «*< 1 £ « > & n B 'Þ C/) cð i 0 L O
Fd. 26. 72.8 3.2 vsv 2 10 R -2.7
Ld. 27. 73.8 2.4 0 10 —4.5
Sd. 28. 73.2 2.6 0 10 —4.s
Md 29. 74.i 3.0 NAU 1 8 —5.1
Þd. 30. 75.9 5.0 NAU 1 10 —5.o
Md.31. 75.4 2.6 0 10 —3.0
Fd. 1. 73.3 3.3 0 7 —1*2
JCnsmæðurnar
á Akureyri
ættu að reyna hin ágætu
T APIOCAQR JÓN
þau fást á 25 aura pundið, í
verzl. Edinborg.
Verzlun okkar hefir talsíma nr. 39. Ágætar, aftanhlaðnar rúpnabyssur hvergi ódýrari. Verzlun okkar hefir talsíma nr. 39
3 u V V Q a CA 4 g 4 e -2/ 5 CO |J-I U 5 a O =3 d. '=3 hc Verzlun undirritaðra hefur nú með síðustu skip- um s/s Vestu og s/s Prosperó fengið talsverða viðbót af vörum s. s. Grænsápu, Handsápu og Þvottasápu af' mörgum tegundum, þvottaduft sem húsmæður eru beðnar að muna eftir og reyna. Mikið úrval af ilmvötnum.— Yfirfrakkar og vetrar- treyjur karlmanna, margar tegundir og stærðir af karlmannapeysum, barnakjóla, rúmteppi 0. m. fl. Chocolade og Cacao af mörgum tegundum. Allar vörur seljast með afar lágu verði. — Hvergi fæst betra Margarine eða ódýrara eftir gæðum. Komið og skoðið nýja leirtauið —= Álnavara =— og fleira er selt með niðursettu verði. Lítið á vörurnar og verðið. Sf. Sigurðsson & 6. Sunnarsson. g D5 & ZLl 3 “ co 3 3 1 p> o> s. •
Verzlun okkar hefir talsíma nr. 39. Með næstu skipum er von á miklum vörubirgðum til viðbótar Verzlun okkar hefir talsíma nr. 39.
Góð
feiknibesfiK
selur Sigtr. Jónsson.
Teiknikensla.
Frá 15. nóv. n. k. geta menn
fengið tilsögn i
fríhendisteikning.
Nánari upplýsingu gefur undirrit-
aður í húsi Jóns aiþm. Jónssonar
frá kl. 4—5 e. m. daglega.
Akureyri 26. okt. 1906.
Sf. Björnsson
teiknikennari.
í 9
‘ Haganesvík í Fljótum geta
I
fengist keypt verzlunarhús
ásamt verzlunargögnum. — ▼
A Semja má við ▼
i E. B. Guðmundsson. ▼
•◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄◄•
Standard er ódýrasta og frjáls-
lyndasta lífsábyrgðarfélag sem
starfar hér á landi, þá á alt er
litið. Það tekur allskonar tryggingar,
almenna lífsábyrgð, ellistyrk, fjárá-
byrgð, barnatryggingar o. fl.
Aðalumboðsmaður
H. Einársson á Akureyri.
Sigtryggur Jónsson
selur meðal annars: Eldiviðarbrenni
á kr. 35.00 faðminn. — Gott smíða-
brenni í IV2 al. lengdum. — Girð-
ingarstólpa og annan trjávið með
góðu verði.
Nýjar bœKur
íbókaverzlun Frb- Steinssonar.
Ljóðmæli Matthíasar 5. bindi . . . 3.00
Jón Jónsson: Gullöld íslands . . . 4.00
Topelius: Herlæknirinn III...........3.00
Alfred Dreifus II....................2.50
Freytag: Ingvi konungur..............2.50
E. Benediktsson: Hafblik, kvæði . . 2.50
WiIIiam James: Ódauðleiki mannsins 1.25
V. Briem: Barnafræði í ljóðum. . . 0.50
Minningarrit, Gröndal áttræður . . 1.00
A. Utne: Heilsufræði.................1.25
Gröndal: Smásögur....................1.00
Svb. Egilsson: Sjómenska .... 0.60
Sigurður Jónsson: Reikningsbólc . . 0.60
Tækifæri og tíningur.................1.50
Fanney...............................0.60
100 tímar í ensku og þýzku.
Ymisleg fleiri smárit
Hljóðfæri: Giutarar og Violin.
Afvinna.
Maður, vanur skriftum óskar eftir
atvinnu við það starf á Akureyri
frá miðjum jan. til 15. marz n. k.
Þeir sem vilja sinna þessu, gefi
sig sem fyrst fram við ritstjóra þessa
blaðs.